Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ T ATVIIM N tMAUGL ÝSINGA R Sölumaður vanur sölu fatnaðar óskast Sölumaður, vanur sölu fatnaðar, óskast til að selja ódýra en vinsæla sumarvöru. Einnig kem- ur til greina að semja við sölumenn í þessum geira sem geta bætt á sig verkefnum. Þeir sem áhuga hafa leggi inn nöfn sín og upplýsingar um fyrri störf í umslagi merktu: „M - 0020“ fyrir föstudagina 3. mars nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Framkvæmdastjóri Stjórn útgerðarfyrirtækis á landsbyggðinni er gerir út frystitogara og veltir 500 milljón- um króna á ári óskar að ráða framkvæmda- stjóra til starfa. Við leitum að einstaklingi með þekkingu og reynslu af stjórnunarstörfum í sjávarútvegi, sem er tilbúinn að axla mikla ábyrgð og tak- ast á við krefjandi framtíðarstarf. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til skrifstofu minnar fyrir 10. mars nk. merktar: „F - 242“ á umsóknareyðublöðum er fást á sama stað. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Viðtalstímar eru 9-12 alla virka daga. rTJIEGILL GUÐNI JÓNSSON I íJráðningarþjónusta OG RÁÐGJÖF Suðurlandsbraut 50 2. hæð • 108 R. • Sími 588 6866 JÖFUR er mcöal rótgrónari bifreiöaumboöa hérlendis. Fyrir- ttekiö flytur innn bíla frá Chrysler, Peugeot og Skoda. Jöfur kynnir nú þjónustu stna á Intemet og með því er nú hagt aö fá greiðlega allar uþþlýsingar um þá bíla sem Jöfur selur. Jöfur er reyklaus vinnustaður. SÖLUFULLTRÚI NÝRRA BIFREIÐA JÖFUR leitar að sölufulltrúa fyrir nýjar bifreiðar. Starfið felst í móttöku viðskiptavina, ráðgjöf við val, frágang sölusamninga, vitj- anir í fyrirtæki, sölu- og tilboðsgerð til stærri fyrirtækja, þátttöku í markaðssetn- ingu, erlendum samskiptum auk annarra áhugaverðra verkefna. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með haldbæra reynslu og þekkingu á sviði sölu- og markaðsmála. Góð enskukunnátta er nauðsynleg ásamt reynslu af notkun tölva. Áhersla er lögð á sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, örugga og þægilega framkomu ásamt lipurð í mannlegum samskiptum og góða söluhæfileika. Leitað er að konu eða karli sem tilbúin(n) er að leggja sig fram í gefandi og skemmtilegu starfsumhverfi. Umsóknarfrestur er til og með 8. mars nk. Ráðning verður fljótlega. Vinsamlega athugið að umsóknar- eyðublöð og allar nánari upplýsingar eru eingöngu veittar hjá STRA Starf s- ráðningum hf. Skrifstofan er opin frá kl. 10-16, en við- talstímar eru frá kl. 10-13. ( Starfsráðningar hf Suöurlandsbraut 30 ■ 5. hœð ■ 108 Reykjavík , Sími: S88 3031 ■ Fax: 588 3010 RA Guðný Harðardóttir Barnfóstra óskast til að gæta 5 mánaða stúlku og annast heimil- isstörf. Breytilegur vinnutími. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „M - 15024“. hAbkOuním A AKUHEYHI Háskólinn á Akureyri Lausar eru.til umsóknar eftirtaldar stöður við Háskólann á Akureyri - starfsvettvang- ur er aðallega við heilbrigðisdeild: Staða lektors íhjúkrunarfræði Æskilegt sérsvið er hand- og lyflækningahjúkrun. Hálf staða lektors í hjúkrunarfræði Æskilegt sérsvið er geðhjúkrun. Hálf staða lektors íhjúkrunarfræði Æskilegt sérsvið er barnahjúkrun. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil sinn og störf, svo og vísindastörf sín, ritsmíðar og rann- sóknir. Með umsóknunum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj- enda, prentuðum og óprentuðum. Ennfrem- ur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Laun samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara á Akureyri. Umsóknir um stöðurnar skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrri 25. mars nk. Upplýsingar um störfin gefa forstöðumaður heilbrigðisdeildar eða rektor í síma 96-30900. Háskólinn á Akureyri. Öidrunarþjónustudeild Félagsráðgjafar! Forstöðumaður vistunarsviðs Félagsráðgjafi óskast í fullt starf til afleysinga í eitt ár frá 1. maí nk. að telja, sem forstöðu- maður vistunarsviðs á öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurþorgar. Forstöðumaður vistunarsviðs er jafnframt oddviti matshóps aldraðra í Reykjavík, sem fer með mat á vistunarþörf aldraðra Reykvík- inga, skv. reglugerð heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis um vistunarmat aldraðra nr. 46/90. Starfið felst í vitjunum og viðtölum við aldr- aða og aðstandendur þeirra, umsjón með framkvæmd vistunarmatsins í teymisvinnu matshópsins, samvinnu við heilsugæslu, heimaþjónustu aldraðra, öldrunarlækninga- deildir, stofnanir og sjúkrahús. Starfið gerir kröfu til skipulagshæfileika og sjálfstæðra vinnubragða. Um er að ræða starf sem er hvorttveggja í senn krefjandi og gefandi. Það býður upp á mikla og góða reynslu í þverfaglegri/fleirfag- legri samvinnu. Handleiðsla í starfinu stendur til boða. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborg- ar og Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa. Umsóknum skal skila til aðalskrifstofu öldr- unarþjónustudeildar, Síðumúla 39, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 10. mars nk. Nánari upplýsingar veita Sigurþjörg Sigur- geirsdóttir, yfirmaður öldrunarþjónustudeild- ar, og Kristjana Sigmundsdóttir, félagsráð- gjafi og forstöðumaður vistunarsviðs, í síma 5 888 500. RÍKISÚTVARPIÐ Ríkisútvarpið vill ráða fréttamenn til afleys- inga í sumar. Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf eða umtalsverða reynslu í frétta- eða blaðamennsku. Einungis þeir sem standast sérstakt fréttamannapróf Rík- isútvarpsins koma til greina. í prófinu reynir á fréttaskrif, almenna þekkingu og íslensku- og málakunnáttu. Orðabækur eru leyfðar. Fréttamannapróf verður haldið þann 14. mars nk. og þeir sem uppfylla framangreind skilyrði um menntun eða fyrri störf geta skráð sig til prófsins í Útvarpshúsinu, Efsta- leiti 1, frá kl. 9-18 næstu daga. Þeir sem hafa staðist fréttamannapróf áður geta end- urnýjað eldri umsóknir. LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... ENDURHÆFINGARDEILD VÍFILSSTAÐASPÍTALA Yfirsjúkraþjálfari Yfirsjúkraþjálfari óskast til starfa á Endur- hæfingardeild Vífilsstaðaspítala frá 1. maí nk. Fjölbreytt starfsemi ferfram á spítalanum en þar eru lungnadeild, hjúkrunardeild og húðsjúkdómadeild. Upplýsingar veita Hrafnkell Helgason, yfir- læknir, í síma 602822, og Kristín F. Fenger, yfirsjúkraþjálfari, í síma 602832. APOTEK LANDSPITALANS Lyfjatæknir Lyfjatæknir óskast í Apótek Landspítalans sem fyrst. Upplýsingar veitir Elín Þ. Theodórs, deildar- lyfjatæknir, í síma 601514. Umsóknir sendist í Apótek Landspítalans fyrir 15. mars nk. & Aðalbókari Óskum eftir að ráða í stöðu aðalbókara hjá Mosfellsbæ. Starfssvið aðalbókara: 1. Yfirumsjón og ábyrgð á bókhaldi. 2. Merking fylgiskjala, afstemmingar og uppgjör. 3. Frágangur bókhalds til endurskoðunar. 4. Ýmis skýrslugerð og töluleg úrvinnsla úr bókhaldsgögnum bæjarins. Við leitum að viðskiptafræðingi eða manni með sambærilega menntun. Mjög góð bók- haldsþekking, ásamt reynslu í afstemming- um og uppgjöri nauðsynleg. Reynsla í notkun algengustu tölvukerfa s.s. Excel nauðsynleg. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og áhuga á stjórnun og starfsemi bæjarins. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Aðalbókari 067“ fyrir 4. mars nk. Hasvai neurhf — I Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.