Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Ólög um náttúruvernd
á náttúruverndarári?
Sigrún Helgadóttir Snorri Baldursson
ARIÐ 1995 er náttúruverndarár
samkvæmt samþykkt Evrópuráðs-
ins. Stefnt er að vitundarvakningu
meðal almennings, ekki síst bama
og unglinga, um mikilvægi náttúru-
vemdar. Athyglinni verður sérstak-
lega beint að svæðum í nágrenni
þéttbýlis og utan þjóðgarða og ann-
arra friðlýstra svæða. Með þessu
er Evrópuráðið í raun að taka und-
ir gagnrýni á þá stefnu í náttúm-
vemd sem stundum er kölluð frið-
þægingarstefna og lýsir sér í
strangri friðun ákveðinna land-
svæða en ákveðnu skeytingarleysi
um önnur svæði. Það er sama
hvemig farið er með umhverfið
næst okkur ef við eigum vel varð-
veitta þjóðgarða.
Frumvarp til laga um breyt-
ingar á náttúruverndarlögum
Lög um náttúruvernd eru aldar-
Qorðungs gömul og að miklu leyti
úr sér gengin. Nú liggur fyrir Al-
þingi framvarp til laga um breyting-
ar á þeim lögum. Umhverfísráð-
herra kynnti drög að breytingunum
fyrst á Náttúraverndarþingi haustið
1993 og það meginmarkmið þeirra
að laga náttúraverndarlög að stofn-
un umhverfísráðuneytis. Það skyldi
gert m.a. með því að kljúfa rekstur
friðlýstra svæða frá annarri starf-
semi og stefnumótun Náttúra-
vemdarráðs en ráðið yrði virkt og
sjálfstætt afl: „einskonar varðhund-
ur almannahagsmuna í náttúra-
vernd“.
Trúlega era langflestir sem af-
skipti hafa haft af náttúruvemdar-
málum á íslandi undanfarna ára-
tugi sammála þessari grannhug-
mynd í stefnu ráðherra. Fólk vill
gjarnan sjá vel haldið utanum frið-
lýst svæði landsins sem mörg hver
hafa látið mjög á sjá vegna skeyt-
ingarleysis um verndun þeirra sam-
fara því að þau verða
sífellt vinsælli ferða-
mannastaðir. Verð-
mæt náttúrasvæði eru
friðlýst til að und-
irstrika að þau era
þjóðararfur og þannig
sambærileg verðmæt-
um þjóð- og menning-
arminjum. Vernd
þeirra á að vera fagleg
og standa -utan við
pólitískt dægurþras. í
stjórn stofnunar sem
varðveitir slíkan þjóð-
ararf eiga að sitja fag-
menn en ekki aðeins
stjómmálamenn eða
fulltrúar hagsmunaaðila. Þá getur
stofnunin fengið jákvæða ímynd og
orðið virk í fræðslu um náttúru og
náttúruvemd.
A síðustu áratugum hefur geysi-
lega mikillar þekkingar verið aflað
um náttúru jarðarinnar. Mönnum
verður jafnframt ljóst hve lítið þeir
vita og hve nauðsynlegt er að fara
varlega. Mjög mikilvægt er að til
sé virkt ráð fólks með þekkingu og
yfírsýn á náttúra og nátttúruvemd
sem fylgist vel með innanlands og
utan og mótar íslenska stefnu sem
stjórnvöld geta ekki með góðu móti
sniðgengið. Náttúruverndarmál
verða oft hápólitísk svo að fólk í
ráðinu þarf að hafa þann bakgrunn
að sem flestir geti treyst óhlut-
drægni þess. Ráðið þarf að hafa
fjármagn til daglegs reksturs og til
að kosta rannsóknir og kaupa sér
sérfræðiráðgjöf. Strax þegar fram-
varpið var kynnt komu fram efa-
semdaraddir um hvort það væri
nægilega vel unnið til að þessum
háleitu markmiðum yrði náð. Nú
liggur það fyrir þingi í annað sinn,
tvisvar búið að fara í gegnum um-
hverfísnefnd og til stendur að gera
Fólk vill sjá vel haldið
utan um friðlýst svæði
landsins, segja Sigrún
Helgadóttir og Snorri
Baldursson, en
mörg þeirra hafa látið
mjög á sjá vegna
skeytingarleysis.
það að lögum fyrir þinglok. Margar
greinargerðir og ábendingar kunn-
áttumanna hafa verið hunsaðar og
ljóst að hræðsla manna um afdrif
náttúruverndar á íslandi var á rök-
um reist.
Landvarsla rikisins
Ný stofnun, Landvarsla ríkisins,
tekur að sér stærstan hluta núver-
andi starfsviðs Náttúravemdarráðs,
þ.e. rekstur og umsjón friðlýstra
svæða, fræðslu um náttúravernd,
eftirlit með framkvæmdum og nátt-
úra landsins. Landvörslunni er því
falið það tvíþætta hlutverk, sem
Náttúruvendarráð hefur haft, að
vera bæði rekstrar- og stjórnunar-
aðili á náttúruverndarsvæðum og
líka að hafa eftirlit með almennri
náttúravernd. Ekki er vafi á að
þetta tvíþætta hlutverk, ásamt með
íjársvelti, hefur verið Náttúra-
vemdarráði fjötur um fót og átt
þátt í að skapa þá neikvæðu ímynd
sem það hefur í huga fólks. Betra
væri að fela eftirlitshlutverkið ann-
arri stofnun, t.d. Skipulagi ríkisins,
en láta hina nýju stofnun einungis
hafa með höndum umsjón náttúra-
vemdarsvæða og fræðslumál.
Stofnunin gæti þá heitið jákvæðu
nafni, t.d. Friðlönd ríkisins, eða
Þjóðgarðar íslands.
Frumvarpið býður því heim að
stjórn Landvörslunnar verði hápóli-
tísk því að gert er ráð fyrir að hver
nýr umhverfisráðherra geti skipt
um stjóm hennar. Varsla menning-
ar- og náttúruverðmæta þjóðar er
þess eðlis að hún á að vera óháð
flokkspólitískum duttlungum eins
og þegar hefur verið bent á.
Ekki er gert ráð fyrir auknu
rekstrarfé til Landvörslunnar frá
því sem Náttúruvemdarráð hefur
nú til ráðstöfunar og því ekki séð
að „náttúruvemd utan friðlýstra
svæða“ verði betur borgið í framtíð-
inni en hingað til. Nýleg lög um
mat á umhverfisáhrifum ná til
framkvæmda utan friðlýstra svæða
en taka í flestum tilvikum aðeins
til mikilla umsvifa. Smáar fram-
kvæmdir geta haft mikil áhrif á
umhverfi og verið fordæmisgef-
andi, litlar efnishámur um allt valda
meira tjóni en ein stór náma.
I áratugi hefur verið litið á
fræðslu sem mikilvægasta tæki
umhverfísverndar. Náttúruverndar-
ráð hefur sinnt því hlutverki í skötu-
líki vegna fjársveltis. Landvarsla
ríkisins á að sjá um fræðslu en laga-
greinar þar að lútandi eru veikar
og ekki gert ráð fýrir auknu rekstr-
arfé. Gert er ráð fyrir að fólk kaupi
sér fræðslu á náttúraverndarsvæð-
um. Er líklegt að „vitundarvakning
á mikilvægi náttúruverndar" verði
ef fólk, börn og unglingar, þarf að
kaupa sér fræðsluna?
Nýtt Náttúruverndarráð
Samkvæmt nýja framvarpinu er
nánast ekkert eftir af hlutverki Nátt-
úravemdarráðs. Það skal móta eigin
stefnu í náttúravemdarmálum, fjallá
um hana og vera stjómvöldum til
ráðgjafar. Ráðinu ber að gefa um-
sagnir um stjómarfrumvörp og má
gera tillögur um friðlýsingar! (Hveij-
ir mega ekki gera það?) Ráðið ræð-
ur að hluta hveijir sitja á Náttúra-
vemdarþingi, „vettvangi fijálsra fé-
lagasamtaka, sem sinna náttúru-
vemdarmálum, stofnana, fræði-
manna og annarra sem málið varð-
ar“. Þetta þing á að koma saman
annað hvert ár og kjósa Náttúra-
vemdarráð.
Ekkert í frumvarpinu tryggir
fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
Náttúruverndarráðs, áhrif, eða að
stjórnvöld hlusti á ráðgjöf þess.
Ljóst er að ráðið verður bæði valda-
og peningalaust. Ekki verður séð
að nokkur munur verði á þessu
fyrirhugaða Náttúruverndarráði
og öðrum félögum eða samtökum
á sviði náttúruverndar s.s. Land-
vernd, nema það eitt að Náttúru-
verndarráð á að starfa samkvæmt
lögum og ríkið borgar þangað ein-
hveijar smásporslur.
Abyrgð þingmanna
Tvisvar hefur Alþingi samþykkt
frumvörp um náttúruvernd, þ.e.
árin 1956 og 1971. í báðum tilvik-
um var um að ræða mjög vönduð
og vel unnin frumvörp samin af
helstu kunnáttumönnum landsins
á þessu sviði. Því miður urðu þau
að verri lögum en efni stóðu til
eftir meðhöndlun þingmanna. Al-
þingismenn skulda því náttúru-
vernd á íslandi góða umfjöllun og
vönduð vinnubrögð. Það geta þeir
gert í þetta sinn með því að byija
upp á nýtt, hlusta á raddir fólks
sem áratugum saman hefur borið
uppi náttúruverndarstarf hér á
landi, skoða stefnur og strauma í
öðrum löndum, móta heildarstefnu
í náttúruvernd og laga nýtt frum-
varp eftir þeirri stefnu.
Höfundar eru líffræðingar og
áhugafólk um náttúruvernd.
Er þetta rétt
reiknað, kennari?
ÞAÐ ER staðreynd
að á undanförnum
áram hafa skuldir
heimilanna í landinu
aukist mikið.
Sífellt reynist erfíð-
ara að standa í skilum
með lán vegna hús-
næðisins. Þótt það tak-
ist hækkar skuldin og
sá raunveraleiki blasir
við fjölskyldunni, að
eignarhluti hennar í
íbúðinni er sífellt að
minnka. Bankar og
lánastofnanir hafa
eignast hundruð íbúða
vegna vanskila heimil-
anna.
Aðalorsök þess vandamáls er
lánskjaravísitalan.
Þegar loks tókst með þjóðarsátt-
inni að stöðva verðbólguna vár láns-
kjaravísitalan sett á sem nokkurs
konar öryggisventill. Eftir að það
hafði tekist var henni ekki ætlað
að leika lausum hala og soga eigur
fjölskyldunnar inn í bankakerfið.
Brýnasta verkefnið í þeim samn-
ingum sem nú fara í hönd er þjóðar-
sátt um að afnema lánskjaravísi-
töluna í þeirri mynd sem hún er nú.
Þótt enginn efíst um að bæta
þurfi kjör launafólks er launahækk-
un í krónum við óbreytta lánskjara-
vísitölu það vitlausasta sem hægt
er að gera.
Á löngum starfsaldri hefur Jón
nágranni minn unnið
sig upp í það, að í jan-
úar 1994 voru laun
hans kr. 77.540.
í janúar 1995 fékk
hann nákvæmlega
sömu upphæð.
í janúar 1994 skuld-
aði hann húsbréfalán
samtals kr. 1.000.000.
Í janúar 1995 skuld-
aðihann kr. 1.012.500.
(Til einföldunar er
afborgun og vöxtum á
árinu sleppt.)
Lánskaravísitalan
hækkaði um 1,25% á
árinu. Áhrif lánskjara-
vísitölunnar á þessa
einu milljón samsvarar launalækk-
un hjá Jóni upp á 21.300 krónur
yfir árið. Af þeirri upphæð héldi
hann eftir 12.500 kr. til að koma
láninu í sömu upphæð og það var
í fyrra.
Ef Jón og aðrir launþegar hefðu
fengið 10% launahækkun í janúar
’94 = kr. 7.754 pr. mán. gerði það
93.000 þúsund yfir árið, sem að
frádregnum sköttum hefði aukið
tekjur hans um kr. 54.100.
Þegar 10% launahækkun’ hefur
skilað sér inn í framfærsluvísitölu
og byggingarvísitölu veldur hún um
6% hækkun á Iánskjaravísitölunni.
Skuldin hækkaði því um 60.000
krónur í viðbót, vegna launahækk-
unar, að upphæð 54.000 krónur.
Skulda kennarar
ekkert, spyr Oskar
Jóhannsson, sem hér
veltir fyrir sér
launakröfum þeirra.
Ekki er þó öll sagan sögð, því verð
á vörum og þjónustu hækkar einnig.
Byggingarvísitalan hækkar og
þar með brunabótamat íbúðarinnar,
þótt söluverð hennar jafnvel lækki,
en fasteignagjöldin og holræsa-
gjaldið hækkar.
Það eru ekki allir jafn heppnir
og Jón að skulda aðeins 1 milljón
og það á bestu kjörum. Ef skuldin
væri þijár milljónir hefði hækkunin
orðið 180.000 krónur vegna 54.000
króna launahækkunarinnar og
beint tap því orðið 126.000 krónur
á árinu. Svo þyrfti hann að greiða
vexti og lánskjaravísitölu á þá upp-
hæð þangað til lánið er að fullu
greitt. — Hvenær verður það?
Til að greiða lánið niður í sömu
upphæð og það var í fyrir ári þyrfti
hann af árslaunum sínum kr.
215.400 sem er að frádregnum
sköttum kr. 126.000.
Við Jón fæddumst það snemma
á öldinni, að sem börn urðum við
að vinna og taka þátt í striti full-
orðna fólksins. Við fórum því að
mestu á mis við handleiðslu há-
Óskar
Jóhannsson
skólagenginna kennara og sjáum
því vandamálið eingöngu frá eigin
bæjardyrum.
Þúsundir háskólagengins fólks,
sem falið hefur verið það hlutverk
að búa íslenska æsku undir lífs-
starfíð, ætti að hafa meira vit á
þessum hlutm en við Jón.
Líklega skulda kennarar ekkert,
hvorki bönkunum peninga né þjóð-
félaginu siðferðilega og er því sam-
mála í að stöðva allt skólakerfí
landsins með öllum þeim skaða sem
af því kann að hljótast til að ná
fram kaupkröfum sínum, þrátt fyr-
ir lánskjaravísitöluna og fyrirmynd-
arhlutverkið í þjóðfélaginu.
En vinur minn Jón hefur ekki
sofið rótt síðustu næturnar. Hann
man þá tíð þegar íslenska krónan
var þúsund sinnum verðmeiri gagn-
vart dollar, en hún er í dag.
Hann man eftir þrífætta óhappa-
hjólinu sem skoppaði um efnahags-
líf þjóðarinnar í áratugi, þegar
launahækkanirnar, gengisfellingar
og verðlagshækkanir tóku hvert við
af öðra, með síauknum hraða.
Loks var, með sameiginlegu
átaki allrar þjóðarinnar, hægt að
stöðva þá óheillaþróun og með sam-
eiginlegu átaki ætti einnig að vera
hægt að sníða þann vankant af sem
veldur því að þeir sem mest skulda,
tapa mestu þegar laun hækka.
Síst af öllum hefði hann trúað
hinni hámenntuðu kennarastétt til
að setja ólukkuhjólið í gang aftur.
Höfundur erfyrrv. kaupmaður.