Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ BRAGIFREYMÓÐSSON UNGI maðurinn sem fór vestur um haf og gerði garðinn frægan. > Þegar litið er um öxl fínnst mér ekki svo ýkja langt síðan að Bragi var 15 ára unglingur norður á Ak- ureyri og á þessu sést best hversu mikil blekkingarmeistari tíminn er, enda grána hárin fyrr en varir, það er bæði gömul saga og ný. Og nú þegar hugsað er til þessara löngu liðnu æskuára, þegar við vinirnir, Kristján Eiríksson, Eggert Krist- jánsson, Sigurbjöm Bjarnason, Ólafur Hallgrímsson og við Bragi hittumst á kvöldin inni á gamla pósthúsinu við Hafnarstræti, sem ^ var alltaf opið fram eftir til að menn gætu sótt póstinn í hólfin sín, þá sér maður nú hversu tímarnir eru breyttir já, gjör- breyttir. Pósthúsið gamla var okkur at- hvarf, okkar annað heimili, þar sem ríkti bæði gleði og gáski, enda voru kvöldvökur þessar alveg með sér- stökum blæ og ómiss- andi þáttur í okkar skemmtanalífi. Aurar- áð okkar voru að vísu takmörkuð og freist- ingar því fáar, en mér er spurn hvort hægt væri að bjóða æsku- fólki nú upp á slíkt á þessari miklu sjónvarps- „pizzu-“, skyndibita- og tölvuleikja-öld. Ja, heimur versnandi fer, það fer ekki á milli mála. Fjórtán ára gamall þreytti Bragi próf, þ.e. inntökupróf upp í Menntaskólann á Ak- ureyri og sat þar á skólabekk í samfleytt sex ár. Skólaganga hans var í vissum skilningi með þeim ein- dæmum að hann boð- aði aldrei veikindafor- föll einn einasta kennsludag á öllu þessu sex ára tímabili og afrek hans er í rauninni enn furðulegra sökum þess að í þá daga var kennsla aldrei felld niður vegna veðurs og eftir á að hyggja rekur mig ekki minni til þess að það hafi gerst utan einu sinni og þá vegna farsóttar sem geisaði í bænum í nokkra daga en alls ekki vegna veðurs. Fáir búa yfir jafnmikilli skapfestu og viljastyrk og Bragi Freymóðsson. Að mínu viti er hann sá sjálfsagaðasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Foreldrar hans skildu meðan hann var enn á unga aldri og þar má ef til vill finna skýr- inguna á þessum ótrúlega sjálfsaga. Það má því til sanns vegar færa að hann hafi sumpart alið sig sjálf- an upp eða gengið sér sjálfum í föðurstað, ef svo má að orði kveða. Með þessum orðum er engan veginn verið að kasta rýrð á öðlingskonuna Steinunni Jónsdóttur, móður hans. Bragi þótti afburðanámsmaður á Þær Rannveig, Helena og Hafdís fóru á fitubrennslunámskeið fyrir einu ári. Samtals misstu þær 38 kíló og hafa haldið þeim árangri. Komdu og vertu með á þessu frábæra námskeiði. Flestar ná að missa 5-10 aukakíló og læra aö halda þeim árangri varanlega! j , Mefot 4. mwíó Þjálfun 3-5x í víku Fitumælingar og viktun’ Matardagbók Uppskriftabæklingur að fitulitlu fæði Mappa m. fróðleik og upplýsingum Mjög mikið aðhald Vinningar dregnir út í hverri viku Frítt 3ja mán. kort fyrir þær 5 samviskusömustu! AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 8-vikna fitubrennslunámskeið Framhaldshópur - fyrir allar þær sem hafa verið áður á námskeiðurtum okkar. Nýtt fræðsluefni. Mikið aðhald. Morgunhópur Daghópur Kvöldhópar Barnagæsla SkráningíSírna -6 kg -20 kg áiáúœx aðsett menntaskólaárunum sínum og reyndar líka að þeim loknum, enda var hann brautskráður úr stærð- fræðideild MA árið 1940 með næst- hæstu einkunn, en Ragnar Thorar- ensen, vinur hans og stofnandi fyr- irtækisins Magnavox, síðar vinnu- veitandi Braga og starfsbróðir, var hins vegar dúxinn. Sennilega hefur enginn lýst Braga betur én einmitt skólamaðurinn mikli og mannþekkj- arinn glöggi, Sigurður Guðmunds- son, skólameistari, en hann kallaði hann jafnan „Braga skarpa" og það með ólíkt þyngri persónuþrungnari áherslu á lýsingarorðið en eigin- nafnið. Á sumrin stundaði Bragi sjóinn og var að minnsta kosti tvær vertíð- ir á síldveiðum á skipi hjá föður- bróður sínum, Agli Jóhannssyni, skipstjóra. En svo kom blessað stríðið og íslendingar fóru smám saman að rétta úr kútnum, enda nóg atvinna í boði hjá setuliðinu. Þótt Bretar væru ef til vill ekki jafnglöggir mannþekkjarar og Sig- urður Guðmundsson, skólameistari, voru þeir samt sem áður ekki lengi að átta sig á því hvers konar mann, þ.e. mannkostamann, Bragi Frey- móðsson hafði að geyma. Hann var því umsvifalaust ráðinn og sendur til starfa norður til Siglufjarðar. Sem túlkur breska setuliðsins þar naut hann fádæma álits jafnt með- al hárra sem lágra, enda var hann ýmist í kaffiboðum eða matarveisl- um hjá helstu broddborgurum stað- arins og ég er ekki frá því að ungu stúlkurnar hafi litið hann hýrara auga en okkur hina þessa sauðs- vörtu. í þann tíð vann undirritaður í Síldarverksmiðjum ríkisins og það verður að segjast eins og er að hann gegndi þar ekki neinni sér- stakri virðingarstöðu, enda var vinnan fyrst í stað aðallega fólgin í því að smyija koppa, þ.e.a.s. smur- koppa. Mikil óþrif fylgdu þessu starfi og var sá sem gegndi því jafnan kallaður „drullubassi". Túlk- urinn hafði það fyrir sið að heim- sækja drullubassann í vinnuna svo lítið bæri á og það einkum á kvöld- in, þegar sá síðar nefndi var á vakt til miðnættis. Erindi túlksins var yfirleitt ekki annað en að tilkynna mér vesalingnum í vinnunni að hann væri að fara í bíó eða ball á hótel Siglunesi. Mér fannst þetta í sann- leika sagt ekkert vinabragð af hans hálfu og hef ég í rauninni aldrei fyrirgefið honum þessa strákslegu stríðni, en nú í tilefni af 75 ára afmæli Braga hef ég ákveðið af hjartagæsku minni að erfa þetta ekki lengur við hann. Eins og þegar hefur verið greint frá hefur Bragi Freymóðsson jafnan verið í miklum metum jáfnt hjá lærimeisturum sem skólafélögum, vinum sem vandamönnum, vinnu- veitendum sínum Bretunum á Siglufírði sem blómarósum staðar- ins, en hitt vissi ég ekki fyrr en nú nýlega að hann hefði ennfremur vakið mikla og varanlega athygli og aðdáun fyrir það hversu vel og listilega hann steig dansinn á kaffi- kvöldunum góðu í MA í gamla daga. Svo var mál með vexti að ég hitti Sigurð Helgason, stærðfræðinginn okkarsnjalla, 1. desember við vígslu Landsbókasafns íslands og Há- skólabókasafns í þjóðarbókhlöð- unni. Við tókum þar tal saman og fyrr en varði vorum við farnir að rifja upp gamlar minningar úr menntaskóla eins og gengur og gerist. Sigurður sagðist meðal ann- ars eiga 50 ára stúdentsafmæli í vor og lét þess ennfremur getið að sem busi hefði hann alltaf dáðst að því hvað við Bragi hefðum verið fótfimir og léttstígir á dansgólfinu og sagði með þónokkrum áhérslu- þunga: „Já, sem busi leit ég reglu- lega upp til ykkar.“ „En hættur því núna?“ spurði ég hann svo að bragði, en Sigurður gaf ekkert út á það. Meðan aðrir taka eitt skref, tekur Bragi tvö ef ekki þijú, svo léttur er hann í spori. Hversu oft og lengi sem ég hef reynt, hef ég ekki enn komist með tærnar þar sem hann hefur hælana og mun ég ekki vera einn um það. Mér yrði nú líklega best lýst sem langþreyttum spor-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.