Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
■
HASKOLABÍÓ
SÍMI 552 2140
Háskólabíó
STÆRSTA BIÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
VEGNA NORÐURLANDARAÐSÞINGS ER HASKOLABIO LOKAÐ
EN VIÐ OPNUM AF KRAFTI FIMMTUDAGINN 2. MARS
SPRENGIDAGUR! I ____Frumsýnd 2. mars. | Frumsýnd 4. mars.
G' I<rG.*rlté«7. D
AKUREYRI
Stórskemmtileg teiknimynd talsett á íslensku. Skógardýrið
Húgó lendir í ótrúlegustu ævintýrum og svo talar hann lika
fína íslensku. Einniq frumsvnd á Akurevri.
Frumsýnd 10. mars
Frumsýnd 17. mars.
ZONE
UV.Iít.rG.viltM: X
AKUREYRI
Wesley Smpes i hórkuspennandi háloftahasar.
Óvæntur glaðningur fellur úr háloftunum í kringum
frumsýningu myndarinnar í Reykjavík og á Akureyri
Frumsýnd 8. mars.
--
SANNAR LYGAR A OLLUM
MYNDBANDALEIGUM
í DAG!!!
/
Bowie
o g Iman
í Suður-
Afríku
^ HJÓNAKORNIN David Bowie
og Iman eru í frægari kantinum.
Hér sjást þau sitja fyrir á Ijós-
mynd í Höfðaborg í Suður-Afr-
íku. Bowie er staddur þar þeirra
erindagjörða að sækja Bihali sýn-
ingu á afrískri list og Iman er
að sitja fyrir hjá tímaritinu
Vogue.
FOLK
Villtu rósimar
stóðuuppúr
► KVIKMYND Andre Techine,
Villtu rósirnar eða „Les Roseaux
Sauvages“, hreppti sigurlaunin
þegar Cesar-verðlaunin voru
afhent. Það vakti athygli að
handrit myndarinnar var skrif-
að á innan við mánuði. Hún var
tekin á 16 mm myndavél og átti
upphaflega að vera sýnd í sjón-
varpi. Techine var auk þess val-
in besti leikstjóri, Gilles Taur-
and og Olivier Massart fengu
verðlaun fyrir besta handrit og
Elodie Bouchez var valin besta
unga leikkona.
Margot drottning eða „La
Reine Margot" fékk fjölda verð-
launa, mestmegnis fyrir leik.
Isabelle Adjani fékk sín fjórðu
Cesar-verðlaun þegar hún var
valin besta leikkona. Hugues
Anglade og Virna Lisi voru síð-
an verðlaunuð fyrir bestan leik
karla og kvenna í aukahlutverki.
Athygli vakti að Gerard Lan-
vin úr myndinni Uppáhaldsson-
urinn eða „Le Fils Prefere" fékk
verðlaun fyrir bestan leik karla
í aðalhlutverki, en hann atti
kappi við engu síðri leikara en
Gerard Depardieu, Daniel Au-
teil og Jean Reno.
Besti ungi leikari var valinn
Mathieu Kassovitz úr Augnaráði
föllnu mannanna eða „Regarde
les Hommes Tomber" og leik-
stjórinn Jacques Audiard var
verðlaunaður fyrir bestu frum-
raun eða sömu mynd.
Besta heimildarmynd var val-
in Staðinn að verki eða „Delits
Flagrants“ frá leikstjóranum
Philippe Rousselot og besta
stuttmynd var Skrúfa eða „La
Vis“ frá leikstjóranum Didier
Flamand.
Það kom fáum á óvart að tón-
skáldið Sbigniew Preisner fékk
verðlaun fyrir bestu tónlist, en
hann samdi tónlist myndar Ki-
eslowskis Þrír litir: Rauður.
Tónlist Preisners þykir setja
sterkan svip á myndir Ki-
eslowskis og meðal annars fjall-
ar mynd hans Þrír litir: Blár um
tónverk.
Steven Spielberg og Gregory
Peck voru sérstakir gestir á af-
hendingunni og hvor þeirra um
sig fékk Cesar-heiðursverðlaun.
Spielberg skipti ekki skapi þótt
mynd hans Listi Schindlers væri
ekki valin besta erlenda kvik-
myndin. Sá heiður fór til Mike
Newells fyrir myndina Fjögur
brúðkaup og jarðarför.
CHRISTOPHER Lambert og Beatrice Dalle brosa til ljósmynd-
ara á afhendingunni.
HUGH Grant og Kristin Scott Thomas í myndinni Fjögur brúð-
kaup og jarðarför.