Morgunblaðið - 21.02.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 21.02.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 27 Framtíð samstarfs N orðurlandanna Pólitískt samstarf stjórnmálaflokka Norðurlandanna þarf að aukast og eiga sér stað á stöðugum grund- velli. Hugmyndir mínar um hvemig slíkt þing gæti litið út lýsi ég í greininni „Alþingi Norðurlandanna - nýr grundvöllur" sem vonandi birtist í Morgunblaðinu innan skamms. Höfundur stundar nám í Svíþjóð. HIN nýja stefna í málefnum Norðurland- anna, boðuð á fundi fyrstu manna sam- nefndra ríkja í Kaup- mannahöfn á dögun- um, er aukið pólitískt samstarf milli bræðra- flokka innan Norður- landanna og markviss- ari pólitísk og menn- ingarleg samvinna. Nauðsyn á nánara pól- itísku samstarfi hefur aukist eftir að Norð- menn höfnuðu aðild að Evrópubandalaginu og Hóhnsteinn lengstu landamæri Brekkan Evrópu er að finna þvert í gegnum Skandinavíu. Fyrir Islendinga og Norðmenn er nánara pólitískt samstarf gífurlega mikil- vægt þar sem um er að ræða mikil- vægan lið í að hafa einhver áhrif á þá pólitísku stefnumótun sem á sér stað í Brussel. Staðbundið Norðurlandaþing Það er ljóst að breytinga er að vænta í starfsemi Norðurlandaráðs og málefnum Norðurlandanna verður í framtíðinni markvisst sinnt af fagfólki i fullu starfi fremur en þingmönnum og ráðherrum í hjá- verkum. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig hið nýja fyrirkomulag verð- ur en nokkuð víst er að um ein- hvers konar sameiginlegt norrænt þing með fasta staðsetningu verður að ræða. Einnig er gert ráð fyrir því að einhverjar stofnanir Norður- landaráðs verði sameinaðar og fátt skynsamlegra en að finna þeim stað innan eða í nágrenni við nor- ræna þingið. Lögð hefur verið fram tillaga, og áfgreidd í nefnd, um norrænt hús í Gautaborg og verður tillög- unni hafnað formlega í Reykjavík nú í lok febrúar. Röksemdafærsla nefndarinnar fyrir að hafna tillög- unni byggist fyrst og fremst á því að norrænt menningarhús og þar af leiðandi tákn um norræna sam- vinnu skuli takmarka við jaðar- svæði og einangraðri hluta Norður- landanna. Þetta er í algerri mót- sögn við það sem fram kom í Reykjavík 1993, þegar haldið var upp á 25 ára afmæli Norræna húss- ins í Vatnsmýrinni, að norrænt samstarf þyrfti að vera sýnilegra á hinum þéttbýlu svæðum og va- rast bæri sérstaklega einangrandi hugtök eins og vest-norræna svæð- ið. (Árbók Norræna hússins 1993.) Vel má vera að afgreiðsla nefnd- arinnar á tillögunni í núverandi formi sé rétt en í ljósi nýrra upplýs- inga og breyttra áherslna í norrænu samstarfi er ljóst að endurskoða þarf hugmyndina um norrænt hús og samskiptamiðstöð í Gautaborg. Norrænt þinghús í Gautaborg? Ekki er mér ljóst hversu vel fs- lendingar eru upplýstir um Gauta- borgartillöguna en það hús sem um er að ræða, og í boði er, kannast menn kannski við sem „Storan“ eða gamla óperuhúsið, þar sem Garðar Cortes hafði aðsetur sem óperu- stjóri í Gautaborg. Húsið er stórt og virðulegt og fá hús á Norður- löndum myndu sóma sér betur sem samnorrænt þinghús. Einnig myndu þar inni rúmast þær sam- eiginlegu stofnanir Norðurlanda- ráðs sem hugmyndir eru um að sameina. Að velja Gautaborg sem sameiginlega miðstöð norrænnar menningar og samstarfs ætti að geta verið viðunandi fyrir öll Norð- urlöndin með tilliti til nánast allra þátta norræns samstarfs. Hér er ekki einungis átt við hina sam- göngulegu hagræðingu og þann ávinning sem fæst með því að finna norrænu pólitísku og menningar- legu samstarfi fastan samastað heldur einn- ig sögulegur bak- grunnur borgarinnar og lega miðsvæðis á Norðurlöndum. Fyrir íslendinga er það sérstaklega mikil- vægt að Gautaborg er valin sem miðstöð fyr- ir norrænt samstarf og liggja fyrir því margar ástæður og má þá kannski fyrst nefna hið aukna sam- starf sem á sér stað í milli heilbrigðisþjón- ustunnar á íslandi og sjúkrahúsanna í Gautaborg um líffæraígræðslur. Einnig má geta þess að innan heil- brigðisþjónustu Svíþjóðar starfar gífurlegur fjöldi íslenskra lækna og hjúkrunarfólks (um 1% af heild- arfjölda) og margir starfa í Gauta- borg. Heildarfjöldi búsettra íslend- inga í Svíþjóð um þessar mundir er milli 7 og 8 þúsundir og flestir Gautaborg hentar vel sem miðstöð norræns samstarfs, að mati Hólmsteins Brekkan, sem segir 7 til 8 þúsund íslendinga búsetta í Sví- þjóð, flesta á Gauta- borgarsvæðinu. búa á Gautaborgarsvæðinu eða í vestur- eða suðurhluta Svíþjóðar. Söguleg og menningarleg tengsl íslands og Vestur-Svíþjóðar hafa verið mjög sterk og má segja að sögulega megi rekja tengslin allt til sögualdar er Snorri Sturluson dvaldi í góðu yfirlæti á Kóngahelllu og safnaði efni til siðari skrásetn- inga og tryggði þar með íslending- um ævarandi sess sem verndarar norrænnar sögu og menningar. Önnur rök sem færð hafa verið fyrir vali Gautaborgar eru mennt: unarlegs- og viðskiptalegs eðlis. í Gautaborg er að fínna fjölda sjálf- stæðra stofnana sem sinna og hlú sérstaklega að hinu samnorræna á sviði æðri menntunar og viðskipta. Þessi sérstaða borgarinnar myndi eflaust vel nýtast samnorrænu þingi og menningarstarfsemi sem og viðskiptalífi Norðurlandanna. Eins og bent hefur verið á af for- sætisráðherra, Davíð Oddssyni, þá er það íslendingum mjög mikilvægt að eiga fastafulltrúa á slíku þingi þar sem með óbeinum hætti væri möguleiki á að hafa áhrif á ákvarð- anatökur í Brussel. Engin borg á Norðurlöndum er betur í stakk búin að sinna okkar samnorrænu hagsmunum en Gautaborg og hvet ég forsætisráðherra, Davíð Odds- son, utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sem og aðra góða þingmenn sem sinnt hafa málefn- um Norðurlandanna að standa með þeim þingfulltrúum hinna Norður- landanna sem saman flytja Gauta- borgartillöguna. Okkar hagur Hvet ég eindregið til þess að við íslendingar gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja það sem þegar hefur áunnist í nor- rænu samstarfi með því að end- urvinna þá tillögu sem frammi ligg- ur um Gautaborg og afgreidd verð- ur í Reykjavík nú síðar í þessum mánuði og hafa niðurstöðu fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn að leiðarljósi. Flutningsmiðlun Með öflugu neti eigin skrifstofa og umboðsmanna heima og erlendis býður Eimskip faglega ráðgjöf við að finna hagkvæmasta flutningsmátann frá sendanda til endan- legs móttakanda. Eimskip rekur 14 skrifstofur í 10 löndum í Evrópu og Norður - Ameríku og á jafn- framt eignaraðild að sérhæfðum flutningsmiðlunarfyrirtækjum. í samvinnu við þessi fyrirtæki og skrifstofur Eimskips erlendis getur innflutningsdeild í Reykjavík aflað hagstæðra samninga um forflutninga á vörum frá öllum heimshornum. „Vanti þig ráðgjöf og vandaða flutningsmiðlunarþjónustu skaltu hafa samband við Eimskip.'1 Sveinn Kr. Pétursson, forstöðumaður innflutningsdeildar Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 569 72 40 • Fax 569 71 97 Netfang: mottaka@eimskip.is Tölvuþjálfun Windows • Word • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. v Fjárfestu í framtíðinnil Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 67 14 66

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.