Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 45 MINIMINGAR margra góðra tilfinninga, fyllum hugann af þakklæti fyrir það liðna. Minningarnar munu ylja. Gerum þetta af sömu reisn og sama æðru- leysi og Guðmundur okkar barðist við krabbameinið. í guðs friði. Vilborg Traustadóttir og fjölskylda. En eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt. Þetta brot úr kvæði Vilhjálms Vilhjálmssonar, best þekkt í flutn- ingi hans, segir í raun það sem mér býr í brjósti nú á þeirri stund sorg- ar sem nú hefur dunið yfír. í dag er mikilmenni borið til hinstu hvíld- ar, ástkær frændi og vinur, Guð- mundur Sveinsson, Strandamaður búsettur í Hafnarfírði. Mikilmenni sökum traustrar vináttu, mikillar starfsorku, ómældrar lífsgleði og væntumþykju, sér í lagi sem fjöl- skylduföður. Guðmundur, eða Gvendur eins og minn armur ættar okkar nefndi hann, dvaldi mörg sumur í sveit hjá afa mínum og ömmu á Sauðanesi við Siglufjörð eftir að fjölskylda hans fluttist að vestan og á mölina. Sveitin var sterk í huga hans og því lá beint við að fá að vinna hjá Trausta frænda sínum innan um fólkið sem hann þekkti svo vel úr Djúpuvík. Þessi sumarstopp hans á unglingsárunum leiddu svo af sér sterk tengsl hans við afa, ömmu og okkur hin frá Sauðanesi. Þau tengsl héldust allt til föstudagsins 17. febrúar 1995 að sláttumaður, ólíkur þeim sem Gvendur þekkti, knúði dyra og fékk inngöngu eftir langt stríð. Mín fyrsta minning tengd Gvendi er þegar hann sendi afa og ömmu plötu með söng hljómsveitarinnar Randvers. Þá vissi ég fyrst af frændanum fræga sem öðlaðist nú mikinn dýrðarljóma í hug smágutta úr sveitinni, sem trúði nú að fyrst þessi kúasmali væri orðinn frægur hlyti ég að fylgja í kjölfarið. Gvend- ur var lífsglaður með eindæmum, kankvísa brosið falið í alskegginu lifír í mínu minni að eilífu og sjald- an sást hann skipta skapi. Því var það alltaf mikið tilhlökkunarefni þegar von var á honum í sveitina. Hann var auðfenginn með í leiki með okkur guttunum og er byijað var að spila fótbolta gat sá leikur staðið lengi fram yfir háttatíma og önnur mörk velsæmis, auðvelt var að fá frænda til að gleyma tímanum með okkur hinum þegar hann var byrjaður að sparka á annað borð. Gvendur var mikill söngmaður, m.a. þekktur sem meðlimur Rand- vers ásamt samkennurum sínum í Oldutúnsskóla. Söngurinn tengist sterkt minningunni um hann því koma hans leiddi oft af sér gleðskap á bænum þar sem mikið var gant- ast og sungið og fór Gvendur þar yfírleitt fremstur í flokki góðra vina. Það var svo vorið 1989 að kynni mín af Gvendi og fjölskyldu hans urðu veruleg. Gvendur var alla tíð hugfanginn af fótbolta og var á þessum tíma í stjórn knattspyrnu- deildar hjá liði sínu FH í heimabæn- um Hafnarfirði. Ég var þá ósáttur í mínu liði en eftir heimsókn hjá frænda á Stekkjarhvamminum var vandamál mitt úr sögunni. Á nokkr- um tímum var búið að gera mig að FH-ingi. Ég sneri aftur til náms en að skóla loknum gat ég gengið að öllu vísu, frændi var búinn að „redda“ öllu því sem var hægt að redda. Ég dvaldi næstu tvö ár í FH og á meðan á því stóð var ég eins konar heimalningur fjölskyldunnar í Stekkjarhvamminum og fékk að kynnast þeirri manngæsku og ást sem réð ríkjum á heimilinu. Við frændur tengdumst nú sama liði í áhugamáli okkar og umræðurnar um liðið og ýmislegt tengt því voru aldrei kláraðar, sama þó erfitt sé að henda reiður á klukkustunda- fjöldanum. Eftir að ég fluttist úr landi varð erfiðara um vik að hittast en þó var það fastur liður að heimsækja Stekkjarhvamminn þegar farið var t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR HARALDSSON fyrrv. vörubílstjóri, Langholtsvegi 169a, lést í Landspítalanum þann 25. febrúar. Börn hins látna. t Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, BRYNDÍS ÁRNADÓTTIR, andaðist 25. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Jónasdóttir, Árni Markússon, Jónas Árnason, Guðjón Árnason, Rannveig Gunnlaugsdóttir, Halldóra Árnadóttir, Jónas Ágústsson, Ragnheiður Árnadóttir, Sigurður Sigurðsson, Kristján Árnason, Rósa Kristmundsdóttir, María Árnadóttir, Karl Karlsson og frændsystkin. t ÓLI MAGNÚS ÍSAKSSON, Dyngjuvegi 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðviku- daginn 1. mars kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Bogi Nilsson, Gunnar Petersen. + . V: m ' % U S1 ^ W Útför ástkærs sambýlismanns míns, sonar okkar og bróður, HILMARS B. GUÐMUNDSSONAR tannlæknis, Hjarðartúni 7, Ólafsvík, fer fram frá Kristkirkju í Landakoti fimmtudaginn 2. mars og hefst athöfn- in kl. 13.30. Björgunarsveit Ólafsvíkur hefur stofnað sérstakan minningarsjöð um Hilmar við Sparisjóð Ólafsvíkur, reikningsnúmar 401802, og eru þeir, sem vildu minnast hans, t.d. með krönsum og blómum, beðnir að láta andvirðið renna í þann sjóð. Kolbrún Steinunn Hansdóttir, Hedwig Meyer og Guðmundur Guðjónsson, Guðjón Karl Guðmundsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, sem lést þann 22. febrúar, verður jarð- sett frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 2. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag íslands. Unnur.E. Melsted, Gunnar Melsted, Ástrfður L. Eyjólfsdóttir, Gyða Hansdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður, SVEINBJÖRNS JÓHANNSSONAR, Álftamýri 34, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Hafnar- búðum og 1-A Landakotsspítala. Þórdfs Bjarnadóttir, Hildur Sveinbjörnsdóttir. + Þökkum sýnda samúð við andlát og útför GUÐRÚNAR MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR vistheimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55, áðurtil heimilis á Lindargötu 21. Aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar THEÓDÓRU JÓNSDÓTTUR frá Patreksfirði, Ljósvailagötu 22, Reykjavfk. Sérstakar þakkirtil starfsfólks á deild 4-B á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jón S. Guðmundsson, Svanhvít Kristjánsdóttir, Una Sveinsdóttir, Ólafur Sveinsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HALLDÓRU KRISTÍNAR ÞORKELSDÓTTUR, Austurbraut 2, Keflavík, áður Seljavegi 7, Reykjavík. Ásdís Óskarsdóttir, Jóhannes G. Jóhannesson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, stjúp- föður, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS GUNNARSSONAR, Eyjaseli 5, Stokkseyri. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Siggeirsdóttir, Elín Ingólfsdóttir, Ingibjörg Kristfn Ingólfsdóttir, Siggeir Ingótfsson, Sigríður ísafold, Ingólfur Vigfússon, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar og mágkonu, HELGU GUÐRÚNAR INGÓLFSDÓTTUR, Sólheimum 25. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á gjör- gæslu Landspítalans fyrir góða hjúkrun. Fyrir hönd annarra vandamanná, Torfi Þ. Ólafsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samuð og vinarhug við andlát og ^ ^■g útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, H ÞÓRDÍSAR GUÐNADÓTTUR, ^ * I Grýtubakka 22, JH Reykjavík. Mt Haukur Otterstedt, Skúli Garðarsson, Sigþrúður Sigfúsdóttir, Guðrún Otterstedt, Eyjólfur Hilmarsson, Lena Otterstedt, Jón Einarsson, Erna Otterstedt, Kristján Pétursson, Hanna Otterstedt, Kristján Sveinsson og barnabörn. Lokað Tölvudeild Vífilfells verður lokuð í dag, þriðjudag, vegna jarðarfarar JÓNS HARÐARSONAR. Tölvudeildin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.