Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ Æ\. 2£ Hi Æ\. L. L. HOFUÐSTOÐVARNAR — Þetta eru höfuðstöðvar The Mars- hall Center, en starfsemi stofnunarinnar fer fram f fimm samskon- ar byggingum. Ekki má gleyma því, að hér höfum við nemendur frá 23 löndum og flest- ir, ef ekki allir, eiga fyrir höndum ákveðinn, jafnvel umtalsverðan frama innan stjórnkerfis hvers lands um sig. Það var grunnur þess að þeir, en ekki einhveijir aðrir, voru valdir af ríkisstjórnum viðkomandi landa, til þessa náms. Það kæmi mér mjög á óvart ef nokkrir úr okkar fyrsta nemendahópi ættu ekki merkan framaferil fyrir höndum, þannig að þeir verði innan fárra ára orðnir ráðuneytisstjórar, hvort sem er í vamarmálaráðuneyt- um eða utanríkisráðuneytum. Jafns- annfærður er ég um að einhveijir þeirra eigi eftir að verða varnarmála- ráðherrar heimaianda sinna. íihyndaðu þér bara, að þessi stofn- un hafi starfað í segjum 15 ár og hugsanlega séu þá um 1.500 hátt- settir embættismenn frá þessum löndum dreifðir um stjórnkerfi allra þessara landa, sem allir hafa fengið þessa þýðingarmiklu þjálfun hér hjá okkur í Garmisch. Slíkt hlýtur að hafa keðjuverkandi áhrif — áhrif til hins betra á flestum sviðum. Að minnsta kosti trúi ég því.“ - Hvað heldur þú að þú munir starfa lengi við The Marshall Center hér í Garmisch? „Það er nú nokkuð opið og um- semjanlegt. En ég verð hér að minnsta kosti í þrjú ár, því þegar ég samþykkti að taka að mér starfið og móta þá deild sem mér hefur verið trúað fyrir, samþykkti ég jafn- framt ráðningu til þriggja ára. Að því tímabili loknu, sjáum við bara hvað setur.“ - Hverfum aftur til ársins 1985. Gast þú ímyndað þér þá, að þróun heimsstjórnmálanna yrði jafn ör og hún hefur sýnt sig vera? Gastu ímyndað þér þá, hversu skammur tími væri í hrun heimskom- múnismans? Og gastu ímyndað þér þá, að inn- an níu ára risi slík stofn- un hér í Garmisch, sem þú nú starfar við? „Nei, ef við hverfum aftur til ársins 1985, þá var sú heimsmynd sem við nú búum við, beinlínis óhugsandi - enginn hafði svo ríkt ímyndunarafl, að hann sæi fyrir hversu hratt hlutimir myndu breytast og innan hve skamms tíma. Þó vil ég benda þér á að ýmsir menn, þar á meðal ég, fóru upp úr 1987 að gera sér grein fyrir að róttækar breytingar væru í aðsigi í Sovétríkjunum, sem myndu leiða til óumflýjanlegrar stjórnarkreppu. ó að ég hafi átt von á slíku um hríð, þá átti ég aldrei von á því að Gorbatsjov og leiðtogar Sovétríkj- anna' myndu bregðast við með þeim hætti sem þeir gerðu - þ.e.a.s. að leyfa atburðarásinni að hafa sinn gang, án þess að reyna að drepa hana með vopnavaldi. Ég er sannfærður um að ekki einu sinni aðalsöguhetjur þess heimsleik- rits, sem átti sér stað á þessum tíma, þeir Gorbatsjov og Bush, gerðu sér nokkra grein fyrir því hvaða atburð- ir biðu handan hornsins - atburðir sem gjörbreyttu allri heimsmyndinni. Þannig að það þarf ekki að láta sér koma það á óvart, þótt aðrir hafi undrast með hvaða hætti hlutirnir gerðust." Einhverjir þeirra eigi eft- ir að verða varnarmála- ráðherrar hei- malanda sinna. TRÉ í VETRARBÚNINGI — Tréð í forgrunni myndarinnar, er bæði draugalegt og drungalegt í vetrarbúningi, en að sögn mjög fallegt t sumarbúningnum. sterkt og litríkt tungumál og ég vona einlæglega að mér takist að læra að tala hana skammlaust, eða a.m.k. skammlítið. Ég hlakka til að geta aftur tekið til við skriftir, en þær hafa meira og minna setið á hakanum hjá mér, á meðan þetta stranga þýskunám hefur staðið. En fljótlega lýkur nám- skeiðinu,. og þá get ég helgað mig skriftum á ný.“ - Þið voruð geysilega vinmörg þegar þið voruð á íslandi. Vinir ykk- ar voru ekki bara stjórnmálamenn, heldur listamenn, menn úr viðskipta- lífinu og víðar. Hvernig er félagslífið fyrir fyrrverandi sendiherrahjón Bandaríkjanna á íslandi hér í Garm- isch, í samanburði við það sem það var hjá ykkur á íslandsárunum? „Gjörólíkt. Það er í raun alls ekki hægt að bera saman þetta tvennt. Ef þú ferð til lands, sem sendiherra lands þíns, þá liggur það í eðli starfs þíns og þeirrar virðingar sem emb- ættið nýtur, að það opnast mjög margar dyr upp á gátt. Eiginlega er um hellulagða stíga inn í félags- og samkvæmislíf landsins sem farið er til, að ræða, bein og breið braut, þar sem maður þarf ekki að leggja á sig annað erfiði, en að taka þátt! Auðvitað er framhaldið svo undir hveijum og einum komið. Hér, aftur á móti, búum við við allt aðrar aðstæður. Við erum hér einfaldlega á eigin vegum, þótt Marshall sé hér sem starfsmaður Bandaríkjastjómar. Við búum hér í hjarta Garmisch og The Marshall Center hefur afar takmarkað sam- band við íbúa þessa svæðis. Við hitt- UNDURFALLEGUR BÆR - Garmisch-Partenkirchen er undur- fallegur bær, þar sem húsin eru máluð og fagurlega skreytt, í öllum regnbogans litum, en falla þó svo vel að fögru Alpaumhverfinu. MIÐSVÆÐIS — Þótt Garmisch sé dæmigert Alpaþorp, þá ligg- ur er stutt til menningarborga Evrópu. Til dæmis er aðeins klukku- stundar akstur til Munchen. um til dæmis enga Þjóðveija fyrir milligöngu stofnunarinnar, þannig að það er algjörlega undir okkur komið, hvernig við nálgumst heima- menn og hveijum við kynnumst. Við höfum langmest samband við starfsmenn stofnunarinnar, sem eru víða að. Þar eru Rússar, Pólveijar, Bretar, og fleiri, sem við um- göngumst talsvert. Þetta eru upp til hópa ákaflega áhugaverðir og snjall- ir menn, sem búa yfir mikilli reynslu og hafa búið víða um heim, sem ánægjulegt er að eiga samskipti við. ♦ Eg er viss um að við eigum eftir að kynnast heimamönnum og eignast vini úr þeirra hópi, en satt best að segja, þá höfum við verið svo önnum kafin, fyrst við að koma okkur fyrir, svo við þýskunámið og að setja okkur inn í mál héma, að við höfum ekki haft mikinn tíma aflögu til þess að kynnast heima- mönnum. Én það kemur.“ - Hversu lengi getur þú hugsað þér að vera hér í Garmisch? „Það er í raun erfitt að segja til um það nú. Marshall er með starfs- samning til þriggja ára, þannig að við verðum hér alla vega til hausts- ins 1997. Hvað tekur við eftir það, er óskrifuð bók, og spádómar hafa aldrei verið mín sterka hlið!“ Askriftartilboð! Fiórar fvrstu bækurnar á kr. 1.9 Manstu eftir bókaröðinni um T Nú er komin ný röð &>œturlífsmss, ekki síðri að sögn lesenda. Fjórða bókin á helstu bóksölustöðum. Einnig fáanleg í ÁSKRIFT. ísfólkið bókaútgáfa • Pósthólf 8950 • 128 Reykjavík • Sími 588 8590 • Fax 588 8380

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.