Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 B 25 ATVINNU I ( / YSINGAR Hér með er auglýst laust til umsóknar starf tómstundafull- trúa í Arnardal Um er að ræða 100% starf til eins árs frá og með 1. maí nk. að telja. Starfið felst í vinnu með unglingum, umsjón með leikja- námskeiðum yfir sumarið, skipulagningu og framkvæmd vetrarstarfs í Arnardal o.fl. Vinnutími verður óreglulegur en miðast við frá kl. 8-16 yfir sumarið og frá kl. 13 yfir vetrartímann. Laun eru samkvæmt kjara- samningum Akraneskaupstaðar og STAK. Nánari upplýsingar veitir Einar Skúlason, rekstrarstjóri Arnardals, í síma 12785. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna, Kirkjubraut 28, Akranesi, eigi síðar en föstu- daginn 17. mars nk. Bæjarstjórinn á Akranesi. HÁSKÓLINN A AKUREYRI Háskólinn á Akureyri Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við Háskólann á Akureyri: Staða lektors íkennslufræði Æskileg sérsvið eru sérkennslufræði, kennsla yngri barna og kennsluaðferðir í fámennum skólum. Starfsvettvangur er aðallega við kennaradeild. Staða lektors f sálfræði Æskileg sérsvið eru þroskasálfræði og/eða námssálfræði. Starfsvettvangur er aðallega við kennaradeild. Staða lektors í iðnrekstrarfræði - gæðastjórnun Starfsvettvangur er aðallega við rekstrardeild. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil sinn og störf, svo og vísindastörf sín, ritsmíðar og rann- sóknir. Með umsóknunum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj- enda, prentuðum og óprentuðum. Ennfrem- ur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Laun samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara á Akureyri. Umsóknir um stöðurnar skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 25. mars nk. Upplýsingar um störfin gefa forstöðumenn viðkomandi deilda eða rektor í síma 96-30900. Háskólinn á Akureyri. Blaðamaður -enska Virt útgáfufyrirtæki vill ráða blaðamann til að sjá um þýðingar og skrif á ensku. Æskilegt er að viðkomandi hafi ensku að móðurmáli og hafi haldgóða þekkingu á íslensku þjóð- og atvinnulífi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 1. mars nk., merktar: „B - 11652“. LAUS STÖRF LEITUM AÐ HÆFU STARFSFÓLKI í EFTIRTALIN STÖRF □ GJALDKERI - BÓKHALD Hálfsdagsstarf. Reynsla af'bókhaldsumsjón og mjög góð þekking á Ópus-Allt nauðsynleg. □ BÓKHALD Hálfsdagsstarf, fyrir hádegi. Reynsla af bókhaldi og uppgjörl opinberra gjalda nauðsynleg. □ RITARI - MÓTTAKA Hálfsdagstarf 60% hjá ráðuneyti miðsvœðis í Reykjavík. Góð þekklng á Word og Excel œskileg. □ RITARI Heilsdagsstarf hjá traustu framleiðslufyrirtœkl í vestur- bce. Mjög góð enskukunnátta og góð þekking á Word nauðsynleg. □ RITARI LÖGMANNSSTOFA Hálfsdagsstarf. Æskileg þekking á IL+ □ AFGREIÐSLA MATVÖRUVERSLUN Heils-og hálfsdagsstörf í hverfisverslun. . Æskilegt að umsœkjendur séu yfir 30. ára. □ AFGREIÐSLA í SÉRVERSLUN Vinnutími 10-18 og einn laugardag 1 mánuðl. Staðsetf í mlðbce Reykjavíkur. Lágmarksaldur 30. ár. □ MÓTTAKA OG AFGREIÐSLA HJÁ SÉRFRÆÐINGI Vinnutíml 10-18 og einn laugardag í mánuði. Staðsetf í miðbœ Reykjavíkur. Tölvuþekking ceskileg. □ SÖLUMAÐUR BÍLASÖLU Vinnutími 10-19 og 12-16 á laugardögum, □ SÖLUMAÐUR TÖLVUVERSLUN Góð almenn þekking á vél- og hugbúnaði nauðsyn- leg, ásamtreynslu af sölumennsku. Opið laugardaga. □ KERFISFRÆÐINGUR - TÖLVUFRÆÐINGUR Vinna vlð notendaþjónustu hjá hugbúnaðarfyrirtœkl. Þarf að hafa bíl til umráða. □ FORELDRAREKINN LEIKSKÓLI Starfsmaður á 13 barna deild 2. - 4. ára barna í vesturbœ, vlnnutími 11 - 17. Æskilegt að umsœkjandi sé yfir 30. ára. Vinsamlegast sœkiö um á eyðúblöðum sem ligg.ia frammi á skrifstofu okkar sem fyrst. UDenc RÁÐGJÖF 0G RÁÐNINGAR Laugavegi 178 105 Reykjavík Sími 568 90 99 Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í leikskólann Múlaborg v/Ármúla. Nánari upplýsingar gefur viðkomandi leik- skólastjóri í síma 568-5154. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277. fBORGARSPÍTALINN Lyfjafræðingur Apótek Borgarspítalans óskar eftir lyfjafræð- ingi til starfa vegna verkefna við eitrunarupp- lýsingastöð spítalans. Upplýsingar um starfið veitir Kristján Linnet, yfirlyfjafræðingur. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um nám, fyrri störf og fagleg verkefni sendist yfirlyfjafræðingi eigi síðar en mánu- daginn 13. mars nk. Æskilegt er að hiutaðeig- andi geti hafið störf sem fyrst. Leikskólakennarar Leikskólakennarar óskast á leikskólann Birki- borg frá vori og/eða hausti. Á leikskólanum hefur verið unnið að þróunarstarfi, í sam- vinnu við leikskólann Skógarborg, sem ber yfirskriftina „Að auka gæði samskipta". Ætlunin er að halda áfram með sama verk- efni næsta vetur. Nánari uppíýsingar gefa leikskólastjórar Magnea G. Sverrisdóttir eða Gróa Gunnarsdóttir í síma 696702. Hjúkrunarfræðingur - skurðhjúkrun Hjúkrunarfræðinga vantar nú þegar til starfa við skurðhjúkrun á skurðdeild E-5 Borgar- spítalanum. Áhugaverð aðlögun er í boði fyrir hjúkrunarfræðinga sem ekki hafa starfs- reynslu við skurðhjúkrun. Skurðaðgerðir eru gerðar á sjö skurðstofum við fimm sérgrein- ar skurðlækninga. Nánari upplýsingar veita Bryndís Ólafsdóttir, deildarstjóri, í síma 696485, eða Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696364. Svæfingahjúkrun Svæfingahjúkrunarfræðinga vantar nú þegar til starfa á svæfingadeild E-5 Borgarspítalan- um. Um er að ræða bæði fjölbreytt og krefj- andi starf. Gert er ráð fyrir aðlögunartíma fyrstu 6 vikurnar. Einnig vantar hjúkrunar-. fræðing í fullt starf á „vöknun barna". Vinnu- tími er frá 8.00-16.00 virka daga. Nánari upplýsingar veita Ásgerður Tryggva- dóttir, deildarstjóri, í síma 696345, eða Mar- grét Tómasdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 696364. k A. r r-yj-, NORRÆNA FJÁRMÖGNUNARFÉLAGIÐ Á SVIÐI UMHVERFISMÁLA er áhæltufjármögn- " ▼ unarstofnun f eigu Norðurlandanna, stofnað 1990 með það markmið að fjármagna umhverfisverkefni í nánasta umhverfi Norðurlandanna í Mið- og Austur-Evrópu. Fjármögnun NEFCOs getur verið í formi eigin fjárfestingar eða lána, yfir- leitt til fyrirtækja, og skilyrði fyrir þátttöku NEFCOs er að verkefnið, fyrir utan að vera fjárhagslega hagkvæmt, hafi líka jákvæð áhrif á umhverfið. Fyrir utan venjulegt mat á umhverfisáhrifum verkefnanna, er einnig metið hvaða jákvæðum áhrifum er náð. í Ijósi þessa hafa forgang þau verkefni, sem snerta umhverfi Norðurlandanna sérstaklega. Nánari upplýsingar um stöðuna gefur í síma + 358 0 1800 341 Harro Pitkanen, framkvæmdastjóri, og Solveig Nordström, fjármögnunarstjóri. Umsóknirnar þurfa að hafa borist NEFCO í sfðasta lagi 15.03.1995 með utanáskrift: Nordiska Miljöfinanseringsbolaget, Carola Lehesmaa, PB 249, FIN-001 71 HELSINGFORS. NEFCO styrkir sína eigin starfsemi og leitar að hæfum UMHVERFISSÉRFRÆÐINGI með reynslu af umhverfishagfræðilegu mati, til að bera ábyrgð á mati á raunverulegum umhverfisáhrifum verkefna. Áhugi á umhverfisstarfi á sviði atvinnulífsins, fjölhæfni, sveigjanleiki og góð málakunnátta (tungumál á vinnustað eru sænska, danska, norska og enska) og hæfileiki til að tjá sig munnlega og skriflega, eru þeir eiginleikar sem sóst er eftir. NEFCO býður uppá áhugavert og krefjandi starf í alþjóðlegu fjármála- umhverfi og samkeppnishæf ráðningarkjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.