Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ RABA UGL YSINGAR Leiklistarnámskeið Leiklistaráhugafólk - atvinnulaust fólk - nemar - stutt kvöldnámskeið frá 1 .-9. mars. Tilsögn í leikspuna, persónusköpun, radd- beitíngu, framsögn, tjáningu og hreyfingum. Innritun í síma 19181, kl. 17.00 til 20.00. Kristín G. Magnús. Námskeið í ungbarnanuddi fyrir foreldra með börn á aldrinum 1-10 mán. byrjar fimmtudaginn 2. mars. Upplýsingar og innritun á Nudd- og heilsu- setri Þórgunnu í síma 624745 og 21850. Samvinnuháskólinn Bifröst, 311 Borgarnes SAMVINNUHÁSKÓLINN Rekstrarfræði REKSTRARFRÆÐADEILD Samvinnuháskólanám í rekstrarfræðum und- irbýr fólk til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunar- starfa í atvinnulífinu. Námsgráða: Samvinnuháskólapróf í rekstr- arfræðum; námstitill: rekstrarfræðingur. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnuháskólann eða sambærilegt nám. Umsækjendur þurfa að hafa lokið áföngum í bókfærslu, ensku, rekstrarhagfræði og tölvunotkun. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, við- skipta og stjórnunar s.s. markaðsfræði, fjár- málastjórn, starfsmannastjórn, stefnumót- un, lögfræði, félagsmál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. REKSTRARFRÆÐADEILD II Framhaldsnám fyrir rekstrarfræðinga. Námsgráða: B.S. (Bachelor of Science) í rekstrarfræðum; námstitill: rekstrarfræðing- ur B.S. Inntökuskilyrði: Próf í rekstrarfræðum frá Samvinnuháskólanum eða sambærileg námsgráða. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, við- skipta og stjórnunar, Náminu lýkur með umfangsmiklu lokaverkefni sem telst fjórð- ungur náms við deildina. Námstfmi: Einn vetur, frá septembertil maí. FRUMGREINADEILD Nám til undirbúnings rekstrarfræðinámi. Inntökuskilyrði: Umsækjendur þurfa að hafa lokið a.m.k þriggja ára námi á framhalds- skólastigi, s.s. frá hinum ýmsu sérskólum eða fjölbrautaskólum. Starfsreynsla umsækjenda, sem náð hafa 25 ára aldri, er metin til eininga. Námstfmi: Einn vetur, frá septembertil maí. Ýmsar upplýsingar Námið er lánshæft hjá LÍN. Aðstaða: Nemendavist og íbúðir á Bifröst, leikskóli og grunnskóli nærri. Kostnaður: Námsgjöld, fæði og húsaleiga á vist eru um 40.000 kr. á mánuði. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuhá- skólans á Bifröst. í því skal geta persónu- legra upplýsinga, upplýsinga um fyrri skóla- göngu, starfsferil og áhugamál. Afrit af próf- skírteinum og tvenn meðmæli fylgi. Að öðru jöfnu ganga þeir umsækjendur fyrir sem hafa öðlast reynslu í atvinnulífinu. Byrjað verður að afgreiða umsóknir 23. apríl nk. Hringið og fáið sendar nánari upplýsingar. Samvinnuháskólinn, Bifröst, 311 Borgarnesi. Sími 435 0000. Bréfsími 435 0020. íslenskar lækningajurtir Námskeið um. lækningamátt íslenskra jurta verður haldið 6. mars og 9. mars kl. 20.00- 22.00. Kennt að búa til jurtasmyrsl, te og seyði. Leiðbeinandi Anna Rósa Róbertsdótt- ir, dip.phit. MIMNH. Verð kr. 4.900. Hámarksfjöldi 10 manns. Skráning í síma 10135. „Macrobiotic“-námskeið Grænmetisréttir - matreiðsla Verð með nokkur námskeið í mars. Leiðbeiningar - uppskriftir. Góður grunnur að hollum matarvenjum. Tek einnig að mér að elda gómsæta græn- metisrétti fyrir litla eða stóra „sælkerahópa". Upplýsingar í síma 643379. Sigrún Ólafsdóttir, leiðbeinandi. Eiturefnanámskeið 1995 Námskeið vegna notkunar eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði, garðyrkju og við garðúðun verður haldið dagana 30.-31. mars 1995. Námskeið vegna notkunar eiturefna og hættulegra efna fyrir meindýraeyða verður haldið dagana 3.-4. apríl 1995, ef næg þátt- taka fæst. Námskeiðin eru einkum ætluð þeim sem vilja öðlast réttindi til þess að mega kaupa og nota efni og efnasamsetningar í X og A hættuflokkum og/eða starfa við garðaúðun eða meindýraeyðing. Þátttaka í eiturefna- námskeiði veitir ekki sjálfkrafa rétt á leyfis- skírteini til kaupa á efnum í X og A hættu- flokkum og verður að sækja um það sérstak- lega. Einnig verður að sækja sérstaklega um leyfi til að starfa við garðaúðun eða sem meindýraeyðir. Þátttökugjald er kr. 9.500 fyrir eitt nám- skeið, kr. 14.500 fyrir bæði námskeiðin. Námskeiðin verða haldin hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík. Hollustuvernd ríkisins, Rannsóknarstofnun landbúnað- arins Vinnueftirlit ríkisins. Félagasamtök/íþróttafélög Til sölu er fjáröflunarverkefni sem hefur áunnið sér virðingu og föst viðskipti í 4 ár. Góð fjárfesting (afkoma góð). Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 15. mars 1995 merkt: „Góð fjárfesting - 18054“. Frábært atvinnutækifæri Til sölu vélar og tæki og allt sem þarf fyrir steypusögun, kjarnaborun og múrbrot. Sendibifreið getur fylgt. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 74171 eftir kl. 18.00 í dag, frá kl. 9.00 virka daga. Heilsuræktaraðstaða Til sölu af sérstökum ástæðum heilsuræktar- stöð á einum besta stað í borginni. Um er að ræða 400 fm húsnæði. Öruggur leigu- samningur. Húsnæðið skiptist í tvo rúmgóða sali með sérböðum, búningsaðstöðu og gufubaði fyrir hvern sal. Hentugt tækifæri fyrir sjúkraþjálfara, nuddara svo og aðstöðu fyrir sólbaðsstofu eða ýmiskonar líkamsrækt. Eignasalan, Ingólfsstræti 12, símar 19540 og 19191. Akranes! Til sölu gróin verslun í eigin húsnæði á einum besta stað í bænum. Hefur verið starfrækt í 20 ár. Einnig er til sölu 200 fm einbýlishús á góðum stað (miðsvæðis). Eignirnar seljast saman eða í sitt hvoru lagi. Skipti möguleg á eign á Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar gefur Fasteignamiðlun Vestur- lands, sími 93-14144 (Soffía). Kæliborð - hitaborð Til sölu er sambyggt kæliborð og hitaborð. Hentar vel fyrir matvælabúð. Kæliborðið er 6 m og hitaborðið er 2 x 145 cm. Þetta er mjög vönduð samstæða og hefur verið notuð fram til þessa í Ostabúðinni í Kringlunni. Einnig eru til sölu hillukælar 2 x 100 cm og 1 x 200 cm. Upplýsingar hjá Skúla/Gylfa í síma 14240 milli kl. 9 og 17. Seiði frá fiskeldisstöðinni að Eyjarlandi (áður Laugarlax) Á næstu mánuðum verðum við með talsvert magn af bleikjuseiðum af Grenlækjarstofni til sölu. Stærð og afhendingartími fer eftir nánara samkomulagi við væntanlega kaup- endur. Þá höfum við líka til sölu á næstunni 40-150 gr regnbogasilungsseiði. Upplýsingar í símum 98-61233 og 98-31512, fax 98-31513. Merkisteinn hf. Hótelhúsgögn Húsgögn fyrir gististaði. Húsgögn í nokkur herbergi til afgreiðslu strax. @3 húsgögn Ármúla 44, sími 91 32035. Frystitogari til sölu Til sölu er F/T ANDEY SF 222, skipaskrár- númer 1980. Skipið selst með aflahlutdeild. Lögmenn Garðar og Vilhjálmur, Hafnargötu 31, Keflavík, s. 92-11733. Bréfasími 92-14733. Útgerð - úreldingar Getum losað ykkur að kostnaðarlausu við báta sem búið er að úrelda. Bátarnir verða að vera haffærir. Upplýsingar í síma 92-11980 og 988-18676 (talhólf). Fiskískip Sala - skipti Til sölu eða skipta 26 tonna eikarbátur árg. 1977. Vél Volvo Penta árg. 1987, 300 Hp. 20 þorskígildi geta fylgt. Æskileg skipti á minni, sem væri nothæfur á innfjarðarrækju. Upplýsingar: Skipasalan Bátar og búnaður, sími 562-2554, fax 552-6726.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.