Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 6

Morgunblaðið - 21.02.1995, Page 6
6 ' ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FYLGI FLOKKANNA Þjóðvaki og Kvennalisti tapa samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar ^rísem hlynntir stjórninni, 41,9% sögðust henni andvígir og 20,6% hlutlausir. Stuðningur við stjórnina hefur minnkað lítillega og andstaða auk- izt frá síðustu könnun. Þá sögðust 40,9% hlynntir stjórninni og 37,4% andvígir henni, en hlutfall hlut- lausra var svipað. Stj órnarflokkar fengju helming atkvæðanna Stuðningur við ríkisstjórnina dal- ar nokkuð frá síð- ustu könnun SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 39,8% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið í seinustu viku. Alþýðuflokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu könn- un og fengi 10,5% atkvæða, þann- ig að samanlagt hafa stjórnar- flokkarnir rétt rúmlega helmings stuðning þeirra, sem afstöðu taka í könnuninni. Fylgi Þjóðvaka dalar hins vegar mjög og er nær helm- ingi minna en í könnun Félagsvís- indastofnunar í október, eða 10,5%. Kvennalistinn myndi gjalda afhroð í kosningum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, fær stuðning 3,9% svarenda. Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur bæta við sig. Fylgisbreyting Sjálfstæðis- flokksins frá síðustu -------- könnun, sem gerð var í lok janúar, er ekki töl- fræðilega marktæk, en þá fékk flokkurinn 37,9% _____ stuðning. Flokkurinn hefur nú rúmlega kjörfylgi sitt í seinustu þingkosningum, sem var 38,6%. Fylgisaukning Alþýðu- flokksins er tæplega marktæk heldur; í síðustu könnun fékk flokkurinn 8,8% stuðning en 15,5% fylgi í kosningunum. Hvort mundir þú segja að þú værir stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Hlutfall þeirra sem svara Jan.1995 Feb. 1995 Stuðnings- menn 37,5% Hlut- lausir Sjálfstæðis- menn fá 50% í Reykjavík Könnun Félagsvísindastofnunar í febrúar 1995: Fylgi stjórnmálaflokka eftir aldri kjósenda 18-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-59 ára 60-75 ára Alþýðufl. Frams.fl. Sjálfst.fl. Alþýðub.l. Þjóðvaki Fylgi Þjóðvaka minnkar um helming Fylgistap Þjóðvaka er hins vegar vel marktækt. Framboð Jóhönnu Sigurðardóttur fékk í könnun Fé- lagsvísindastofnunar í október 19,7% stuðning, fyrir þremur vik- um var stuðningur við Þjóðvaka 17,3% en er nú kominn niður í 10,5%. Fylgistap Kvennalistans frá síð- -------- ustu könnun fer heldur ekki á milli mála. Flokk- urinn fær nú 3,9% stuðn- ing, en hafði í janúar ________ 5,8% og fékk 8,3% kjör- fylgi í kosningunum 1991. Fylgi Framsóknarflokksins er 18,7% og eykst ekki marktækt frá síðustu könnun, en er nú nálægt kjörfylgi flokksins í seinustu kosn- ingum, sem var 18,9%. Hins vegar bætir Álþýðubandalagið marktækt við sig frá síðustu könnun og fær nú 15,6% stuðning þeirra, sem af- stöðu taka, miðað við 12,3% í jan- úar og 14,4% kjörfylgi árið 1991. Tap Þjóðvaka mest á Suðvesturlandi Suðurlandslisti Eggerts Hauk- dal fær stuðning þriggja svarenda, sem er 0,4% á landsvísu, en getur ekki talizt marktæk vísbending um fylgi Eggerts í Suðurlandskjör- dæmi. Þegar úrtaki könnunarinnar er skipt upp eftir landshlutum, kemur m.a. í ljós að Alþýðuflokkurinn nýtur nærri 17% stuðnings á Reykjanesi, Sjálfstæðisflokkurinn hefur 49,4% fylgi í Reykjavík og Framsóknarflokkurinn hefur aukið fylgi sitt í Reykjavík og hefur þar um 12% stuðning. Fylgi Þjóðvaka er nokkuð jafnt, í kringum 10% í Reykjavík, á Reykjanesi og á landsbyggðinni. Fylgistap flokks- ins er því mest í þéttbýlinu á suð- vesturhorninu, þar sem hann hafði mestan stuðning í seinustu könn- un. Fylgi Kvennalistans er að mestu takmarkað við Reykjavík, þar sem flokkurinn nýtur 6,3% stuðnings, en á Reykjanesi segjast 3,5% styðja Kvennalistann og 2,1% úti á landi. Á meðfylgjandi mynd má sjá afstöðu kjósenda til flokkanna eft- ir aldurshópum. Þar vekur einna helzt athygli 20% stuðn- ingur við Alþýðubanda- lagið í yngsta aldurs- hópnum og að stuðning- ur við Kvennalistann er hverfandi í öðrum ald- urshópum en 25-34 ára og 35-44 ára. Stuðningur við stjórnina minnkar í könnuninni var spurt um af- stöðu manna til ríkisstjómarinnar. Fylgi Kvenna- lista aðallega í Reykjavík Þegar litið er á það, hvernig | stuðningsmenn og andstæðingar , ríkisstjórnarinnar skiptast milli flokka, fara línur nokkurn veginn 1 eftir því hvort menn styðja stjórn- ar- eða stjómarandstöðuflokka. Þó hefur alþýðuflokksmönnum, sem em andvígir stjóminni, fjölgað nokkuð frá seinustu könnun og eru 19,2% af stuðningsmönnum Al- þýðuflokksins óánægðir með stjómina. Framkvæmd og heimtur Könnun Félagsvísindastofnunar ) var gerð dagana 15.-19. febrúar. Stuðzt var við slembiúrtak úr þjóð- skrá, sem náði til 1.200 manna á aldrinum 18-75 ára, af öllu land- inu. Viðtöl voru tekin í síma og fengust svör frá 890, en það er 74,2% svarhlutfall. Nettósvörun, þegar frá uppranalegu úrtaki hafa verið dregnir nýlega látnir, erlend- ir ríkisborgarar eða þeir sem bú- settir era erlendis, er 75,1%, sem telst vel viðunandi í könnunum sem 1 þessari. Félagsvísindastofnun telur úrtakið spegla viðkomandi aldurs- hóp meðal þjóðarinnar allvel. Spurt var hvað menn myndu kjósa ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Þeir, sem sögð- ust ekki vita það, vora spurðir aft- ur hvað þeir teldu líklegast að þeir kysu. Segðust menn enn ekki vita, voru þeir enn spurðir hvort líklegra ________ væri að þeir kysu Sjálf- stæðisflokkinn eða ein- hvern vinstri flokkanna og þeim, sem sögðust myndu kjósa vinstri flokka, deilt niður á þá í hlutfalli við svörin við fyrri spurn- ingum. Með þessu fer hlutfall óá- kveðinna úr 32,7% eftir fyrstu spurningu niður í 6%. Þeir, sem segjast ekki munu kjósa eða skila auðu, eru 10,6% og 7,9% neituðu að svara. Þjóðvaki á hefðbundinni braut sprengiframboða Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1991 og í skoðanakönnunum frá þeim tíma -18,7 _JÉf' F) IV o,3 \ Kvennalisti 3,9 : -1 | . ji 1 Ujj-i - 'Áö10,5 Þjóðvaki -M-H-1444 Þjóðvaki virðist ætla að fara sömu leið og önnur sprengiframboð á und- anfömum áratugum, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Kvenna- listinn á við alvarleg- ustu fylgiskreppu í sögu sinni að stríða. NIÐURSTÖÐUR könnunar Fé- Iagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna leiða tvennt skýrt í Ijós: Ferill Þjóðvaka virðist ætla að verða eins og annarra „sprengiframboða“ á undan- förnum áratugum, sem hafa ris- ið hátt í byrjun en fylgið hefur svo hrunið af þeim fram að kosn- ingum. Nefna má Bandalag jafn- aðarmanna og Borgaraflokkinn í þessu sambandi. Jafnframt er Ijóst að Kvennalistinn á við að stríða alvarlegustu fylgiskreppu frá stofnun flokksins. Deilurnar innan Þjóðvaka eft- ir landsfund flokksins hafa ekki aukið traust á framboðinu og fyrstu framboðslistarnir, sem litið hafa dagsins ljós, virðast ekki heldur hafa nægt til að halda í fylgið. Óánægðir kratar á heimleið Erfitt er að fullyrða hvert fylgið, sem reytist af Jóhönnu Sigurðardóttur og liðsmönnum hennar, hefur farið. Fylgisaukn- ing Alþýðubandalags gæti bent til að einhveijir óánægðir flokksmenn hafi snúið aftur til þeirra föðurhúsa. Þá er næsta vist að Alþýðuflokkurinn græðir á fylgistapi Jóhönnu. Það er vís- bending um þetta að andstæð- ingum ríkisstjórnarinnar hefur fjölgað í hópi fylgismanna Al- þýðuflokks, en margt benti ein- mitt til þess að þeir kratar, sem ekki voru sáttir við stjórnar- stefnuna, fylgdu Þjóðvaka í fyrstu. Nú virðast þeir vera að skila sér aftur. Fylgistap Jóhönnu skilar sér hins vegar alveg áreiðanlega ekki til Kvennalistans, sem aldr- ei hefur notið minni stuðnings í skoðanakönnunum Félagsvís- indastofnunar. Þjóðvaki nýtur nú 14,4% fylgis meðal kvenna, en Kvennalistinn aðéins 6,1%. Sú spurning hlýtur að vakna með kvennalistakonum, hvort skeið þeirra í íslenzkri pólitík sé að verða á enda runnið, að minnsta kosti með núverandi stefnuskrá og vinnubrögðum. Fylgi Kvennalistans virðist afmarkast að langmestu leyti við afar þröngan hóp; af- greiðslufólk, skrifstofu- og þjón- ustufólk á aldrinum 25-44 ára í Reykjavík. í öðrum þjóðfélags- hópum er fylgi flokksins hverf- andi. GrundvöIIur fyrir áfram- haldandi stjórnarsamstarfi? Fylgi stjórnarflokkanna held- ur áfram að aukast og niður- stöður skoðanakönnunarinnar benda til að möguleikar aukist á að þeir gætu haft nægan þing- i styrk til að halda samstarfi sínu áfram eftir kosningar, burtséð frá því hvort pólitískur vilji verður fyrir slíku í flokkunum. Stuðningur við ríkissljórnina hefur reyndar minnkað lítillega, en hann hefur vanalega ekki verið í beinu sambandi við fylgi sljórnárflokkanna. Óvissa í kjaramálum dagana, sem spurt var, gæti haft sitt að segja um að stuðningur við stjórnina minnkar Htið eitt. Jafnframt hefur sú sterka tilfinning fyrir þjóðarsamstöðu, sem skapaðist eftir náttúruhamfarirnar á Vestfjörðum og skilaði sér sennilega í auknu fylgi við sljórnina, að einhveiju leyti fjarað út. . Það á eftir að koma í Ijós hvort stjórnarandstöðunni tekst að höggva í fylgi stjórnarflokk- anna á lokasprettinum fyrir kosningar. Enn er varla hægt að segja að kosningabaráttan sé hafin og ýmislegt óvænt getur komið upp á. Niðurstaða samn- ingalotunnar á almenna vinnu- markaðnum virðist þó geta styrkt stöðu sljórnarinnar. Eftir er að sjá hvernig fer í kennara- deilunni og hversu erfið hún verður stjórninni pólitískt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.