Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 37 MINNINGAR GUÐSTEINN ÞORBJÖRNSSON + Guðsteinn Ing- var Þorbjörns- son fæddist í Vest- mannaeyjum 9. september 1910. Hann lést á St. Jó- sefsspítala í Hafn- arfirði 14. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þorbjörn Arnbjörnsson ætt- aður úr Skaftafells- sýslum og Margrét Gunnarsdóttir ætt- uð úr Landeyjum, sem bjuggu á Reynifelli í Vestmannaeyjum. Systkini Guðsteins eru Elísabet (látin), Jóna (látin), Guðrún, Sóley, Arnmundur og fóstur- systirin Sigríður. Guðsteinn kvæntist Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur úr Borgar- firði, f. 20. júní 1909, þann 7. febrúar 1931. Foreldrar Margr- étar voru Guðmundur Krist- jánsson frá Krumshólum í Borgarfirði og kona hans Guð- rún Jónsdóttir. Börn Guðsteins og Margrétar eru: Svanhvít Kristrós, f. 22. maí 1931, d. 8. ágúst 1935, Guðbjörn Reynir, skólastjóri, sem kvæntur var Maríu Júlíu Helgadóttur og eiga þau 4 börn, Margrét Sóley hjúkrunarfræðingur, gift Árna Hólm og eiga þau 2 börn, Svan- ur Birgir, kennari, sem kvænt- ur var Kristbjörgu Ólafsdóttur (látin) og eiga þau 4 börn - síðari kona Birgis er Jórunn NÚ SJÁUM við ekki lengur hlýja brosið hans Guðsteins. Góðlátlega og einlæga brosið hans yljaði mörg- um um hjartaræturnar og gerði margan daginn bjartari og ánægju- legri. Það var glaðværðin sem ein- kenndi svo mikið líf Guðsteins. Og hlýjan og góðvildin sem fylgdu voru ráðandi þættir í viðmóti hans við alla sem hann mætti. Ég man vel fyrsta skiptið sem ég mætti Guðsteini. Hann var þá vélstjóri á „Mjólkurbátnum" sem á sínum tíma flutti mjólk frá Stokks- eyri til Vestmannaeyja. Ég var þá á biðilsbuxunum eftir elstu dóttur hans og var á leið til Eyja að hitta hana. Þegar ég var kominn um borð fór ég að leita að réttu orðun- um til að segja við Guðstein sem mögulegan tengdaföður. En fljót- lega kom í ijós að ég hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu, því allt hans viðmót gerði þetta létt fyrir mig. Þannig var Guðsteinn, elskulegur og hjálplegur við alla. Já, brosið hans er horfið, en eft- ir lifa minningarnar um hlýjan og hjálplegan tengdapabba sem alltaf var boðinn og búinn að veita aðstoð í hveiju sem var og hvernig sem á stóð fyrir honum. Þetta virtist hon- um í blóð borið. Þannig var hann, og þannig kom hann fram við alla þá sem hann mætti á lífsleiðinni, eftir því sem ég vissi best. Góðvild Guðsteins fylgdi líka glens og gaman og allir sem þekktu hann nutu þess. Börnin hans og barnabörn nutu þess sannarlega í ríkum mæli, því í barnahópi var Guðsteinn hrókur alls fagnaðar, lék sér af lífi og sál og með barnslegri gleði og glettni. Hvar sem hann kom hændust börn að honum, því úr andliti hans skein einskær góð- mennskan sem með glettninni gerði hann vinsælan meðal barna. En þó að gleði og glettni hafi verið ríkjandi í lífi hans, var alvaran snar þáttur þar einnig. Sem faðir margra barna fann hann fyrir al- vöru og skyldukvöðum tilverunnar. Undir þeim kvöðum stóð hann með skyldurækni, ávallt sívakandi yfir efnahagsþörfum fjölskyldunnar. Hann fann fyrir ábyrgðinni og stóð undir henni með einstakri prýði. Ég kynntist Guðsteini einnig sem starfsyfirmanni þegar ég var háseti hjá honum í sjö vikur eitt sumarið Brádshaug - Guð- rún Lilja, sérkenn- ari gift Steinþóri Þórðarsyni og eiga þau 4 börn, Hreinn Smári, vélsljóri, kvæntur Eygló Ein- arsdóttur og eiga þau 3 börn, Eygló Björk, talmeina- fræðingur, gift Ró- bert Brimdal og eiga þau 2 börn, Erna Kristrós, framkvæmdastjóri, gift Eddy Johnson og eiga þau 2 börn og fóstursystirin Helga Arn- þórsdóttir, kennari, gift Bjarna Sigurðssyni og eiga þau 2 börn. Guðsteinn lauk vélstjóraprófi og síðan skipstjóraprófi í Vest- mannaeyjum og var ýmist vél- stjóri eða formaður á bátum frá Vestmannaeyjum. Lengst af formaður á Unni VE-80 sem hann átti með Jóhanni Kristj- ánssyni. Eftir að Guðsteinn hætti sjómennsku, kominn á efri ár, var hann um tíma bif- reiðastjóri á Vörubílastöð Vestmannaeyja. Eftir að þau hjón fluttu upp á land vann hann við ýmis störf hjá Rafha hf. þar til hann fór á eftirlaun. Síðustu æviárin hafa þau hjón búið að Hjallabraut 33 í Hafnarfirði. Útför Guðsteins fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.30. á bát úr Eyjum, sem hann var skip- stjóri á. Þar komst ég að raun um að hann var ekki aðeins góðviljaður og hjálpsamur, heldur einnig dug- mikill og úrræðagóður í baráttu við erfið störf og kringumstæður. Margir þeirra sem þekktu Guðstein á því sviði hafa tjáð sig við mig á sama hátt. Auk þess að vera góður verkmaður var Guðsteinn hagleiks- maður og minnist ég þess að hafa dáðst að handbragði hans og verk- viti. Flest af því tagi lék í höndunum á honum. Hann hafði auk þess fijótt ímyndunarafl og hugvitsemi sem m.a. kom fram í því að hann fann upp og hannaði vél til að fella net sem hann fékk einkaleyfi fyrir og varð til að flýta fyrir netagerð. Alltaf var gott að tala við Guð- stein. Hann hafði alltaf tíma til að spjalla við mann um hlutina og glensast til að hressa upp á tilver- una. Hann var aldrei margorður og aldrei heyrði ég Guðstein hallmæla neinum. Ef hann ræddi um aðra á annað borð var það jafnan til að segja eitthvað jákvætt um þá. Þann- ig var Guðsteinn. Alltaf reiðubúinn að leggja eitthvað jákvætt til. Mikilvægur þáttur í lífi Guðsteins var hans persónulega trú. Allt hans líf bar vitni um að hann fyndi og sækti styrk í trúna sem leiðarljós og akkeri í lífinu. Þeir sem kynnt- ust honum best fundu það vel. Mér þykir ekki ótrúlegt, að glaðværðin, góðvildin og hjálpsemin sem ein- kenndi svo mikið líf hans hafi átt eitthvað skylt við hans persónulegu trú og tilverulegar skoðanir. Guðsteinn átti orðið erfitt með minnið síðustu árin. En þó að breyt- ing hafi orðið á minni hans varð engin breyting á góðvildinni, hjálp- seminni og glettninni. Þar var hann samur og áður, allt fram á síðustu stund. Og þannig lifði hann lífínu, öðrum til hjálpar og ánægju. Hafðu þökk fyrir lífsfylgdina, kæri tengdafaðir, og þökk fyrir allt sem þú varst mér á lífsleiðinni. Ég veit að allir þínir ástvinir hafa sama hug og eru fullir þakklætis til þín fyrir allt sem þú hefur verið þeim. Hittumst heilir á upprisudeginum mikla! Árni Hólm. Eftir að hafa fylgst með liðan og þrásæknum lasleika Guðsteins heitins kom andlát hans ekki á óvart, með því alllangan tíma lá leið hans milli heimilis og sjúkra- húss. Eigi að síður er ástvina- og góðvinamissir jafnan sár og trega- blandinn. Með nokkrum orðum minnist ég langtímavinar míns. Haustið 1949 hófust kynni okkar Guðsteins í Vestmannaeyjum. Þar hitti ég þennan vaska dreng — heimilisföður fjölmennrar fjöl- skyldu, sjósóknara, skipstjóra og bifreiðastjóra — eljumenni þrot- lausra athafna að búa að sínum sem bezt hann gæti. Þar kynntist ég honum í safnað- arstarfi, félagsstarfi, söngstarfi og skólastarfi Aðventkirkjunnar í Eyj- um — í dýpstu alvörumálum og gáskafyllstu gamanmálum. Alls staðar var hann fús til samstarfs INGIBJORG ING VARSDÓTTIR + Ingibjörg Ing- varsdóttir fæddist á Bíldudal 23. júní 1920. Hún lést í Reykjavík 11. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ing- var Árnason sjó- maður og kona hans Stefanía Ragnhildur Jóns- dóttir. Ingibjörg fluttist með for- eldrum sínum til Hafnarfjarðar og síðar Reykjavíkur 1926. Hinn 5. október 1939 giftist hún Þórði Guðmunds- syni verslunarmanni, f. 10. júlí 1919, d. 24. maí 1972. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur, f. 1939, kvæntur Guðnýju Hálfdanardóttur. 2) Ingvar, f. 1941, kvæntur Guðnýju Svavarsdóttur og eiga þau sex börn. 3) Stefán, f. 1948. Hann á tvo syni. 4) Símon, f. 1951, kvæntur Ingi- björgu Júlíusdótt- ur. Hann á einn son úr fyrri sambúð. Dætur Símonar og Ingibjargar eru tvær og tvö barnabörn. Utför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Vort líf er oft svo örðug för og andar kalt í fangj og margur viti villuljós og veikum þungt um gang En Kristur segir: Kom til mín, og krossinn tekur vegna þín. Hann ljær þér bjarta sólarsýn, þótt syrti'um jarðarvang. (Kristján frá Djúpalæk) MEÐ þessum sálmi langar okkur systkinin að kveðja Immu frænku okkar og minnast hennar einnig með nokkrum orðum. Imma eins og hún var alltaf kölluð var einka- barn foreldra sinna. Ólst hún upp á Bíldudal og þeim stað unni hún ætíð, því þar leið henni vel og þar upplifði hún ljúfa æsku í faðmi ástríkra foreldra sem báru hana á höndum sér. Foreldrar Immu sem við systkinin ávallt nefndum frænku og frænda tóku í fóstur litla bróðurdóttur frænku, Unni, sem er móðir okkar. Reyndust þau henni frábærlega vel því yndisleg þar sem hann mætti hjálp veita til uppbyggingar og ánægju. Ekkert mátti hann aumt sjá, utan að veita lið, því maðurinn var harla tilfinn- inganæmur og hjartahlýr. Sé hægt að tala um, að einhver persónueinkenni beri öðrum ofar, án þess að varpa skugga á aðra eðlisþætti, er þrennt hvað sterkast fyrir mér í minningamyndinni hans. Fyrst er það glaða brosið, er stöð- ugt ljómaði af ásjónu hans. Það var líkast sístreymandi uppsprettu — alltaf til staðar. í öðru lagi þessi þrotlausa, oft svo snillilega alvörubúna, glettna hnittni með tilheyrandi, kitlandi smáviprum við munnvikin og glampandi gneistaflugi augnanna. Alltaf græskulaus glettnin, sem oft greip mig í lausu lofti, uns ég náði jarðsambandinu — en þá var líka hlegið mikið og hjartanlega. I þriðja lagi er það trúin. Hjá Guðsteini skipaði hún öndvegi. Hún var máttarstólpinn, sem bar hann uppi í átökum lífsins, oft hörðum og hættulegum á sjó og landi. Einn- ig hélt þessi sama trú honum uppi í fangbrögðunum við ásækinn sjúk- dóminn.er að lokum leiddi til dauða. í þeirri baráttu, sem og í lífsathöfn- unum sjálfum, var hann sama, sanna karlmennið — aldrei kvartað, heldur athygli fremur beint að því, sem öðrum mætti til góðs verða. Eftir langan ævidag, vel unnið lífs- verk og langt sjúkdómsstríð er hvíldin kær. Við þökkum allt, er við fengum með honum að njóta og frá honum þiggja. Hér er góður drengur geng- inn. Við felum líf hans í hönd Guðs nú og um alla eilífð. Blessuð sé minning hans. Elsku Margrét, börnin öll, barna- og bamabarnabörn. Við biðjum Guð að styrkja ykkur og hugga við missi hins kæra fjölskylduföður, vinar okkar og bróður, Guðsteins. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. Hugleiðing Falla af tijánum fölnuð blöðin. Fegurð sölnar, blómin deyja. Að endingu kemur að öllum röðin. Hið örugga, þetta að fölna og deyja. En eins og frá vetrarins kalda klaka koma blómin þá viðjar rakna okkur mun heldur ekki saka - endursköpuð til lífsins vakna. (Björk.) Afí er dáinn. Besti og skemmtilegasti afi í heiminum. Minningamar hrannast upp í hugann, flestar vekja upp hlátur sem síðan breytist í grát. Að standa allt í einu frammi fyrir þeirri köldu staðreynd að afí sé farinn er svo erfitt, við viljum ekki sleppa takinu. Öll vitum við jú að stundin kemur og við reynum að búa okkur undir hana, en annað kemur á daginn. Áfallið er alltaf jafn mikið, sama hversu mikinn undirbúning við teljum okkur hafa fengið. Afi var búinn að vera mikið veik- ur og vissi að hans tími var kom- inn, en hann hafði fullvissuna um eilíft líf við endurkomu Krists og sú fullvissa veitti honum frið. Við viljum þakka okkar yndislega afa fyrir sönginn, leikina, útilegum- ar, sumrin á Hlíðó, bíltúrana, fyrir að kenna okkur að láta lífsgleðina sitja í fyrirrúmi og síðast en ekki síst fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur þegar við þurftum á að halda. Elsku amma, Guð veiti þér styrk á erfiðri stundu. Barnabörnin. Þei, þei og ró. Þöp breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Elsku langafi. Takk fyrir allar góðu stundimar sem við fengum með þér. Barnabarnabörnin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, marp er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, . Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hinsta kveðja, Kolbrún Ýr Smáradóttir. voru þau. Imma fluttist suður til Reykjavíkur ásamt foreldrum og fóstursystur og leið áhyggjulaus æskan fljótt. Fullorðinsárin tóku við í sinni margbreytilegu mynd og aldrei vit- um við ævina fyrr en öll er. Ekki fylgist alltaf að gæfa og gjörvi- leiki. Imma var lagleg kona og fín- gerð, góðum gáfum gædd og hafði skemmtilega frásagnarhæfileika. Hún átti við margvísleg veikindi að stríða og þar á meðal fékk hún berkla og varð hún tvisvar sinnum að leggjast inn á Vífilsstaðaspítala. Imma giftist ung Þórði Guðmunds- syni og fljótlega byggðu þau sér heimili í litla bakhúsinu hjá foreldr- um hans á Vesturgötunni. Síðar fluttust þau í Bústaða- hverfið og bjó hún þar til æviloka. Svo háttaði til að um sama leyti og þau fluttu inn á Hæðargarð með drengina sína fluttu foreldrar okkar í næsta hús. Því má segja að þær fóstursystur hafi búið hlið við hlið á þriðja tug ára og var samgangur mikill á milli heimil- anna og gekk á ýmsu í stórum barnahóp þegar allir voru komnir saman. Minnumst við sérstaklega sam- veru fjölskyldnanna um jólin. Hjá okkur á aðfangadagskvöldi, hjá frænku og frænda á jóladag og afmælisveislnanna hjá Immu á annan jóladag. Margs er að minnast frá þessum tíma og voru mörg hlaupin hjá þeim fóstursystrum milli heimil- anna. Var gaman að hlusta á þær rifja upp æskuárin og var oft hleg- ið dátt. Minnumst við þá sérstak- lega þeirrar upprifjunar móður okkar þegar Ingvar faðir Immu tók hana á háhest og söng. Ingvar var góður og mikill söngmaður og tók Imma það í arf enda söng Imma oft í foreldrahúsum fyrir gesti og heimafólk: Nú er Imma dáin og komin í öruggt skjól hjá móður sinni. Nú geta þau sungið aftur saman feðg- inin og sjáum við hana brosa barns- lega mitt i ilmi sinnar eigin ham- ingju. Með þessum fáu orðum kveðjum við Immu frænku og vill móðir okkar senda sinni kæru fóstursyst- ur saknaðarkveðju og þakkar sam- fylgdina. Við systkinin og foreldrar okkar sendum Mumma, Inga, Stef- áni, Símoni og fjölskyldum þeirra okkur innilegustu samúðarkveðjur. Sjöfn, Heba, Ágústína Og Guðjón. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vcl frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þeBs Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimastðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega Ifnulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa sktrnarnöfn stn en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.