Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Vill fá viðurkenningu sem mikið tónskáld
Sígilt píanóverk
eftir McCartney
Lundúnum. The Daily Telegraph.
Yerður
Simpson
sýknaður?
MEIRIHLUTI bandarískra
lögfræðinga telur, að íþrótta-
kappinn O.J. Simpson muni
ekki verða fundinn sekur um
að hafa myrt fyrrverandi eig-
inkonu sína og vin hennar.
Kemur þetta fram í skoðana-
könnun, sem bandarískt laga-
tímarit, The National Law Jo-
urnal, lét gera meðal rúmlega
300 lögfræðinga. 39% þeirra
töldu, að kviðdómurinn kæm-
ist ekki að niðurstöðu.
Arafat vill
aðstoð
YASSER Arafat, leiðtogi Pal-
estínumanna, sagði í gær að
friðarumleitanir í Miðaustur-
löndum væru komnar í hnút.
Hann hvatti ríki Evrópusam-
bandsins til að grípa inn og
aðstoða jafn Palestínumenmn
sem ísraela við að leysa vand-
ann. Arafat sakaði um helgina
ísrael um að torvelda friðar-
samninga með því að draga
að flytja her sinn á brott frá
hemumdu svæðunum.
Vara
Clinton við
TALSMAÐUR Borís Jeltsíns
Rússlandsforseta, Vjatsjeslav
Kostíkov, sagði í gær að það
myndi valda mikilli reiði í land-
inu ef Bill Clinton Bandaríkja-
forseti tæki ekki boði um að
vera viðstaddur hátíðarhöld í
Moskvu í maí í tilefni 50 ára
afmælis sigursins í heimsstyrj-
öldinni. 63 bandarískir þing-
menn hafa hvatt Clintón til
að sitja heima í mótmælaskyni
vi blóðbaðið í Tsjetsjníju.
PAUL McCartney tekur stórt skref
í þeirri viðieitni sinni að verða viður-
kenndur sem eitt af mestu tónskáid-
um aldarinnar þegar sígilt píanóverk
eftir hann verður frumflutt í Sankti
Jakobs-höll í Lundúnum í næsta
mánuði,
Karl Bretaprins hefur boðið Bítl-
inum fyrrverandi að flytja verk sín
við kvöldverð sem ráðgerður er til
að afla fjár fyrir Konunglega tónlist-
arháskólann, þar sem prinsinn er
forseti. Miðinn á að kosta jafnvirði
26.000 króna.
Ungur Rússi leikur verkið
McCartney hyggst nota þetta
tækifæri til að kynna nýtt píanóverk
sem nefnist „Lauf“. Hann ætlar þó
ekki að leika verkið sjálfur -heldur
hefur hann leitað til 22 ára einleik-
ara frá Rússlandi, Anja Alexejevs,
sem nam píanóleik við skólann.
Alexejev kom til Bretlands fyrir fjór-
um árum, eftir að hafa numið við
Tónlistarskóla Moskvu.
Hermt er að mjög erfitt sé að leika
verkið og það sé ein af ástæðum
þess að McCartney ákvað að frum-
flytja það ekki sjálfur.
Tónleikunum lýkur með því að
McCartney syngur þijú af lögum
Bítlanna, meðal annars „Yesterday".
McCartney segir að þetta verði
„minnstu tónleikar" sem hann hafi
tekið þátt í, en hann lék lög sín fyr-
ir 184.000 manns í Rio de Janeiro
árið 1990 - sem munu vera fjöl-
mennustu hljómleikar poppstjömu.
Auk McCartneys koma fram sópr-
ansöngkonan Sally Burgess, baríton-
söngvarinn Willard White, Brodsky-
kvartettinn og Eivis Costello, rokk-
stjama sem hefur einnig reynt fyrir
sér í sígildri tónlist.
Létt verk mikilvæg
Konunglegi tónlistarháskólinn vís-
ar því á bug að hann sé farinn að
leggja of mikla áherslu á létta tón-
list með því að efna til tónleika með
dægurlagahöfundum. „Létt tónlist
var álitin mikilvæg fyrir 50 árum.
Það var aldrei litið á hana sem fyrir
neðan virðingu tónlistarmanna á
sama hátt og verið hefur undanfarna
áratugi," segir dr. Ritterman, fyrsta
konan sem stjómað hefur skólanum.
Liverpool-óratorían, fyrsta sígilda
verk McCartneys, var frumfiutt árið
1991. A tónleikunum komu fram ein-
leikarar, hljómsveit og 300 manna
kór.
Viðtökumar voru blendnar.
Nokkrir gagnrýnendur lýstu verkinu
sem „eftirminnilegn" en aðrir kvört-
uðu yfír því að það væri enn tilþrifa-
minna en lögin í söngvakeppni evróp-
skra sjónvarpsstöðva.
Sýndarvemleika
beitt til lækninga
Boston. Morgunblaðið.
FYRIRBRIGÐIÐ sýndar-
veruleiki tengist einkum
leikjum í huga almennings,
en svo virðist, sem fundin
hafi verið leið til að lækna
ýmsa sálræna kvilla, þar á
meðal lofthræðslu og inni-
lokunarkennd.
Orðið sýndarveruleiki er
notað til að lýsa heimi, sem
búinn er til í tölvu og hægt
er að kynnast með því að
setja á sig þar til gerðan
hjálm. Sálfræðingurinn
Ralph Lamson frá Kaliforníu
prófaði þetta fyrst fyrir
tveimur árum og var meira
en lítið brugðið þegar hann
var staddur við stóran
glugga háhýsis og jörðin
langt fyrir neðan.
Lamson hafði alltaf átt við
lofthræðslu að stríða, en nú
gat hann knúið sig til að
halda áfram, vitandi það að
hann þurfti ekki annað en
taka af sér hjáhninn til að
vera aftur á jafnsléttu. Hann
gekk hænuskrefum í átt að
glugganum og lét ekki stað-
ar numið fyrr en hann stóð
þétt upp við hann.
Þegar hann tók hjálminn
loks af sér var lofthræðslan
horfin. Lækningin vakti
fræðilega forvitni Lamsons
og á síðasta ári gerði hann
fyrstu klínísku tilraunina á
áhrifum sýndarveruleika til
lækninga.
Hann fékk 36 manns, sem
þjáðst höfðu af lofthræðslu
í 20 til 30 ár, til að taka þátt
í tilrauninni. Eftir 50 mín-
útna sýndarveruleikameð-
ferð gátu sjúklingar gengið
yfir Golden Gate brúna í San
Francisco, klifið stiga eða
farið upp 15 hæðir með lyftu
úr gleri og horft út á meðan
upp á eigin spýtur.
Ýmsir læknar vilja þó
kanna áhrif sýndarveruleika
á veruleikaskyn fólks áður
en lengra verður haldið. Þeir
óttast að fólki með brenglað
veruleikaskyn gæti orðið
meint af sálfræðimeðferð af
þessu tagi og eins gæti hún
haft slæm áhrif á böm. Þá
gæti fólk orðið háð sýndar-
veruleika.
Hœrrí vextir á
Sparíleib 48:
Nú bjóöast hœrri vextir á Sparileiö 48 í
íslandsbanka. Sparileiö 48 er verötryggö og bundin í
48 mánuöi.
Meö því aö gera samning um reglubundinn
sparnaö er öll upphœöin laus aö loknum binditíma
reikningsins og hvert innlegg nýtur verötryggingar,
óháö því hvaö þaö hefur staöiö lengi á reikningnum.
Taktu rxarkvissa stefnu í sparnaöi. Þaö borgar
sig aö spara á Sparileiöum í íslandsbanka.
ISLAN DSBAN Kl
- í takt vib nýja tíma!