Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Siyókarlinn minn bráðnaði ... Þið hljótið að hafa verið Ég var hjá honum þeg- ég sé hann aldrei aftur. mjög nánir. ar hann bráðnaði. BRÉF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fleygjum ekki fiski Frá Önundi Ásgeirssyni: ÞAÐ var sama daginn, 4. febrúar, og skýrt var frá því, að þorskur væri talinn útdauður við Kanada, af því að stofnstærð hrygningar- stofnsins væri komin niður í 2.700 tonn, að LÍÚ birti mynd af nýju plakati sínu, sem setja á um borð í öll þeir Fleygjum ekki fiski. Frétt- inni frá Kanada fylgdi, að stofn- stærðin hefði verið 400.000 tonn 1991, og taka myndi 20 ár án veiða að byggja upp stofninn, ef það tækist á annað borð. Norsk- íslenzki síldarstofninn var 10 millj- ón tonn, þegar hann hvarf af Rauða torginu 1968, og Norð- mönnum hefír fram til þessa tekist að halda honum það niðri, að hann hefír ekki leitað þangað aftur. Síld- arstofninum í Hvalfirði var gjö- reytt á tveim árum í byrjun 6. áratugarins, og hefír ekki fundist síðan. Það tók 10 ár að bjarga Suðurlandssíldinni. Hún er nú veidd i troll á dýpi, og ekkert kem- ur á land nema demantssíld, því að við fleygjum ekki físki. Hrygn- ingarstofn þorsksins hér hefir minnkað úr um 1,5 milljónum tonna, eftir að skuttogarabyltingin hófst, og er nú á þessari vertíð talinn vera um 220.000 tonn, eftir því sem helzti sérfræðingur Hafró og landsins um þorskveiðar, Sigfús A. Schopka, fískifræðingur, upp- lýsti í grein í Mbl. 16. desember sl. Þetta er helmingurinn af því, sem var við Kanada 1991. Leyfíst að spyija: Hvenær hrynur stofninn hér? Hvaða viðurlög liggja við því að láta hann hrynja? Er það kannski án ábyrgðar? Fram til þessa hefír LÍÚ látið nægja, að formaðurinn væri látinn segja við fjölmiðla, svo sem tvisvar á ári, að flotinn ætti að hlífa þorsk- inum og ekki drepa smáfísk, sem enginn hefír tekið mark á nema sjávarútvegsráðuneytið. Út á þetta hefír djúpveiðiflotinn síðan skafíð og mengað botninn, allt upp í fjör- ur. Hvemig til hefír tekizt má lesa af ofangreindum tölum. í 8 ár sam- fellt hefír nýliðun þorsksins misfar- ist í góðæri til sjávarins. Þorskur- inn er hættur að hrygna í alla ýld- una frá skuttogurunum. Nú stend- ur yfir 9. hrygningarvertíðin, og ekkert gert þorskinum og þjóðinni til bjargar. LÍÚ vonast nú til þess að fá áframhaldandi heimildir til iðju sinnar, því að þeir geta nú sýnt plakötin um borð í skipunum. Það getur ekki verið neitt að. Al- þýðuflokkurinn ætlar að lækna ástandið með veiðigjaldi eftir 8 ár, og frambjóðendur á Vestfjörðum raða sér nú að baki þeirra, þótt sýnilegt sé að það gjöreyði kjör- dæmi þeirra á þessu næsta kjör- tímabili. Hættið kvótavitleysunni strax, og bannið allar togveiðar minnst innan 50 mílna línunnar. Þess í stað komi fijálsar beituveið- ar, með skyldu til að skila öllum afla á land til fullvinnslu. Guð blessi kónginn. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, fv. forstjóri Olís. Endalok alspryngis Frá Þorsteini Guðjónssyni: UNDANFARIN 30 ár hefur hugs- anafléttan um punktinn alsmáa — sem einn var til og varð að öllu sem er (á milljónasta parti úr sek- úndu!) — verið, ekki aðeins hin virtasta og viðurkenndasta heims- myndunarkenning (kosmógónía), heldur hreinlega talin óhjákvæmi- lega samfléttuð eðlisfræði, stjömu- fræði og fleiri greinum. Það er nú komið í ljós, að svo er ekki. Ef menn vilja ekki trúa því, skulu þeir bara fletta upp í erlendum blöðum — eða fara á Internet. Svo er komið að alspryngisveld- ið riðar til falls! Það fínnst „vetrar- brautaveggur“ sem skagar út úr hinum útreiknaða alheimi. Það fínnst aðdráttarsvið með kraftm- iðju fyúr utan alspryngishvelið. Það fínnast vetrarbrautir, sem eru „eldri en alheimurinn"! Það er meira að segja komið í ljós að sex hundruð milljón ljósára fjarlægar vetrarbrautir sýna eiginhreyfingu miðað við bakgrunnsgeislunina. Allt er i uppnámi. Fyrsta bára hins komandi stór- brims í heimsfræði, sem ég tek eftir hér á landi, er frétt í Morgun- blaðinu 21. febrúar sem byijar þannig: „Afdrifaríkur hjónahvell- ur. Tilraunir mannkynsins til að skilja Hvellinn mikla — frum- sprenginguna við sköpun alheims- ins — hafa stöðvast vegna rifrildis hjóna.“ Síðan kemur útlistun á al- varlegum afleiðingum hjónarifrild- isins, en eiginmaðurinn var reynd- ar starfsmaður við CERN-stofnun- ina í Svisslandi. Þessu henda menn gaman að, þótt það sé ef til vill harmleikur einhverra. En hitt er ekki nein skrítla, að „heimsbresturinn“ er brostinn. Alspryngið er sprungið, og þar með botninn dottinn úr hundrað þúsund ritgerðum eða fleiri, sem hafa verið skrifaðar í trausti þess síðastliðin 40 ár og lengur. Hjá öllu þessu hefði mátt kom- ast, ef menn hefðu viljað hugsa með Giordanó Brúnó, að heimurinn er óendanlegur, og getur ekki ver- ið öðruvísi en þannig, og guð er óendanlegur að afli, getu og ást og getur ekki öðruvísi verið. Það er að byija að rofa til fyrir nýrri öld, þrátt fyrir allt, ekki aðeins hér á jörð heldur miklu víðar. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt I Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.