Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERIC Cable, Krisjana Fenger, John Fenger, Millý Sigurðsson og Ásgeir Sigurðsson. Gasluktin er á mótum Skólabrúar og Kirkjutorgs Höfðingjar og hefðarfrúr Gamlar ljósmyndir í fórnrn Þjóðminjasafnsins verða Pétri Péturssyni tilefni til að rifja upp ýmsan fróðleik um valdsmenn viðskipta og blaðaútgáfu fyrr á öldinni ESSI prúðbúna fylking, hópur heldri borgara í Reykjavík, á dögum gasljósa taldist til máttarstólpa bæjarfélagsins á þeirri tíð. Með ýmsum hætti voru stjórnar- taumar, póllitískir og efnahagslegir, í höndum herramannanna, sem fylgja hefðarfrúm, á leið frá Austur- velli. Þar, í hjarta höfuðstaðarins, kom almúginn saman á tyllidögum. Kallaður þangað, að hlýða á boðskap þjóðskörunga af svölum Alþingis- hússins, eða til þess að fagna tíðind- um á gleðidegi og hlýða á leik homa- flokka. Dökkklæddi herramaðurinn, sá sem ber pípuhatt á höfði, hornóttan flibba og hálsbindi við hæfí, en hend- ur í vösum, veit fullvel um vald sitt. Hann ræður þvi hvort ljós loga á gasluktinni, sem gnæfír til hægri og lyftir ljóskeri sinu í átt til him- ins. Svo mjög má þessi einbeitti full- trúi erlends valds sín, að þótt heims- styijöldinni sé lokið, ófriði sem stóð í Qögur ár og Þjóðverjar gjörsigrað- ir, þá krefst hann þess, að gasstöðv- arstjórinn, herra Borkenhagen, sé flæmdur úr starfi. Sök gasstöðvar- stjórans er sú ein, að hann er þýsk- ur. „Hinn prýðilegasti maður“, að sögn borgarstjóra Reykjavíkur og hefír reynst farsæll i starfi. Bæjar- stjórn Reykjavíkur sér sig tilneydda að verða við tilmælum um að vikja Borkenhagen úr embætti gasstöðv- arstjóra, að öðrum kosti hóta Bretar að koma í veg fyrir að Gasstöðin fái kol frá Englandi. Bæjarstjórnin virð- ist naumast eiga annarra kosta völ. Hún telur sig verða að sjá um að áfram logi á gasljósum þeim, sem tendruð voru fímmtudagskvöldið góða, í septembermánuði 1910 - og loga skyldu „hvert kvöld, nema heið- rík og björt tunglskinskvöld". Sá, sem hér var að verki og sprangar hnarreistur meðal hefðar- fólks, var fulltrúi Breta mr. Eric Cable. Um hann segir Jón biskup Helgason í Árbókum Reykjavíkur árið 1916: „...sendu Bretar hingað þá um sumarið sérstakan útsendan ræðismann mr. Cable, til þess að gæta hagsmuna Breta hér á landi og hafa vakandi auga á öllum við- skiptum vorum við umheiminn. Sýndi hinn breski fulltrúi af sér meiri afskiftasemi - og hana einatt hina smásmugulegustu en lands- mönnum þótti gott“. Aðeins einn bæjarfulltrúi tók svari herra Borkenhagens, þýska gas- stöðvarstjórans. Það var Olafur Frið- riksson ritstjóri. Hann ritar hafðorða grein í blað sitt „Dagsbrún“ og full- yrðir að þessi „svívirðilega krafa sé komin frá mr. Cable og undirtyllum hans í utanríkisráðuneytinu". Á hann hér við brottvísun Borkenhag- ens úr landi hinn 3. desember 1918, en þá er styijöldinni lokið og alþýða finnur engin rök fyrir harðýgi hins breska sendimanns gagnvart góðum starfsmanni, þótt þýskur sé. Við annan tón kveður þegar Cable á samskipti við þá sem eru honum að skapi. Um það má nefna ýmis dæmi: Á áttræðisafmæli Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds og höfuð- klerks sendir Cable skáldinu heilla- skeyti svohljóðandi: „One ’mongst your admirers of the muse and man, albeit humbly: I must join the crowd to wish you leisure at life’s eventide in gladness to review its glorious past. - Eric Cable.“ Með þessum hætti greip Cable tækifæri er gafst til þess að róma aldinn skáldmæring, fylla hóp aðdá- enda og óska öldungnum áuðnu á ævikvöldi. Svo vel vill til að ritstjóri Morg- unblaðsins og stofnandi þess, Vil- hjálmur Finsen, skráði lýsingu um kynni sín af Eric Cable. Þar er lýst fasi hans og framkomu: „Cable var frekar lítill maður vexti, en hnellinn, dökkhærður, með blá augu, sem al- veg ætluðu að trylla fínu stúlkurnar - og frúrnar - í Reykjavík. Hann var söngelskur og hafði dálaglega stofu- rödd og kepptist kvenfólkið um að fá að spila undir þegar Cable söng í einkasamkvæmum, en það gerði hann oft.“ Undirleikari Cables þegar hann söng í stofusamkvæmum heldri borgara í Reykjavík mun oftast hafa verið eiginkona Trolles, sjóliðsfor- ingja. Hún hét Bergliot. Var fríð kona, mörgum árum yngri en eigin- maðurinn. Trolle var félagi Rothes, sem einnig var sjóliðsforingi og var skipherra á Islands Falk, þegar fáinn var tekinn af Einari Péturssyni á Reykjavíkurhöfn. Carl Finsen bróðir Vilhjálms tók við vátryggingarskrif- stofu þeirra Trolles & Rothes og veitti henni forstöðu um langt skeið. Að sögn Finsens talaði Cable fínnsku, sænsku, eitthvað í rússnesku og auk þess frönsku og þýsku vel. Faðir hans hafði verið breskur ræðismaður í Helsingfors (Helsinki). Þegar saga íslenskra blaða verður rakin má ekki gleymast að greina frá áhrifum Breta, en þeirra gætir með margvíslegum hætti. Það er breskur kaupsýslumaður, sem skrif- ar ávísun, dálaglega upphæð í ensk- um sterlingspundum og réttir fram sem greiðslu þegar útgáfu- og hags- munafélag erlendra og innlendra athafnamanna kaupir Morgunblaðið af stofnendum þess, Ólafi Björnssyni og Vilhjálmi Finsen. Danir koma þar einnig við sögu. Fremstur þeirra og hvað áhrifa- mestur er John Fenger, sem sjá má á myndinni. Hann var í hópi dan- skra kaupsýslumanna er réðu miklu um kaupin. Morgunblaðið var oft á þessum árum nefnt „danski Moggi“ af andstæðingum og öfundarmönn- um. Hvað sem líður öflugum áhrifum danskTa kaupsýslumanna fer það ekki milji mála, að það er Breti, mr. Copeland, félagi Asgeirs Sigurðs- sonar konsúls í fyrirtækinu Copeland & Berry, sem tekur af skarið þegar umræður lengjast um eignaraðild og hlutafj árframlag. „Var það breski fískkaupmaðurinn George Copeland, sem greiddi beint frá London,“ segir Vilhjálmur Finsen í bók sinni „Alltaf á heimleið". Segja má að Bretarnir tveir, mr. Copeland og mr. Cable hafi hvor með sínum hætti haft örlagarík áhrif á Morgunblaðið og tryggt tilveru þess., Þótt þeir hafi með þeim af- skiptum sínum lagst á sömu sveif og reynst blaðinu haukar i homi þá beindu þeir spjótum sínum hvor að öðrum með margvíslegum hætti. Kvað svo ramt að því að Copeland reyndi hvað eftir annað. að hrekja Cable úr aðalræðismannsstöðu og áhrifamiklu embætti. Hélt hann því fram að Cable væri drykkfeldur úr hófí fram og hegðaði sér ósæmilega undir áhrifum áfengis. Breska stjórnin lét rannsaka áburð þennan, en vísaði síðan á bug. Naut Cable óskoraðs trausts breskra stjórn- valda. Morgunblaðið naut góðs af veru Cables með marg- víslegum hætti. Einkum reyndist það hvalreki þegar þessi breski sendimaður lét blaðinu í té einkarétt á fréttaskeytum í hildar- leik heimsstyijaldar. „Stríð boðar venjulega góða tíma fyrir blaðaút- gáfu,“ sagði Vilhjálmur Finsen og hagur Morgunblaðsins fór mjög batnandi „einkum þó eftir að Bretar sendu hingað sérstakan ræðismann til Reykjavíkur." Finsen á hér við Cable er hann lýsir ritstjórnarárum sínum í Reykjavík. Það var í snot- urri og hlýrri stofu Ásgeirs Sigurðs- sonar konsúls, sem Cable bauð Vil- hjálmi Finsen og Morgunblaðinu einkarétt á öllum opinberum stríðs- tilkynningum Bandamanna, sem honum bærust frá London. Því boði tók Finsen fegins hendi. Reyndust þau viðskipti leggja traustan grund- völl að tilveru Morgunblaðsins. Ólaf- ur Björnsson ritstjóri, félagi Finsens, var ekki í vafa um gildi einkaréttar- ins. Þeir félagar drukku glas af víni við þessi tíðindi. Ólafur sagði um leið og hann lyfti glasi sínu: „Nú fer ég að trúa á framtíð blaðsins. Þetta hefði enginn getað gert nema þú.“ Eric Cable tókst að ná óvenjugóðu valdi á íslensku eftir fárra mánaða nám hjá Einar H. Kvaran. Til marks um það er m.a. frásögn af ferð Morgunblaðsritstjóranna tveggja, Ólafs Björnssonar og Vilhjálms Fins- ens, til Þingvalla. Cable var í för með þeim og hafði með sér „kúnsúla- whiskey," en áfengisbann var á ís- landi. Eftir góða máltíð í Valhöll var gengið um þingstaðinn og leitað skjóls í grasivaxinni gjá. Þar dró Ólafur upp glös, en Cable flösku úr vasa sínum. Svo var sótt kalt vatn í gjána og glösum lyft. Cable lá og horfði upp í heiðskíran himininn: „Þetta er hreinasta gjálífí." Áskrifendum Morgunblaðsins fjölgaði stórlega vegna fréttanna sem Vilhjálmi Finsen tókst að tryggja fyrir atbeina Erics Cables, og það ókeypis. Árni Óla, einn helsti samstarfsmaður ritstjóranna, þýddi flest skeytin og blaðið varð fyrst með fréttirnar. Engin furða þótt rit- stjóri Vísis Iýsti óánægju sinni og véfengdi réttmæti einkafréttar Morgunblaðsins. Axel Thorsteins- son, fréttamaður, lengi starfsmaður Vísis greindi frá þessum deilum í bók sinni „Óx viður af Vísi.“ Gunnar Sigurðsson frá Selalæk var alþingismaður, ritstjóri og eig- andi Vísis um skeið. Hann lýsti áhrif- um Cables með svofelldum orðum: „Aftur fékk Morgunblaðið ókeypis stjórnarskeyti fyrir aðstoð hr. Ca- bles, sem var orðinn aðalkonsúll Englendinga hér og hafði ískyggi- lega mikil völd. Konsúllinn neitaði Vísi um skeytin. Mun ekki hafa þótt hann nógu enskur í skoðunum. Vísir fékk þó síðar fregnir fyrir atbeina Central News. Ég skammaði konsúl Cable í Vísi, og mun hann hafa ráð- ið því að skeytin voru aftur tekin af Vísi. Mér sámaði að sjá hvernig sum blöðin og einstaklingar skriðu og snobbuðu fyrir Englendingum, en við vorum þá í raun og veru her- teknir af þeim. Það andaði fremur köldu í garð Cables frá ýmsum, sem féll ekki harka hans.“ (Gunnar Sig- urðsson frá Selalæk). Hannes Jónsson kaupmaður afí Sólveigar Pétursdóttur þingmanns nefndi Cable enska jarlinn. „Hann var einráður, mesta hörkutól og ósvífinn, beitti ritskoðun og njósn- um. Hann setti menn á svartan Iista, útilokaði þá frá innflutningi. Svo var með A. Obenhaupt, sem þó var danskur borgari og fleiri. En þar mun hafa komið til rógur frá heild- sölum sem skriðu fyrir jarlinum.“ Hannes keypti 30 þúsund munn- hörpur af Obenhaupt þegar hann hrökklaðist burt af landinu eftir hrun danskra banka. John Fenger, sá sem er á miðri myndinni, klæddur ljósum frakka með harðkúluhatt á höfði, snýr sér að frú Millý Sigurðs- son, eiginkonu Ásgeirs. Fenger á eftir að koma mjög við sögu Morg- unblaðsins og valda þar miklu um- róti og harðvítugum deilum. John Fenger fæddist á Friðriks- bergi í Kaupmannahöfn 2. desember 1886.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.