Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/H. Hannes Guðmundsson ELSA Waage syngnr „Panis angelicus" eftir C. Franck með aðstoð kvennakórsins „II conserto delle dame.“ „Ave Maria" Sigvalda Kaldalóns. reite dich, Zion eftir J.S. Bach við undirleik píanistans Gar- ardo Chimini. Þá tók við hvert verkið á fætur öðru og hlýnaði viðstöddum íslendingum örugg- lega um hjartarætur þegar Elsa söng Ave Maria Sigvalda okkar Kaldalóns, en einnig var unun að hlusta á hana fara með Ave a Frá Guðlaugi L. Arnar á Italíu. í JANUAR síðastliðnum voru haldnir tónleikar til styrktar MS-sjúklingum á Ítalíu. Tón- leikarnir voru haldnir í kirkju di San Crispino í Porana di Pizz- ale skammt frá Pavis. Tónleikar sem þessir hafa verið haldnir árlega um nokkurt skeið og eru studdir af stórfyrirtælyum jafnt sem einstaklingum. Það er kona að nafni Anna Meroni sem stendur að baki tónleikanna en hún er einn af styrktaraðilum Scala-óperunnar í Mílanó. Hún hefur ennfremur samið bók á vegum Museo di Scala eða Scala-safnsins um uppbyggingu óperuhússins eftir seinni heims- styrjöldina en eins og margir eflaust vita skemmdist Scala mikið í stríðinu. Hún er því vel kunnug í söngheiminum og þekkir góða listamenn þegar þeir eru á ferð, en hún sér um val á aðalsöngvara styrktartón- leikanna ár hvert. Að þessu sinni var það hin íslenska mezzosópran söngkona Elsa Waage sem kvödd var til leiks og megum við vera stolt af, enda afbragðs söngkona á ferð. Tónleikarnir sem báru yfir- skriftina Hallelujah voru mjög skemmtilega uppbyggðir og hófust þeir með einsöng EIsu Waage þar sem hún söng Be- erlendri grund Maria F. Schuberts, jafnt sem DueLieder op. 91 eftir Brahms að ógleymdri bráðskemmtilegri syrpu af amerískum negrasálm- um. í fjórum verkanna naut Elsa stuðnings kvennakórsins II con- serto delle dame, sem er að mestu samsettur af einsöngvur- um. Þar naut hin kraftmikla rödd Elsu sín ekki síður og var óneitanlega gaman að heyra hvað gestum tónleikanna fannst mikið til um söng og framkomu hinnar íslensku söngkonu. Enda hlaut hún mikið lof fyrir. Eftir tónleikana var gestum boðið upp á veitingar í kastala Meroni-fjölskyldunnar en kirkj- an tilheyrir kastalanum sem verið hefur í eigu sömu fjöl- skyldunnar frá upphafi og hef- ur fjölskyldan gjarnan lagt fram sali kastalans til menning- arviðburða sem þessa. Á milli verkefna hefur Elsa nú í vetur og fyrravetur unnið talsvert með rússneskum pían- ista, Miza Bachturize, sem starf- ar við Scala-óperuna, en einnig notið leiðsagnar tenórsins Franco Castellana. Framundan eru annasamir tímar hjá Elsu Waage en næst liggur leið henn- ar til Þýskalands. En hver veit nema íslendingar fái aftur að njóta söngs hennar með vorinu. Matta litla o g ljónið KVIKMYNPIR Bíóborgin LEON ★ ★ Leikstjóri Luc Besson. Aðalleik- endur Jcan Reno, Gary Oldman, Danny Aiello, Natalie Portman. Kvikmyndatökustjóri Thierry Ar- bogast. Tónlist Eric Serra. Lög með Björk Guðmundsdóttur, Sting, ofl. Bandarisk. SPI1994. LEON (Jean Reno) er til fyrir- myndar, eða hvað? Teygar kúa- mjólk, fer mjúkum höndum um stofublómin, ræktar líkamann af eljusemi og ástundun, hefur and- styggð á reykingum, blóti og ragni. Bak við luralegt rónayfir- bragðið blundar göfug sál sem má ekkert aumt sjá, tekur að sér nágranna, hana Matthildi litlu (Natalie Portman), tólf ára telpu- hnokka, þegar fjölskylda hennar er skotin í tætlur. Valmennið er þó ekki allt þar sem það er séð, heldur kaldrifjaður leigumorð- ingi. Virðist meira að segja stunda iðju sína frekar af annar- legum hvötum en fyrir blóðpen- ingana, sem hann hirðir lítt um en lætur dankast hjá vini sínum og umboðsmanni í manndráps- bransanum (Danny Aiello). Matta litla á líka sínar vondu hliðar. Þó henni þyki ósköp vænt um tuskubangsann sinn, sé skörp og skemmtileg hnáta, er hún tæpast á sama róli og jafnaldrar hennar, heldur hraðlygin og ómerkileg og á sér þá ósk heit- asta að hella sér út í aflífunarvið- skiptin. Ekki þegar hún er orðin stór, heJdur strax. Þó ýmsu sé vanur líst Leon ekki nógu vel á blikuna í fyrstu en honum fer að þykja vænt um Matthildi og er von bráðar farinn að príla með barnið uppá húsþök og kenna því undirstöðuatriðin í sinni slátrun- ariðn. M.a. með því að freta á blásaklausa skokkara í Central Park. Þegar farin eru að myndast hlý og notaleg fjölskyldubönd hjá Matthildu litlu og morðvargnum dynja náttúrlega ósköpin yfir svo myndin endar ekki vel og hjart- næmlega. Sú stutta finnur hjá sér óviðráðanlega hvöt til að hefna hans litla bróður, færist fullmikið í fang og fá þau skötu- hjúin á sig hálft þriðja hundrað sérsveitarmanna. Minna má ekki gagn gera hjá' ofurofbeldismanninum Besson en Leon er fyrsta mynd Frakkans í Vesturheimi. Hann á að baki eina, góða mynd, La Femme Nik- ita, bætir ekki annarri slíkri í safnið hér, aðeins tónlist Eric Serra stendur uppúr. Hún var líka það eina minnisstæða við The Big Blue, fyrir utan leiðind- in. Söguþráðurinn er ótrúlega ómerkilegur, býður ekki uppá beysna framvindu nema í upp- hafi og endi, þegar blóðsúthell- ingarnar eru í algleyming. Þá er Besson í essinu sínu og átakaatr- iðin fagmannlega útfærð, líkt og hans er von og vísa. Þar kemur við sögu Gary Oldman í hlutverki gjörspillts yfírmanns í fíkniefna- lögreglunni, forfallins eitrurlyfja- neitanda. Oldman er mikið riðinn við hlutverk hálfóðra manna og alóðra, það var hressandi til að byija með, nú ofleikur hann til ama. Ætti að íhuga Harvey Keit- el í Bad Lieutenant. Aiello kemur lftið við sögu. Reno sýnir álíka mörg svipbrigði og Chuck Norris í Barddock: Missing in Action III. Torræður náungi, fasið og útgangurinn á fransmanninum í New York minnir á Kaspar Haus- er með morðæði. Miðbikið, sem segir mest frá samskiptum Leons og Matthild- ar, drepur niður spennuna, hér fer mannskapurinn að taka sig fullalvarlega, áhorfendum til bölvunar. Handritið gjörsamlega útí hött. Einkum þegar hjúin fara í látbragðsleik, eitthvert kindar- legasta atriði sem sést hefur lengi, og Reno karlgreyinu sagt að leika. Hefði betur látið það ógert. „Harðjaxlar hirða ekki um dans,“ sagði Mailer. Besson læt- ur best að ganga af göflunum og heldur sér vonandi eingöngu við ofbeldið í næstu mynd, þá getum við átt von á annarri gæðamynd á borð við Nikitu frekar en vonbrigðum. Ekki má gleyma Natalie litlu Portman, hún ræður furðu vel við sitt undarlega hlutverk, hana Matthildi, sem vill vera eins og hún stóra frænka, sem heitir Nikita... Sæbjörn Valdimarsson Kjarvalsstaðir enn og aftur MYNDLIST Andstæðar skoðanir í ANNARRI grein sinni um sömu mál (sjón- menntavettvangi 18. febr. sl.) víkur kollegi minn Bragi Ásgeirsson aftur að stöðu for- stöðumanns Listasafns Reyjavíkur og Kjarv- alsstaða. Þar sem hann nefnir til grein mína um sama efni og finnur ábendingar mínar þar léttvægar, tel ég nauðsynlegt að hnykkja enn og aftur á fáeinum atriðum. Kveikjan að athugasemdum mínum um þetta mál var sú fuilyrðing Braga að „hvar- vetna í menningarríkjum er viðhöfð sú regla, að skipta helst um forstöðumenn að loknu kjörtímabili þeirra og enginn situr lengur en tvö kjörtímabil. Kjörtímabilið er yfirleitt fjög- ur ár ...“ (Grein B.Á. 4. febr. si.) Þetta taldi ég einfaldlega ekki sannleikan- um samkvæmt, og rakti mörg dæmi hins andstæða. Þau dæmi voru einkum af þekktu safnafólki við bandarísk söfn, en hér væri hægt að bæta við nokkrum lista af safnstjór- um í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Aust- urríki og jafnvel frá Norðurlöndunum, en væri óþarfa málalenging. Þrátt fyrir þetta segir Bragi skrif mín „á engan hátt hrekja þá staðhæfmgu mína [B.Á.] að kjörtímabil listráðunauta og forstöðumanna listasafna sé yfirleitt íjögur ár..." (B.Á. 18. febr.) Hitt er mikilvægara að lesendum hefur ekki enn verið bent á neitt það listasafn sem gæti verið Reykvíkingum verðug fyrirmynd, og þar sem hin svonefnda fjögurra ára regla er í heiðri haldin. Án slíkra dæma eru þessi skoðanaskipti komin í sjálfheldu. Bragi heldur fast við andstöðu sína við að pólitískt kjörin nefnd (menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar) fari með yfirstjóm Kjar- valsstaða, sem eru reknir fyrir skattfé borgar- anna. Þetta er athyglisverð afstaða, sem ég er alfarið ósammála; ég tel grundvallaratriði í öllum rekstri að eigendumir (í þessu tilviki reykvískir skattborgarar) eða fulltrúar þeirra (í þessu tilviki nefnd á vegum borgarstjóm- ar) beri endanlega ábyrgð á því starfí, sem fjármunir þeirra (í þessu tilviki skattfé) er notað í. Hugmyndin um sérstakan forstöðumann safnsins og annan forstöðumann við hlið hans er einfaldlega afturhvarf til fortíðar (þetta var jú stjómarform Kjarvalsstaða allt til 1989), sem ég efa að eigi sér nokkum hljómgrunn, hvort sem er meðal listunnenda eða listamanna. Loks vil ég nefna lítillega ásökun, sem Bragi ýjar að þegar hann spyr „... við hvað það jaðri að útiloka ýmsa af snjölíustu málur- um sinnar kynslóðar frá því að sýna á Kjarv- alsstöðum?“. (B.Á. 18. febr.) Þetta hefur heyrst áður, en þó alltaf með sama hætti: Engin dæmi, engin nöfn, engar beinar kæmr sem hægt væri að vísa til menningarmála- nefndar eða æðri stjórnvalda Reykjavíkur. Slíkar dylgjur duga ekki sem umræðugrund- völlur; því er rétt að skora á þá sem vilja að koma fram með beinar kvartanir í þessu sambandi, sem síðan er hægt að taka á - að öðrum kosti dæmast slíkar ásakanir bull eitt og ómarktækt tuð. Þegar Bragi segir að ég sé að taka upp þykkjuna fyrir vin minn og fyrrum vinnuveit- anda á Kjarvalsstöðum, Gunnar Kvaran (B.Á. 18. febr.), má skilja orð hans svo að skoðan- ir mínar á málefnum Kjarvalsstaða og Lista- safns Reykjavíkur séu sakir vinskapar varla marktækar. Til er orðtækið „ástin er blind“, sem og samsetningin „blint hatur“, en ég hef hvergi séð því haldið fram að vinátta eða kunningjasambönd svipti menn dómgreind eða réttsýni. Ef það reyndist rétt kynni að reynast erfítt að fjalla málefnalega um nokk- ur mál hér í landi kunningjaþjóðfélagsins, og við kollegarnir værum tæpast nothæfir til núverandi starfa hér við blaðið sakir sam- anlagðs kunningsskapar við mikinn hluta myndlistarmanna í landinu. Látum þetta vera lokaorð mín um málefni Listasafns Reykjavíkur og Kjarvalsstaða af þessu líflega tilefni, þó þau verði tæpast síð- ustu orðin i þessum skoðanaskiptum. Rétt- kjörin stjórnvöld munu innan tíðar ganga frá ráðningu forstöðumanns safnsins; vonandi munu allir virða þá niðurstöðu svo að starf- semi þess megi halda áfram vera öflug - og vonandi umdeilanleg - um ókomin ár. Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.