Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Norðurlönd á nýjum nótum AÐ AFSTÖÐNUM þrennum þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild að ESB hafa umræður um framtíð norrænnar samvinnu verið óvenju fjörugar um öll Norðurlönd. Mikill meirihluti þeirra stjórnmálamanna sem tekið hafa til máls hafa stað- fest eða krafist áframhaldandi nor- rænnar samvinnu. í fréttum hefur verið gerð grein fyrir því endurnýj- unarstarfí sem hafist var handa um á haustþingi Norðurlandaráðs í Tromsö. Síðastliðinn mánuð hefur tillaga Svía, um 150 millj. króna niðurskurð á þremur árum, vakið mikla athygli á fjárlögum Ráðherra- nefndarinnar fyrir 1996. Heildarmynd fjölmiðla af framtíð- arhorfum norrænnar samvinnu hef- ur þó ekki verið nægilega skýr. Ein- staka höfundum forystugreina hef- ur tekist að útskýra hugmyndimar á skiljanlegan hátt. Fólk flest gæti þó haldið að nú sé verið að afskrifa norræna samvinnu, samnini Evrópu yfirskyggi allt og að klofningur Norðurlanda í tvær fylkingar sé nú óumflýjanleg staðreynd. Fréttafyr- irsagnir og blaðagreinar í áhyggju- fullum tón leiða okkur auðveldlega í villu vegar. Frá mínu sjónarhorni er þó mikið bjartara yfir. Lítum nú fyrst á fjárlögin. Sænska sparnaðartillagan mætti einstaklega sterkri og samtaka and- stöðu frá hinum löndun- um fjórum. Forsætis- og samstarfsráðherrar töldu tímann illa valinn - þó ekki sé efast um þörf Svía á að spara. Niðurstaðan er sú að fjárlög næsta árs verða skert um 10 millj. d.kr. Það samsvarar 1,4% af heildarfjárlögum sem hljóða upp á 718 millj. d.kr. Ékki verður þó af hefðbundinni vísitölu- uppbót sem hefði hljóð- að upp á u.þ.b. 2,5%. Fjárlög ársins í ár vora upphaflega 50 millj. krónum hærri en fyrir síðastliðið ár. Aukningin frá 1994 til 1995 mun því ekki alveg hverfa fyrir 1996. Að um skerðingu sé yfir- leitt að ræða, er að sjálfsögðu vegna þess að löndin verða að vera sam- mála. í norrænni samvinnu era ekki teknar meirihlutaákvarðanir. Hefur eitthvert landanna eða þingflokkanna sýnt hug á að leggja Norðurlandasamstarf niður vegna ágætis þess evrópska? Umræður um endurnýjun samstarfsins sýna mjög skýrt að svo er ekki. Áhugi Dana á áframhaldandi samvinnu hefur greinilega aukist eftir að Svíar og Finnar gerðust aðilar að ESB. Norð- menn og íslendingar hafa af skiljanlegum ástæðum áhuga á eins föstum samstarfs- formum og unnt er. Bæði finnski forsetinn og forsætisráðherrann hafa lýst yfir áhuga sínum á áframhald- andi norrænni stefnu. í Svíþjóð varð flár- lagastefna ríkis- stjómarinnar til þess að tveir stjómarand- stöðuflokkanna lögðu fram sameiginlega þingtöllögu um áfram- haldandi norrænt samstarf. Er Norðurlandaráð kemur saman í Reykjavík nú í vikunni liggur fyrir skýrsla um endurmat á norrænu samstarfi. Er þar lögð minni áhersla á hið norræna? Alls ekki! Að vísu hafa fjölmiðlar svo sannarlega boð- að að nú sé örlagastund hins „of- vaxna norræna skriffinnskukerfis“ rannin upp. Starfshópur um endur- mat norræns samstarfs, en í honum hafa starfað samstarfsráðherramir og fimm þingmenn (ásamt þremur fulltrúum sjálfstjórnarsvæðanna), mun leggja fram tillögu sem felur í sér bæði varðveislu og þróun nor- rænnar samvinnu. Lagt er til að PSr Stenback Norrænar samstarfs- stofnanir verða ekki fómardýr fjöldamorða, segir Par Stenback, metnaðurinn verður ekki minni né heldur uppgjöf fyrir pólitískri háspennu ESB. ESB-víddin verði dregin inn í sam- starfið og þess auðvitað krafíst að starfsemin öll skuli grandvallast á raunveralegum samnorrænum hagsmunum. Samstarfsstofnanir verða ekki fómardýr fjöldamorða, metnaðurinn verður ekki minni né heldur verður um uppgjöf fyrir pólitískri háspennu ESB að ræða. Þýðing norræna þátt- arins fyrir löndin fímm og sjálf- stjórnarsvæðin þrjú mun hins vegar verða skilgreind upp á nýtt á raun- hæfan hátt, ekki síst með það fyrir augum að brúa bilið á milli land- anna innan og utan ESB. Ef farið verður að tillögu starfs- hópsins um að sameina báðar skrif- stofumar í Kaupmannahöfn á árinu 1996 mun það hafa í för með sér kærkomna nálgun fulltrúa ríkis- stjórna og þingmanna. Á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík mun athygli þingmann- anna trúlega beinast að endurskipu- lagningu Norðurlandaráðs, en ráðið er stofnun þingmannanna. Það verð- ur athyglisvert að fylgjast með hvemig tillögum starfshópsins verð- ur tekið, því þær munu hafa áhrif á uppbyggingu og hlutföll valdsins. Fyrsta skref í evrópska átt er ein- mitt tillagan um að þingflokkarnir fái aukin áhrif, líkt og í Evrópuráð- inu og innan Evrópuþingsins. I besta falli - ef viljinn til endurnýjunar er fyrir hendi - getur Norðurlandaráð orðið enn kröftugri umræðuvett- vangur fyrir mikilvæg norræn og evrópsk málefni. Það liggur sem sagt ekki beint við að túlka niðurstöður starfshóps- ins sem einhvers konar Norður- landa-bölsýni og Evrópu-algleymi. Þeir fimm forsætis- og utanríkisráð- herrar sem hittust á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn 29. janúar hafa þegar fagnað meginþáttum niður- staðnanna. Má vera, að hætta sé á að endurbótatillögumar verði orðn- ar útþynntar og útvatnaðar áður en upp er staðið. Sú hætta er fyrir hendi þegar fimm löndum, fjórum þingflokkum, ríkisstjómum og þing- mönnum ásamt ýmsum sérhags- munahópum leyfíst að leggja orð í belg. Það era forsætisráðherrarnir, samstarfsráðherrarnir, stjórnir þingflokkanna og fulltrúar þess lands er nú tekur við formennsku, Danmerkur, sem munu bera veg og vanda af hvernig til tekst. Norðurlönd á nýjum nótum standa nú frammi fyrir einskonar eldskírn: getum við tryggt (vega- bréfslaust) ferðafrelsi yfir (norsk- sænsku) landamærin? Gildistaka Schengen-samningsins þann 26. mars mun hafa áhrif innan Norður- landa. Ef við getum ekki leyst það vandamál mun stór hluti hins alþýð- lega grandvallar norrænnar sam- vinnu bresta. En það vandamál verður leyst. Höfundur er frnmkvæmdnstjóri Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Hundaskattur og aðrir skrýtnir skattar og gjöld LAUNAMENN hér á landi kvarta í vaxandi mæli undan æ þyngri og þyngri skattabyrði, sem þeir segjast hreinlega vera að kinka undan og hver skyldi lá þeim það, enda fer kaupmáttur þeirra hraðminnkandi með hverjum degi að heita og þeir hugsa nú með mikilli eftirsjá til þeirra tíma þegar þeir forsjálu með- al þeirra áttu þó nokkurn tekjuaf- gang eftir að þeir vora búnir að greiða skuldir sínar. í beinu fram- haldi af þessu mætti geta þess að á frönsku er til málsháttur „býsna sérkennilegur, við fyrstu sýn: „Qui paie ses dettes, s’enriche“, sem mætti íslenska svona: „Sá sem borg- ar skuldir sínar, verður ríkur“, enda höfum við það flest á tilfinningunni, að þessu sé einmitt öfugt farið, þ.e. að menn verði ekki ríkari fyrir bragðið heldur fátækari eða öllu heldur féminni. Enn þegar grannt er skoðað og hugsað þá kemur ann- að í ljós, vegna þess að sá sem hef- ur vit á að fjárfesta í réttum fyrir- tækjum eða fasteignum, hjá réttum aðilum og á hárréttum tíma, hlýtur óhjákvæmilega að komast í góðar álnir með tíð og tíma og með þessum orðum lýkur inngangi mínum. Fyrst langar mig til að ræða lítil- lega um vatnsskattinn eða réttara sagt vatnsgjaldið, sem okkur höfuð- borgarbúum er skylt að greiða til gjaldheimtu Reykjavíkurborgar. Það er ekki tiltökumál að okkur sé gert að borga fyrir tæra og ómengaða vatnið okkar, enda dettur engum í hug að fetta fingur út í það, en hitt er svo annað mál að við greiðum ekki á sama hátt fyrir kalt vatn eins og t.d. heitt vatn og rafmagn sem mælt er með ná- kvæmum þar tilgerð- um mælum. Kalt vatn er mælt á allt annan álagningarkvarða, í senn furðulegan og langsóttan. Vatns- gjaldið miðast nefni- lega við rúmmál húss og stærð lóðar, en hvorki við neyslu né fjölda íbúa eins og víst flestir eða allir halda. Væri ekki hægt að kippa þessu í lag og leysa þetta ófremdar- ástand með því að setja kaldavatns- mæli í hvert hús, sem mætti svo hæglega lesa af um leið og lesið er af heitavatnsmælinum, kynni ein- hver að spyija? Ekkert mál nema það að ráðamenn í íslensku þjóðfé- lagi hafa- það jafnan fyrir sið að taka lítið sem ekkert tillit til skoðana almennings og óska eins og svo mýmörg dæmi sanna. Og gárung- arnir hafa þetta í flimtingum og spyrja hvort ekki mætti rétt eins miða vatnsgjaldið við líkamsstærð húseiganda, þyngd eða jafnvel skó- númer eins og stærð lóðar? En burt- séð frá öllu gamni, þá greiðir undir- ritaður kri 16.448 í vatnsgjald en hann býr einn með konu sinni í stóra húsi, sem gæti hæglega hýst 15-20 manns og ef svo væri yrði gjaldið nákvæm- lega það sama. Er nokk- uð við í þessu? Ég get ekki annað sagt að dýr sé dropinn úr Gvendar- brunni eða hvað svo sem vatnsból borgarinnar nú heita. Rétt er að geta þess þegar í stað að hér er ekki við núverandi borgarstjórn að sakast, vegna þess að viðmiðun- ar- eða álagningarregl- urnar í samræmi við vatnsgjaldið voru víst settar fyrir langa löngu af skattpyndingarmönnum og það býsna óskammfeilnum. Hitt er svo annað mál að núver- andi borgaryfirvöldum hefði verið í lófa lagið að lagfæra þetta og af- nema með öllu þessar fáránlegu álagningarreglur og koma þar með eðlilegri skipan á þessi mála en satt best að segja geri ég mér litlar sem engar vonir um að þau taki á sig rögg og leiðrétti þetta fáheyrða viðmiðunarviðundur eða réttara sagt vitleysu. Ég treysti þeim einfaldlega ekki til þess. Punktur og basta. Og svo er það hundaskatturinn. Ekki era allir allskostar sáttir við hann, enda hefur hann hækkað Halldór Þorsteinsson Má ekki leggja skatta á fleiri dýr en hunda, t.d. ketti og hross, spyr Halldór Þorsteinsson, sem hér gagnrýnir skattheimtu Reykjavík- urborgar. ískyggilega mikið á undanfömum áram og í engu samræmi við þann kostnað, sem fylgir hundaeftirlitinu. Sökum megnar óánægju hundaeig- enda, sem þurfa að greiða tæpar tíu þúsundir í hundaskatt á ári hverju, hefur umboðsmaður Alþingis verið beðinn um að láta í ljós álit sitt á því hvort kostnaðartölur Heilbrigðiseftir- lits Reylqavíkurborgar við hundaeftir- lit geti staðist lögum samkvæmt eða með öðram orðum séu löglegar og réttlátar. Fátt virðist enn um góð og skýr svör, en nú kvað vera leitað með logandi ljósi að allt að því tíu ára gömlum fylgiskjölum eða reikningum í örvæntingarfullri tilraun til að rétt- læta hundaskattshækkanimar, en enn er allt á huldu um árangurinn. Minnir þetta óneitanlega nokkuð á margtí- undaða eftirgrennslan Ríkisendur- skoðunar á glötuðum fylgiskjölum menningarfulltrúans víðfræga við ís- lenska sendiráðið í London. Og ekki orð um það meir. Þetta kann ef til vill að koma úr hörðustu átt, en undirritaður treyst- ir sér til að benda Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar eða borgaryfir- völdum á snjallan mótleik í þessari erfiðu stöðu. Væri t.d. ekki ráð að láta krók koma á móti bragði með því að leggja líka skatt á fleiri dýr eins og t.d. ketti og hross. Við það fengist bæði nýr og velkominn tekju- stofn fyrir borgina og svo væri auð- vitað hægur vandi að lækka hunda- skattinn, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að bæði katta- og hrossaeig- endur yrðu sennilega hundóánægðir með slíka gjaldtöku, en engu að síð- ur yrði þetta farsælasta lausnin á þessu vandræðamáli að mínum dómi. Enda þótt borgarstjórinn okkar nýi sé óumdeilanlega málsnjall, rök- fastur og víðsýnn málafylgjumaður, sem hefur nú þegar sannað að mörgu leyti ágæti sitt og látið margt gott af sér leiða, þá hefur hann líka bragðist vonum manna og það eink- um í einu veigamesta hitamáli. Þess- um æðsta émbættismanni borgar- innar verður t.d. seint fyrirgefið fyrir að hafa látið Machiavelli í íslenskum stjómmálum, hann Þorstein Pálsson, dómsmálaráðherra leika á sig og hræða með hótunum um skaðabóta- mál út af mannvirkjagerð á ákaflega umdeildri lóð fyrir norðan Safnahús- ið. Ingibjörg Rún Gísladóttir má nefnilega muna sinn fífil fegri meðan sól skein í heiði. Vonandi hefur það ekki farið fram hjá neinum lesanda að fyrri liður seinna skírnarnafnsins hefur verið felldur niður af þeirri ein- földu ástæðu að sól Ingibjargar sett- ist fyrst í granninn undir dómshús fyrir hæstarétt og hafnaði loks á sama dýpi og holræsakerfí borgarinn- ar og spumingin er hvort hún muni aftur upp rísa. Ingibjörg á eflaust enn eftir að láta margt gott af sér leiða, en það er hins vegar alveg óvíst hvort henni auðnist að endur- heimta þann geislabaug, sem henni er nú með öllu glataður. Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halidórs. Inn í framtíðina með Novell NetWare 4.1 N O V E L L NetWare Mest selda netstýrikerfið í heiminum í dag. NetWare frá Novell. Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.