Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSIIMS
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 51
Slysagildrur á þjóðvegum
Frá Páli Pálssyni:
EKKERT er betra til búsetu í okk-
ar landi en að vegir séu vel færir
allt árið. Það eru frumskilyrði að
fólk og farartæki geti treyst á góð-
ar samgöngur. Framleiðsla afurða
geti verið örugg allan ársins hring,
ennfremur að ferðafólk og farkost-
ar þess komist óhindrað leiðar sinn-
ar.
Hér í mínu byggðarlagi á sunn-
anverðu Snæfellsnesi hefur upp-
byggingu og endurnýjun vegakerf-
isins miðað nokkuð undanfarin ár,
því ber að fagna. En mikið vantar
ennþá til þess að öruggt vegakerfi
sé allt árið. Það skal tekið fram
að hér eru veður oft válynd og
sterkir vindar, sérstaklega af norðri
og suðri geta oft hindrað ferðir
fólks, en því ráðum við lítið.
Það sem kemur mér til þess að
stinga niður penna, er það hörmu-
lega umferðarslys sem varð hér 14.
febrúar við brúna á Laxá. — Hvað
kom til að slík slysagildra var sett
hér.
Hvað hugsa þeir sem þessum
málum stjórna, sjá þeir ekki sem
kallast verkfræðingar, eru þeir
blindir á öðru auga eða báðum.
Örugglega er þessi brú ekki fyrsta
eða síðasta slysagildran sem sett
er á þjóðvegi landsins, því miður.
Það eru aðrir tímar, tækninni og
þekkingunni hefur fleygt fram, frá
því að hér var í árdögum vegagerð-
ar, þegar efni í vegi var flutt á
hestvögnum, stungnir hnausar til
að byggja upp vegkantinn. Verk-
færin voru skófla, járnkall og gaff-
all (kvísl), svo mætti lengi telja og
minna á þegar tómar járntunnur
vom notaðar í vegræsi.
í þá daga voru farartæki með
öðrum hætti, vörubílar að koma til
landsins, þeir voru ekki stórir og
umferðin um þessa mjóu og þröngu
vegi, sem þá voru lífæðar dreif-
býlisins, ekki mikil.
Á öllu þessu hefir orðið undra-
verð breyting, pi.a. jarðýtur voru
ekki til, meira að segja jarðýta
nýyrði í íslensku máli þá. Það var
ekki fýrr en setuliðið kom til lands-
ins að slík tæki komu hér til sög-
unnar við vegagerð. Eflaust mætti
skrifa heila bók um vegamál og
vegagerð hér á landi, en ég tel mig
ekki færan til þess.
Það var árið 1985 sem uppbygg-
ing vegar hér í Miklaholtshreppi
hófst, þ.e.a.s. hluta úr hreppnum,
og endurbygging vegarins var á
þann hátt að bundið slitlag kom í
kjölfar endurbótanna. Svo hagar
hér til, að til sjávar renna fimm
ár, þ.e.a.s. Laxá, Kleifá, Grímsá
og Straumfjarðará. Á öllum þess-
um ám voru gamlar brýr sem
þurftu endurbóta við, enda byggðar
í árdögum vegagerðar 1930 og síð-
ar. Fyrst var endurnýjuð brúin á
Laxá, hún er eins og sjá má í dag,
hörmuleg slysagildra. Um hana
getur aðeins farið einn bíll í senn
(einbreið). Ég minnist þess að þeg-
ar verið var að byrja á byggingu
á brúnni, átti ég erindi við brúar-
smiðinn. Ég spurði í minni ein-
feldni, geta ekki tveir bílar farið
yfir þessa brú í einu. Svar brúar-
smiðsins var: „Ég er steinhissa að
þessi brú skuli eiga að vera svona
mjó, mér var fengin þessi teikning
og mér ber að fara eftir henni.“
Sá heiðursmaður vissi hvað hann
sagði.
Síðan hafa verið byggðar brýr,
á Kleifá var settur breiður hólkur.
Fáskrúð, Grímsá og Straumfjarð-
ará allar tvíbreiðar. Aðkeyrsla að
þessum brúm að Laxá undanskildri
er ágæt. Er nú nokkur furða þótt
vegfarandi sem ekur þessa leið og
sér brúna á Laxá velti fyrir sér
hversvegna þessi mjóa brú var
byggð svona.
Eg er ekki búinn að lýsa öllum
þeim óhöppum sem orðið hafa við
brúna á Laxá síðan hún var byggð.
Vegagerðin hefur ekki ennþá girt
hér með vegum, þótt um það hafi
verið marg oft beðið. Flest sumrin
síðan brúin var byggð hafa kindur
orðið undir bílum á brúnni, sl. sum-
ar voru drepnar þar fimm kindur.
Ég gæti týnt hér ýmislegt til sem
sýnir það andvaraleysi og hættu
sem þessi brú hefur uppá að bjóða.
Við skulum bara iiugsa okkur þeg-
ar ekið er vestan af Snæfellsnesi
og búið að fara yfir nýju brýrnar
að vestan, þá er allt í einu komið
að þessari slysagildru á Laxá.
Ég vil beina orðum mínum til
þeirra sem þessum málum stjórna.
„Brúna á Laxá verður að endur-
bæta.“ Það mega ekki verða fleiri
slys en orðið hafa. Hreppsnefnd
Miklaholtshrepps sendi strax frá
sér umkvörtun þegar brúin var
byggð, hversu mjó hún væri. Vega-
gerðin hefur ekki hlustað eða svar-
að þessari ábendingu. Það er löngu
tímabært að hefja endurbætur.
Það eru fleiri brýr hér sem þyrftu
endurbóta við, en við brúun Laxár
voru gerð mannleg mistök, sem
verður að leiðrétta hið allra fyrsta.
PÁLL PÁLSSON.
Borg, Miklaholtshreppi
Árangur af samstarfi Hjartaverndar, Krabbameínsfélagsins, Manneldisráðs og Vöku-Helgafells:
MEISlfANDI RÉTTIR
- OG ALUR HOLLDt!
Matreiðslubókin Af bestu lyst hefur algjöra sérstöðu meðal matreiðslubóka á
íslenskum markaði. Hér er afsönnuð sú kenning að það sem er hollt sé lítt spennandi!
LYST
jpskrifhr aö hollum og Ijúffengum réttum
Aðgengilegar leíðbeiníngar
um matreiðsluna, stig af stigi.
Fallegar lítmyndír af
öllum réttum.
Upplýsingar um hitaeíninga-
fjölda og magn mettaðrar og
ómettaðrar fitu fylgja hverri
uppskrift.
""
liókiu er gefin út i samvinnu viö Hjartavernd,
Krabbameinsfélagið og Manneldisráð.
VAKA-HELGAFELL -
Með matreiðslubókina
AF BESTU LYST við höndina
geturðu búið til girnilega,
holla og góða réttí sem
allir á heimilinu munu
kunna að meta!
Stórglæsileg matreiðslubók á gjafverði
- aðeins 1.680 krónur!
VAKA-HELGAFELL
Síðumúla 6,108 Reykjavík