Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 31
AÐSENDAR GREIIMAR
Velferðarþjónusta á villigötum
REYKVÍKINGAR hafa áþreifan-
lega orðið varir við skattagleði
meirihluta borgarstjórnar á undan-
fömum vikum. Fasteignagjöld hafa
verið hækkuð um 26%, heilbrigðis-
eftirlitsgjald hefur verið lagt á fyrir-
tækin í borginni, afgjöld fyrirtækja
borgarinnar, sem þau greiða í borg-
arsjóð, hafa verið hækkuð allt að
80%, dagvistargjöld hafa verið
hækkuð, stöðumælagjöld hafa verið
hækkuð um 100% svo eitthvað sé
nefnt. Á sama tíma er ekki að
merkja að í gangi séu alvarlegar
tilraunir í þá átt að skera niður
rekstrarútgjöld borgarinnar og
samkvæmt niðurstöðum fjárhags-
áætlunar R-listans munu rekstrar-
útgjöld hækka um hundruð milljóna
á milli ára.
Á sama tíma og skattar og gjöld
borgarinnar hækka hefur meirihlut-
inn samþykkt í félagsmálaráði
Reykjavíkur tillögur að nýjum regl-
um um fjárhagsaðstoð Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkur. Ljóst er að
margir eiga um sárt að binda og
ekki skal ég draga úr mikilvægi
þess að þeir sem standa höllum
fæti eða eiga í tímabundnum erfið-
leikum fái aðstoð hins opinbera til
þess að framfleyta sér og sínum.
Þessar nýju tillögur ganga hins
vegar skrefi of langt svo ekki sé
meira sagt. Þessar nýju reglur bíða
nú afgreiðslu borgarráðs svo enn
er tími til stefnu til þess að falla
frá þeim eða lagfæra þær.
Hækkun á bilinu 23 til 58%
Tillögurnar miða að því að ein-
staklingur hafí minnst kr. 53.596
til ráðstöfunar en núgildandi reglur
miða við kr. 43.504. Hér er um 23%
hækkun að ræða. Barnlaus hjón
hafi kr. 96.473 en núgildandi reglur
miða við kr. 60.906. Hér er um 58%
hækkun að ræða. Hjón með þrjú
böm hafi til ráðstöfunar kr.
125.306 en hafa nú samkvæmt gild-
andi reglum kr. 91.368. Hér er um
37% hækkun að ræða. Hjón með
fjögur börn hafi til ráðstöfunar á
mánuði kr. 135.456 sem er 35%
hækkun miðað við gildandi reglur.
Tillögurnar að þessum
nýju reglum eru þann-
ig upp byggðar að há-
marksaðstoð frá Fé-
lagsmálastofnun er kr.
96.473 en ráðstöfunar-
tekjumarkinu ná aðilar
síðan með öðrum leið-
um, t.d. í gegnum
barnabætur og barna-
bótaauka.
Sennilega geta
margir samþykkt að
ráðstöfunartekjur að
því marki sem nýju
reglurnar gera ráð fyr-
ir séu eðlilegar. Ef
grannt er skoðað kem-
ur hins vegar í ljós að
með reglum af þessu
tagi er verið að hafa endaskipti á
hlutunum þannig að þeir sem eru
án atvinnu og fá fjárhagsaðstoð
Félagsmálastofnunar eru mun bet-
ur settir én þeir sem vinna fyrir sér
og sínum á meðallaunum.
Útivinnandi hjón lakar sett
Ef borin er saman fjárhagsleg
staða einstaklinga og hjóna í at-
vinnu annars vegar og tekjulausra
hins vegar og ef inn í þann saman-
burð er tekið tillit til skatta og
kostnaðar við atvinnuþáttöku má
fá eftirfarandi niðurstöðu: Útivinn-
andi hjón með tvö börn þurfa að
hafa um kr. 235.000 í mánaðartekj-
ur til þess að ná sömu ráðstöfunar-
tekjum og atvinnulaus hjón sem
eiga tvö börn en hafa ekki kostnað
af bamagæslu. Útivinnandi hjón
með þrjú börn þurfa að afla um kr.
275.000 á mánuði til að jafna stöðu
hjóna sem eins er ástatt um en em
án atvinnu og njóta fjárhagsaðstoð-
ar. Til að jafna aðstöðu einstæðrar
móður með þijú börn sem nýtur
aðstoðar og bóta þurfa
hjónin að hafa kr.
285.000 á mánuði.
Rétt er að vekja at-
hygli á því að kerfíð
er sérstaklega óhag-
stætt hjónum og hefur
R-listinn aukið á þann
mismun með því að
hækka heilsdagsdag-
vistun hjá hjónum um
kr. 5.200 á mánuði.
í þessum dæmum
eða útreikningum er
miðað við að þeir sem
era í vinnu greiði kr.
19.600 fyrir heilsdags-
vistun hvers barns.
Lækka mætti tölur
þessar eitthvað með því
að gera ráð fyrir því að aðeins eitt
bam í stað tveggja eða aðeins tvö
í stað þriggja séu í dagvistun. Á
móti kemur að þeir foreldrar sem
eru með bam sitt hjá dagmóður en
ekki í leikskóla greiða mun hærra
gjald fyrir heilsdagsvistun en kr.
19.600. Einnig er hér miðað við að
þeir sem era atvinnulausir fái húsa-
leigubætur.
Þessar nýju reglur R-listans
stefna að því að gera stóran hluta
Reykvíkinga verr settan í vinnu en
á bótum. Hvers konar skilaboð era
þetta til launþega, sem nú eru flest-
ir að semja um kaup sitt og kjör.
í þeim kjaraviðræðum er verið að
tala um launahækkun á bilinu
3-6%. Með þessum nýju reglum er
GunnarJóhann
Birgisson
Þessar reglur R-listans
stefna að því, segir
Gunnar Jóhann Birg-
isson, að gera stóran
hluta Reykvíkinga
verr settan í vinnu
en á bótum.
fjárhagsaðstoðin hækkuð á einu
bretti um 23-58%.
Sænska leiðin
Fréttir berast daglega af fjár-
hagserfiðleikum hinna svokölluðu
velferðarþjóðfélaga. Sænska vel-
ferðarkerfið riðar til falls og stjórn-
málamenn þeirrar frændþjóðar okk-
ar tala um gjaldþrot sænska vel-
ferðarríkisins. Keppikefli flestra
granna okkar er að lækka útgjöld
og skera niður kostnað í velferðar-
kerfinu. R-listinn í borgarstjórn
virðist hins vegar hafa það að sér-
stöku markmiðið að auka útgjöld
og vinda upp á velferðarþjónustuna.
Félagsleg þjónusta er nauðsynleg.
Hún á hins vegar að vera öryggis-
net en ekki yfírbjóða vinnumarkað-
inn. Spurningin sem við stöndum
frammi fyrir nú er hvort við viljum
fara sænsku leiðina eða spyma við
fótum og ná tökum á þeirri félags-
legu þjónustu sem við höfum byggt
upp. Vonandi ber meirihlutann í
borgarstjórn gæfu til þess að lag-
færa þessar tillögur sínar áður en
þær verða teknar til endanlegrar
afgreiðslu í borgarstjóm.
Höfundur er lögmaður og
borgarfulltrúi.
LANDSBÓKA-
SAFN íslands - Há-
skólabókasafn var
sem kunnugt er opnað
í nýjum húsakynnum,
Þjóðarbókhlöðunni, 1.
des. 1994. Þar runnu
saman í eina stofnun
Háskólabókasafn og
Landsbókasafn ís-
lands, þ.e. tvö stærstu
og veigamestu rann-
sóknarbókasöfn
landsins. Þetta nýja
safn er vissulega eign
þjóðarinnar allrar eins
og margar aðrar opin-
berar stofnanir og hún
mun öll njóta tilvistar þess með
einum eða öðrum hætti.
Jú, hún er óumdeilanlega fyrir
alla þjóðina. Mér er kunnugt um
að fjöldi fólks bíður við anddyrið
við opnun safnsins á morgni hveij-
um, háskólanemar, kennarar, al-
menningur og fræðimenn. Ég veit
líka að þeir sem safninu stjóma
jafnt sem aðrir sem þar starfa við
safnbeina eru sérhæft fólk sem
leysa vill hvers manns vanda.
Sannarlega þykir mér ómaklegur
sá áróður sem dynur látlaust gegn
safninu þessa dagana í fjölmiðlum
að bókaverðir séu með leiðindi við
unglinga. Sumir eru í raun að
krefjast hins ómögulega í þessum
efnum.
Því eru nefnilega takmörk sett
hve margir geta fengið aðstöðu í
húsinu. Það er ljóst að það getur
ekki sinnt því hlutverki að vera
bókasafn allra grunnskóla og
framhaldsskóla í landinu eða á
höfuðborgarsvæðinu þar sem
meira en helmingur
þjóðarinnar býr. Né
getur safnið heldur
verið dagvistarheimili
eða æsklýðsmiðstöð.
Rými er af afmarkaðri
stærð og starfslið enn
fátt miðað við það sem
gerist í hliðstæðum
stofnunum erlendis og
þá þjónustu sem ætl-
ast er til að safnið
veiti. Aldurstakmark
handhafa útlánsskír-
teina miðast við 17 ár
og er það lægra en
víðast hvar tíðkast við
rannsóknarbókasöfn.
Stofnunin er rétt að taka til
starfa. Samranasöfnunum, Há-
skólabókasafni og Landsbókasafni,
var lokað á hádegi 30. nóvember
Þjóðin á fleiri söfn en
bókhlöðuna eina, segir
Leo Ingason, m.a.
Borgarbókasafn
Reykjavíkur og prýðis-
góð söfn í nágranna-
sveitarfélögum.
sl. og nýja safnið opnað sólarhring
síðar. Enn eru iðnaðarmenn, tölvu-
menn og ýmsir aðrir að leggja
nótt við dag vegna endanlegs frá-
gangs. Bókaverðir standa enn í
fluthingum jafnframt því sem þeir
eru enn að skipuleggja starfsemina
og safnkostinn samhliða daglegum
störfum. Eðlilegt er að þetta taki
tíma því hér er um gríðarmikla
breytingu að ræða.
Menn hafa sumir undarlegustu
hugmyndir um tilgang safnsins
og „rétt“ barna sinna þar. Þannig
varð t.d. lánþegi einn vitni að því
að maður kom með 11 ára gam-
alt barn sitt og krafðist sérstakrar
aðstöðu fyrir það vegna þess að
það hefði að sögn greindarvísi-
töluna 150. Af þessu spannst
nokkur umræða um hvað skyldi
gera vegna lánþega sem hefðu
greindarvísitölu undir meðallagi.
Það væri þokkalegt ef slíkir hlutir
ættu að ráða því hve mikinn að-
gang eða þjónustu opinberar
stofnanir eiga að veita fólki. Þarna
koma líka hópar unglinga að því
er virðist í þeim tilgangi einum
að leggja undir sig rými og drekka
gosdrykki á stigagöngum með
félögum sínum, en ekki af áhuga
á safnkostinum. Skyldu menn ekki
almennt vita að grunn- og fram-
haldsskólar okkar eru búnir góð-
um bókasöfnum sem hafa yfir að
ráða sérhæfðu starfsliði og mörg
hver nýjustu tækni? Og er þeim
ókunnugt um að annað stærsta
bókasafn landsins, ágætlega
gögnum búið, er starfandi í
Reykjavík. Þetta er Borgarbóka-
safn Reykjavíkur sem hefur aðal-
safn sitt í miðbænum auk margra
útibúa víða um borgina. Prýðisgóð
almennings- og skólabókasöfn eru
í nágrannasveitarfélögunum. Vilja
menn kannski leggja öll þessi söfn
niður og beina í staðinn þjóðinni
allri í þessa einu stofnun vestur á
Melum? Halda menn í raun og
veru að ungir nemar í skólum
Reykjavíkur eigi eitthvað erfiðara
með aðgang að bókasöfnum en
félagar þeirra á landsbyggðinni?
Á að skamma aðstandendur Þjóð-
arbókhlöðu í þeim efnum kannski?
Ég sé í anda ástandið í öðrum
stofnunum ef svona fráleitar kröf-
ur væru gerðar til þeirra. Vilja
menn t.d. að böm á leikskólaaldri
og upp úr fái að leika sér með eða
handfjatla gripi í Þjóðminjasafn-
inu að vild? Eða finnst þeim ekki
út í hött að Pétur og Páll fá ekki
að róta að vild í gögnum Þjóð-
skjalasafns íslands? Þær stofnanir
eru ekkert síður söfn allrar þjóðar-
innar heldur en bókhlaðan.
Bókasöfnum er skipt í nokkra
flokka eftir eðli þeirra. Má þar
telja rannsóknarbókasöfn (t.d.
Landsbókasafnið), almennings-
bókasöfn (t.d. Borgarbókasafnið),
sérfræðisöfn (söfn ýmissa stofnana
og fyrirtækja á einhveiju sérfræði-
sviði) og skólabókasöfn hinna
ýmsu skóla. Öll eiga þau að þjóna
með ákveðnum hætti tilteknum
mismunandi breiðum hópum, allt
eftir eðli þeirra og getu. Menn
mega ekki gleyma þessum söfnum
og lýsa á þau vantrausti með þeim
hætti sem í raun er gert, sérstak-
lega söfn skólanna og almennings-
bókasöfnin. Þau búa að efniskosti
sem fullnægir þörfum grann- og
framhaldsskólanema og fjölda
annarra. Því er erfitt að trúa sem
sumir grunn- og framhaldsskóla-
nemar segja til vitnis um aðstöðu-
leysi sitt utan Þjóðarbókhlöðu að
skólabókasöfnin séu lokuð meðan
próf standa yfir. Sé það rétt er þó
varla um það atriði við Landsbóka-
safn íslands - Háskólabókasafn
að sakast.
Nær væri, fremur en það að
vera með ómaklegan áróður, að
fagna því að stjórnvöld settu sér
það markmið að opna bókhlöðuna
1. desember sl. og stóðu við það.
Höfundur er sagnfrædingur og
bókasafnsfneðingur.
Þjóðarbókhlaðan -
fyrir alla þjóðina
Leo Ingason
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut^
Kopavogi, simi
671800
Daihatsu Rocky EL langur ’89, 5 gíra, ek.
95 þ.km. álfelgur, sóllúga, 31“ dekk o.fl.
V. 1.050 þús.
Toyota Corolla 1600 XL, liftback ’92, 5
g., ek. 40 þ.km. Fallegur bÓl. V. 980 þús.
Verið velkomin
Við vinnum fyrir þig.
MMC Colt GLX '90, blár, sjálfsk., ek. 45
þ.km. V. 780 þús.
M t-
Daihatsu Feroza EL II '90, grásans. og
svartur, 5 g., ek. 60 þ. km., sóllúga, drátt-
arkúla, álfelgur o.fl. V. 990 þús.
Toyota Corolla GL Sedan Sp. Series
?91, steingrár, 5 g., ek. 48 þ. km., rafm.
í rúðurm o.fl. V. 830 þús. (sk. möguleg á
nýrri Corollu).
Nissan Sunny SLX Sedan '91, steingrár,
5 g., ek. 60 þ. km., rafm. í rúðum, saml.
o.fl. V. 840 þús.
Daihatsu Applause Zi 4x4 '91, 5 g., ek.
aðeins 13 þ. km. Einn eigandi, toppein-
tak. V. 1.050 þús.
Fjöldi bifreiða á skrá
og á staðnum.
Verð og greiðsluskil-
málar við allra hæfi.
Nissan Sunny SLX 4x4 station '93, 5 g.,
ek. 18 þ.km. Rafmagn i rúðum, spoiler,
centrallæsing o.fl. V. 1.300 þús. Sk. ód.
Subaru Legasy 1800 ’90, station, sjálfsk.,
ek. 67 þ.km. Rafmagn í rúðum. V. 1.180
þús.
Volvo 850 GLE ’93, steingrár, sjálfsk., ek,
23 þ.km. m/öllu. v. 2,3 millj. Sk. ód.
Toyota Corolla XL 3 dyra '91, hvítur, 5
g., ek. 70 þ.km. V. 680 þús.
Toyota Corolla Touring XLi '91, 5 g., ek.
73 þ.km. V. 1.100 þús.
Toyota Douple Cap diesel m/húsi ’94,
steingrár, 5 g., ek. 35 þ. km. V. 2,2 millj.
Toyota Hi Ace 4x4 bensín '91, hvítur, 5
g., ek. 75 þ. km, vsk bíll. V. 1.450 þús.
Subaru Legacy 2,0 station ’92, sjálfsk.
ek. aðeins 33 þ. km, álfelgur, rafm. í rúð-
um o.fl. V. 1.750 þús.
Toyota Corolla DX ’87, 5 dyra, sjálfsk.,
ek. aðeins 83 þ. km., gott eintak. V. 420
þús.
MMC Colt 1,5 EXE ’91, hvítur, 5 g., ek,
76 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl.
V. 850 þús. Sk. ód.
Ford Escort station ’93, steingrár, 5 g.,
ek. 25 þ. km., vökvast., rafm. í rúðum,
tveir dekkjag. o.fl. V. 1.050 þús. Sk. ód.
Subaru Legacy 1.8 Sedan ’90, sjálfs., ek.
90 þ. km. V. 1.150 þús. Sk. ód.
Höfum kaupendur að:
'92-'94 árg. af MMC Paj-
ero, Toyota D.Cap,
Landcruiser og 4Runner.
V
- kjarni málsins!