Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 B 5 Upplýsingaglýjan Kaupmannahafnarbréf Danir ætla sér stóra hluti í upplýsingatækni og nýtingu hennar, svo upplýsingaþjóðfélagið og möguleikar þess eru ákaft ræddir meðal stjómmála- og framkvæmdamanna. Þar er tilraun í bígerð, sem felur í sér tölvukort handa almenningi, sem geti veitt honum aðgang að margs konar þjónustu. Þessi þróun vekur upp margvíslegar spuming- ar, sem Sigrún Davíðsdóttir veltir fyrir sér hér á eftir. ALLIR stjórnmálamenn, sem vilja hafa á sér nútímabrag tala í tíma og ótíma um upplýsingaþjóðfélagið. Þá muni margur samtímavandi leysast ... en vandinn er bara að hjara þar til algleymi verður skollið á. Og svo er að spá í hvern hlut hver og einn geti átt í þeim mögu- leikum, sem þar bjóðast. Að hluta til er upplýsingaþjóðfélagið þó gengið í garð, því upplýsingar þjóta fram og aftur um ljósvakann og það er nú engin smáræðis framför. Upplýsingahraðbrautir eins og Int- emet, þar sem jafnvel er hægt að bregða Morgunblaðinu á skjáinn, er dæmi um þetta ógnar flæði. Skrá yfir efni á Intemet ku víst vera upp á fjögur þúsund blaðsíður og er auðvitað úrelt daginn sem hún sér dagsins ljós, því hlutimir gerast hratt á upplýsingahrað- brautunum. Af tali um upplýs- ingarnar, sem alls staðar era innan seilingar tölvu og mótalds mætti ætla að þær væru eins og manna af himnum sendar. Og víst er það að upplýsingarnar ferðast hratt. Gallinn er bara að mannskepnan tekur ekki eins hratt við. Þegar fór að hilla undir tölvur og tölvunotkun fyrir nokkram ára- tugum voru uppi ýmsar vangaveltur um á hvern hátt þær ættu eftir að breyta lífinu. Lengi vel var þó stærðin hindrun, því tæki og tól fýlltu heilu herbergin. Þegar tókst að leysa þann vandann og tölvurnar bæði minnkuðu, efldust og voru settar í tösku tók tölvuframtíðin loksins að blasa við, þar sem flestir yrðu á einhvem hátt tölvunotendur og tengdir bæði vinnu- og þjónustu- stöðum í gegnum tölvur og mótöld, að ógleymdum farsímum og þráð- lausum íjarskiptum þeirra, þar sem einnig er og verður hægt að koma tölvusamskiptum við. En allt tal um tölvubyltinguna svokölluðu hefur kannski verið misvísandi, því orðið felur í sér skyndilegar breytingar og í eitt skipti fyrir öll. Nær er þó að tala um þróun, því það er síst séð fyrir endann á öllum þeim breyt- ingum, sem era að verða og eiga eftir að verða. Möguleikarnir, sem tölvutækni- væðingin felur í sér era svo yfir- gripsmiklir að stjórnvöld eiga fullt í fangi með að fylgjast með. Bæði í Svíþjóð og Danmörku starfa upp- lýsingatækninefndir á vegum hins opinbera, bæði við að fylgjast með og eins til að koma með hugmynd- ir um hvernig megi nýta nýja tækni. í Danmörku hefur nefndin meðal annars komið með tillögur um svo- kallað borgarakort. Kortið, sem er plastkort líkt og greiðslukort og með tölvukubb er geymir upplýs- ingar, væri þá hægt að nota sem skírteini líkt og nafnskírteinin forð- um, en auk þess gæti það verið bankakort, sjúkrasamlagskort, bókasafnskort og yfirleitt öll þau kort, sem við göngum með. Hugmyndin hefur verið töluvert rædd í Danmörku, en óljóst er þó hvort hún verður framkvæmd og þá í hvaða mynd. Ein helsta hindr- unin er að Danir eru sjúklega tor- tryggnir á alla skrásetningu. Islend- ingum þykir aðgangur að þjóð- skránni jafn sjálfsagður og að kom- ast í símaskrána. Um Dani er þessu öðruvísi farið. Þar hefur varla nokk- ur aðili aðgang að þjóðskránni í heild og í flestum tilvikum er bann- að að samtengja upplýsingar um fólk. Þó danskt samfélag virðist að vissu leyti mjög markað eftirliti og umsjá eru þröngar skorður á hvaða upplýsingum má safna um fólk. í sambandi vib neytcndur frá morgni til kvölds! -kjarni málsins! Um leið og eitthvað slíkt ber á góma er strax hrópað upp að nú sé skrásetningarhættan yfirvof- andi. Reyndar hef ég aldrei skilið hveijir eru svona skelfdir yfir þessu, því varla gengur meðal-Hansen um götur með þungar áhyggjur yfir hvar hann sé nú skráður, en greini- lega nógu margir blaðamenn til að alltaf sé varað við þessu. Þessi hræðsla gæti því hindrað framgang borgarakortsins sem allsheijar upp- lýsingasafns um hvern og einn borgara og sett skorður við hvernig það verði notað. Af því Danir eru fæddir sölumenn eru þeir ekki síður áhugasamir um að nýta sér upplýsingavæðingu í söluskyni. Víða um lönd er verið að huga að og hrinda í framkvæmd ýmsum möguleikum, sem tölvu- tengingar bjóða upp á, en Danir eru nægilega fáir til að hugsanlegt sé að ná til stærri hluta þjóðarinnar en hægt er meðal stórþjóða. Þar með eru þeir komnir með nokkurs konar sýningarbás, sem hægt er að kynna öðrum og um leið að selja tækni og reynslu sína. Danir, sem eru snauðir af hráefnum, hafa löng- um verið snjallir að fínvinna vörar og selja. Upplýsingatæknin er því tilvalið tækifæri fyrir þá til að halda áfram á þeirri braut að selja háþró- aðar vörur. Tölvunetin: hraðbrautir eða skolpræsi? En eitt er hvernig hægt er að nota tölvu- og tæknivæðingu til að skrá fólk. Annað er svo flæði, sem streymir um upplýsingahraðbraut- irnar. Um það er talað fjálglega og að mörgu leyti alveg með réttu. Það getur vissulega leyst mörg vanda- mál að upplýsingar komist hratt og greinilega til_ skila, fyrir utan gam- an og gagn. í staðinn fyrir að kaupa Morgunblaðið, ítalska kommúnista- blaðið L’Unitá eða eitthvert þeirra blaða sem komin eru á upplýsinga- brautirnar, er hægt að lesa þau á skjánum. í stað þess að skoða Mónu Lísu í Louvre-safninu er hægt að tengjast netinu, skoða hana og lesa upplýsingar um hana og aðrar myndir á skjánum, eða sækja upp- lýsingar um nýjustu hugmyndir um sköpun heimsins eða hvað það er nú sem vekur áhugann í það og það skiptið. Upplýsingaflæði af þessu tagi er dæmi um upplýsingar, sem til eru annars staðar og í öðra formi en á netinu. Og þanniger það með dijúg- an hluta þess sem þar flæðir um. Um er að ræða upplýsingar, sem eru til annars staðar, til dæmis á bókasöfnum. Kosturinn við að fara á bókasöfn er að þar er fólk, sem hjálpar manni að finna nákvæmlega það sem maður þarf og þetta ágæta fólk sparar gestinum dijúgan tíma við leit. Kosturinn við tölvuna og mótaldið er auðvitað að notandinn þarf ekki að fara annað en að tölv- unni sinni. Gallinn er hins vegar sá að tölvunni fylgir enginn bókavörð- ur til að leita upplýsinga ... a.m.k. ekki enn sem komið er ... Hingað til hefur aðal áherslan beinst að því að koma sem flestum upplýsingum að á netinu. En hugs- ið ykkur bara allt sem flýtur þar um sem hljóðmerki! Sumir- ganga svo langt að tala um upplýsinga- skolpræsi í stað upplýsingahrað- brauta ... Gagnsemi upplýsinganna felst ekki í því að þær séu til stað- ar, hvort sem er í tölvu- eða bóka- formi. Upplýsingar í sjálfu sér eru hvorki af hinu góða né gera gagn fyrr en þær hafa verið numdar og notaðar. Næsta skref í þróuninni gæti verið bókavörðurinn í sýndar- veruleikanum ... Reyndar er ekki rétt að tala um næsta skref, því þá lítur út eins og þessi þróun gangi línulega fyrir sig. Réttara er að hafa í huga skref í allar áttir. En um allt þetta og fleira til verður vísast hægt að lesa í væntanlegri metsölubók vorsins, nefnilega nýrri bók eftir tölvuhugsuðinn og Micro- soft-manninn Bill Gates ... og um leið að hugleiða hvernig smáþjóðir nýti sér best upplýsingatæknina og tækifærin, sem hún býður upp á. ATAKI FITUBRENNSLU /1 V V ii 11 1 U »’ t v 1 ♦ V ♦ 1 ' * 1 \ 1 1 i 1 % V v 1 / 8 vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakíló. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Einfaldar og árangurs- ríkar æfingar. Athugið!!! Námskeiðið hefst 6. mars. Skráning og nánari upplýsingar í síma 65 22 12 H R] ESS IÍKAMSRÆKT OG LJÓS BÆJARHRAUNI 4/VIÐ KEFLAVÍKURVEGINN /SlMI 65 22 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.