Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 13 LANDIÐ Skaldskapur o g skynsemi ÞORSTEINN Gylfason heimspek- ingur flytur opinberan fyrirlestur við Háskólann á Akureyri á morg- un, öskudag, sem nefnist „Skáld- skapur og skynsemi“. Margir vilja hafa einhvers konar togstreitu eða jafnvel fjandskap á milli skáldskapar og skynsemi, eins og á milli lista og vísinda. Þessi hugmynd setur m.a. svip á skrif heimspekinga um líkingar sem eru býsna fyrirferðarmikil á síðari árum. Hugmyndin veldur því að heimspekingar eiga erfitt með að finna skáldlegum líkingum stað í rökfræðilegum kenningum sínum um mál og merkingu. I lestrinum verður tvíhyggjunni um skáldskap og skynsemi andmælt og reynt að bregðast við vanda heimspeking- anna um líkingar. Þorvaldur Gylfason er Akur- eyringum að góðu kunnur vegna fyrirlestra sinna í bænum, en fyrir- lesturinn sem hann flytur á morg- un verður í stofu 24, 2. hæð, í húsnæði háskólans við Þingvalla- stræti og hefst kl. 20.30. -----» ♦ ♦----- Altarisganga ALTARISGANGA verður í Ka- þólsku kirkjunni, Eyrarlandsvegi 26 á Akureyri á morgun, öskudag, 1. mars kl. 18.00. Morgunblaðið/Rúnar Þór Dómpápar á Akureyri NOKKRIR dómpápar hafa haldið sér í innbænum á Akureyri og eta þar reyniber af tijám. Þetta er einn karlfugl, sem er fagur- rauður á bringu og 6 kvenfugl- ar. Hafa þessir fuglar vakið at- hygli, en þeirra hefur einnig orð- ið vart í Reykjavík, nánar tiltek- ið i skógræktinni í Fossvogi. Dómpápa varð fyrst vart á Aust- urlandi árið 1994, en þeir eru af finkuætt og verpa um mest alla Evrópu, frá Azoreyjum og austur eftir Asíu. Þeir eru yfir- leitt staðfuglar, t.d. á Bretlands- eyjum. Þó kemur fyrir að þeir flakka út fyrir sín heimkynni og koma þá hingað, sennilegast frá Skandinavíu. Upp á síðkastið hafa dómpápar sést víða um land og er gizkað á að hér séu um 40 til 50 fuglar. Kynin má auð- veldlega þekkja í sundur, þar sem karlfuglinn er n\jög Iitskrúð- ugur. Hann hefur strekrauð- bleika bringu og grátt bak. Höf- uðið er svart eins og á kvenfugl- inum, og vængirnir svartir og stélið svart með hvíturn gump og eitt hvítt vængbelti. Þetta eru skógarfuglar og gefa frá sér auðþekkt tíst, segir Gunnar Þór Hallgrímsson, sem er áhugamað- ur um fugla. .. Morgunblaðið/Björn Blöndal FJOLDI fólks stóð úti þegar loka átti kjörstað og var það ýmist drifið inn í kirkjuna eða í fundar- sal safnaðarheimilisins Kirkjulundar. Meirihluti samþykkti tillögu að nýju safnaðarheimili Ortröð myndaðist á kjörstað í slæmu veðri Keflavík - „Fólk sýndi mikið lang- lundargeð við þessar aðstæður og ég hugsa að það hafi aðeins verið um það bil rúmlega 100 manns ver- ið búnir að kjósa þegar loka átti kjörstað og þá biðu um 300 manns fyrir utan í slæmu veðri. Við komum þessu fólki inn í kirkju og í fundar- salinn í Kirkjulundi þannig að þeir sem vildu og gerðu vart við sig fyr- ir utan fengu að kjósa," sagði Jónína Guðmundsdóttir formaður sóknar- nefndar Keflavíkurkirkju að loknum kosningum og talningu á tillögu um byggingu nýs safnaðarheimilis á kirkjulóðinni. Tillagan var samþykkt með 295 atkvæðum gegn 190 og greiddu 485 atkvæði af um 5.400 sem voru á kjörskrá. „Ég er vitaskuld ákaflega ánægð með þessa niðurstöðu sem sýnir af- gerandi vilja með byggingunni og sýnir um leið að sú kynning sem við höfum verið með hefur skilað ár- angri,“ sagði Jónína Guðmundsdótt- ir. Safnaðarfundur var haldinn í kirkjunni áður en til kjörfundar kom og sagði Jónína að þar hefði verið hægt að afgreiða málið, en andstæð- ingar byggingar safnaðarheimilisins hefðu haldið uppi málþófi og það hefði leitt til þess að kjörfundurinn hefði orðið helmingi styttri en áætlað var. Jónína sagði að margir eldri borg- arar hefðu látið sig hafa það að standa lengi úti til að geta greitt atkvæði. Framkvæmd kosninganna hefði farið úrskeiðis því alltof langan tíma hefði tekið að afhenda kjör- gögn. Páll Sólberg Eggertsson tals- maður andstæðinga byggingar safn- aðarheimilisins sagði að menn myndu virða þessi úrslit og hann ætti ekki von á eftirmálum af sinni hálfu. Þetta er í annað sinn sem kosið er um byggingu safnaðarheim- ilis á kirkjuióðinni. í október 1993 var felld tillaga um aðra byggingu sem nú hefur verið endurskoðuð og t.d. lækkuð um 3 metra. Bifreiða- stjóri veð- urtepptur í 11 dagaá Reykhólum Miðhúsum - Brandur Her- mannsson, bifreiðastjóri hjá Vesturleið, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið veðurtepptur 11 daga á Reykhólum vegna ófærðar í febrúar og tvisvar sinnum hef- ur hann verið veðurtepptur tvo daga í einu. Brandur komst sl. mánudag frá Búðardal í Reykhólasveitina og er nú tepptur vegna ófærðar í Króksfjarðarnesi. Snjóflóð var nýfallið í Gils- firði, vestanvert við Brekku, og annað hafði fallið í Hvolsdaln- um í Saurbænum en náði ekki niður á veg. Ula gengur að halda veginum opnum á milli Reykhóla og Króksfjarðarness, en erfítt virðist að finna snjó- létt vegastæði. PÁLL Sólberg Eggertsson óskar sóknarprestinum í Keflavík, séra Ólafi Oddi Jónssyni, og Jónínu Guðmundsdóttur, formanni sóknarnefndar, til hamingju með úrslitin. SflKLEYSl QLflTðÐ ÁSTRÖMOmHI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.