Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 13
LANDIÐ
Stöðug f.iölgun íbúa á Selfossi
Bygg'ing um 7 0
íbúða undirbúin
Aðfluttir 34 fleiri en brottfluttir
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
LÁRA og Magnús, eigendur líkamsræktarstöðvarinnar, að leið-
beina einum ungum líkamsræktarmanni.
Selfossi - Unnið er að því að gera
byggingarhæfar lóðir undir 30
einbýlishús og 48 íbúðir í par- og
raðhúsum. Mikil eftirspurn er eft-
ir lóðum og eru fyrirliggjandi
umsóknir um nær allar lóðirnar.
Fyrstu lóðirnar verða byggingar-
hæfar upp úr miðjum næsta mán-
uði og úthlutanir á þeim hefjast
á næstu vikum.
Nýjar lóðir í Grundarhverfi
Nýju lóðirnar eru við Birki-
grund og Grenigrund sem eru
tvær af þremur götum í nýju
hverfi, Grundarhverfi. Við þriðju
götuna, Furugrund, er áformað
að byggja þrettán einbýlishús og
fjögur fjölbýlishús. Gatnagerð
við þá götu hefur ekki verið boð-
in út.
íbúum á Selfossi fjölgaði um
85 á síðastliðnu ári. Fjölgunin
heldur áfram því frá 10. desem-
ber til 13. febrúar eru þeir 34
fleiri sem fluttu til Selfoss en
fóru þaðan.
Líkams-
ræktarstöð
í gömlu
frystihúsi
Neskaupstað - Nýlegatóktil
starfa að Egilsbraut 4 í Nes-
kaupstað ný líkamsræktarstöð,
raunar sú fyrsta sinnar teg-
undar hér í plássinu. í stöð-
inni, sem er búin ágætis tækj-
um, er einnig sólbaðsstofa.
Húsnæði líkamsræktar-
stöðvarinnar var áður gamalt
kaupfélagsfrystihús og má
segja að húsið hafi heldur bet-
ur skipt um hlutverk frá því
að vera fiskvinnsluhús, því að
auk líkamsræktarstöðvarinnar
eru þar starfrækt tvö bifreiða-
verkstæði og skoðunarstöð
Bifreiðaskoðunar Islands.
Nýja líkamsræktarstöðin er
í eigu hjónanna Láru Garðars-
dóttur og Magnúsar Sigurðs-
sonar.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Blönduósi - Þak fauk í heilu
lagi af tvílyftu einbýlishúsi,
Garðabyggð 2 á Blönduósi í
fyrrakvöld og barst um 50
metra leið og lenti inni í húsa-
garði að Garðabyggð 4. í hús-
inu bjó kærustupar þau Guð-
mundur Karl Ellertsson og
Helga Andrésdóttir og náðu
þau að forða sér af efri hæð-
inni nokkrum sekúndum áður
en þakið rifnaði af.
í samtali við Morgunblaðið
sögðu þau Helga og Guðmund-
ur Karl að þegar fór að hvessa
verulega um kvöldið þá hefðu
Þakið fauk
af í heilu lagi
þau fundið fyrir þrýstings-
breytingum inni í íbúðinni og
rétt fyrir kl 21 í fyrrakvöld
heyrðu þau mikinn hvell og
forðuðu þau sér niður á jarða-
hæðina. Mátti ekki tæpara
standa því þegar þau voru
hálfnuð niður stigann rifnaði
þakið af og þyrlaðist yfir þau
heymoð sem notað hafði verið
í einangun í þakinu. Sem dæmi
um ógnarafl vindsins þá flaug
þakið yfir fánastöng sem stóð
hlémegin við húsið án þess að
skemma hana. Þakið lenti fyrst
á þakbrún húss við Garðabyggð
2 en endaði að lokum á lóð
Garðabyggðar 4. Mikil mildi
þykir að ekki fór verr en brak
úr þakinu lenti á kanínuhúsi
og drapst ein kanínan. Unga
fólkinu barst fljótt aðstoð og
eru þau Guðmundur Karl og
Helga þjálparfólki afar þakk-
lát. *
Fundur um ferðamál á Selfossi
Ahersla á samstarf
á hverjum stað
Selfossi - „Menn verða að gera
þetta sjálfir, það kemur enginn
að sunnan og reddar okkur,“ sagði
Þórdís G. Arthúrsdóttir, ferða-
málafulltrúi á Akranesi, meðal
annars á fundi um framtíðarstefnu
í íslenskri ferðaþjónustu. Þórdís
ræddi um starfssvið ferðamálafull-
trúa, hvernig Akurnesingar ynnu
að ferðamálum og um árangur af
átaki í ferðaþjónustu. Hún lagði
áherslu á mikilvægi þess að aðilar
á hveijum stað ynnu saman. Þann-
ig næðist mestur og bestur árang-
ur sem kæmi öllum til góða.
Fundurinn var sá þriðji í funda-
röð um ferðamál á vegum atvinnu-
og ferðamálanefndar Selfoss.
Næsti fundur verður 3. mars og
mun marka upphaf á þróunarátaki
í ferðamálum á Selfossi.
Þórdís G. Arthúrsdóttir hefur
starfað sem ferðamálafulltrúi á
Akranesi um nokkurra ára skeið.
Verksvið ferðamálafulltrúa felst í
stuðningi við uppbyggingu og
skipulag ferðaþjónustunnar, ráð-
gjöf, samræmingu upplýsinga og
útgáfumála og þróunarvinnu.
Upplýsingamiðstöð er starfrækt á
Akranesi sem Þórdís sagði hafa
mikla þýðingu. Auk þess að veita
upplýsingar til ferðamanna sæktu
þeir sem væru að byija í rekstri
þangað kraft og þor. Þórdís sagði
ferðaþjónustuna ekki einkamál
neins, hún kæmi öllum íbúum
bæjarins við því veltan sem skap-
aðist kæmi öllum til góða. Besta
kynning á hveijum stað væru íbú-
arnir sjálfír og til þess að kynning-
in væri góð þyrftu þeir að vera
sáttir við bæinn sinn.
Þórdís sagði frá óformlegum
samtökum á Akranesi um ferða-
þjónustu, Átak Akranes. Þessi
samtök hefðu eflt samstöðu meðal
fyrirtækja á staðnum og komið
því til leiðar að allar upplýsingar
kæmust betur til skila og skipulag
væri betra, dagsetning ýmissa at-
burða rækist til dæmis ekki á. Hún
sagði að Akurnesingar beindu
sjónum sínum helst að íslending-
um og hefðu sem markhópa, á
íþróttasviðinu, sumarbústaðafólk,
námskeið og ráðstefnur og erlenda
ferðamenn.
Þórdís sagði mikilvægt að
bregðast fljótt við aðsteðjandi
breytingum og nefndi sem dæmi
að nú væri þegar farið að huga
að breyttum áherslum vegna
ganga undir Hvalijörð til þess að
skapa nýja sérstöðu sem höfðaði
til fólks á þeirri leið. í þeim efnum
væri rík áhersla lögð á samvinnu
aðila á Akranesi.
Flutningur
hafinn á
húsum til
Súðavíkur
Selfossi - Átta ný heilsárshús voru
flutt frá Selfossi á sunnudag áleið-
is til Súðavíkur. Frá Flúðum voru
flutt fímm notuð gestahús sem voru
í eigu aðila frá' Selfossi. Húsin voru
öll flutt til Hafnarfjarðar, en þaðan
fara þau síðan með skipi til Súða-
víkur.
Alls er fyrirhugað að flytja 19
sumarhús til Súðavíkur. Um helgina
var lagt af stað með fímm húsanna
landveginn til Súðavíkur og í þeirri
för er 50 tonna krani. Fjórtán hús-
anna fara með skipum frá Hafnar-
fjarðarhöfn.
Morgunblaðið/Sig. Jóns
LAGT AF stað með hús frá Selfossi áleiðis til Súðavíkur.
Morgunblaðið/Kristinn
HÚSUM skipað um borð í Hofsjökul í Hafnarfjarðarhöfn í gær.