Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 10

Morgunblaðið - 28.02.1995, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________RÁIMIÐ í LÆKJARGÖTU____________________________ Þrír hettuklæddir menn réðust að peningaflutningamönnum Skeljungs 1 Lækjargötu í gærmorgun Komust undan með 5 milljónir Morgunblaðið/Júlíus FRIÐRIK Stefánsson, starfsmaður Skeljungs, með uppgjörstöskur sem ekki komust í ræningjahendur. EFTIR að hálfbrunnar uppgjörstöskur fundust í Hvammsvík stöðvaði lögreglan alla bíla á leið til borgarinnar, skráði hjá sér númer þeirra og leitaði að þekktum afbrotamönnum. TVEIR hettuklæddir menn réðust á tvo starfsmenn Skeljungs, sem voru að flytja afrakstur helgarsölu bensínstöðva fyrirtækisins í ís- landsbanka í Lækjartorgi í gær- morgun, börðu annan þeirra og rændu af þeim tösku með rúmlega fimm milljónum króna, þar af rúm- lega 3 milljónum í reiðufé og 2 milljónum í ávísunum. Ránið virðist þaulskipulagt og komust ræn- ingjarnir undan á stolnum bíl sem þriðji maðurinn ók en á bílinn höfðu þeir sett stolnar númeraplötur. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er talið að einn ræningj- anna hafi verið kona. Undir kvöld í gær fannst bíll sá sem númeraplöt- unum hafði verið stolið af. Síðdegis í gær fundust hálf- brunnar uppgjörstöskur merktar Skeljungi og fatnaður í íjörunni skammt ofan við Hvammsvík í Hvalfírði. Talið er víst að ræn- ingjarnir hafí komið þeim fyrir þar og reynt að kveikja í þeim. Morgun- blaðið fékk ekki staðfest í gær- kvöldi að í töskunum hefði m.a. verið eitthvað af þeim ávísunum sem stolið var í ráninu. Leit að ræningjunum stóð yfír um Reykjavík og nágrenni fram á kvöld í gær í einhveijum umfangs- mestu lögregluaðgerðum seinni ára í Reykjavík. Maður var handtekinn í gærkvöldi í framhaldi af ákeyrslu á Grandagarði (sjá annars staðar á þessari blaðsíðu) en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru grunsemdir um að hann tengdist ráninu taldar veikar. Barin með slökkvitæki Ránið var framið um kl. 10 í gærmorgun þegar tveir starfsmenn Skeljungs, Katrín Hjálmarsdóttir og Guðbjörg Jakobsdóttir, komu að Islandsbankanum í Lækjargötu eft- ir að hafa verið á ferð milli bensín- stöðva fýrirtækisins í borginni að safna saman töskum með afrakstri sölu laugardags og sunnudags. Stúlkumar hafa ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um atburðinn, en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins réðust að þeim tveir menn um leið og þær stigu út úr bíl merkt- um fyrirtækinu og var önnur þeirra Hálfbrunnar upp- gjörstöskur frá Skeljungi og fatn- aður fundust í Hvalfirði í gær SLÖKKVITÆKI sem önnur stúlkan var slegin með. barin í höfuðið með litlu slökkvi- tæki. Hún var fiutt á slysadeild en ekki talin alvarlega meidd, að sögn Kristins Bjömssonar forstjóra Skeljungs. Mennimir tveir vom samkvæmt lýsingum stúlknanna klæddir í dökka galla og með andlitsgrímur en samkvæmt frásögn vitnis sem horfði á árásina var annar þeirra klæddur í dökkgrænan hermanna- jakka og ljósbláar gallabuxur. Báðir vom með brúnar lambhúshettur á höfði. Mennimir tveir komust undan með peningatöskuna en þó urðu eftir á vettvangi uppgjörspokar frá nokkrum bensínstöðvum. Stolinn bíll — stolnar númeraplötur Ræningjamir forðuðu sér í hvítan Saab-bíl sem þriðji aðilinn ók. Skömmu eftir að ránið var til- kynnt lögreglu fannst hvítur SAAB- bíll ræningjanna, þar sem honum hafði verið lagt við bílskúr inni á lóð við Ásvallagötu. Inni í honum var peningataskan tóm. Bílnum hafði verið stolið og sett á hann stolin skráningarnúmer. Taskan hafði verið útbúin með sérstökum þjófavarnarbúnaði sem var þannig úr garði gerður að þeg- ar taskan færi í ákveðna fjarlægð frá þeim sem hana átti að bera og var með lykilinn á sér færi taskan að ýla og spýtti síðan bláleitu dufti yfir innvols töskunnar og nær- stadda yrði reynt að opna hana. Þjófavarnarbúnaður virkaði ekki Peningarnir voru hins vegar sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins í uppgjörstöskum ofan í tösk- unni með þjófavarnarbúnaðinum. Hinn sérstaki þjófavarnarbúnað- ur töskunnar virkaði ekki þegar til átti að taka og komust ræningjarn- ir undan með peningana. Kristinn Bjömsson forstjóri Skeljungs sagði að starfsmenn fyr- irtækisins hefðu í einu og öllu fylgt þeim fyrirmælum sem þeim hafí verið sett um hvernig standa skuli að peningaflutningum af þessu tagi. íbúar urðu einskis varir Rannsóknarlögregla ríkisins stjórnaði rannsókn á vettvangi þar sem bíllinn fannst. íbúar nálægra húsa sem Morgun- blaðið ræddi við kváðust einskis hafa orðið varir. Kona í nálægu húsi kvaðst hafa tekið eftir bílnum í stæði við bílskúr sinn. Hún kvaðst hafa hringt í ná- granna sína til að kanna hvort þeir þekktu til bílsins og þegar svo reyndist ekki vera hafi hún ætlað að hringja í lögreglu en um sama leyti hafí lögreglan komið að og fundið bílinn. Lögreglan fékk sporhund á vett- vang á Ásvallagötu og sá hljóp hring um nágrennið án þess að það skilaði áþreifanlegum vísbending- um um ferðir ræningjanna. Umfangsmikil leit Lögregla hóf strax umfangsmikla leit að ræningjunum, og auk RLR tók fíkniefnalögreglan þátt í þeirri leit, heimsótti aðsetur kunnra af- brotamanna og stöðvaði þá á götu. Meðal annars var fíkniefnalög- reglan á ferð í Tryggvagötu í há- deginu og stöðvaði þá ferð manns- ins, sem síðar var handtekinn á Grandagarði undir kvöld, en honum og fjórum félögum hans var sleppt að loknu stuttu viðtali enda þótti ekkert þá benda til að hann væri viðriðinn málið. Reynt að kveikja í uppgjörstöskum Á Qórða tímanum í gær barst lögreglunni tilkynning frá manni sem leið átti um Hvalfjörð að hann hefði fundið skjöl sem reynt hafði kveikja í í flæðarmálinu milli Hvammsvíkur og Fossár. Lögregla og rannsóknarlögregla fóru á staðinn og reyndust þarna vera nokkir uppgjörspokar merktir Skeljungi og fatnaður. Þessum hlut- um hafði verið staflað upp í hrúgu og kveikt í þeim en eldurinn hafði kulnað. Ummerki í Hvalfirði Rannsóknarlögreglan tók þessa hluti í vörslu sína og ljósmyndaði ummerki um mannaferðir á vett- vangi. Eftir að þessi vísbending barst setti lögregla upp vegartálma við helstu akstursleiðir milli borgarinn- ar og Hvalfjarðar og stöðvaði alla bíla á leið til borgarinnar. Einnig var lögregla í Borgarnesi fengin til að fylgjast með umferð norður úr. Rauður bíll Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins taldi lögreglan sérstaka ástæðu til að leita að rauðum bíl sem sést hafði í Hvalfirði um þetta leyti. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur þetta mál til meðferðar. í gær voru teknar skýrslur af stúlkunum tveimur og vitni sem gaf sig fram og í gærkvöldi var rannsókn máls- ins enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins og engir ákveðnir aðilar undir grun vegna ránsins. Hélt þetta væri öskudagsgrín Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á Grandagarði „ÉG HÉLT að þetta væri ösku- dagsgrín," sagði vitni að ráninu í Lækjargötu í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég var að keyra suður Lækjargötuna þegar ég sá álengdar þessa tvo menn með lambhúshettur. Ég kveikti ekki á perunni og hélt að þetta væri grín. Svo sá ég hvar þeir henda konunni í götuna milli tveggja bíla, lúskra á henni og taka af henni stóra tösku. Annar stóð eins og í skjóli við bílinn og ég sá ekki hvernig hann var klæddur. Hinn sem réðst á hana var í ljósbláum gallabuxum og hermannajakka. Þeir voru báð- ir með brúnar lambhúshettur og það sást bara í nef og augu. Ég var að flýta mér í skólann og það var svo mikil umferð þarna og svo margt fólk að ég hélt að þetta hlyti að verða upplýst strax. Éftir klukkutíma þegar ég var búin í skólanum keyrði ég fram hjá aftur, sá lögregluna og að eitthvað mik- ið var í gangi. Þá gaf ég mig fram til að segja hvað ég hafði séð. Þetta var mjög einkennilegt. Það var mikil umferð og þetta gerðist í einni hendingu og ég var komin fram hjá áður en ég vissi af. Ég þorði ekki að snar- stoppa vegna þess hvað það var mikil umferð en maður hugsar ekki rökrétt þegar maður sér svona. Maður á líka ekki von á því að verða vitni að ráni úti á götu um hábjartan dag. Ég hélt eiginlega að þetta væri eitthvert öskudagsgrín," sagði vitnið, sem ekki vildi koma fram undir nafni. LÖGREGLAN í Reykjavík stóð fyrir mjög umfangsmiklum aðgerðum á Grandagarði í gær til að leita að mönnum, sem stungið höfðu af frá árekstri og um tíma var talið að tengdust milljónaráninu frá Skelj- ungi. Einn mannanna var handtek- inn undir kvöld í gær en í gærkvöldi fékk Morgunblaðið þær upplýsingar hjá lögreglunni í Reykjavík og RLR að grunsemdir gegn honum hvíldu e'kki á sterkum grunni. Á fjórða tímanum í gær var bíl ekið á þijá bíla við hús Slysavarnar- félagsins á Grandagarði. Tjónvaldur- inn ók af vettvangi en númer bílsins náðist. I bílnum voru 2 karlar og 1 eða 2 konur. Sjóblaut föt Skömmu siðar fannst bíllinn við hús Áttavitaþjónustunnar á Granda- garði. í bílnum fundust m.a. sjóblaut föt, en skömmu áður höfðu upp- gjörstöskur úr Skeljungsráninu fundist við Hvammsvík í Hvalfirði. Lögreglan vissí að umráðamaður bílsins var kunnur síbrotamaður í borginni. Lögreglan blés þegar til umfangs- mikillar leitar og fylgdist grannt með akstursleiðum frá Grandagarði. Sporhundur var fenginn á staðinn og lögregla kannaði nágrennið. Þyrlu Landhelgisgæslunnar var snú- ið af leið upp í Hvalfjörð til að leita í sumarbústöðum að ræningjunum og látin leita strendur meðfram Grandagarði, auk þess sem siglt var á gúmmíbáti meðfram Grandanum. Kom í leigubíl Auk þess var settur vörður um fyrirtæki við Grandagarð þar sem fyrrnefndur síbrotamaður hefur starfað. Þorri lögregluliðs borgar- innar var við störf við leit á Vestur- landsvegi og á Grandagarði dijúgan hluta dagsins í gær. Leit lögreglunnar bar árangur skömmu fyrir klukkan sjö þegar sí- brotamaðurinn sem leitað hafði verið að kom vestur á Grandagarð í leigu- bíl. Hann hafði þá komist á brott en sneri aftur og á vinnustað sinn. Veikar grunsemdir Hann var þá handtekinn og færð- ur í fangageymslur. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá RLR var ekki talið að sterkar vísbendingar tengdu þennan mann að svo stöddu við rán- ið en hann var hafður í haldi og yfirheyrður vegna ákeyrslunnar við hús Slysavarnafélagsins. Maður þessi hafði um hádegið m.a. verið stöðvaður af fíkniefna- deild lögreglunnar en látinn laus enda þótti þá ekkert liggja fyrir sem bendlað gæti hann við ránið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.