Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 47 I I I 3 Sterkur enda- sprettur Karpovs SKAK Sanghi Nagará Indlandi — Féiags- heimili TR, Faxa- íeni 12 UNDANÚRSLIT HEIMS- MEISTARAKEPPNI FIDE - HELGARSKÁK- MÓT TR 6. febrúar-18. febrúar. 17. febrúar-19. febrúar. ANATÓLÍ Karpov, heimsmeistari alþjóðaskáksambandsins FIDE, sigraði Boris Gelfand frá Hvíta- Rússlandi í und- anúrslitum FIDE-heims- meistarakep- pninnar. Loka- tölurnar urðu 6-3 Karpov í vil. Áður hafði Gata Kamsky frá Bandaríkjunum sigrað Valery Salov, Rússlandi, með ennþá meiri yfirburðum 5 '/2— IV2 Stórsigur Karpovs gefur ekki alveg rétta mynd af gangi einvígisins við Gelfand. Hvít-Rússinn varð fyrri til að vinna skák, en Karpov vann síðan fjórar skákir án þess að honum tækist að svara fyrir sig. Þegar staðan var 3 Vi-2}h sprengdi Gelfand sig í jafnteflis- legri stöðu og Karpov tókst að svíða út vinning í listilegu enda- tafii eftir að skákin hafði farið í bið. Áttunda skákin varð jafntefli áður en biðskákin var tefld. Eftir að Karpov vann hana varð staðan 5-3 og hann þurfti aðeins hálfan vinning til viðbótar. Gelfand barð- ist af örvæntingu í níundu skák- inni en tapaði henni líka. Við skulum líta á það hvemig biðskákin örlagaríka tefldist. I slíkum endatöflum er mjög óhag- stætt að vera með peð sín á reitum samlitum biskupunum. Peðið á h5 er því slæmur veikleiki fyrir hvít og peðin á a2 og b3 standa einnig á hvítum reitum en það er afar erfitt fyrir svart að komast að þeim. Leiðbeiningaregla í slíkum stöðum er sú að til sigurs þarf vörnin að vera með tvo veikleika auk þess sem það þarf að vera hægt að koma henni í leikþröng. Svart: Anatólí Karpov Bf3 - Be8 68. Bdl - d4 69. Kd3 - Bb5+!? 70. Ke4!? Gelfand hefur líklega verið bú- inn að átta sig á því að staðan er töpuð eftir hið eðlilega fram- hald: 70. Kd2 - Be8 71. Kd3 - dxe3 72. Kxe3 - Bf7 73. Ke4 - Kd6! 74. Kf5 - Ke7 75. Be2 - Bxa2 76. Kg6 - b3! 77. Kxh6 (Eða 77. Bc4 - Bbl+ 78. Kxh6 — b2 — Kf8! og hvítur er í leik- þröng. Skást er 79. Kg7 — Bg6 80. Ba2 - Bxh5 81. Bbl - Ke6 82. Kh6 - Bf3 83. Kg6 - f5 84. Bxf5+ - Kd5 85. Kf6 - Be4 86. Be6+ - Kc5 87. Ba2 - Kb4 og næst 88. — Ka3 og vinnur) 77. — b2 78. Bd3 - Kf7! 79. Bg6+ - Kf8 80. Kh7 - blD 81. Bxbl - Bxbl+ 82. Kh8 - Kf7 83. h6 - Kg6 84. h7 - Kh6 o.s.frv. Karpov hefði reyitdar getað far- ið beint út í þetta afbrigði með því að leika 69. — dxe3. 70. - d3 71. Kf5 - Bc4 72. Ke4 - d2 Hvítur er nú í leikþröng og neyðist til að setja enn eitt peð á hvítan reit. 73. f5 - Bxa2 74. Kd3 - Bbl+ 75. Kxd2 - Bxf5 76. Be2 Be4 77. Kcl - Kd6 78. Kb2 - Bd5 79. Bd3 - Bf7 80. Be2 - Ke5 og Gelfand gafst upp. Sævar Bjarnason sigraði á Helgarskákmóti TR Sævar Bjamason, alþjóðlegur meistari, sigraði mjög ömgglega á helgarskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk lauk á sunnudag. Sævar vann sex fyrstu skákir sínar og tryggði svo sigur- inn með stuttu jafntefli við Tómas Björnsson í síðustu umferð. Mótið var vel sótt eins og þrjú helgar- mót TR voru á síðasta ári. Þar sem þetta form skákmóta virðist falla í svo góðan jarðveg hjá skák- mönnum virðist full ástæða til að halda slík mót á 2-3 mánaða fresti. Úrslit helgarskákmótsins: 1. Sævar Bjarnason 6V2 v. 2. Eiríkur Björnsson 5Vi v. 3. Tómas Björnsson 5'/2 v. 4. Jón G. Viðarson 5'/2 v. 5. Jón Viktor Gunnarsson 5V2 v. 6. Ragnar Fjalar Sævarss. 5 v. 7. Torfi Leósson 5 v. 8. Halldór Pálsson 4V2 v. 9. Stefán Þ. Sigurjónsson 4V2 Anatólí Karpov Gata Kamsky Hvítt: Boris Gelfand 61. Bdl - Bh3 62. Bf3 - Bf5! 63. Kcl - Bd7 64. Kd2 - a4 65. bxa4? Eftir þetta virðist hvíta staðan nokkuð örugglega töpuð. 65. Bdl — a3 lítur að vísu ekki vel út, en það er ekki ljóst hvernig varnir v. 10. Arnar E. Gunnarsson 4V2 v. 11. Björn Þorfinnsson 4'/2 v. 12. Kjartan Á. Maack 4*/2 v. 13. Davíð Ó. Ingimarsson 4V2 v. 14. James Burden 4V2 v. 15. Atli B. Hilmarsson 4‘/2 v. 16. Páll A. Þórarinsson 4 v. hvíts verða brotnar á bak aftur. Svartur getur unnið peðið á a2, en við það lokast biskupinn inni og svarti kóngurinn kemst ekki í gegn. Framhaldið gæti orðið: 66. Bc2 - Be6 67. Bd3 - d4 68. Bc2 17. Sverrir Norðfjörð 4 v. 18. Kristján Eðvarðsson 4 v. 19. Bergsteinn Einarsson 4 v. 20. Óskar Maggason 4 v. 21. Haraldur Haraldsson 4 v. 22. Sverrir Sigurðsson 4 v. — dxe3+ 69. Kxe3------Bg8 70. Bdl - Bh7 71. Be2! - Bc2 72. Bc4 og ef 72. - Bbl þá 73. Bd3! — Bxa2 74. Bc2 og jafnteflið er tryggt. 65. - Bxa4 66. Be2 - Bc6 67. 23. Þröstur H. Þráinsson 4 v. o.s.frv. Þátttakendur voru 54 talsins. Skákstjóri var Ólafur H. Ólafsson. Margeir Pétursson. BBIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Hún- vetningafélagsins TÍU PÖR spiluðu sl. miðvikudag. Úrslit urðu þessi: Aðalbjöm Benediktss. - Jóhannes Guðmannss. 129 Þorsteinn Erlingsson - Sæbjörg Jónsdóttir 125 EðvarðHallgrimss.-JónS.Tryggvason 120 Nk. miðvikudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Húna- búð, Skeifunni 17, kl. 19.30. Bridsfélag Breiðholts Lokið er átta umferðum í sveita- keppninni. Staða efstu sveita er þessi: Guðrún Óskarsdóttir 153 JónAndrésson 152 Jón Ingólfsson 147 Valdimar Sveinsson 147 Baldur Bj artmarsson 126 Keppninni lýkur í kvöld. Spilað er í húsnæði B.S.Í. að Þönglabakka 1, 3ju hæð í Mjóddinni. Bridsfélag Suðurfjarða Albert Kemp sigraði í tveggja kvölda einmenningi sem lauk 15. febrúar. Albert hlaut samtals 198 stig. Guðmundur Þorsteinsson var í öðru sæti með 193 stig og Bragi Erlendsson 192 stig. Þátttakendur voru 16 og miðlungur 180. Bridskvöld byijenda S.l. þriðjudag 14. febrúar var brids- kvöld byijenda og var spilaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Úrslit kvöldsins urðu þannig: N/S riðill: UnnarJóhannesson-PinnbogiGunnarsson 163 Guðm.I.Georgsson-KristbjörgSteingrimsd. 159 Níels Hafsteinsson - Hörður Haraldsson 152 A/V riðill: ÁsgeirBjamason-PálmiGunnarsson 168 Þórdís Einarsdóttir — Ólöf Bessadóttir 156 BjörkLindÓskarsdóttir-AmarEyþórsson 144 Á hveijum þriðjudegi kl. 19.30 gengst Bridssamband Islands fyrir spilakvöldi sem ætluð eru byijendum og bridsspilurum sem ekki hafa neina keppnisreynslu að ráði. Spilaður er ávallt einskvölds tvímenningur og spil- að er í húsnæði B.S.Í. að Þönglabakka 1, 3ju hæð í Mjóddinni. Peningamót hjá Skagfirðingum Næstu þriðjudaga verða veitt pen- ingaverðlaun á eins kvölds tvímenn- ingi Skagfirðinga. Allt að þriðjungur greiddra keppnisgjalda rennur í kvöld- verðlaun. Tvö efstu sætin fá verðlaun, auk þess sem 1 par verður dregið út, gjaldfrítt. Því fleiri pör, því hærri verð- laun. Estu pör síðasta þriðjudag urðu: Ásthildur Sigurgísladóttir - Lárus Amórsson 98 Gunnar Valgeirsson - Július Sigurðsson 91 AlfreðKristjánsson-GaiðarJónsson 90 Spilað verður í Drangey við Stakka- hlíð 17 í kvöld og hefst spilamennska kl. 19.30. Afmælismótið 4. mars Minnst er á skráningu í afmælismót Lárusar Hermannssonar laugardaginn 4. mars. Skráð er á skrifstofu BSI og hjá Ólafi Lárussyni, s: 16538. Spilaðar verða tvær umferðir með kaffihléi, þar sem verða veittar léttar veitingar. Frítt kaffi allt mótið. Góð verðlaun og silfurstig. Lágmarksþátt- tökugjald og spilamennsku lokið fyrir kvöldmat. Sigurvegarar síðasta árs voru Guðlaug Jónsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen. Hewlett-Packard 1200C er ntaprentan manaðarins átilboði íTæknivali Liturinn er galdurinn í dag ^ * Frá hugmynd til veruleika Hewlett-Packard Hewlett-Packard DeskJet 1200C litaprentarinn Liturinn er galdurinn og lífið verður margfalt skemmtilegra heima og á skrifstofunni með útprentunum í lit. HP DeskJet 1200C er litaprentari mánaðarins. Hann er hraðvirkur og skilar hágæða útprentun. Fjórskipt bleksprautun. 2MB minni (stækkanlegt). Framtiðareígn. Hægt er að tengja- prentarann við netkerfi m/tilheyrandi netbúnaði. Ósonlaus Lítil orku- notkun. Umhverfisvæn framleiðsla. Staðlaðir fylgihlutir: Arkamatari, Windows prentarastýring. DOS-stýring fáanleg. Útskriftarmöguleikar: Pappír, glærur, umslög og limmiðar***. Upplausn í svartri útprentun 300x600 dpi + RET* Upplausn i litaprentun 300 dpi* Hámarks- hraði i prentun** 7 síður á mlnútu Fjöldi leturgeröa 45 letur Postscript og Macintosh útgáfa: HP DeskJet 120OC/PS. * dpi = punkta upplausn á tommu. RET = HP upplausnaraukning. ** Hraði í litaprentun er mismunandi. *** Úrval llmmiöa fyrir HP DeskJet prentara er takmarkaö. Tilboð á HP DeskJet 1200C kr. :«£$£2k 134.900 stgr. m. vsk. Einnig bjóðum við Postscript-útgáfuna á aðeins kr. 209.900,- stgr. m. vsk. Kynntu þér málið í Tæknivali. Við bjóðum öll helstu greiðslukjör s.s. VISA raðgreiðslur í 24 mánuði, EUROCARD raðgreiðslur I 36 mánuði eða Staðgreiðslusamninga Glitnis. Veríð velkomin. Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00. Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.