Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR Eitt er nauðsyn- legt: bíll o g gos UNDIR klukk- an níu brunar Toyotan mín vest- an frá sjó eftir Hringbrautinni í tvöfaldri bílalestinni eftir Elínu Pálmadóttur sem leið liggur í austurátt, eftir Miklu- brautinni. Og oft líka í bílalest- inni í hina áttina að kvöldi. Toyotan þekkir orðið slóðina, jafnvel suma brokkgengu bíl- stjórana á sömu leið á svipuðum tíma. Eftir fyrstu vetrardagana fækkaði þó trössunum, sem ekki komust af stað á sléttu sumardekkjunum á hálkunni á grænu ljósi. En Pallar einir í heiminum eru enn í fullu fjöri. Þessir sem draga allt í einu úr ferð þegar þeir í ijarska koma auga á rautt ljós, til að silast hægt með strolluna á eftir sér og freista þess að koma sjálfir að grænu. Eða til að þessir á eftir, sem ætla að beygja, kom- ist ekki út á útskotsakreinina sína. Maður blimskakkar stund- um augunum á þennan bílstjóra Bílaeignin einn bíll á hveija tvo íslend- inga. Sem kannski er von, hér norður frá í kulda og trekki er einkabíllinn það sem flestir íslendingar setja öllu ofar. Án hans geta menn „ekki lifað á laununum sínum“. Þótt sjaldan sé bíllinn nefndur sem sökudólgur, er einkabíllinn sannanlega mun stærri útgjald- aliður heimila en öll matarkaup- in í krónum talið. Þegar fer að kreppa að kvarta allflestir þó hátt undan matarverðinu. Ekki bílnum. Þó fer matarkostnaður lækkandi og maturinn vegur hlutfallslega æ minna í heildar- útgjöldunum í langtíma könn- unum. En bílakostnaðurinn hækkar með auknum álögum á bensín, tryggingar og rekstur. Bíllinn er ekki munaðarvara, sá ég að fjármálaráðherra sagði í vikunni. Þegar betur var að gáð var hann að segja að leggja eigi aukna áherslu á að skattleggja l iim ■ -'v^YNÍjTi sem langt að i hallanum upp að gatnamótunum á Kringlu- mýrarbrautinni tekur þennan pól og heldur hinum í skefjum að Ijósinu. Hvað varðar mig um þessa á leið til vinnu í Kópavogi og Hafnarfirði eða kannski suð- ur á Keflavíkurflugvöll? segir svipurinn. Einstaka þeirra kannast maður orðið við. Það er gott! Því skýtur kannski upp í hugann ef maður hittir þá á lífsins vegi og getur leitt þá hjá sér. Umferðin á lífsins vegi er býsna lík því sem hún er á göt- unum. Og svei mér ef þeir tillits- lausu eða kannski meinfýsnu eru ekki fleiri hér en erlendis. Kannski gott að læra á þá í umferðinni til að geta varast þá á akvegi daglegs lífs. Þetta er leiðinda tegund! { hinni leiðinni er önnur teg- und bílamanna að forðast. Þegar kemur að þessu krappa nýja hringtorgi vestur við sjó og maður sér að bíllinn á ytri ak- reininni verður eitthvað óstöð- ugur í rásinni, þá er eins gott að vara sig. Oftar en ekki er þar undir stýri myndarlegur karl- maður með bflasíma við eyrað og aðra hönd á stýri í beygj- unni. Eflaust liggur honum þessi ósköp á að láta konuna sína úti á Seltjarnamesi vita að hann sé alveg að koma heim. Nú skuli hún í grænum hvelli bera fram matinn. Hann má engan tíma missa. Þetta er sá taugaveikl- aði, og hver vill umgangast hann? Mikilvægi maðurinn með bflasímann, sem ekki getur ófyr- irskipandi verið nokkra mínútu. Hann iðar í bflsætinu af tauga- trekkingi, líkt og unglingurinn sem ekki getur eirt á akreininni sinni stundinni lengur og er að sískipta á svigi í þéttri jafnri bflastrollunni, í von um að kom- ast einni bíllengd framar. Undir stýri blasa lundin og skapbrest- irnir við öllum í kring. Er til betri vettvangur en umferðin fyrir sálfræðing eða þjóðfélagsfræðing til að skoða Islendinginn. Þar fæst líka stærst úrtak af tegundinni. notkun bifreiða fremur en bif- reiðakaupin sjálf. Enda kvartar fóik lítt yfir hækkandi eldsneyt- isverði á bílinn, miklu fremur yfir mjólkinni og matnum ofan í heimilisfólkið. Kollega minn, Oddur á Tímanum, reiknaði það út að jafngilti 20% kjarabót að láta einkabílinn lönd og leið. Én það er vart til umræðu. Það er margt kúnstugt í kýr- hausnum eða öllu heldur í skýrslu Samkeppnisráðs um markaðinn. Hún gefur góða vís- bendingu um hvar forgangur íslendinga liggur. Kóka kóla- verksmiðjan Vífilfell veltir meiru en öll lyfjaheildsalan samanlögð (2.084 mkr. 1993). Möglunarlaust hafa flestir efni á kaupum á kóka kóla, en þjóð- arsálir og öll blöð kveina yfír lyfjakaupunum. Samanlögð öl- og gosdrykkjagerðin veltir miklu meiru eða 3.799 mkr, þannig að allur lyfjakostnaður landsmanna er aðeins ríflega helmingur þess sem eytt er í gosdrykki. Nú og sælgætis- framleiðslan er 1.800 mkr og veltir meiru en hið illa umtalaða Iyijafyrirtæki _ Pharmaeo eitt. Fjölskyldan á íslandi eyðir sem- sagt möglunarlaust fremur í gosdrykki og sælgæti en lyf. Sé hlustað eftir almennri um- ræðu fer það varla á milli mála. Samkvæmt könnun Manneld- isráðs á mataræði skólabarna er sykurneysla ungmenna á ís- landi til muna meiri en gerist meðal ungs fólks í öðrum lönd- um.- Neysluvenjur barna og unglinga einkennast fyrst og fremst af sykuráti. Rúmur helmingur þeirra 96 gramma af verksmiðjuframleiddum, við- bættum sykri, sem hvert barn innbyrðir á dag að meðaltali, kemur úr gosdrykkjum og sykr- uðum svaladrykkjum. Semsagt eitt er nauðsynlegt, bíll og gosdrykkir, hvernig sem fjárhagsstaðan er. Mest blöskr- ar íslendingum að þurfa að eyða í mat og lyf. Hlustið bara eftir þjóðarsál- VERALD ARV AFSTUR/V/y)ö/ uppfinningamenn í askana látnirf Plast hárgreiðslu- meistarans í HEIMI uppfinningamanna ríkja lög- mál hugans: Þar getur hið óvænta skeð eins snögglega og skíma hugs- unar borar sér inn í hugann, sem er upptekinn af öðru, eða bara galtómur. * Imannlegum áætlunum um fram- farir og hagnað sprottinn af sköpunargáfu, er oft litið til háskóla, sem miðstöðvar fyrir slíka upp- sprettu. Þetta er sennilega hluti af mmmmmmmmm „skúffuhugsunar- ferlinu": Þegar allt þarf að vera sortér- að í kerfi, þó að líf- ið segi okkur allt annað því að í því gerast hlutirnir þar sem sviðin skerast, en ekki í lokuðum skúffum. eftir Einar Þorstein Hér á landi höfum við verið að burðast með máltæki eins og: „Bók- vitið verður ekki í askana látið“ sem innihald Háskóla íslands, þó að í seinni tíð hafi mönnum fundist það andhverfa við veruleikann. Hvað sem því líður þá er í augum margra menntun samasemmerki við uppfinn- ingar. Það viðhorf í reynslu sögunnar reynist þó alls ekki rétt, enda þótt að menntun og uppfinning geti farið saman ef vel tekst til. Til sögupnar nefnum við hár- greiðslumann að nafni Maurice Ward frá Yorkshire. Saga hans er nokkuð undarleg og birtist fyrir nokkru í fjöl- miðlum hér á landi í stuttri mynd. Ég er ekki viss um að margir hafi tekið fréttina alvarlega því að hún átti vel heima utan á sunnudags- mogganum vinstramegin á forsíðu, þar sem ótrúlega deildin er yfirleitt til húsa. Maurice er haldinn þeirri áráttu að vera að fikta við uppfinningar í frístundum. Flestir töldu að þetta væri dægradvöl hans, því að ekki hafði hann mikið til brunns að bera af lærðum gráðum fýrir utan meist- arapróf í hárgreiðslu. En hann var ávallt til í að fikta inní smá herbergis- kompu, þegar hann hefði ekki hend- ur í hári manna. Og svo iðinn var hann við kolann að hann var talinn rugludallur með plastflugu í höfðinu. Það er skemmst frá því að segja, að honum tekst meira eða minna fyr- ir tilviljun, að blanda saman plast- efni, sem hefur komið vísindamönnum og hemaðarsérfræðingum algerlega í opna skjöldu. Það má giska á það samkvæmt reynslu annarra, að Maurice hafi tekist þetta, vegna þess að hann var ekki búinn að læra það í háskólum eða annars staðar að það, sem hann gerði, var alls ekki hægt! Enda trúðu menn honum ekki til að byija með, já, og reyndar lengur því að lengi vel töldu menn að tölv- urnar, sem þeir notuðu við að vinna úr rannsóknum sínum á raunveruleg- um tilraunum á efninu, hefðu bilað. Svo ótrúlegir eru eiginleikar þessa nýja plasts. Plastefnið, sem átta ára gömul dóttir Mauricar gaf nafnið Starlite, er svo þétt að það getur staðist hita kjarnorkusprengingar. Breska vam- armálaráðuneytið (MoD) lét gera á því leisigeislaprófanir hjá Atóm- vopnastofnun í Essex og hjá vísinda- mönnum NATO í eldflaugastofnun í White Sands í Nýju Mexíkó árið 1990. Þar gat plastið í formi 0,25 millimetra þynnu staðist hita sam- svarandi 75 kjarnorkusprengja á 30 sekúndum. VERÐA geimför framtíðarinn- ar búin til úr plasti? Niðurstöðurnar voru birtar 1993 í fyrsta sinn í International Defence Review (Alþjóðlegu varnarblaði). Menn 'eru enn undrandi yfir þeim, þar sem ljóst er, að maður án nokk- urrar vísindagráðu, hafði dottið niður á lausn sem búið var að eyða milljörð- um í í áratugi án nokkurs snefils af árangri. Enginn veit þó ennþá hvernig efn- ið stenst allan þennan hita, heldur ekki Maurice. Hann kom fyrst fram með efnið í sjónvarpsþætti hjá BBC árið 1990. Hann hafði borið plastið utan á hænuegg og þegar það var orðið hart setti hann loga frá logs- uðutæki á það án þess að eggið skað- aðist né soðnaði að heldur. Svo virðist sem plastið endurvarpi ekki hitanum, sem lendir á því, held- ur dregur hann í sig og dreifir honum á ofsahraða í gegnum sig með að- ferð, sem vísindamenn skilja ekki ennþá. Prófessor Sir Koland Mason aðal- ráðgjafi breska Vamarmálaráðuneyt- isins hefur nú umsjón með þróun efn- isins. Hann sér fyrstu notkun þess í flugvélum, bátum og geimförum. Islenskir uppfinningamenn geta glaðst yfir því að einn kollegi þeirra í viðbót náði sínu marki, og er nú borinn í gullstóli af her og vísindum. Skildi saga Mauricar vekja skerið hér til lífsins um að huga betur að málum og afkomu íslenskra uppfinn- ingamanna? SVDTTlFEÐil/Hvadafrœjum viljum vid sáf Böm em shjóllaus akur eftir Gunnar Hersvein BÖRN eru frá náttúrunnar hendi plægð jörð. Þegar þau líta dagsins ljós eru þau frjósamur jarðvegur og heimurinn sáðmaðurinn. Utsæðið þyrlast inn í þau frá nánasta um- hverfi og samfélaginu í heild. Reýnsl- an í uppvextinum er sæðið sem verð- ur kafsprottinn akur. Börn eru plægð jörð vegna þess að þau era afurð þróunarsögu mannsins - henni getum við ekki breytt. Hlutverk uppalenda felst fyrst og fremst í sáðmennskunni - mmmmmmmmmm henni má stjórna að einhveiju leyti. Sáðkomið flæðir gegnum skynfærin en enginn veit hver uppskeran verður. Ef ástinni er sáð getur bamið lært að elska, ef ís- lensku máli er sáð lærir það íslensku, ef engu orði er sáð lærir það ekki að tala. Barnið er opin jörð - það velur ekki sjálft fræin sem falla. Það er berskjaldað. Því sem ekki er sáð, verður ekki uppskorið. Maðurinn lærir að vísu svo lengi sem hann lifir en sumu verður ekki sáð nema í barnæsku. Ást, vinátta, virðing, öryggi og agi er sæði sem erfitt er að byija að gefa. á unglings- eða fullorðinsárum. Þetta sæði er forsenda gæfunnar og ber ekki hundraðfaldan ávöxt nema það falli í nýplægða jörð bamsins. Uppalendur eiga að vera aðal sáð- menn bamsins en þeir eru líka varð- menn á akrinum. Þeim ber að hafa vakandi auga með hveijir dreifa sæði sínu í hina fijósömu jörð. Ef þeir sofa á verðinum eða skeyta ekki um hvort sæðið er gott eða vont, hafa þeir brugðist skyldu sinni. Sáðmenn verða að þekkja sæðið sem flæðir inn í akur barnshugans. Þeir verða að hafa þekkingu á því hvort það er gott eða vont, hvort það verði arfi eða fallegt tré. Ástúð og agi uppalenda ætti að bera ríkulegan ávöxt, ef þeir muna jafnframt að safna saman illgresinu og brenna það. Akur nútímabarnsins er óvarinn fyrir vafasömu sæði. Það er því brýnt að gæta hans vel. Vonda útsæðið er fyrirferðarmikið og dreifíst vel en góða sæðið er smæst allra sáðkorna en verður hátt tré og fuglar koma og hreiðra sig í greinum þess. Sáðkomin era m.a. orð, fræðsla og reynsla. Þau eru það sem börnin upplifa, bæði fallegt og ljótt, gott og vont, rétt og rangt. Sáðmennimir era þeir sem miðla beint til bamanna eða óbeint í gegnum tæki. Enginn getur skotið sér undan ábyrgðinni að vera sáðmaður. Það er heimska að segja: „Ég dreifi bara sæði mínu og mér kemur ekki við hvort það beri góðan eða slæman ávöxt. Hlutverk mitt er aðeins sá fræjum." Það er heimska því það er munur á því að sá fræjum óttans, ofbeldisins eða kærleikans og friðar- ins. Orðin sem bömin heyra og mynd- irnar sem þau sjá eru fræ í huga þeirra. Ef foreldrar leggja sig í fram- króka við að hjálpa bömum sínum til að skilja, geta þeir haft þau áhrif að sumt falli í grýtta jörð innra með þeim og sumt í góða og fái ávöxt. Börn sem eru látin upplifa heiminn afskiptalaus og án leiðsagnar geta ræktað með sér ranghugmyndir. Þau verða sem vanræktur akur sem eng- inn hirðir um. Barn sem á hinn bóg- inn á sér gæslumann sem skýrir jafn- óðum fyrir því það sem fellur í akur JENNY e. Alice Nell. hugans getur staðist og upprætt rót sem gefur illan ávöxt. Hún fær ekki áburð eins og góða rótin. Foreldrar eiga að líta á sig sem sáðmenn og gæslumenn hins fijó- sama akurs barna sinna. Þeir verða að spyija sig hvaða fræ hafa gildi og hvaða fræ ber að forðast. Þeir bera framábyrgð á uppskerunni og þurfa að spyija: „Hvaða fræjum vilj- um við sá?“ Þeir geta beitt þekkingu sinni og vonað að uppskeran verði góð. En þeir geta aldrei verið vissir um að góðu fræin beri ávöxt - lífið er of flókið til þess og veðráttan brigðul. For- eldrar verða nefnilega að treysta á að aðrir standi sig líka, t.d. kennarar, vinir og samfélagið sjálft. Foreldrar leyfa og banna eða eru afskipta- Iausir. Jesú sagði: „Leyfið bömunum að koma til mín.“ Það er á valdi foreldra yngri barna hvort þeir vilja sá eða láta sá fræjum trúar- innar Foreldrar sem telja að kenning Jesú hafi gildi geta farið með bömin í sunnudagaskóla. Þar er fólk sem sáir orðum hans. Enginn veit þó hvort þau falla í grýtta jörð, meðal þyrna eða í góða. Það fer e.t.v. líka eftir áburðinum sem borinn er á orð hans hvort ávöxturinn verði enginn, þrítugfaldur eða hundraðfaldur. Foreldrar velja og hafna fyrir bömin sín og ákvarðanir þeirra vega ávallt þungt. Framboðið á fræjum er feikilegt og ábyrgðin af þeim sök- um mikil og ræktun við akurinn nauðsyn. Jörðin er plægð og fræin vilja þangað öll - og ekki má gleyma því að skrattinn vildi skapa mann og skynlaus köttur varð úr því. Speki: Uppalandinn er sáðmaðurinn á akri bamsins og samfélagið tíðarfarið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.