Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 13
LANDIÐ
Skaldskapur
o g skynsemi
ÞORSTEINN Gylfason heimspek-
ingur flytur opinberan fyrirlestur
við Háskólann á Akureyri á morg-
un, öskudag, sem nefnist „Skáld-
skapur og skynsemi“.
Margir vilja hafa einhvers konar
togstreitu eða jafnvel fjandskap á
milli skáldskapar og skynsemi, eins
og á milli lista og vísinda. Þessi
hugmynd setur m.a. svip á skrif
heimspekinga um líkingar sem eru
býsna fyrirferðarmikil á síðari
árum. Hugmyndin veldur því að
heimspekingar eiga erfitt með að
finna skáldlegum líkingum stað í
rökfræðilegum kenningum sínum
um mál og merkingu. I lestrinum
verður tvíhyggjunni um skáldskap
og skynsemi andmælt og reynt að
bregðast við vanda heimspeking-
anna um líkingar.
Þorvaldur Gylfason er Akur-
eyringum að góðu kunnur vegna
fyrirlestra sinna í bænum, en fyrir-
lesturinn sem hann flytur á morg-
un verður í stofu 24, 2. hæð, í
húsnæði háskólans við Þingvalla-
stræti og hefst kl. 20.30.
-----» ♦ ♦-----
Altarisganga
ALTARISGANGA verður í Ka-
þólsku kirkjunni, Eyrarlandsvegi
26 á Akureyri á morgun, öskudag,
1. mars kl. 18.00.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Dómpápar á Akureyri
NOKKRIR dómpápar hafa haldið
sér í innbænum á Akureyri og
eta þar reyniber af tijám. Þetta
er einn karlfugl, sem er fagur-
rauður á bringu og 6 kvenfugl-
ar. Hafa þessir fuglar vakið at-
hygli, en þeirra hefur einnig orð-
ið vart í Reykjavík, nánar tiltek-
ið i skógræktinni í Fossvogi.
Dómpápa varð fyrst vart á Aust-
urlandi árið 1994, en þeir eru
af finkuætt og verpa um mest
alla Evrópu, frá Azoreyjum og
austur eftir Asíu. Þeir eru yfir-
leitt staðfuglar, t.d. á Bretlands-
eyjum. Þó kemur fyrir að þeir
flakka út fyrir sín heimkynni og
koma þá hingað, sennilegast frá
Skandinavíu. Upp á síðkastið
hafa dómpápar sést víða um land
og er gizkað á að hér séu um
40 til 50 fuglar. Kynin má auð-
veldlega þekkja í sundur, þar
sem karlfuglinn er n\jög Iitskrúð-
ugur. Hann hefur strekrauð-
bleika bringu og grátt bak. Höf-
uðið er svart eins og á kvenfugl-
inum, og vængirnir svartir og
stélið svart með hvíturn gump
og eitt hvítt vængbelti. Þetta eru
skógarfuglar og gefa frá sér
auðþekkt tíst, segir Gunnar Þór
Hallgrímsson, sem er áhugamað-
ur um fugla.
.. Morgunblaðið/Björn Blöndal
FJOLDI fólks stóð úti þegar loka átti kjörstað og var það ýmist drifið inn í kirkjuna eða í fundar-
sal safnaðarheimilisins Kirkjulundar.
Meirihluti samþykkti tillögu að nýju safnaðarheimili
Ortröð myndaðist á
kjörstað í slæmu veðri
Keflavík - „Fólk sýndi mikið lang-
lundargeð við þessar aðstæður og
ég hugsa að það hafi aðeins verið
um það bil rúmlega 100 manns ver-
ið búnir að kjósa þegar loka átti
kjörstað og þá biðu um 300 manns
fyrir utan í slæmu veðri. Við komum
þessu fólki inn í kirkju og í fundar-
salinn í Kirkjulundi þannig að þeir
sem vildu og gerðu vart við sig fyr-
ir utan fengu að kjósa," sagði Jónína
Guðmundsdóttir formaður sóknar-
nefndar Keflavíkurkirkju að loknum
kosningum og talningu á tillögu um
byggingu nýs safnaðarheimilis á
kirkjulóðinni. Tillagan var samþykkt
með 295 atkvæðum gegn 190 og
greiddu 485 atkvæði af um 5.400
sem voru á kjörskrá.
„Ég er vitaskuld ákaflega ánægð
með þessa niðurstöðu sem sýnir af-
gerandi vilja með byggingunni og
sýnir um leið að sú kynning sem við
höfum verið með hefur skilað ár-
angri,“ sagði Jónína Guðmundsdótt-
ir. Safnaðarfundur var haldinn í
kirkjunni áður en til kjörfundar kom
og sagði Jónína að þar hefði verið
hægt að afgreiða málið, en andstæð-
ingar byggingar safnaðarheimilisins
hefðu haldið uppi málþófi og það
hefði leitt til þess að kjörfundurinn
hefði orðið helmingi styttri en áætlað
var.
Jónína sagði að margir eldri borg-
arar hefðu látið sig hafa það að
standa lengi úti til að geta greitt
atkvæði. Framkvæmd kosninganna
hefði farið úrskeiðis því alltof langan
tíma hefði tekið að afhenda kjör-
gögn. Páll Sólberg Eggertsson tals-
maður andstæðinga byggingar safn-
aðarheimilisins sagði að menn
myndu virða þessi úrslit og hann
ætti ekki von á eftirmálum af sinni
hálfu. Þetta er í annað sinn sem
kosið er um byggingu safnaðarheim-
ilis á kirkjuióðinni. í október 1993
var felld tillaga um aðra byggingu
sem nú hefur verið endurskoðuð og
t.d. lækkuð um 3 metra.
Bifreiða-
stjóri veð-
urtepptur
í 11 dagaá
Reykhólum
Miðhúsum - Brandur Her-
mannsson, bifreiðastjóri hjá
Vesturleið, sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði
verið veðurtepptur 11 daga á
Reykhólum vegna ófærðar í
febrúar og tvisvar sinnum hef-
ur hann verið veðurtepptur tvo
daga í einu.
Brandur komst sl. mánudag
frá Búðardal í Reykhólasveitina
og er nú tepptur vegna ófærðar
í Króksfjarðarnesi.
Snjóflóð var nýfallið í Gils-
firði, vestanvert við Brekku, og
annað hafði fallið í Hvolsdaln-
um í Saurbænum en náði ekki
niður á veg. Ula gengur að
halda veginum opnum á milli
Reykhóla og Króksfjarðarness,
en erfítt virðist að finna snjó-
létt vegastæði.
PÁLL Sólberg Eggertsson óskar sóknarprestinum í Keflavík,
séra Ólafi Oddi Jónssyni, og Jónínu Guðmundsdóttur, formanni
sóknarnefndar, til hamingju með úrslitin.
SflKLEYSl
QLflTðÐ
ÁSTRÖMOmHI