Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________RÁIMIÐ í LÆKJARGÖTU____________________________ Þrír hettuklæddir menn réðust að peningaflutningamönnum Skeljungs 1 Lækjargötu í gærmorgun Komust undan með 5 milljónir Morgunblaðið/Júlíus FRIÐRIK Stefánsson, starfsmaður Skeljungs, með uppgjörstöskur sem ekki komust í ræningjahendur. EFTIR að hálfbrunnar uppgjörstöskur fundust í Hvammsvík stöðvaði lögreglan alla bíla á leið til borgarinnar, skráði hjá sér númer þeirra og leitaði að þekktum afbrotamönnum. TVEIR hettuklæddir menn réðust á tvo starfsmenn Skeljungs, sem voru að flytja afrakstur helgarsölu bensínstöðva fyrirtækisins í ís- landsbanka í Lækjartorgi í gær- morgun, börðu annan þeirra og rændu af þeim tösku með rúmlega fimm milljónum króna, þar af rúm- lega 3 milljónum í reiðufé og 2 milljónum í ávísunum. Ránið virðist þaulskipulagt og komust ræn- ingjarnir undan á stolnum bíl sem þriðji maðurinn ók en á bílinn höfðu þeir sett stolnar númeraplötur. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er talið að einn ræningj- anna hafi verið kona. Undir kvöld í gær fannst bíll sá sem númeraplöt- unum hafði verið stolið af. Síðdegis í gær fundust hálf- brunnar uppgjörstöskur merktar Skeljungi og fatnaður í íjörunni skammt ofan við Hvammsvík í Hvalfírði. Talið er víst að ræn- ingjarnir hafí komið þeim fyrir þar og reynt að kveikja í þeim. Morgun- blaðið fékk ekki staðfest í gær- kvöldi að í töskunum hefði m.a. verið eitthvað af þeim ávísunum sem stolið var í ráninu. Leit að ræningjunum stóð yfír um Reykjavík og nágrenni fram á kvöld í gær í einhveijum umfangs- mestu lögregluaðgerðum seinni ára í Reykjavík. Maður var handtekinn í gærkvöldi í framhaldi af ákeyrslu á Grandagarði (sjá annars staðar á þessari blaðsíðu) en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru grunsemdir um að hann tengdist ráninu taldar veikar. Barin með slökkvitæki Ránið var framið um kl. 10 í gærmorgun þegar tveir starfsmenn Skeljungs, Katrín Hjálmarsdóttir og Guðbjörg Jakobsdóttir, komu að Islandsbankanum í Lækjargötu eft- ir að hafa verið á ferð milli bensín- stöðva fýrirtækisins í borginni að safna saman töskum með afrakstri sölu laugardags og sunnudags. Stúlkumar hafa ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um atburðinn, en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins réðust að þeim tveir menn um leið og þær stigu út úr bíl merkt- um fyrirtækinu og var önnur þeirra Hálfbrunnar upp- gjörstöskur frá Skeljungi og fatn- aður fundust í Hvalfirði í gær SLÖKKVITÆKI sem önnur stúlkan var slegin með. barin í höfuðið með litlu slökkvi- tæki. Hún var fiutt á slysadeild en ekki talin alvarlega meidd, að sögn Kristins Bjömssonar forstjóra Skeljungs. Mennimir tveir vom samkvæmt lýsingum stúlknanna klæddir í dökka galla og með andlitsgrímur en samkvæmt frásögn vitnis sem horfði á árásina var annar þeirra klæddur í dökkgrænan hermanna- jakka og ljósbláar gallabuxur. Báðir vom með brúnar lambhúshettur á höfði. Mennimir tveir komust undan með peningatöskuna en þó urðu eftir á vettvangi uppgjörspokar frá nokkrum bensínstöðvum. Stolinn bíll — stolnar númeraplötur Ræningjamir forðuðu sér í hvítan Saab-bíl sem þriðji aðilinn ók. Skömmu eftir að ránið var til- kynnt lögreglu fannst hvítur SAAB- bíll ræningjanna, þar sem honum hafði verið lagt við bílskúr inni á lóð við Ásvallagötu. Inni í honum var peningataskan tóm. Bílnum hafði verið stolið og sett á hann stolin skráningarnúmer. Taskan hafði verið útbúin með sérstökum þjófavarnarbúnaði sem var þannig úr garði gerður að þeg- ar taskan færi í ákveðna fjarlægð frá þeim sem hana átti að bera og var með lykilinn á sér færi taskan að ýla og spýtti síðan bláleitu dufti yfir innvols töskunnar og nær- stadda yrði reynt að opna hana. Þjófavarnarbúnaður virkaði ekki Peningarnir voru hins vegar sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins í uppgjörstöskum ofan í tösk- unni með þjófavarnarbúnaðinum. Hinn sérstaki þjófavarnarbúnað- ur töskunnar virkaði ekki þegar til átti að taka og komust ræningjarn- ir undan með peningana. Kristinn Bjömsson forstjóri Skeljungs sagði að starfsmenn fyr- irtækisins hefðu í einu og öllu fylgt þeim fyrirmælum sem þeim hafí verið sett um hvernig standa skuli að peningaflutningum af þessu tagi. íbúar urðu einskis varir Rannsóknarlögregla ríkisins stjórnaði rannsókn á vettvangi þar sem bíllinn fannst. íbúar nálægra húsa sem Morgun- blaðið ræddi við kváðust einskis hafa orðið varir. Kona í nálægu húsi kvaðst hafa tekið eftir bílnum í stæði við bílskúr sinn. Hún kvaðst hafa hringt í ná- granna sína til að kanna hvort þeir þekktu til bílsins og þegar svo reyndist ekki vera hafi hún ætlað að hringja í lögreglu en um sama leyti hafí lögreglan komið að og fundið bílinn. Lögreglan fékk sporhund á vett- vang á Ásvallagötu og sá hljóp hring um nágrennið án þess að það skilaði áþreifanlegum vísbending- um um ferðir ræningjanna. Umfangsmikil leit Lögregla hóf strax umfangsmikla leit að ræningjunum, og auk RLR tók fíkniefnalögreglan þátt í þeirri leit, heimsótti aðsetur kunnra af- brotamanna og stöðvaði þá á götu. Meðal annars var fíkniefnalög- reglan á ferð í Tryggvagötu í há- deginu og stöðvaði þá ferð manns- ins, sem síðar var handtekinn á Grandagarði undir kvöld, en honum og fjórum félögum hans var sleppt að loknu stuttu viðtali enda þótti ekkert þá benda til að hann væri viðriðinn málið. Reynt að kveikja í uppgjörstöskum Á Qórða tímanum í gær barst lögreglunni tilkynning frá manni sem leið átti um Hvalfjörð að hann hefði fundið skjöl sem reynt hafði kveikja í í flæðarmálinu milli Hvammsvíkur og Fossár. Lögregla og rannsóknarlögregla fóru á staðinn og reyndust þarna vera nokkir uppgjörspokar merktir Skeljungi og fatnaður. Þessum hlut- um hafði verið staflað upp í hrúgu og kveikt í þeim en eldurinn hafði kulnað. Ummerki í Hvalfirði Rannsóknarlögreglan tók þessa hluti í vörslu sína og ljósmyndaði ummerki um mannaferðir á vett- vangi. Eftir að þessi vísbending barst setti lögregla upp vegartálma við helstu akstursleiðir milli borgarinn- ar og Hvalfjarðar og stöðvaði alla bíla á leið til borgarinnar. Einnig var lögregla í Borgarnesi fengin til að fylgjast með umferð norður úr. Rauður bíll Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins taldi lögreglan sérstaka ástæðu til að leita að rauðum bíl sem sést hafði í Hvalfirði um þetta leyti. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur þetta mál til meðferðar. í gær voru teknar skýrslur af stúlkunum tveimur og vitni sem gaf sig fram og í gærkvöldi var rannsókn máls- ins enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins og engir ákveðnir aðilar undir grun vegna ránsins. Hélt þetta væri öskudagsgrín Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á Grandagarði „ÉG HÉLT að þetta væri ösku- dagsgrín," sagði vitni að ráninu í Lækjargötu í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég var að keyra suður Lækjargötuna þegar ég sá álengdar þessa tvo menn með lambhúshettur. Ég kveikti ekki á perunni og hélt að þetta væri grín. Svo sá ég hvar þeir henda konunni í götuna milli tveggja bíla, lúskra á henni og taka af henni stóra tösku. Annar stóð eins og í skjóli við bílinn og ég sá ekki hvernig hann var klæddur. Hinn sem réðst á hana var í ljósbláum gallabuxum og hermannajakka. Þeir voru báð- ir með brúnar lambhúshettur og það sást bara í nef og augu. Ég var að flýta mér í skólann og það var svo mikil umferð þarna og svo margt fólk að ég hélt að þetta hlyti að verða upplýst strax. Éftir klukkutíma þegar ég var búin í skólanum keyrði ég fram hjá aftur, sá lögregluna og að eitthvað mik- ið var í gangi. Þá gaf ég mig fram til að segja hvað ég hafði séð. Þetta var mjög einkennilegt. Það var mikil umferð og þetta gerðist í einni hendingu og ég var komin fram hjá áður en ég vissi af. Ég þorði ekki að snar- stoppa vegna þess hvað það var mikil umferð en maður hugsar ekki rökrétt þegar maður sér svona. Maður á líka ekki von á því að verða vitni að ráni úti á götu um hábjartan dag. Ég hélt eiginlega að þetta væri eitthvert öskudagsgrín," sagði vitnið, sem ekki vildi koma fram undir nafni. LÖGREGLAN í Reykjavík stóð fyrir mjög umfangsmiklum aðgerðum á Grandagarði í gær til að leita að mönnum, sem stungið höfðu af frá árekstri og um tíma var talið að tengdust milljónaráninu frá Skelj- ungi. Einn mannanna var handtek- inn undir kvöld í gær en í gærkvöldi fékk Morgunblaðið þær upplýsingar hjá lögreglunni í Reykjavík og RLR að grunsemdir gegn honum hvíldu e'kki á sterkum grunni. Á fjórða tímanum í gær var bíl ekið á þijá bíla við hús Slysavarnar- félagsins á Grandagarði. Tjónvaldur- inn ók af vettvangi en númer bílsins náðist. I bílnum voru 2 karlar og 1 eða 2 konur. Sjóblaut föt Skömmu siðar fannst bíllinn við hús Áttavitaþjónustunnar á Granda- garði. í bílnum fundust m.a. sjóblaut föt, en skömmu áður höfðu upp- gjörstöskur úr Skeljungsráninu fundist við Hvammsvík í Hvalfirði. Lögreglan vissí að umráðamaður bílsins var kunnur síbrotamaður í borginni. Lögreglan blés þegar til umfangs- mikillar leitar og fylgdist grannt með akstursleiðum frá Grandagarði. Sporhundur var fenginn á staðinn og lögregla kannaði nágrennið. Þyrlu Landhelgisgæslunnar var snú- ið af leið upp í Hvalfjörð til að leita í sumarbústöðum að ræningjunum og látin leita strendur meðfram Grandagarði, auk þess sem siglt var á gúmmíbáti meðfram Grandanum. Kom í leigubíl Auk þess var settur vörður um fyrirtæki við Grandagarð þar sem fyrrnefndur síbrotamaður hefur starfað. Þorri lögregluliðs borgar- innar var við störf við leit á Vestur- landsvegi og á Grandagarði dijúgan hluta dagsins í gær. Leit lögreglunnar bar árangur skömmu fyrir klukkan sjö þegar sí- brotamaðurinn sem leitað hafði verið að kom vestur á Grandagarð í leigu- bíl. Hann hafði þá komist á brott en sneri aftur og á vinnustað sinn. Veikar grunsemdir Hann var þá handtekinn og færð- ur í fangageymslur. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá RLR var ekki talið að sterkar vísbendingar tengdu þennan mann að svo stöddu við rán- ið en hann var hafður í haldi og yfirheyrður vegna ákeyrslunnar við hús Slysavarnafélagsins. Maður þessi hafði um hádegið m.a. verið stöðvaður af fíkniefna- deild lögreglunnar en látinn laus enda þótti þá ekkert liggja fyrir sem bendlað gæti hann við ránið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.