Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 27 Framtíð samstarfs N orðurlandanna Pólitískt samstarf stjórnmálaflokka Norðurlandanna þarf að aukast og eiga sér stað á stöðugum grund- velli. Hugmyndir mínar um hvemig slíkt þing gæti litið út lýsi ég í greininni „Alþingi Norðurlandanna - nýr grundvöllur" sem vonandi birtist í Morgunblaðinu innan skamms. Höfundur stundar nám í Svíþjóð. HIN nýja stefna í málefnum Norðurland- anna, boðuð á fundi fyrstu manna sam- nefndra ríkja í Kaup- mannahöfn á dögun- um, er aukið pólitískt samstarf milli bræðra- flokka innan Norður- landanna og markviss- ari pólitísk og menn- ingarleg samvinna. Nauðsyn á nánara pól- itísku samstarfi hefur aukist eftir að Norð- menn höfnuðu aðild að Evrópubandalaginu og Hóhnsteinn lengstu landamæri Brekkan Evrópu er að finna þvert í gegnum Skandinavíu. Fyrir Islendinga og Norðmenn er nánara pólitískt samstarf gífurlega mikil- vægt þar sem um er að ræða mikil- vægan lið í að hafa einhver áhrif á þá pólitísku stefnumótun sem á sér stað í Brussel. Staðbundið Norðurlandaþing Það er ljóst að breytinga er að vænta í starfsemi Norðurlandaráðs og málefnum Norðurlandanna verður í framtíðinni markvisst sinnt af fagfólki i fullu starfi fremur en þingmönnum og ráðherrum í hjá- verkum. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig hið nýja fyrirkomulag verð- ur en nokkuð víst er að um ein- hvers konar sameiginlegt norrænt þing með fasta staðsetningu verður að ræða. Einnig er gert ráð fyrir því að einhverjar stofnanir Norður- landaráðs verði sameinaðar og fátt skynsamlegra en að finna þeim stað innan eða í nágrenni við nor- ræna þingið. Lögð hefur verið fram tillaga, og áfgreidd í nefnd, um norrænt hús í Gautaborg og verður tillög- unni hafnað formlega í Reykjavík nú í lok febrúar. Röksemdafærsla nefndarinnar fyrir að hafna tillög- unni byggist fyrst og fremst á því að norrænt menningarhús og þar af leiðandi tákn um norræna sam- vinnu skuli takmarka við jaðar- svæði og einangraðri hluta Norður- landanna. Þetta er í algerri mót- sögn við það sem fram kom í Reykjavík 1993, þegar haldið var upp á 25 ára afmæli Norræna húss- ins í Vatnsmýrinni, að norrænt samstarf þyrfti að vera sýnilegra á hinum þéttbýlu svæðum og va- rast bæri sérstaklega einangrandi hugtök eins og vest-norræna svæð- ið. (Árbók Norræna hússins 1993.) Vel má vera að afgreiðsla nefnd- arinnar á tillögunni í núverandi formi sé rétt en í ljósi nýrra upplýs- inga og breyttra áherslna í norrænu samstarfi er ljóst að endurskoða þarf hugmyndina um norrænt hús og samskiptamiðstöð í Gautaborg. Norrænt þinghús í Gautaborg? Ekki er mér ljóst hversu vel fs- lendingar eru upplýstir um Gauta- borgartillöguna en það hús sem um er að ræða, og í boði er, kannast menn kannski við sem „Storan“ eða gamla óperuhúsið, þar sem Garðar Cortes hafði aðsetur sem óperu- stjóri í Gautaborg. Húsið er stórt og virðulegt og fá hús á Norður- löndum myndu sóma sér betur sem samnorrænt þinghús. Einnig myndu þar inni rúmast þær sam- eiginlegu stofnanir Norðurlanda- ráðs sem hugmyndir eru um að sameina. Að velja Gautaborg sem sameiginlega miðstöð norrænnar menningar og samstarfs ætti að geta verið viðunandi fyrir öll Norð- urlöndin með tilliti til nánast allra þátta norræns samstarfs. Hér er ekki einungis átt við hina sam- göngulegu hagræðingu og þann ávinning sem fæst með því að finna norrænu pólitísku og menningar- legu samstarfi fastan samastað heldur einn- ig sögulegur bak- grunnur borgarinnar og lega miðsvæðis á Norðurlöndum. Fyrir íslendinga er það sérstaklega mikil- vægt að Gautaborg er valin sem miðstöð fyr- ir norrænt samstarf og liggja fyrir því margar ástæður og má þá kannski fyrst nefna hið aukna sam- starf sem á sér stað í milli heilbrigðisþjón- ustunnar á íslandi og sjúkrahúsanna í Gautaborg um líffæraígræðslur. Einnig má geta þess að innan heil- brigðisþjónustu Svíþjóðar starfar gífurlegur fjöldi íslenskra lækna og hjúkrunarfólks (um 1% af heild- arfjölda) og margir starfa í Gauta- borg. Heildarfjöldi búsettra íslend- inga í Svíþjóð um þessar mundir er milli 7 og 8 þúsundir og flestir Gautaborg hentar vel sem miðstöð norræns samstarfs, að mati Hólmsteins Brekkan, sem segir 7 til 8 þúsund íslendinga búsetta í Sví- þjóð, flesta á Gauta- borgarsvæðinu. búa á Gautaborgarsvæðinu eða í vestur- eða suðurhluta Svíþjóðar. Söguleg og menningarleg tengsl íslands og Vestur-Svíþjóðar hafa verið mjög sterk og má segja að sögulega megi rekja tengslin allt til sögualdar er Snorri Sturluson dvaldi í góðu yfirlæti á Kóngahelllu og safnaði efni til siðari skrásetn- inga og tryggði þar með íslending- um ævarandi sess sem verndarar norrænnar sögu og menningar. Önnur rök sem færð hafa verið fyrir vali Gautaborgar eru mennt: unarlegs- og viðskiptalegs eðlis. í Gautaborg er að fínna fjölda sjálf- stæðra stofnana sem sinna og hlú sérstaklega að hinu samnorræna á sviði æðri menntunar og viðskipta. Þessi sérstaða borgarinnar myndi eflaust vel nýtast samnorrænu þingi og menningarstarfsemi sem og viðskiptalífi Norðurlandanna. Eins og bent hefur verið á af for- sætisráðherra, Davíð Oddssyni, þá er það íslendingum mjög mikilvægt að eiga fastafulltrúa á slíku þingi þar sem með óbeinum hætti væri möguleiki á að hafa áhrif á ákvarð- anatökur í Brussel. Engin borg á Norðurlöndum er betur í stakk búin að sinna okkar samnorrænu hagsmunum en Gautaborg og hvet ég forsætisráðherra, Davíð Odds- son, utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sem og aðra góða þingmenn sem sinnt hafa málefn- um Norðurlandanna að standa með þeim þingfulltrúum hinna Norður- landanna sem saman flytja Gauta- borgartillöguna. Okkar hagur Hvet ég eindregið til þess að við íslendingar gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja það sem þegar hefur áunnist í nor- rænu samstarfi með því að end- urvinna þá tillögu sem frammi ligg- ur um Gautaborg og afgreidd verð- ur í Reykjavík nú síðar í þessum mánuði og hafa niðurstöðu fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn að leiðarljósi. Flutningsmiðlun Með öflugu neti eigin skrifstofa og umboðsmanna heima og erlendis býður Eimskip faglega ráðgjöf við að finna hagkvæmasta flutningsmátann frá sendanda til endan- legs móttakanda. Eimskip rekur 14 skrifstofur í 10 löndum í Evrópu og Norður - Ameríku og á jafn- framt eignaraðild að sérhæfðum flutningsmiðlunarfyrirtækjum. í samvinnu við þessi fyrirtæki og skrifstofur Eimskips erlendis getur innflutningsdeild í Reykjavík aflað hagstæðra samninga um forflutninga á vörum frá öllum heimshornum. „Vanti þig ráðgjöf og vandaða flutningsmiðlunarþjónustu skaltu hafa samband við Eimskip.'1 Sveinn Kr. Pétursson, forstöðumaður innflutningsdeildar Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 569 72 40 • Fax 569 71 97 Netfang: mottaka@eimskip.is Tölvuþjálfun Windows • Word • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. v Fjárfestu í framtíðinnil Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 67 14 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.