Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Hvers konar skáldsögn Það er ekkert fólk í henni! Allt Ég bæti við öðrum hundi. kallar þú þetta? sem í henni er, eru sex hundar! BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Toyota eða Nissan, það er ekki spumingin Svar til Kjartans Jónssonar Frá P. Samúelssyni hf.: Kaup og sala notaðra bíla getur verið afar flókið mál. Þegar bílaum- boð kaupa bíla miða þau við viðmið- unarverðlista sem byggðir eru á raunverulegum dæmum og mikilli reynslu, enda er staðreyndin sú að oftast er ekki mikill munur á milli umboða þar sem samkeppnin um viðskiptavininn er hörð. Þegar kaupandi sér að 40% mun- ur er milli tveggja aðila við mat á sama bílnum er greinilega um óeðli- legan mun að ræða sem hlýtur að ráðast af mistökum sem felast í því að ekki er í raun verið að meta sama bílinn. Það á einmitt við í þessu tilviki. Umræddur bíll er af gerðinni Nissan Patrol með bensínvél og skráður árgerð 1986. Samkvæmt upplýsingum Ingvars Helgasonar hf. er verð slíks bfls um 800.000 krónur, en við uppítöku lækkar verð hans um 15% og er þá kominn í 680.000 krónur. Við söluskoðun þessarar tilteknu bifreiðar hjá okk- ur kom í ljós að lagfæra þurfti nokkur atriði til að bíllinn yrði hæfur til endursölu m.v. núgildandi lög um vernd neytenda. Þannig er tilboð okkur um kaup bílsins á kr. 600.000 fengið. Nú segja okkur upplýsingar Ing- vars Helgasonar hf. að árgerð bíls- ins sé rangt skráð, sem þeir ætli að fá leiðrétt. Augljóslega er það ekki í okkar valdi að hafa áhrif á hugsanlega ranga skráningu eldri Nissan bfla, en sé bíllinn af árgerð 1987 eins og Kjartan Jónsson held- ur fram þá munar 'það rúmum 100.000 krónum á staðgreiðslu- verði bílsins, aftur skv. upplýsing- um Ingvars Helgasonar hf. Hafi Ingvar Helgason hf. boðið Kjartani kr. 1.000.000-1.200.000 fyrir bílinn, er umboðið einfaldlega að ákveða að tapa umtalsverðri upphæð á þessum viðskiptum af ástæðum sem er ekki okkar að meta. Þegar Kjartan heimsótti okk- ur til að ræða hugsanleg bílakaup hafði hann á orði að þjónusta sölu- manna okkar væri einstaklega lipur og að við hefðum verið eina umboð- ið sem brðalaust bauð honum að fara í reynsluakstur, án þess að sölumaður færi með, en það fannst honum sýna mikið traust á sér sem 17 ára pilti. Við hörmum að afstaða Kjartans skuli hafa tekið slíka stefnubreyt- ingu frá því hann heimsótti okkur, en fullvissum hann um að okkur liggur ekkert slæmt að baki þessu tilboði og það er ekki óeðlilegt mið- að við núverandi skráningu bílsins og upplýsingar Ingvars Helgasonar hf. um markaðsverð á slíkum bfl.. Virðingarfyllst, f.h. P. Samúelssonar hf., SKÚLIK. SKÚLASON sölustjóri Opið bréf til heilbrigðismála Frá Hannesi B. Kolbeins: HÆSTVIRTI heilbrigðisráðherra. Hér á íslandi er álitið að 20% þjóðarinnar sé með ofnæmi og 5-6% með asma. Auk þess eru aðrir teppusjúkdómar, langvinn berkjubólga og lungnaþemba, al- gengir hjá fólki á efri árum ævinn- ar. Samtök gegn astma og ofnæmi eru málsvari þessa fólks. Það hefur ekki farið framhjá okkur, frekar en öðrum þegnum þessa þjóðfélags, það aðhald sem gætt hefur í útgjöldum ríkissjóðs til velferðarmála, sérstaklega til heilbrigðis- og tryggingamála, í ráðherratíð þinni. Okkur, og fjöl- mennum hópum annarra sjúklinga, hefur verið gert að borga sífellt stærri hluta kostnaðar við sér- fræðiþjónustu og lyf; réttur til trygginga hefur verið þrengdur og við verðum vör við aukið álag á stærstu sjúkrahús landsins. Við spyijum því, höfum við ekki þegar fengið okkar hlut af byrðunum? Nú hefur þú, heilbrigðisráð- herra, boðað nýja leið til spamað- ar, tilvísanakerfið. Mörg okkar eru haldin langvinnum sjúkdómum í öndunarfærum. Af þeirri ástæðu höfum við farið í meðferð til þeirra lækna sem við treystum best, stundum árum og áratugum sam- an. Mjög oft eru það sérfærðingar á sviði öndunarfærasjúkdóma. Nú leyfist þetta ekki lengur nema við greiðum allan kostnaðinn. Sam- kvæmt tilvísanakerfmu eigum við fyrst að fara til heimilislæknisins, sem stundum þekkir þessi vanda- mál okkar lítið, og eiga undir vilja hans hvort við fáum tilvísun til sérfræðings. Þetta skapar auka- kostanð, fyrirhöfn og óvissu fyrir mörg okkar. Við værum varla að ónáða þig með þessum skrifum, nú þegar annir aðsteðjandi kosninga fara í hönd, ef við hefðum séð frá þér, eða embættismönnum þínum, út- reikninga á því hvað sparast með tilvísanakerfinu og hvernig það kemur niður á einstökum sjúkl- ingahópum. Teljum við að breyting þessi muni valda skólstæðingum okkar verulegum útgjaldauka, sem standast á við þau grundvallarrétt- indi sem þeim eiga að vera tryggð með gildandi heilbrigðis- og trygg- ingalöggjöf. F.h. Samtaka gego astma og ofnæmi, HANNES B. KOLBEINS, formaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.