Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 31 AÐSEIMDAR GREINAR Tvöfalt heil- brigðiskerfi? ÉG ER einn þeirra heilsugæslu- lækna sem hafa staðið við hliðarlín- una og fylgst með framvindu mála í tilvísanamálinu. Nú er svo komið að ég er farinn að hafa verulegar áhyggjur af þróun mála og hvert stefnir að öllu óbreyttu. Tilvísanakerfíð er hugmynda- fræðilega hið besta kerfí frá sjónar- hóli heilsugæslulækna, a.m.k. á pappírnum. í framkvæmd kemur það þó til með að verða þungt og stirt í vöfum, það er miðstýringar- kerfi sem heftir frelsi einstaklinga til að velja sér lækni, er að mörgu leyti illa mótað og mun valda óánægju bæði hjá læknum (líka heilsugæslulæknum) og sjúkling- um. Kerfíð útheimtir að sérfræðing- ar starfí í sátt við það, en ekki er minnsta von til þess eftir þróun mála síðustu vikur. Núverandi kerfí er ágætt að mörgu leyti. Vandamálið liggur í Ég sé það fyrir mér, segir Þórír V. Þóris- son, að sérfræðingar utan Tryggingastofnun- ar muni stofna eigin sjúkratryggingar. Reykjavík. Á landsbyggðinni er í meginatriðum tilvísanakerfi við lýði og sjúklingar vanir því. Sjúklingur í Reykjavík með verk í kvið mundi að öllu jöfnu leita til meltingarsér- fræðings eða skurðlæknis, en úti á landsbyggðinni, þ.m.t. þar sem slík- ir sérfræðingar eru til staðar, myndi sjúklingur leita til síns heilsugæslu- læknis, sem gæti leyst úr flestum slíkra vandamála en vísa hinum áfram til viðeigandi sérfræðinga. í Reykjavík hefur heilsugæslukerfið verið illa uppbyggt og sjúklingar því vanir að haga sér á þann hátt sem að ofan greinir. Maður breytir ekki þessu hegðanamynstri, sem hefur skapast af hefð, með þvingun- um. Nær væri að halda áfram upp- byggingu heilsugæslunnar á höfuð- borgarsvæðinu og í gegnum vax- andi afkastagetu og innrætingu breyta viðhorfum sjúklinganna. Gjaldtökustýring er mun vænlegri kostur til að stýra sjúklingaflæðinu án þess að þvinga nokkurn. Þar mætti e.t.v. einhveiju breyta, t.d. afnema afsláttarkort en bjóða áfram upp á endurgreiðslu við há útgjöld, og þá tekjutengt. Eg er hræddur um að tilvísana- kerfíð eigi eftir að valda sundrung í læknastéttinni. Því miður hafa samskipti sérfræðinga og heilsu- gæslulækna ekki verið sem skyldi í gegnum árin og hafa þessir brest- ir skotið upp kollinum í skrifum margra kollega að undanförnu. Hvaða tilgangi þjónar það að gera lítið úr heilsugæslulæknum? E_ru það rök gegn ti]vísanakerfinu? Ég hefði viljað sjá LÍ koma á viðræðum sérfræðinga og heilsugæslulækna innbyrðis, þar sem skoðanaágreing- urinn væri brotinn til mergjar og ráðherra síðan beðinn um ákveðinn frest á framkvæmdinni á meðan fundin væri viðunandi lausn fyrir alla aðila. Þar á meðal mynda leik- reglur í samskiptum sérfræðinga og heilsugæslulækna, þar með talin boðskipti sem e.t.v. væri hægt að skilyrða til að fá greiðslur frá TR. Að öllu óbreyttu sé ég fram á fremur dökka þróun heilbrigðis- mála. Nú þegar hefur mjög stór hluti starfandi sérfræðinga sagt upp samningum við TR. Ég sé fyr- ir mér illa skilvirkt heilbrigðiskerfí þar sem sjúklingar, sem heilsugæslulækn- ar vísa til sérfæðings, lenda í erfiðleikum með að fá þjónustu. Sér- fræðimóttakan á kjör- um TR verður inni á göngudeildum sjúkra- húsanna þar sem þjón- ustugetan verður tak- mörkuð. Þar get ég bent á reynslu Svia í göngudeildarstarfsemi þar sem útkoman varð margra mánaða biðtími eftir sérfræðingi, að ég tali ekki um biðtímann eftir aðgerð. Sjúklingar munu neyðast til að sækja til sér- fræðinga í einkageiranum og borga fýrir það fullt verð. Ég sé fyrir mér að sérfræðingar utan TR jafnvel taki sig saman og stofni eigin sjúkra- tryggingar, þar sem sjúklingar borga ákveðið iðgjald á ári gegn aðgang að þeim á' hóflegu verði. Þá verðum við komin með tvöfalt sérfræðinga- kerfi, ekki ósvipað og í Bandaríkjunum; eitt fyrir þá efnameiri og annað fyrir þá efna- minni, þar sem biðin er löng og þjónustan treg. Heilsugæslu- læknar í slíku um- hverfi verða í mjög erfíðri aðstöðu. Staðreyndin er sú að heilsugæslulæknar þurfa á að- gangi að sérfræðingum að halda og sérfræðingar þurfa á heilsu- gæslulæknum að halda ef þeir ætla að starfa fagmannlega en ekki leggjast niður á það plan að fara að meðhöndla kvilla og sjúkdóma utan við það svið sem þeir eru sér- menntaðir til. Kannski er það nú þetta sem rík- isstjórnin vill. Að losna alveg við sérfræðingskostnaðinn og velta honum á herðar aimennings. Er það spamaðurinn sem af hlýst? Ég skora á heilbrigðisráðherra að fresta gildistöku tilvísanakerfis- ins og á alla aðila málsins að skoða það ofan í kjölinn. Hver veit hvort hægt verði að snúa við ef þessi þróun á sér stað, því tvöfalt heil- brigðiskerfi er ekki það sem nokkur íslendingur vill sjá, síst ráðherra í flokki sem kennir sig við alþýðuna. Höfundur er heilsugæslulæknir. STOP SAFIR **' Frá 588.000,- kr. 148.000,- kr. út og 14.799,- kr. í 36 mánuði. Frá 677.000,- kr. 169.250,- kr. út og 17.281,- kr. í 36 mánuði. SAMARA 677 Frá 624.000,- kr. 156.000,- kr. útog 15.720,- kr. í 36 mánuði. 624 Frá 949.000,- kr. 237.250,- kr. út og 24.101,- kr. í 36 mánuði. 949 Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 Þórir V. Þórisson Nýbýlavegi 12, sími 44433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.