Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 29 AÐSENDAR GREINAR Sj ónmenntavettvangur eða einkavettvangnr Á „Sjónmenntavettvangi" Morg- unblaðsins 4. febrúar sl. er að fínna grein sem ber yfírskriftina „Kjarvals- staðir - listaskólar". Höfundur henn- ar er Bragi Ásgeirsson, myndlistar- gagnrýnandi Morgun- blaðsins og kennari við Myndlista- og handíða- skóla Islands. í umfjöllun sinni um skólann og samstarfs- menn sína þar kemst Bragi í mikinn ham og sést lítt fyrir. Sparar ekki stóru orðin og lætur dólgslega. Hann er held- ur ekki vandur að virð- ingu sinni, hallar réttu máli ef svo ber undir. Hrokinn er slíkur að hann telur enga þörf á að leita réttra upplýs- inga áður en hann gerist maraþonblekhlaupari á síðum Morgunblaðsins. Flestir fá sinn skerf af gagnrýninni; skrifstofufólk, fomámsdeildin, list- fræðingar, heimspekingar og aðrir ónafngreindir kennarar við skólann og ennfremur telur hann að um 50% nemenda skólans sé ofaukið. Þessi skrif komu undirrituðum þó ekki á óvart, því líkt og fyrir eldgos höfðu menn orðið varir við hræringar í kringum Braga undanfarið. Karlinn gat ekki á sér setið að hæla sér af væntanlegri ádrepu í Morgunblaðinu og taldi að mörgum myndi illa líka. Það er rétt. Það hefur mörgum og þar á meðal undirrituðum mislíkað stórlega hversu freklega Bragi mis- notar aðstöðu sína sem launaður myndlistargagnrýnandi Morgunbiað- ins til þess að vega að samstarfs- mönnum sínum og þeirri stofnun sem hann starfar hjá. Bragi gerir breytingar á MHÍ á undanfömum áram að umtalsefni, m.a. nefnir hann „tilkomu áfanga- kerfisins líkt og við framhalds- og fjölbrautaskóla". Það er rétt að leið- rétta þennan misskilning strax, en í skólanum hefur ekki verið tekið upp áfangakerfí. Það fyrirkomulag að skipa námsefni í námslotur jafngildir ekki áfangakerfí. Það er hins vegar alveg rétt hjá Braga að MHÍ hefur breyst á undan- fömum áram og þar með fomámið. Að áliti Braga hafa umræddar breyt- ingar þó ekki leitt til framfara. Það er aumt að sitja fastur í fortíðinni. Bragi á erf- itt méð að sætta sig við nútíðina og sér lítt til framtíðar. Allt var betra áður fyrr. Hann segir m.a.: „Grannnámið er því miður svipur hjá sjón frá því sem áður var, og það sem eldri kynslóð kennara tók nokkur ár að byggja upp og skar- aði niðurskiptingu grunnforma, hlutateikn- ingu, lita- og formfræði hefur nánast verið þurrkað út.“ Það virðist Braga víðsíjarri að kynna sér málin áður en hann heldur fullyrðinga- glaður út á ritvöllinn. Áherslur í kennslu hafa að vísu breyst á undan- fömum áram í fomámsdeild hvað varðar val og röðun námsefnis, en sömu námsgreinar eru sem fyrr aðal- námsefni deildarinnar. Sú fullyrðing Braga að umræddar námsgreinar hafí nánast verið þurrkaðar út er því röng. Bragi heldur því einnig fram að þegar séð hafi „móta fyrir þriðja ár- inu í grunnnáminu" hafí það verið „minnkað niður í eitt ár fyrir visku rasspúðasérfræðinga menntamála- ráðuneytisins". Ég veit ekki til þess, að tillaga að lengingu fomámsins í þijú ár hafí nokkra sinni verið sett fram á umræðuvettvangi MHÍ. Sú hugmynd að færa annað ár fomá- msins til sérdeilda kom fyrst fram á seinni hluta áttunda áratugarins og var tekin um það endanleg ákvörðun haustið 1981. Forsendumar sem lágu að baki þessara breytinga voru þær, að menn töldu heppilegra að hluti grannnámsins færi fram í sérdeildum skólans. Bragi sat í skólastjóm á þess- um áram. Hann átti því sinn þátt í þessari ákvörðun, þótt vel geti verið að húsasótt og höfgi valdi minnisleysi hans nú. Bragi er því væntanlega í Bragi sat árum saman í skólastjórn MHÍ, segir Björgvin Sigxtrgeir Haraldsson. Hann ætti að vita, að kennarar geta ekki vísað nemend- um úr skóla. hópi „rasspúðasérfræðinga mennta- málaráðuneytisins“. Þrátt fyrir að fomámið sé aðeins eitt ár hefur það sýnt sig, að nemend; ur sem lokið hafa fornáminu við MHÍ og að því loknu sótt um skólavist í erlendum listaháskólum hafa staðið vel að vígi. Þeir hafa staðið sig með ágætum í inntökuprófum og verið teknir inn að því loknu eða jafnvel beint inn á grundvelli vitnisburðar frá MHÍ. Bragi staðhæfír ennfremur að eftir að fomámið var stytt hafí það verið „látið laga sig að listbrautardeildum framhaldsskólanna". Það rétta er að námsefni fornámsdeildar MHÍ var lagt til grandvallar þegar endurskipu- lagning á námsefni í myndlist fyrir framhaldsskóla fór fram, en það starf var unnið af starfshópi á vegum menntamálaráðuneytisins veturinn 1989-90. Myndlistaskólinn á Akureyri hafði þá þegar sniðið námsefni sinnar deildar að námsefni fornámsdeildar MHÍ. Sömu tortryggni gagnvart breyt- ingum er að fínna í ómaklegri umijöll- un Braga um skrifstofu skólans. Hann virðist ekki hafa neinn skilning á þörfum listaskóla, og því síður listahá- skóla, á skilvirkri skrifstofu. í hans augum er verið að „vélvæða skrif- stofubáknið" og „skrifstofufólkið virðist vera á stöðugum námskeiðum til að læra á græjurnar". Bragi virð- ist t.d. ekki gera sér grein fyrir að samskipti skólans við erlenda háskóla hvort sem er í formi nemenda- eða kennaraskipta fara um skrifstofuna, auk þess sem skrifstofan sinnir hefð- Björgvin Sigurgeir Haraldsson Fækkum vélsleðaslysum með aukínní fræðslu! FYRIR um 25 árum komu fyrstu vélsleðamir hingað til lands. Það var svo fyrir 15-20 árum sem almenning- ur fór að eignast vélsleða og ferðast inná hálendi íslands. Vélsleðarnir urðu fullkomnari og kraftmeiri eftir því sem árin liðu, biluðu minna og menn urðu áræðnari að ferðast um hálendið. Vélsleðar eru skrán- ingarskyldir hjá Bif- reiðaskoðun íslands og skulu vera ábyrgðar- tryggðir hjá vátrygg- ingarfélagi skv. 91. grein umferðarlaga. Samkvæmt umferðar- lögum era vélsleðar flokkaðir undir tor- færutæki og era því skráningarskyld öku- tæki. í 55. grein segir: „Ökuskírteini til að mega stjóma torfæru- tæki má eigi veita þeim sem era yngri en 15 ára enda hafi hann áður fengið tilskilda öku- kennslu." Það vekur undrun hvað mörg ungmenni hafa aðgang að vél- sleðum. Foreldrar ættu að hafa í huga að vélsleðar eru ekki leikföng heldur kraftmikil ökutæki, sem eru stórhættuleg í höndum unglinga sem ekki hafa fengið tilskilda kennslu. Varðandi hjálmanotkun segir í 77. grein: „Hver sá sem er á bifhjóli eða torfæratæki sem er á ferð skal nota hlífðarhjálm." Hjálmur hefur margs- annað gildi sitt sem vörn gegn höfuð- meiðslum og nýtist einnig sem vörn gegn kulda. Undanfarin ár hefur orðið fjölgun á vélsleðaslysum samf- ara fjölgun á vélsleðaeign lands- manna. Þau hafa aldrei verið eins mörg og síðastliðið ár. Slysin verða ekki bara í slæmu skyggni og vondum veðrum. Þau gerast alveg eins við bestu aðstæður, í sól, björtu veðri og góðu skyggni. Orsök slys- anna era yfirleitt: • of mikill hraði, • vankunnátta og van- mat á áðstæðum, • reynsluleysi í ferða- og vélsleðamennsku, • áfengisneysla. Það virðist vera að þeir sem sjaldan fara á vélsleða (fara á sunnu- dögum í góðu veðri) lendi ekki síður í slysum en hinir vanari. Þeir vönu hafa ekki bara meiri reynslu, heldur þekkingu á hinum ýmsu sviðum vélsleða- mennskunar. Nú er kominn tími til að sporna við fótum og hefja forvarn- arstarf. Liður í forvarnarstarfi er fræðsla. Því hefur Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands í samvinnu við Landsamband íslenskra vélsleðamanna (LÍY) skipu- lagt fræðslufundi fyrir vélsleðamenn. Tveir fræðslufundir hafa þegar verið haldnir og voru þeir mjög vel sóttir. Fræðslufundir fyrir vél- sleðamenn hafa verið skipulagðir. Sigrún Óskarsdóttir telur tímabært að sporna við vélsleðaslysum með fræðslu o g forvarn- arstarfí. Sýnir það okkur að þörfin fyrir fræðslu er mikil. Fimm fræðslufundir eru eftir og verður efni þeirra: • Móttaka þyrlu, Landhelgisgæslan. • Veðurfræði. • Ofkæling og útbúnaður vélsleða- manna. • Skyndihjálp á fjöllum. • Akstur vélsleða, viðhald og með- ferð þeirra. Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands selur þeim sem áhuga hafa námsgögn, t.d. um almenna ferðamennsku, skyndihjálp, rötun og fl. Öll fræðsla og upplýs- ingar varðandi öryggi í ferða-og vél- sleðamennsku er til góðs og leiðir væntanlega til fækkunar á slysum. Höfundur er yfirkennari slysavarnasviðs Björgunarskóla Landsbjargar og Slysavamafélags íslands. Sigrún Óskarsdóttir bundinni þjónustu við nemendur og kennara, sem er tímafrek vegna sér- stöðu skólans. í augum Braga felst hins vegar í bættri þjónustu skrifstof- unnar einungis „umbúðavæðing". Alvarlegustu aðdróttanir Braga í umræddri grein varða þó ekki skipu- lag skólans, heldur ónafngreinda ein- staklinga, sem þar kenna. Hann ber sífmum á brýn að þeir hefti skoðana- frelsi nemenda og komi því til leiðar að ,jafnvel efnilegum nemendum í verklegum fögum“ sé „vikið úr skóla, dirfíst þeir að hafa aðrar skoðanir en þeir“. Hann ýjar ennfremur að því að einstaka nemendur séu lagðir í einelti „fyrir aðrar skoðanir í listum og pólitik". Hvorugt getur Bragi stutt rökum eða dæmum, enda reynir hann það ekki. Rakalaus áburður um órétt- mæta brottvísun nemenda er þó sýnu alvarlegri, þar eð hann beinist ekki aðeins að ónafngreindum einstakling- um, heldur felst í honum sú alvarlega ásökun að umfjöllun og afgreiðsla skólastjómar MHÍ sé hlutdræg. Bragi sat áram saman í skólastjóm MHÍ og ætti því að vita að einstakir kenn- arar hafa ekki vald til að vísa nemend- um úr skólanum, heldur heyrir það undir skólastjóm. Nemandi sem vísað hefur verið úr MHI, sem er næsta fátítt, á þess að sjálfsögðu kost að skjóta þeirri ákvörðun til mennta- málaráðuneytisins. Hitt er svo annað mál að undarlegt hlýtur að teljast að hægt sé að fá birt í Morgunblaðinu staðhæfulaus hnjóðsyrði svo alvarlegs eðlis um stofnun og einstaklinga og það í föst- um menningarþætti, sem „Sjón- menntavettvangi", vettvangi sem ætla mætti að skrifaður væri af ábyrgð og hlutleysi eins og vikið var að hér í upphafi. Það sætir furðu, að fastur greinarhöfundur Morgunblaðs- ins eigi þess kost að notfæra sér að- stöðu sína við blaðið til þess að koma höggi á meinta andstæðinga. En sannleikurinn er sá að Bragi var og er greinilega ennþá mjög ósáttur við afgreiðslu skólastjómar á máli eins fyrrverandi nemanda við skólann. Hann kýs að ræða um það mál án þess þó að upplýsa lesendur um að þar geti hann ekki komið fram sem hlutlaus gagnrýnandi. Morgunblaðinu hlýtur að vera það kappsmál að les- endur þess geti gengið út frá því sem vísu að gagnrýnandi á vegum blaðsins sé ekki í slíkum persónulegum tengsl- um við málefni sem hann gerir að umtalsefni, að ætla megi að honum sé ókleift að gæta fyllsta hlutleysis í skrifum sínum. Höfundur er myndlistarmaður og dcildarstjóri fornámsdeildar Myndlista- og handíðaskóla íslands. Aðhald í heil- brigðiskerfinu EITTHVAÐ aðhald í heilbrigðiskerfínu er að sjálfsögðu eðlilegt, eng- inn efast um það. Heil- brigðiskerfíð nær yfir alla íslendinga bæði heilbrigða og sjúka. Sem betur fer eru marg- ir heilbrigðir og þurfa ekkert á heilbrigðis- þjónustu að halda, en til er hópur fólks sem hefur verið svo óián- samt að fá sjúkdóm, ekki bara langvarandi heldur ævihingan. Þetta fólk er ekki hægt að setja í sama hóp og þetta heilbrigða. Margir sjúklingahópar hafa mót- mælt hinu fyrirhugaða tiMsanakerfi, og að sjálfsögðu eram við sem störf- um í hagsmunasamtökum sjúklinga mjög áhyggjufull vegna þeirra erfíð- leika sem bæði geta verið fjárhagsleg- ir og læknisfræðilegir. Heilbrigðisráðherra gat þess í fréttatíma Ríkissjónvarpsins að þessi félagasamtök hefðu fengið sérfræð- inga til að semja þessi mótmæli. Ég vona að hinum háttvirta ráðherra hafi orðið fótaskortur á tungu sinni, því svona litilsvirðingu sýnir maður ekki neinum. Heilbrigðisráðherra kallaði til sín þá sjúklingahópa sem mótmælt hafa hinu nýja tilvísunarkerfí, daginn eftir að hann hafði undirritað það. Hann mætti ekki sjálfur og aðstoðarmaður hans mætti 30 mínútum of seint. Þessi hópur fólks var ekki hafður með í ráðum þegar vinnan við tilvís- unarkerfið var unnin, sem hefðu ver- ið mun þægilegra fyrir báða hópa, þá hefðum við trúlega getað komist að sameiginlegri lausn, án þess að vera að álasa hveiju öðra í fjölmiðlum landsins. Það var lítið nýtt fyrir okkur á þessari kynningu, enda birt í Morg- unblaðinu þennan sama dag. Ráðuneytisstjóri kynnti tilvísana- kerfið sem gert er fyrir hinn venju- lega Islending sem fær sjúkdóma sem hægt er að lækna. Þar kom fram að beina ætti fólki á göngudeildir sjúkrahúsanna í stað þeirrar þjónustu sem sérfræðingar hafa veitt út í bæ. Göngudeildir eru ekki til fyrir alla þessa sjúklingahópa og flestar af þeim sem fyrir eru, era illa í stakk búnar til að anna þeirri aukningu sem þetta hefði í för með sér. Þar kom einnig fram að allar þær kvartanir sem upp koma skal visa til landlæknis, trúlega yrði það mjög þungt í vöfum. Ti( að koma til móts við sjúklinga sem era i tangtímameðferð var tími tilvísananna lengdur frá 12 mánuðum í 18 mán- uði, langtímameðferð er ekki það sama og ævi- löng meðferð. Sjúklingar sem era með ævilanga sjúkdóma mynda i flest öllum til- vikum mjög náin tengsl við sinn sérfræðing, rof á þeim tengslum hefur í för með sér upplausn, óvissuástand og öiyggis- leysi sem getur haft mik- il áhrif á meðferðina. Allir hafa rétt á heil- brigðisþjónustu en í dag stækkar stöðugt sá hóp- ur fólks sem á erfítt með að greiða fyrir þá læknisþjónustu sem það þarfnast. Tökum til dæmis sykur- sjúkling sem búinn er að hafa sjúk- dóminn til fjölda ára, viðkomandi þarf til dæmis að fara í augnskoðun, sem kostar 4.340.00, heimsókn tií Göngudeildir eru ekki til fyrir alla sjúklinga- hópa. Guðrún Þóra Hjaltadóttir segir að göngudeildir, sem starf- ræktar eru, séu illa í stakk búnar til að mæta aukinni aðsókn í kjölfar tilvísanakerfis. efnaskiptasérfræðings 1.750 kr., rannsóknargjald 900 kr., taugalæknis 1.750 kr., samtals 8.740 krónur. Segjum að viðkomandi hafi ekki efni á að borga, viðkomandi fær sendan reikning fyrir upphæðinni, mánuði seinna ítrekun, ekki lagast fjárhagurinn og er þá skuldin send lögfræðingi til innheimtu. Fjárnám? Gjaldþrot? Er þetta heilbrigðiskerfí fyrir alla? Aðstoðarmaður ráðherra, Sigfús Jónsson, leysti það „faglega" á þess- um fundi, hann vildi meina að þeir sem væru á góðum launum eins og hann sjálfur fengju ekki að borga nóg fyrir þá þjónustu sem þeir fengju hjá læknum eða sérfræðingum. Þeir vildu glaðir borga meira. Eins og staðan er í dag hjálpar það ekki okkur hinum. Erum við þá ekki komin aftur að frumskógarlögmálinu. Höfundur er formaður Samtaka sykursjúkra. Guðrún Þóra Hjaltadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.