Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 25 STEINÁLFAHJÓNIN Steinn og Steina Vala gægjast í húfu Guðs til að athuga hvort ekki leynist þar tilvonandi steinálfabarn. Af tröllaskorti í Sögulandi LEIKLIST Sögusvuntan á Fríkirkjuvegi 11. i HÚFU GUÐS Höfundur, leikmynd, brúður og leikur: Hallveig Thorlacius. Leik- stjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir. Lýs- ing: Sigurður Guðmundsson. í HÚFU Guðs eru öll litlu börnin sem eiga eftir að fæðast; Guð geym- ir þau þar þangað til kominn er tími til að láta þau í magann á mömmun- um. Og þar hefur tilvonandi trölla- strákurinn Pínupons beðið þess að komast í bolluna á Skellinefiu - en, því miður, hefur hann á einhvern óskiljanlegan hátt dottið út úr húf- unni og liggur grátandi oní vasa á Sögusvuntunni; svo lítill, nánast ósýnilegur. Og hann þarf mikla hjálp til að komast aftur í húfuna og enn meiri hjálp til að komast í bolluna á Skellinefju, þar sem tilvon- andi faðir hans er farinn til Græn- lands ásamt öllum hinum tröllakörl- unum í Sögulandi. Það er að verða ófremdarástand í landinu; karlarnir farnir og engin ný tröllabörn, né álfabörn, eru á leiðinni. Aðeins eitt álfabarn er í landinu. Það er hann Hnullungur, sonur steinálfahjón- anna, Steins og Steinu Völu. Og þau eru alltaf að kíkja í húfu Guðs til að athuga hvort ekki sé annað barn á leiðinni. Það sem er enn verra, er að það þarf að fela öll trölla- og álfabörn í Sögulandi, vegna þess að svartálfurinn Skuggabaldur rænir þeim. Hann leggur sig allan fram um að spoma gegn offjölgun í Sögu- landi. En það þarf með einhveijum ráð- um að koma Pínupons í bolluna á Skellinefju og þar kemur að til þess fínnst leið - sem er mjög ólík því sem gerist í mannheimum. Áhorf- endur þurfa að aðstoða við ýmislegt því tröll og álfar eru ekki alveg ein- fær um að kljást við Skuggabaldur; hann er alltaf að þvælast fyrir. Og viti menn, þrettán mánuðum seinna fæðist lítill tröllastrákur. I húfu Guðs er vel skrifuð saga. Textinn er hnyttinn og skemmtileg- ur og spennan hæfilega mikil fyrir börn á forskólaaldri. Þótt Skugga- baldur sé ógnandi, verður hann ekki beint hættulegur - miklu fremur ógeðslegur, eins og bömunum er strax bent á. Þau verða því aldrei hrædd, þótt þau verði spennt. Þau bregðast miklu fremur þannig við að þau vilja leggja sitt af mörkum til að allt geti farið vel. Eins og í fyrri sýningum Sögu- svuntunnar nær Hallveig mjög vel til barnanna; dregur þau að því er virðist áreynslulaust inn í heim ævintýrisins - svo algerlega að þau týna hvað eftir annað mörkunum milli mannheima og Sögulands. Brúðumar eru skemmtilega hannaðar handbrúður. Þær hafa táknrænt útlit fremur en raunsæis- legt. Leikmyndin er einn heljarinnar kjóll og það er hátt í björgin þar sem búa álfar og tröll og hátt upp í húfu Guðs, þar sem tilvonandi börnin bíða. Þetta er óhemju skemmtileg og vel útfærð hugmynd og möguleikar hennar eru vel nýtt- ir. Samræmið í leikmynd og brúðum er mjög gott og iýsingin er vel hönn- uð í kringum, og inn í, myndina. Það er skýr og góð framvinda í sýningunni; hún er áhugaverð fyrir augu og eyru; efniviðurinn er óvenjulegur og skemmtilegur og var ekki annað að sjá en að litlir áhorf- endur hefðu gaman af henni. Súsanna Svavarsdóttir 60 klst tölvunám Almenn tölvufræði, Windows, stýrikerfi, Word 6.0 ritvinnsla, Exel 5.0 töflureiknir og tölvufjarskipti, m.a. kynning á „lnterneti“. i Tölvuskoli Reykiavikur 555555 ■ Borsartúni 28, sími 5561 6699 Söngvarar færa barna- spítala prentara KÓR ÍSLENSKU óperunnar og nemendur og starfsfólk Söngskól- ans í Reykjavík afhentu Grunnskóla barnadeildar Landspítalans lit- bleksprautuprentara í gær. Prent- arinn er gefinn í minningu Evu Marý Gunnarsdóttur, f. 26. apríl 1982, sem lést af völdum krabba- meins á Bamadeild Landspítalans 19. janúar síðastliðinn. Móðir Evu Marý, Gréta Jónsdótt- ir, er nemandi í Söngskólanum í Reykjavík og hefur sungið með Óperukórnum. Með þessu móti vildi samstarfsfólk hennar þar votta fjöl- skyldunni samúð sína og færa sjúk- um börnum á Landspítalanum að gjöf prentarann, sem er af gerðinni Hewlett Packard 560C og keyptur með stuðningi Tæknivals í Skeif- unni. FLutningaþjónusta í Evrópu í Rotterdam í Hollandi rekur Eimskip öfluga flutningaþjónustu á alþjóðlegum flutn- ingamarkaði. Hjá Eimskip í Rotterdam starfa um 30 manns - sérfræðingar í flutninga- málum á ákveðnum svæðum Evrópu, t.d. Hollandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, írlandi, Suður - Frakklandi og hluta af Þýskalandi. Pannig tryggir Eimskip farmflytjendum faglega flutningaráðgjöf. „Vanti þig ráðgjöt og vandaða flutningaþjónustu skaltu hafa samband við Eimskip." Höskuldur H. Ólafsson, forstöðumaður í Rotterdam Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 569 71 00 • Fax 569 71 79 Netfang: mottaka@eimskip.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.