Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ undir), svín, hörpudiskur, sveppir, blandaðir sjávarréttir, hnetur, blandað grænmeti, tómatar og gulrætur, sellerí, bambus, sæeyru, söl og engifer. Var þetta allt afar ljúffengt og á eftir voru bomar fram ýmsar tegundir af hráu kjöti, og hver og einn fékk lítinn pott á fæti sem kveikt var undir á alveg sérstakan hátt. Var svo beðið eftir að suðan kæmi upp og gat þá hver og einn soðið ketið svo sem honum þóknaðist. Við bættust súpa og ávextir. Svo mikill var maturinn iðulega, að hann komst naumast fyrir-á kringlóttu hreyf- anlegu borðplötunni og voru þá matarbakkarnir einfaldlega settir ofan á þá sem fyrir voru. Með þessu var drukkinn bjór úr stórum flöskum og sýndist mér það alltaf sama tegundin, sem hafði þá náttúru að eng- inn fann fyrir minnstu áhrifum þótt mjög þyrst værum í hitunum, og þrátt fyrir að hann ætti að vera 11%, en þó væntanlega og mjög skiljanlega af annarri mælieiningu en í vestr- inu. Slíkar trakteringar eru ágætar inn á milli, en tvisvar á dag er full mikið, enda var sumum um og ó með tilliti til þvervegarins. Svo mikið var haft fyrir okkur, að stundum gleymdust hrísgijón- in, sem þó verða að teljast þjóðar- réttur Kínverja og voru menn ekki par hrifnir af því. Fljótlega tókum við eftir að fylgdarliðið, sem snæddi yfirleitt sér, fékk hins veg- ar meira en nóg af gijónum á diska sína, og kom þá í ljós við eftir- grennslan, að litið er á gijónin sem of almenna fæðu fyrir fína gesti! Nú hafði maður einmitt hlakkað til að fá fjölbreytta hrísgijónarétti í ljósi þess að afbrigðin teljast yfir þijú þúsund í landinu. Ekki verður annað sagt en að konurnar hafi staðið sig ljómandi vel í ferðinni og þær héldu stundum uppi fjörinu aftan til í rútubílunum og var þá stundum mikið brosað frammí. Þetta var líka hátturinn hjá karl- peningnum hér áður fyrr og hér virðast enn ein forréttindin hafa fallið- og er það vel. Samgönguleið milli austurs og vesturs Þar sem Chengdu er miðstöð silkiiðnaðar, er rétt að víkja aðeins að Silkiveginum nafnkennda, eða kannski frekar alræmda, því hann lá yfír eyðimerkur, stórgrýti, og fjalllendi og mun hafa verið ein illræmdasta þrekraun dauðlegum mönnum og aðeins fær mestu hörkutólum, enda báru ófáir beinin í glímunni við hann. Landafræði- lega liggur vegurinn nokkuð ofar og upphaf hans taldist vera á síð- asta dvalarstað okkar, Xian og í annarri borg dálítið aust- ar er nefnist Luoyang, en þær eru báðar fyrrum höfuðborgir Han- ættarinnar. Vegurinn var opnaður fyrir meira en 2000 árum og var verzl- unarleið milli Kína Han-keisar- anna og lýðveldisins í Róm, en bæði risu þau upp í lok 3 aldar f.Kr. Þetta voru hin ótvíræðu stór- veldi sitt hvoru megin á því mikla landflæmi, sem nefnist Evrasía. Jafnfranit var vegurinn eina sam- gönguleiðin milli austurs og vest- urs þar til sjóleiðin um Indlands- haf var uppgötvuð og menn fóru að hagnýta sér hana í lok fimmt- ándu aldar. Að sjálfsögðu var silk- ið eftirsóttasta varan og vitað er að það átti þátt í að grafa undan efnahag rómverska ríkisins, en örva um leið framleiðsluna í hei- malandinu. Silkið var verðmætt og varan létt í flutningi sem var forsenda hinna löngu flutninga. Hefur vakið furðu margra, að skipulag vöru- flutninganna var mjög úthugsað og þannig fylgdu sendingunum fullkomin fylgibréf nákvæmlega eins og gerist á vorum dögum! En það var til fleiri athafna sem hin forna vegagerð kom til góða og þannig hagnýttu sér Silkiveg- inn frægir herkonungar svo sem Han Wudi, Dareios, Alexander mikli, Tang Tai-zong, Gengis Kahn og Timur, svo þeir kunnustu séu nefndir. Leiðin lá fyrst í norð- vestur, náði Gula fljótinu í borg- inni Lanzhou, fylgir Gansu-fordyr- inu, heldur svo áfram um jaðar eyðimarkanna og fjallaklasa og kvíslast í suður og norður um vin- ina Dunhuang, rennur svo saman aftur löngu seinna í Kashgar. Leyndarmál silkisins Við vitum að uppruni og tilurð hins eftirsótta silkis var mikið leyndar- mál framan af og vest- rænum mönnum ómæld ráðgáta, og þannig lét skáldið Virgil sér detta í hug í upphafi tímatals okkar að um væri að ræða náttúruefni, sem kembt væri af tijánum. Það var svo ekki fyrr en á sjöttu öld að munkar sem komu úr austrinu og náðu fram til Konstantínópel upplýstu að um væri að ræða lirfur silkiormsins. Og um miðja næstu öld tókst að smygla silkiorminum til vesturs- ins, en þá hafði hann verið þekkt- ur í Kína um þúsundir ára! Þjóðsagan segir að prinsessa nokkur hafí falið egg silkiormsins í myndarlega uppsettu hári sínu, en á þeim árum var tilvera silki- ormsins rikisleyndarmál. Vegur- inn býr trútt um talað yfir mikilli sögu og um hann fóru í upphafi hirðingjar á hestum og úlföldum, sem fluttu með sér kindur og geit- ur og höfðu dularfulla hæfileika til að leita uppi vatn hvar sem það var á annað borð að finna, ofan jarðar sem neðan, en vatn þýddi líf. Álitið er að Kínveijar hafí ein- ungis flutt silkið til Pamír, á landa- mærum Rússlands og Afganhist- an, en þar tóku við atorkusamir miðlarar, sem með dijúgum hagn- aði einokuðu flutningana áfram til Antiochia eða um Palmyra til Damaskus eða Gaza. Hér skal allri landafræði ýtt til hliðar, en þetta áréttar ómælda þýðingu silkisins sem verslunar- vöru og skýrir hið ofurmannlega harðræði er menn lögðu á sig til að flytja það til Vesturlanda. Heil mannkynssaga er tengd silkinu og sömuleiðis hinni hrikalegu leið trl austursins, en þangað héldu marg- ir í ævintýraleit og til að kynna sér hina framandi og dularfullu menningu. Auðvitað urðu til þjóðsögur um veginn og ein af þeim fallegri er um hestinn fljúgandi og hvað fornar sagnir snertir hafa þær birst ein af annarri ljós- lifandi á síðustu áratug- um öllum til mikillar furðu. Og þó að trúa beri þjóðsögunni um hinn fljúgandi hest af nokkurri varúð, þá skeði það að árið 1959 fannst lítil stytta (34x45 sm) í Gansu (sbr. Gansu- fordyrið) sem menn hafa tímasett frá annarri öld. Öll er styttan svo undursamlega falleg, að hver sá er býr yfir formkennd missir mál- ið, en hana sá ég á Þjóðminjasafn- inu í Kyoto í Japan fyrir nokkrum árum, hvernig sem hún er nú þangað komin. Það er merkilegt að vera stöðugt að bera söguna augum, sem maður áður hafði ein- ungis lesið sitthvað og samhengis- laust um, og felur í sér snöggtum meiri lífsmögn. Maður hefur árþúsundir í beinu sjónmáli, ekki aðeins á söfnum heldur er áveitan mikla í nágrenni Chengdu mannvirki sem á sér jafn langa sögu og Silkivegurinn, og hefur verið jafn mikilvæg undir- staða lífs í héraðinu og fiskurinn okkur íslendingum, en með öllu stórtækari árangri hvað fólksfjölg- un snertir. Hér hafa menn látið hundrað blóm gróa og þúsund blóm vaxa. Ferðalangur- inn hefur það á tilfinning- unni að borg- arbúar sé ut- an dyra að viðra hjól- hesta sína Heil mann- kynssaga er tengd silkínu og sömuleiðis hinni hrika- legu leið til austursins Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 B 9 Eitt ár í alþjóðlegum framhaldsskóla í Danmörku Ert þú á aldrinum 14-18 ára? Hefur þú áhuga á að stunda nám í eitt ár í skóla við ný og spennandi verkefni og þar sem þú getur eignast nýja félaga frá Evrópu? Þá er Den Internationale Efterskole fyrir þig! Nútímaleg kennsla ★ Próf á grunn- og menntaskólastigi * Fjölbreytt tómstundastarfsemi: Blak, körfubolti, fótbolti, leiklist, tónlist * Námsferðir um Evrópu og Asíu. Den Internationale Efterskole i Juelsminde tekur á hverju ári við nemendum frá Danmörku og öðrum Norðurlöndum og Evrópu. Möguleiki á námsstyrk. Kynningarfundur í Reykjavík í mars! Byrjar 1. ágúst! Enn laus pláss! Skrifið eða hringið! Den Internationale Efterskole, Tástrup Valbyvej 122, DK 2635 Ishj. Sími: 00 45 43995544. Símbréf: 00 45 43995982. OPIÐ ALLA DAGA 12-19 Á Hönnunardögum 1995 i er leitast við að gefa þver- skurð af áhugaverðri íslenskri hönnun og framleiðslu á henni. Sýningamar spanna ólík svið hönnunar og fela í sér kjörið tækifæri fyrir fyrir- tæki, lærða og leika, til að fylgjast með því nýjasta í íslenskri hönnun. HAFNARHÚS Húsgagnaarkitektar Framleiðendur húsgagna og innréttinga Form ísland GEYSISHÚS Textílhönnuðir Leirlistamenn Gullsmiðir GAMLA MORGUNBLAÐS- HÚSIÐ Iðnhönnuðir IÐNÓ Arkitektar Landslagsarkitektar Fataiðnir KRINGLAN Grafískir hönnuðir mmm 24.febr.-5. mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.