Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 33
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIGUR HEILBRIGÐRAR SKYNSEMI KJARASAMNINGAR þeir, sem samkomulag tókst um í gærmorgun, eru fyrst og fremst sigur heilbrigðrar skynsemi. Þeir eru staðfesting á því, að samningarnir, sem voru gerðir í febrúar 1990 og mörkuðu þáttaskil í efna- hags- og atvinnumálum á seinni hluta aldarinnar, voru engin tilviljun eða undantekning, heldur upphafið að gjör- breyttum tímum í samskiptum verkalýðshreyfingar, vinnu- veitenda og ríkisvalds. Með samningum þessum hefur verið tryggt, að svo miklu leyti, sem slíkt verður yfirleitt tryggt, að stöðug- leiki mun ríkja í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar á síðari hluta þessa áratugar með áþekkum hætti og verið hefur frá árinu 1990. Með samningunum hafa verið sköp- uð skilyrði til þess að þjóðarskútan geti siglt hraðbyri upp úr öldudalnum. Að öllu óbreyttu á að blasa við batnandi tíð og betri lífskjör á næstu árum. Þessj samningagerð var fyrst og fremst vandasöm fyr- ir verkalýðshreyfinguna og forystumenn hennar. Hún var prófsteinn á það, hvort þeir hefðu kjark og bolmagn til að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð var í ársbyrj- un 1990. Samningagerðin var prófsteinn á það, hvort verkalýðsleiðtogarnir væru tilbúnir til að halda áfram á þessari braut, þrátt fyrir miklar fórnir, sem félagsmenn þeirra hafa fært á undanförnum kreppuárum. Verkalýðs- foringjarnir hafa staðizt þetta próf. Þeir hafa vegið og metið þá kosti, sem fyrir hendi voru, og komist að réttri niðurstöðu Þessir samningar eru mikill sigur fyrir ísienzku þjóð- ina. Fólk hefur haft þungar áhyggjur af því, að uppnám og upplausn væri framundan á vinnumarkaðnum. 011 rök hafa hnigið að því, að slík þróun yrði verst fyrir þá efna- minnstu. Með kjarasamningunum, sem gerðir voru í gær, er þess vegna þungu fargi létt af öllum almenningi. Hætt- an á vinnustöðvunum og nýrri verðbólgu er liðin hjá. Ljóst er, að þessir samningar eru innan þeirra marka, sem greiðslugeta atvinnulífsins leyfir á næstu tveimur árum, og tryggir þar með óhindraða starfsemi útflutnings- atvinnuvega okkar í samkeppni við atvinnuvegi helztu viðskiptaþjóða. Þeir eiga þess vegna ekki og geta ekki verið tilefni til nokkurra verðhækkana af hálfu atvinnulífs- ins. Seljendur vöru og þjónustu geta ekki hækkað verð með tilvísun til þessara samninga. Fjölmörg atvinnufyrirtæki hafa unnið mikið starf við hagræðingu og endurskipulagningu í rekstri á undanförn- um árum. Þau hafa verið tilbúin til að hefja nýjar fjárfest- ingar um skeið en haldið að sér höndum á meðan þau hafa beðið eftir niðurstöðum nýrra kjarasamninga. Þeir samningar, sem nú hafa verið gerðir, eiga að hleypa nýj- um krafti í allt atvinnu- og viðskiptalíf landsmanna. Fyrir- tækin geta nú gengið að því sem vísu, að stöðugleiki verði áfram í efnahagslífinu næstu tvö árin. Samningarnir eru samningar um kjarajöfnun. Samið hefur verið um krónutöluhækkun launa en ekki prósentu- hækkun nema í undantekningartilvikum. Þetta þýðir, að þeir lægstlaunuðu fá mest í sinn hlut og hinir hærra laun- uðu minna. Þar með hefur verið komið til móts við grund- vallarkröfu verkalýðshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin hefur lagt sitt af mörkum til þess, að samningar mættu takast, þótt endanlegt samkomulag um þá hlið málsins hafi ekki verið í höfn, þegar Morgunblað- ið fór í prentun laust eftir miðnætti. Framlag ríkisstjórnar- innar kostar verulega fjármuni en ekki má gleyma því, að batnandi hagur þjóðarbúsins þýðir auknar tekjur fyrir ríkissjóð. Ríkisstjórnin hefur þess vegna meira svigrúm til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins en hún hefur haft á undanförnum árum. Eftir þessa samningagerð er bjartara framundan. Vissu- lega á eftir að ganga frá samningum við fjölmarga þjóðfé- lagshópa og kennarar eru í verkfalli. Það er hins vegar væntanlega öllum ljóst, að þessir samningar eru stefnu- markandi. Aðrir hljóta að semja á sama grundvelli. Það eru engin rök fyrir því, að aðrir hópar launþega geri til- raun til þess að bijótast út úr þeim ramma, sem hér hef- ur verið settur utan um kjarasamninga allra aðila næstu tvö árin. Var 22 tíma að ganga 4 tíma leið af Fimmvörðuhálsi í Þórsmörk ÞEGAR ég kom í skálann í Þórsmörk blasti við mér sú óþægilega staðreynd að ég var einn kominn niður af Fimmvörðuhálsi 22 tímum eftir að við lögðum sex af stað úr Útivist- arskálanum á hálsinum. Mér var það efst í huga að láta grennslast fýrir um félaga mína. Þegar ég kom í skálann var mér sagt að verið væri að leita að einum úr hópnum. Ég spurði hvar hinir væru og var þá sagt að fimm væru heilir á húfi í Fimmvörðuhálsskálanum," segir Reynir Þór Sigurðsson sem lenti í hrakningum á Fimmvörðuhálsi á laugardag og aðfaranótt sunnudags. Umfangsmikil leit var hafin að hon- um þegar hann kom fram heill á húfi á sunnudagsmorgunn. Sex ferðafélagar, allt vanir og velbúnir útivistarmenn, hófu þriggja daga ferð á gönguskíðum á föstu- dag. Létu þeir aka sér upp á Skóga- heiði og gengu í skála Ötivistar á Fimmvörðuhálsi sem er á vinsælli gönguleið í Þórsmörk, milli Eyja- fjalla- og Mýrdalsjökuls. Á laugar- daginn var ætlunin að ganga á Eyja- fjallajökul og síðan niður í Bása í Þórsmörk og á sunnudag var ætlun- in að ganga að Falljökulslóni undir Eyjafjallajökli en þangað átti að sækja þá á jeppum. Hafði mestar áhyggj ur af félaga mínum Tveir urðu viðskila Reynir segir að veðrið hafi verið gott á föstudag en þeir heyrt slæma veðurspá í skálanum um kvöldið. Á laugardag hafi veðrið verið farið að versna og þá verið hætt við að ganga á jökulinn en þeir talið óhætt að fara niður í Bása, enda þekktu þeir svæðið vel og vissu að þær kæmust þar niður úr skafrenningnum. „Þeg- ar við vorum að leggja af stað um tólfleytið varð það óhapp að aftasti maðurinn missti af sér skíði sem fauk í burtu og ég fór með honum að reyna að ná því. Skíðið fannst ekki og hinir héldu áfram án þess að taka eftir því að við urðum eft- ir,“ segir Reynir. Hann og félagi hans, Jósef Hólmjám, fóru aftur inn í skálann og þar fékk Jósef lánað annað skíði og við svo búið héldu þeir í slóðina. Sigurður Sigurðarson, einn fjór- menninganna, segir að veðrið hafi ekki verið svo slæmt þegar þeir misstu sjónar af félögum sínum. Þeir hafi ákveðið að taka vestlæga stefnu og töldu sig hitta á þá með því móti. Það hafi ekki gerst og veðr- ið að versna. „Við snerum við eftir að hafa gengið í eina klukkustund og héldum kyrru fyrir í skálanum. Við héldum að þeir hefðu haldið áfram niður í Bása,“ segir Sigurður. Reynir telur að félagar þeirra hafí hrakist eitthvað út úr slóðinni á leið- inni til baka og því hafi þeir ekki mæst. Veðrið var orðið mjög slæmt um þetta leiti, að sögn Reynis. Þeir börðust þó áfram norður, á eftir fé- lögum sínum að þeir töldu, Reynir á undan með áttavitann en Jósef á eftir með GPS-staðsetningartæki. Þá urðu þeir viðskila í kófínu. Reyn- ir segist hafa stoppað strax og geng- ið aðeins til baka og hrópað til að láta vita af sér og Jósef hafi gert það saman en þeir hafi ekki heyrt mannsins mál fyrir látunum í veðr- inu. Báðir grófu sig niður og hafa væntanlega verið örskammt frá hvor öðrum í að minnsta kosti eina klukkustund. „Það var úr vöndu 'að ráða fyrir mig. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að fara aftur í skálann eða áfram norður í Bása. Jósef var með staðsetningartækið og ég vissi að með hjálp þess kæmist hann aft- ur í skálann en erfitt myndi vera Morgunblaðið/Sigurður Sigurðarson LEITARMENN að störfum á Fimmvörðuhálsi á sunnudag. ^ Morgunblaðið/Kristinn FÉLAGARNIR Reynir Þór Sigurðsson t.v. og Jósef Hólmjárn, sem urðu viðskila í slæmu veðri á Fimmvörðuhálsi á laugardag, grófu sig í sitt hvorn skaflinn í innan við 100 metra fjarlægð án þess að finnast. Þeir hittust aftur í gær. fyrir mig einan að hitta á skálann í þessu veðri. Hins vegar þekki ég leiðina norður yfir Heljarkamb mjög vel og taldi það skárra,“ segir Reyn- ir sem hélt þá leiðina þegar aðeins rofaði til. Þegar hann kom að brún- inni á Heljarkambi, um klukkan sex um kvöldið, gat hann ekki séð ná- kvæmlega hvar hann var og ákvað að grafa sig aftur þar niður og bíða betra veðurs. „Vantaði 20 kíló“ Þegar Jósef missti sjónar af Reyni kveðst hann hafa gengið nokkur skref í þá átt sem hann hefði farið en þá hafi verið orðið svo hvasst að hann hefði fokið um koll. Hann hefði þurft að vera 20 kílóum þyngri til að hafa það á móti vindinum. Hann hefði grafíð sig niður og beðið af sér veðrið. „Ég hafði það ágætt í skaflin- um og þegar vindinn lægði gat ég rennt mér í fínu færi að skálanum. Mér leið auðvitað ekki vel að vita ekkert hvað orðið hefði um Reyni þó ég treysti honum fullkomlega til að bjarga sér. Ég var nokkuð dasað- ur þegar ég kom í skálann en varð afar undrandi að sjá félaga mína ijóra þar, ég hélt að þeir hefðu farið í Bása,“ segir Jósef. Sigurður Sigurðarson segir að ákveðið hefði verið að kalla út björg- unarsveitir þegar Jósef kom einn í skálann. Þó menn hafi treyst Reyni var hugsanlegt að hann hefði orðið fyrir slysi. Leit hófst á þriðja tíman- um aðfaranótt sunnudags, enda veðrið orðið betra. Ferðamenn sem voru í Fimmvöruhálsskálanum hófu leit með ferðafélögunum fimm og aðstoð kom úr byggð. Um klukkan tíu um morguninn, þegar Reynir komst sjálfur í skálann í Básum, var fjöldi björgarsveitarmanna kominn til leita og fleiri á leiðinni, og voru þeir með leitarhunda, nokkra snjó- sleða og marga vélsleða, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kominn á svæðið. „Var aldrei hræddur“ Reynir segist hafa haft það gott á Heljarkambi, nema hvað erfitt hafi verið að vita ekki um afdrif fé- laga síns. Um klukkan tvö um nótt- ina hafi veðrið verið orðið gott og tunglskin og þá hafi hann haldið áfram niður eða þar til hann kom að Kattahryggjum þar sem leiðin liggur niður þverhnípt klettabelti. Segist Reynir ekki hafa treyst sér til að fara þar niður í myrkri og ákveðið að bíða betri birtu. Um klukkan 8 um morguninn hafi leiðin verið greið og hann verið kominn að skálanum í Básum þegar klukkan var langt gengin í tíu eftir 22 ferð sem venjulega tekur 4 tíma. Þegar þangað var komið varð hann áhyggjufullur af því að félagar hans voru ekki komnir en frétti það fljótt að þeir hefðu allir komist til baka í skálann á Fimmvörðuhálsi. „Ég varð aldrei hræddur. Það er auðvitað óþægilegt að vera einn á ferð við svona aðstæður og vita ekk- ert hvað orðið hefði af Jósef. Hins vegar hafði ég nóg um að hugsa við að bjarga sjálfum mér,“ segir Reyn- ir. Jósef og Reynir segja að röð óhappa hafi orðið til þess að þeir hafí orðið viðskila við hópinn og síð- an týnt hvor öðrum. Ef hægt hefði verið að halda hópinn hefði ekkert mál orðið úr þessu og þeir þá vænt- anlega ákveðið að halda til baka þegar veðrið versnaði. Miklar annir voru hjá björgunar- sveitarmönnum á Suðurlandi um helgina. Auk leitarinnar á Fimm- vörðuhálsi og banaslyssins á Mýrdalsjökli sem þeir komu að, að- stoðaði björgunarsveitin á Hvolsvelli fólk sem sat fast í bílum í ófærð og ógöngum á Fljótshlíðarafrétti og Rangárvallaafrétti á laugardag. ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 33. Morgunblaðið/RAX FLÓÐIÐ, sem varð Snorre Sanner að bana. Myndin er tekin úr lofti fljótlega eftir að maðurinn fannst meðan björgunarmenn voru að virða fyrir sér ummerkin. Lést í snjóflóði í Bláfjöllum 26 ÁRA gamall Norðmaður, Snorre Sanner, beið bana á sunnudag þegar snjóflóð hreif hann með sér þar sem hann var á gönguskíðum ásamt fé- laga sínum í Draumadalsgili. Menn- irnir voru að skíða eftir hlíðinni þeg- ar flóð fór af stað undir fótum þeirra og hreif manninn með sér. Félagi hans, Eldar Heide, norskur náms- maður hér á landi, komst undan flóð- inu og gekk niður á Bláfjallaveg þar sem sem hann bað aðvífandi bíl um aðstoð. Lögreglu og slökkviliði var til- kynnt um atvikið um klukkan 15 og voru strax sendir á staðinn menn úr neyðarsveit slökkviliðs sem voru komnir á staðinn eftir um 20 mínút- ur. Björgunarsveitarmenn, sérþjálf- aðir við leit í snjóflóðum, voru á námskeiði í Hamragili, og voru fljót- lega komnir á staðinn. Þeirra á með- al voni menn frá Björgunarhunda- sveit íslands. Um þijátíu björgunarsveitar-, lög- reglu- og slökkviliðsmenn tóku þátt í leitinni, auk starfsmanna skíðavæð- isins. og var maðurinn fundinn um fimmtíu mínútum eftir að tilkynning - barst og tekist hafði að staðsetja hann einungis um hálfri mínútu eft- ir að fyrsti leitarhundurinn kom á flóðasvæðið en áður höfðu slökkvi- liðsmenn og starfmenn svæðisins leitað í flóðinu með stöngum. Eftir að björgunarhundur hafði staðsett manninn neðarlega í um 100 metra löngu og 10 metra breiðu flóð- inu var hafist handa um að bjarga honum. Hann fannst á um 1,5 metra dýpi og var ekki með lífsmarki. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafði verið í viðbragðsstöðu meðan á leit- inni stóð en kom á staðinn og flutti manninn á Borgarspítalann. Hann var úrskurðaður látinn við komu þangað. Snorre Sanner var 26 ára gamall, fæddur 13. apríl 1968. Hann var námsmaður í Tromsö en fjölskylda hans er búsett í Þrándheimi. Lést þegar sleði féll í jökiilsprungn JÓN Harðarson, 31 árs gamall tölvunarfræð- ingur, lést þegar vélsleði sem hann ók hrapaði ofan í jökulsprungu á Mýrdalsjökli við upptök Sólheimajökuls síðdegis á sunnudag. Hann var þar á ferð í hópi félaga sinna úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi, þaulvanra fjallamanna, og voru þeir á þremur vélsleðum uppi á jöklinum. Mennimir voru að sögn Reynis Ragnars- sonar, lögreglumanns í Vík og varaformanns björgunar- sveitarinnar Víkveija, á ferð á svæði sem er tiltölulega slétt yfirferðar þar til skyndilega er komið að fjögurra metra breiðri sprungunni sem sleð- inn lenti ofan í. Talið er að fallið hafi verið 10-15 metrar. Sleðinn lenti ofan á manninum. Félagar hans kölluðu þegar til aðstoð, og auk manna úr hjálparsveitinni í Kópavogi, sem staddir voru við jökulinn, voru menn frá Víkveija í Vík og Flugbjörgunarsveit- inni á Heliu sendir á vettvang. Björgunarmenn í hættu Þyrla Landhelgis- gæslunnar var kvödd til um klukkan 16 og flaug að Skógum og sótti þangað menn sem hlotið hafa sérstaka þjálfun í að síga í jök- ulsprungur og flutti þá upp á jökul- inn. Að sögn Halldórs Nellets, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni, lögðu hjálparsveitarmennimir sig í bráða hættu við að síga 10-15 metra niður í sprunguna þar sem snjóhengjur slúttu yfir sprunguna meðan þyrlan sveif yfir og jók á niðurstreymi. Björgunarmönnunum tókst að losa félaga sinn undan sleðanum og flytja hann á börur ofan í sprung- unni en síðan var hann hífður á börum um borð í þyrluna sem flutti hann rakleiðis á Borgarspítalann í Reykjavík. Úrskurðaður látinn Fljótlega eftir komu þangað var maðurinn úrskurðaður látinn. Hann hét Jón Harðarson, 31 árs gamall, fæddur 1. október 1963. Hann var tölvunarfræðingur að mennt og búsettur í foreldrahúsum I Reynigrund 47 í Kópavogi. Einnig komu á slysstaðinn land- Jón Harðarson leiðina menn á 2 snjóbílum og þrem- ur vélsleðum frá björgunarsveitinni Víkveija í Vík og frá Flugbjörgunar- sveitinni Hellu að sækja mennina tvo úr Kopavogi sem verið höfðu í vél- sleðaferðinni og fimm félaga þeirra sem tekið höfðu þátt í björgunarað- gerðum. Versta veður gerði og komust mennirnir ekki niður af jöklinum fyrr en snemma í gærmorgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.