Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 6
6 ' ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FYLGI FLOKKANNA Þjóðvaki og Kvennalisti tapa samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar ^rísem hlynntir stjórninni, 41,9% sögðust henni andvígir og 20,6% hlutlausir. Stuðningur við stjórnina hefur minnkað lítillega og andstaða auk- izt frá síðustu könnun. Þá sögðust 40,9% hlynntir stjórninni og 37,4% andvígir henni, en hlutfall hlut- lausra var svipað. Stj órnarflokkar fengju helming atkvæðanna Stuðningur við ríkisstjórnina dal- ar nokkuð frá síð- ustu könnun SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 39,8% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið í seinustu viku. Alþýðuflokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu könn- un og fengi 10,5% atkvæða, þann- ig að samanlagt hafa stjórnar- flokkarnir rétt rúmlega helmings stuðning þeirra, sem afstöðu taka í könnuninni. Fylgi Þjóðvaka dalar hins vegar mjög og er nær helm- ingi minna en í könnun Félagsvís- indastofnunar í október, eða 10,5%. Kvennalistinn myndi gjalda afhroð í kosningum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, fær stuðning 3,9% svarenda. Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur bæta við sig. Fylgisbreyting Sjálfstæðis- flokksins frá síðustu -------- könnun, sem gerð var í lok janúar, er ekki töl- fræðilega marktæk, en þá fékk flokkurinn 37,9% _____ stuðning. Flokkurinn hefur nú rúmlega kjörfylgi sitt í seinustu þingkosningum, sem var 38,6%. Fylgisaukning Alþýðu- flokksins er tæplega marktæk heldur; í síðustu könnun fékk flokkurinn 8,8% stuðning en 15,5% fylgi í kosningunum. Hvort mundir þú segja að þú værir stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Hlutfall þeirra sem svara Jan.1995 Feb. 1995 Stuðnings- menn 37,5% Hlut- lausir Sjálfstæðis- menn fá 50% í Reykjavík Könnun Félagsvísindastofnunar í febrúar 1995: Fylgi stjórnmálaflokka eftir aldri kjósenda 18-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-59 ára 60-75 ára Alþýðufl. Frams.fl. Sjálfst.fl. Alþýðub.l. Þjóðvaki Fylgi Þjóðvaka minnkar um helming Fylgistap Þjóðvaka er hins vegar vel marktækt. Framboð Jóhönnu Sigurðardóttur fékk í könnun Fé- lagsvísindastofnunar í október 19,7% stuðning, fyrir þremur vik- um var stuðningur við Þjóðvaka 17,3% en er nú kominn niður í 10,5%. Fylgistap Kvennalistans frá síð- -------- ustu könnun fer heldur ekki á milli mála. Flokk- urinn fær nú 3,9% stuðn- ing, en hafði í janúar ________ 5,8% og fékk 8,3% kjör- fylgi í kosningunum 1991. Fylgi Framsóknarflokksins er 18,7% og eykst ekki marktækt frá síðustu könnun, en er nú nálægt kjörfylgi flokksins í seinustu kosn- ingum, sem var 18,9%. Hins vegar bætir Álþýðubandalagið marktækt við sig frá síðustu könnun og fær nú 15,6% stuðning þeirra, sem af- stöðu taka, miðað við 12,3% í jan- úar og 14,4% kjörfylgi árið 1991. Tap Þjóðvaka mest á Suðvesturlandi Suðurlandslisti Eggerts Hauk- dal fær stuðning þriggja svarenda, sem er 0,4% á landsvísu, en getur ekki talizt marktæk vísbending um fylgi Eggerts í Suðurlandskjör- dæmi. Þegar úrtaki könnunarinnar er skipt upp eftir landshlutum, kemur m.a. í ljós að Alþýðuflokkurinn nýtur nærri 17% stuðnings á Reykjanesi, Sjálfstæðisflokkurinn hefur 49,4% fylgi í Reykjavík og Framsóknarflokkurinn hefur aukið fylgi sitt í Reykjavík og hefur þar um 12% stuðning. Fylgi Þjóðvaka er nokkuð jafnt, í kringum 10% í Reykjavík, á Reykjanesi og á landsbyggðinni. Fylgistap flokks- ins er því mest í þéttbýlinu á suð- vesturhorninu, þar sem hann hafði mestan stuðning í seinustu könn- un. Fylgi Kvennalistans er að mestu takmarkað við Reykjavík, þar sem flokkurinn nýtur 6,3% stuðnings, en á Reykjanesi segjast 3,5% styðja Kvennalistann og 2,1% úti á landi. Á meðfylgjandi mynd má sjá afstöðu kjósenda til flokkanna eft- ir aldurshópum. Þar vekur einna helzt athygli 20% stuðn- ingur við Alþýðubanda- lagið í yngsta aldurs- hópnum og að stuðning- ur við Kvennalistann er hverfandi í öðrum ald- urshópum en 25-34 ára og 35-44 ára. Stuðningur við stjórnina minnkar í könnuninni var spurt um af- stöðu manna til ríkisstjómarinnar. Fylgi Kvenna- lista aðallega í Reykjavík Þegar litið er á það, hvernig | stuðningsmenn og andstæðingar , ríkisstjórnarinnar skiptast milli flokka, fara línur nokkurn veginn 1 eftir því hvort menn styðja stjórn- ar- eða stjómarandstöðuflokka. Þó hefur alþýðuflokksmönnum, sem em andvígir stjóminni, fjölgað nokkuð frá seinustu könnun og eru 19,2% af stuðningsmönnum Al- þýðuflokksins óánægðir með stjómina. Framkvæmd og heimtur Könnun Félagsvísindastofnunar ) var gerð dagana 15.-19. febrúar. Stuðzt var við slembiúrtak úr þjóð- skrá, sem náði til 1.200 manna á aldrinum 18-75 ára, af öllu land- inu. Viðtöl voru tekin í síma og fengust svör frá 890, en það er 74,2% svarhlutfall. Nettósvörun, þegar frá uppranalegu úrtaki hafa verið dregnir nýlega látnir, erlend- ir ríkisborgarar eða þeir sem bú- settir era erlendis, er 75,1%, sem telst vel viðunandi í könnunum sem 1 þessari. Félagsvísindastofnun telur úrtakið spegla viðkomandi aldurs- hóp meðal þjóðarinnar allvel. Spurt var hvað menn myndu kjósa ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Þeir, sem sögð- ust ekki vita það, vora spurðir aft- ur hvað þeir teldu líklegast að þeir kysu. Segðust menn enn ekki vita, voru þeir enn spurðir hvort líklegra ________ væri að þeir kysu Sjálf- stæðisflokkinn eða ein- hvern vinstri flokkanna og þeim, sem sögðust myndu kjósa vinstri flokka, deilt niður á þá í hlutfalli við svörin við fyrri spurn- ingum. Með þessu fer hlutfall óá- kveðinna úr 32,7% eftir fyrstu spurningu niður í 6%. Þeir, sem segjast ekki munu kjósa eða skila auðu, eru 10,6% og 7,9% neituðu að svara. Þjóðvaki á hefðbundinni braut sprengiframboða Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1991 og í skoðanakönnunum frá þeim tíma -18,7 _JÉf' F) IV o,3 \ Kvennalisti 3,9 : -1 | . ji 1 Ujj-i - 'Áö10,5 Þjóðvaki -M-H-1444 Þjóðvaki virðist ætla að fara sömu leið og önnur sprengiframboð á und- anfömum áratugum, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Kvenna- listinn á við alvarleg- ustu fylgiskreppu í sögu sinni að stríða. NIÐURSTÖÐUR könnunar Fé- Iagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna leiða tvennt skýrt í Ijós: Ferill Þjóðvaka virðist ætla að verða eins og annarra „sprengiframboða“ á undan- förnum áratugum, sem hafa ris- ið hátt í byrjun en fylgið hefur svo hrunið af þeim fram að kosn- ingum. Nefna má Bandalag jafn- aðarmanna og Borgaraflokkinn í þessu sambandi. Jafnframt er Ijóst að Kvennalistinn á við að stríða alvarlegustu fylgiskreppu frá stofnun flokksins. Deilurnar innan Þjóðvaka eft- ir landsfund flokksins hafa ekki aukið traust á framboðinu og fyrstu framboðslistarnir, sem litið hafa dagsins ljós, virðast ekki heldur hafa nægt til að halda í fylgið. Óánægðir kratar á heimleið Erfitt er að fullyrða hvert fylgið, sem reytist af Jóhönnu Sigurðardóttur og liðsmönnum hennar, hefur farið. Fylgisaukn- ing Alþýðubandalags gæti bent til að einhveijir óánægðir flokksmenn hafi snúið aftur til þeirra föðurhúsa. Þá er næsta vist að Alþýðuflokkurinn græðir á fylgistapi Jóhönnu. Það er vís- bending um þetta að andstæð- ingum ríkisstjórnarinnar hefur fjölgað í hópi fylgismanna Al- þýðuflokks, en margt benti ein- mitt til þess að þeir kratar, sem ekki voru sáttir við stjórnar- stefnuna, fylgdu Þjóðvaka í fyrstu. Nú virðast þeir vera að skila sér aftur. Fylgistap Jóhönnu skilar sér hins vegar alveg áreiðanlega ekki til Kvennalistans, sem aldr- ei hefur notið minni stuðnings í skoðanakönnunum Félagsvís- indastofnunar. Þjóðvaki nýtur nú 14,4% fylgis meðal kvenna, en Kvennalistinn aðéins 6,1%. Sú spurning hlýtur að vakna með kvennalistakonum, hvort skeið þeirra í íslenzkri pólitík sé að verða á enda runnið, að minnsta kosti með núverandi stefnuskrá og vinnubrögðum. Fylgi Kvennalistans virðist afmarkast að langmestu leyti við afar þröngan hóp; af- greiðslufólk, skrifstofu- og þjón- ustufólk á aldrinum 25-44 ára í Reykjavík. í öðrum þjóðfélags- hópum er fylgi flokksins hverf- andi. GrundvöIIur fyrir áfram- haldandi stjórnarsamstarfi? Fylgi stjórnarflokkanna held- ur áfram að aukast og niður- stöður skoðanakönnunarinnar benda til að möguleikar aukist á að þeir gætu haft nægan þing- i styrk til að halda samstarfi sínu áfram eftir kosningar, burtséð frá því hvort pólitískur vilji verður fyrir slíku í flokkunum. Stuðningur við ríkissljórnina hefur reyndar minnkað lítillega, en hann hefur vanalega ekki verið í beinu sambandi við fylgi sljórnárflokkanna. Óvissa í kjaramálum dagana, sem spurt var, gæti haft sitt að segja um að stuðningur við stjórnina minnkar Htið eitt. Jafnframt hefur sú sterka tilfinning fyrir þjóðarsamstöðu, sem skapaðist eftir náttúruhamfarirnar á Vestfjörðum og skilaði sér sennilega í auknu fylgi við sljórnina, að einhveiju leyti fjarað út. . Það á eftir að koma í Ijós hvort stjórnarandstöðunni tekst að höggva í fylgi stjórnarflokk- anna á lokasprettinum fyrir kosningar. Enn er varla hægt að segja að kosningabaráttan sé hafin og ýmislegt óvænt getur komið upp á. Niðurstaða samn- ingalotunnar á almenna vinnu- markaðnum virðist þó geta styrkt stöðu sljórnarinnar. Eftir er að sjá hvernig fer í kennara- deilunni og hversu erfið hún verður stjórninni pólitískt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.