Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 33
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995 33 JMtangunMftfeffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. N ORÐURLÖNDÁ RÉTTRILEIÐ YFIRLÝSING forsætisráðherra Norðurlandanna, um að gengið verði til samninga við aðildarríki Schengen- samkomulagsins í því skyni að varðveita norræna vega- bréfsfrelsið, kom á réttu augnabliki. Það er táknrænt og viðeigandi í upphafi 46. þings Norðurlandaráðs í Reykja- vík, sem fjalla á um framtíð norræns samstarfs og sambúð þess við Evrópusamstarfið, að lausn skyldi finnast á þeim vanda, sem virzt hefur blasa við norræna vegabréfasam- komulaginu. Norðurlandabúar hafa löngum litið á það sem einn já- kvæðasta árangur norræns samstarfs, að í fjörutíu ár hafa þeir ekki þurft vegabréf á ferðalögum sinum milli Norðurlandanna. Aðild þriggja norrænna ríkja, Danmerk- ur, Finnlands og Svíþjóðar, að Evrópusambandinu og fyrir- huguð aðild þeirra að Schengen-samkomulaginu virtist myndu stefna vegabréfsfrelsi á Norðurlöndum í hættu. Sú lausn, sem nú hefur fundizt, ber vott um að nokkuð sé að marka þær yfirlýsingar ráðamanna í norrænu ESB-ríkj- unum að aðild þeirra að sambandinu muni ekki koma nið- ur á samstarfinu við ísland og Noreg. Fyrir Norðurlandaráðsþinginu í Reykjavík liggja tillögur um það, hvernig nota megi norrænt samstarf til að byggja brú á milli ESB-ríkjanna í hópi Norðurlanda og þeirra, sem standa fyrir utan. Tillögur umbótahópsins svokallaða, sem ' greint er frá í Morgunblaðinu í dag, gefa ákveðið fyrir- heit um að ísland og Noregur geti nýtt samstarfið við hin Norðurlandaríkin til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi innan Evrópusambandsins og styrkja um leið hina norrænu rödd meðal ESB-ríkja. Eftir er að sjá, hvernig til tekst um þetta samstarf, þegar á reynir, en byrjunin lofar góðu. Þótt nauðsynlegt sé að aðlaga Norðurlandasamstarfið Evrópusamstarfinu, mega menn hins vegar ekki gleyma rótum og kjarna norræns samstarfs, sem er samkennd Norðurlandanna, byggð á sameiginlegum menningararfi og pólitískum hefðum. Varla er til nánara samfélag ríkja í heiminum að þessu leyti. Þess vegna er jákvætt að áfram er í innra starfi Norðurlandaráðs lögð höfuðáherzla á menningar- og menntamál. Það eru málaflokkarnir, þar sem ríkin fimm og sjálfstjórnarsvæðin þrjú eiga mest sam- eiginlegt. Allar líkur eru á að spádómarnir um að þingið í Reykja- vík verði tímamótaþing geti rætzt. Oskandi væri að Reykja- víkurþingsins yrði minnzt sem nýs upphafs í norrænu sam- starfi. MEIRIFESTU í STÖRF ALÞINGIS ALÞINGI hefur lokið störfum og^ og nýtt þing verður kjörið 8. apríl næstkomandi. Ýmis merk mál hlutu umfjöllun og afgreiðslu á þessu þingi og þessu kjörtíma- bili. Hæst rís á þjóðmálasviði að tekizt hefur að varða veginn út úr efnahagskreppunni með því að kveða niður verðbólgudrauginn, stuðla að sátt á vinnumarkaði og stöð- ugleika í efnahagslífi, styrkja samkeppnisstöðu atvinnu- vega okkar, ná viðskiþtajöfnuði við umheiminn og minnka ríkissjóðshallann. Þingheimur á og lof skilið fyrir þann þroskavott, sem fólst í afgreiðslu nokkurra mikilvægra en vandmeðfarinna mála á lokadögum þingsins, þar á meðal stjórnarskrármálsins og grunnskólafrumvarpsins. Enn eru þó alvarlegir gallar á vinnulagi þingsins. Þing- málum er' ekki nægilega dreift á þingtímann. Af þeim sökum hrannast mál upp til afgreiðslu í skammtíma fyrir jólahlé og þinglausnir. Það er vart við hæfi að afgreiða flókin og vandasöm mál undir miklu vinnuálagi í tíma- hraki. Þá er og auðvelt að tefja og stöðva þingmál með málþófi. Nú dagaði uppi nokkur mikilvæg mál, þeirra á meðal afnám einkaréttar ÁTVR á innflutningi áfengis, sem getur leitt til þess að ísland verði dregið fyrir EFTA-dóm- stólinn, og tóbaksvarnarfrumvarpið, sem líta verður á sem mikilvægt heilbrigðismál. „Mér finnst vanta að mörgu Ieyti meiri festu í störf Alþingis," segir Matthías Bjarnason, sem nú lætur af þing- störfum eftir 32 ár á þingi. Þessa festu þarf að tryggja, m.a. með því að dreifa þingmálum meir á þingtímann, svo hann nýtist betur, og sporna við málþófi. ÞIINIG NORÐURLANDARÁÐS Norrænt samstarf lagað að Evrópu- samvinnunní Umbótahópur Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndarinnar hefur skilað tillögum um nýskipan norræns samstarfs. Mikil áherzla er lögð á aðlögun þess að starfi Evrópusambandsins. Morgunblaðið/Halldór ÞING Norðurlandaráðs, það 46. í röðinni, var sett í Háskólabíói í gær. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er hér í ræðustóli að flytja skýrslu forsætisráðherra Norðurlanda. Hún snerist nánast einvörðungu um Evrópumál. UMBÓTAHÓPURINN svo- kallaði, sameiginlegur starfshópur Norðurlanda- ráðs og norrænu ráðherra- nefndarinnar um framtíð norræns samstarfs, skilaði áliti í upphafi Norð- urlandaráðsþings, sem hófst í Reykja- vík í gær. I áliti hópsins er að fmna tillögur um endurskipulagningu sam- starfsins, og á að hrinda þeim í fram- kvæmd á þessu ári. Mikil áherzla er lögð á aðlögun Norðurlandasamstarfs- ins að starfí Evrópusambandsins. I skýrslu starfshópsins segir að mikilvægt sé að nýta Norðurlanda- samstarfið sem vettvang til að gæta norrænna hagsmuna og hafa áhrif á dagskrá stjómmálanna í Evrópu. Þar eigi að ræða ýmis mál, sem til umfjöll- unar séu á vettvangi Evrópusam- bandsins, eins snemma og hægt sé. Norðurlöndin þurfi að hafa samráð um að hrinda löggjöf Evrópusam- bandsins í framkvæmd, til þess að tryggja sem mesta samkvæmni lög- gjafar á Norðurlöndunum. Hópurinn leggur áherzlu á að öll Norðurlöndin fimm og sjálfstjórnarsvæðin þijú verði jafnrétthá innan norræns sam- starfs, burtséð frá því hvernig teng- ingu þeirra við Evrópusambandið sé háttað. Þrjú meginsvið í tillögunum segir að einskorða eigi norrænt samstarf við þijú meg- insvið. • Innra samstarf Norðurlandanna, sem byggt sé á sameiginlegum gildum Norðurlandaþjóðanna og komi fyrst og fremst fram í mál- og menningar- samfélagi þeirra og svipuðum hug- myndum um lýðræði, umhverfismál og félagsmál. • Samstarf um Evrópumál, eins og áður er rakið. Norðurlandasamstarfið á meðal annars að þjóna því hlutverki að byggja brýr milli norrænna aðildar- ríkja Evrópusambandsins og þeirra, sem standa utan við sambandið. • Samstarfið við grannsvæði Norð- urlandanna við Eystrasalt og um- hverfis Norðurheimskautið, Barents- hafssvæðið þar með talið. Samstarf við Eystrasaltsríkin og Rússland er talið framlag til stöðugleika og lýð- ræðis á svæðinu. Áherzlu á að leggja á umhverfismál og hagsmuni frum- byggja á heimskautasvæðum. Áherzla á menningu og menntamál Hvað varðar innra samstarf Norð- urlandanna, leggur umbótahópurinn til að það takmarkist einkum við menningar- og menntamál. Auk þess verði kröftunum beint að efnahags- málum, umhverfismálum og félags- málum. Hópurinn vill að öll samnorræn starfsemi miðist við grundvallarreglu um „norræn not“. Hún felur í sér að verkefnið fari annars fram í hveiju landi fyrir sig, en hægt sé að ná já- kvæðum árangri með því að færa það á samnorrænan grundvöll, að það tjái og ýti undir norræna samkennd og að það auki getu og samkeppnisfærni Norðurlanda. í framhaldi af þessu leggur hópur- inn til að öll ný samstarfsverkefni undirgangist nákvæma athugun út frá reglunni um „norræn not“. Jafn- framt er lagt til að norræna ráðherra- nefndin láti fara fram endurmat á starfsemi allra samnorrænna stofn- ana, sem eru um 40 talsins. Reglan um „norræn not“ Reglunni um „norræn not“ á jafn- framt að beita við undirbúning þing- mannatillagna og annarra tillagna, sem lagðar eru fyrir Norðurlanda- ráðsþing. Hópurinn leggur til að þing- mannatillögur takmarkist við áður- greind svið innan innra samstarfs Norðurlandanna Lagt er til að menningar- og menntamál verði áfram þungamiðjan í innra samstarfi Norðurlandanna og að þau mál fái stærstan skerf á nor- rænu fjárlögunum, ekki þó fyrirfram ákveðinn hluta. Lagt er til að samnorrænar stofn- anir haldi áfram og þrói frekar sam- starf sitt við samsvarandi stofnanir innan Evrópusambandsins. Tækifæri til að koma norrænum sjónarmiðum á framfæri í ESB í umfjöllun hópsins um það svið norræns samstarfs, sem snýr að Evr- ópumálum, segir að það geti öðlazt mikla þýðingu á fyrri stigum máls- meðferðar innan Evrópusambandsins. Norðurlöndin hafi tækifæri til að koma norrænum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á dagskrá Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. I þessu samhengi telur umbótahóp- urinn sérstaklega áhugáverð þau við- fangsefni ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins á næsta ári, þar sem Norður- Iöndin geti haft sérstaklega mikið fram að færa. Lagt er til að haldin verði norræn ráðstefna síðar á þessu ári, til að kortleggja, ræða og móta stefnu í þeim málum, sem hafi mikla pólitíska þýðingu á ríkjaráðstefnunni. Lagt er til að á þingum Norður- landaráðs verði gerð grein fyrir því hvaða mál norrænu ríkin í ESB hafi tekið upp á vettvangi sambandsins og hvaða málum þau hyggist beita sér fyrir. Þá verði tengsl Norður- landaráðs og Evrópuþingsins efld. í áliti hópsins segir að tryggja verði upplýsingastreymi um stjórnmálaþró- un í Evrópusambandinu og á Evr- ópska efnahagssvæðiriu, helzt á fyrri stigum. Jafnframt verði að sjá til þess að fólk með þekkingu á Evrópu- málum taki þátt í Norðurlandasam- starfinu, bæði af hálfu ríkisstjórna og þjóðþinga. Efling lýðræðisþróunar í Eystrasaltsríkjunum I tillögunum um samstarf Norður- landanna við grannsvæði sín má finna sérstakar áherzlur á samskiptin við Eystrasaltsríkin, í því skyni að efla lýðræðisþróun. Þá er norrænu ráð- herranefndinni falið að leggja fram tillögur um aukið samstarf við önnur heimskautalönd. Umbótahópurinn gerir ýtarlegar tillögur um breytingar á starfi Norð- urlandaráðs. Þar á meðal eru tillögur um að auka hlutverk flokkahópa og styrkja starfsemi þeirra, til að gefa starfi ráðsins aukinn pólitískan slag- kraft. Nefndum ráðsins verður fækk- að. Þá er lagt til að þingum Norður- landaráðs, sem undanfarin ár hafa verið tvö á ári, verði fækkað að nýju í eitt árlega. Auk þess megi hins veg- ar halda fundi og ráðstefnur um sér- stök málefni, sem snerti eitt eða fleiri hinna þriggja sviða norræns sam- starfs. Til slíkra funda beri að bjóða þeim, sem virkir séu í starfi Evrópu- sambandsins. Hópurinn leggur til að skrifstofa Norðurlandaráðs, sem nú er í Stokk- hólmi, verði flutt og sameinuð skrif- stofu norrænu ráðherranefndarinnar Látinna Súðvíkinga minnzt Per Olof Hákansson, forseti Norðurlandaráðs, minntist þeirra, sem fórust í snjóflóðun- um í Súðavík, í ræðu sinni er hann setti Norðurlandaráðs- þingið í gær. Bað Hákansson þinggesti alla að rísa úr sætum og heiðra minningu hinna látnu með þögn. Hákansson lætur af embætti í dag og mun nýr forseti Norðurlandaráðs þá taka við, Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. í Kaupmannahöfn. Sameiningin á að eiga sér stað fyrir árslok 1996 og gert er ráð fyrir að hún hafi sparnað í för með sér. Góður grundvöllur Forsætisráðherrar Norðurlanda lýstu því yfir á fundi sínum í gær að skýrsla umbótahópsins væri góður grundvöllur fyrir hina nauðsynlegu aðlögun Norðuriandasamstarfsins að nýjum aðstæðum. Ráðherrarnir leggja áherzlu á að aðlögunin verði það hröð, að á haustþingi Norður- landaráðs í Kuopio í Finnlandi verði hægt að leggja fram skýrslur Norð-. urlandaráðs og ráðherranefndarinnar um gang umbótanna. Danir taka nú við formennsku í norrænu ráðherranefndinni af íslend- ingum. Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagði á blaðamannafundi í gær að hann von- aðist til að norrænt samstarf yrði komið í það horf, sem lagt væri til í skýrslunni, í upphafi næsta árs. 1.000 manna þing 46. ÞING Norðurlandaráðs var sett í Háskólabíói í gær. Þing- haldið fer fram þar og á Hótel Sögu og stendur þingið fram á fimmtudag. Það sækja alls um eitt þúsund manns, þar af rúm- lega níutíu þingmenn og fimm- tíu og fimm ráðherrar. Auk þeirra kemur til þingsins fjöldi blaðamanna, embættismanna, ungliða úr röðum stjórnmála- flokkanna og erlendir gestir. Tjaldgöng hafa verið reist milli Hótels Sögu og Háskóla- bíós meðan á þinginu stendur, þannig að þátttakendur, sem eru á sífelldum þönum, komist þurrum fótum á milli. Skrif- stofuhald þingsins er að miklu leyti í húsakynnum bændasam- takanna, sem lána skrifstofur sínar meðan á þinghaldinu stendur. Þingfundir og blaða- mannafundir eru í Háskólabíói. Fjöldinn allur af fundum ráð- herra, embættismanna og þing- manna fer fram samhliða þing- inu og eru fundirnir flestir haldnir í ráðstefnusölum Hótels Sögu. Mikill skari starfar við þing- haldið. Þannig vinna 76 á skrif- stofum sendinefnda ríkjanna, 30 á skrifstofu forsætisnefndar ráðsins, 49 á skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar og 27 starfa við hraðritun og túlkun. Auk þeirra má telja starfsfólk veitingasölu, dyraverði og fleiri. Kostnaður íslenzka ríkisins við þinghaldið er um 20 milljón- ir króna. Á móti sparast reynd- ar eitthvað af þeim árvissa kostnaði, sem fylgir því að senda fjölda manns utan á Norðurlandaráðsþing. Forsætisráðherrar Norðurlanda vilja tryggja norrænt vegabréfsfrelsi Viðræður verði teknar upp við Schengen-löndin Forsætisráðherrar Norðurlanda lýstu því yfir í upphafí Norðurlandaráðsþings í gær að hafnar yrðu viðræður við Schengen- löndin til að tryggja að áfram verði hægt að ferðast milli Norður- landanna án vegabréfs, þrátt fyrir aðild þriggja þeirra að Evrópu- sambandinu. VIÐ stóðumst prófið,“ sagði Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, í ræðu sinni við setningarathöfn Norðurlandaráðs í gær. Hann vísaði þar til þess að for- sætisráðherrum Norðurlanda hefði, á fyrsta degi þingsins í Reykjavík, tekizt að bregðast með árangursrík- um hætti við vandamáli, sem borið hefði að höndum vegna áreksturs Norðurlandasamstarfsins og Evr- ópusamstarfsins. Ráðherrarnir sam- þykktu á fundi sínum í gærmorgun að hefja viðræður við aðildarríki Schengen-samkomulagsins um af- nám vegabréfsskyldu, í því skyni að tryggja að áfram ríki vegabréfsfrelsi á Norðurlöndunum. í ályktun þeirri, sem forsætisráð- herrarnir samþykktu á fundi sinum, kemur fram að mörg aðildarríki Evrópusambandsins hyggist afnema vegabréfsskyldu á lándamærum sin- um, með hliðstæðum hætti og Norð- urlöndin hafi gert á sínum tíma. Um þetta hefur verið gert svokallað Schengen-samkomulag, sem Danir hafa sótt um aðild að. Samkomulag- ið á að ganga í gildi 26. marz næst- komandi. í ályktuninni kemur fram að ráð- herrarnir telji beztu forsendur til þess að tryggja fijálsa för Norður- landabúa á milli Norðurlandanna, þar með talið vegabréfsfrelsi, nást ef Norðurlöndin taki í sameiningu jákvæða afstöðu til þátttöku í Schengen-samkomulaginu. Noregur og ísland sjái um ytra eftirlit í því sambandi minna ráðherrarn- ir á að bæði Noregur og ísland hafi lýst sig tilbúin að takast þær skyldur á herðar að hafa eftirlit á ytri landa- mærum, sem svari fyllilega til krafna Schengen-samkomulagsins um slíkt eftirlit. Með því væru löndin tvö í raun að gæta ytri landamæra útvíkk- aðs Schengen-svæðis, en á milli þeirra og aðildarlanda Schengen- samkomulagsins yrði fijáls för og ekki þörf á að sýna vegabréf á landa- mærum. Ráðherrarnir eru sammála um að fyrirkomulag af þessu tagi megi ekki hafa í för með sér að möguleik- ar Norðurlanda á að beijast gegn alþjóðlegum glæpum minnki. Forsætisráðherrar Norðurland- anna segjast í ályktuninni takast þá ábyrgð á hendur að finna lausn þann- ig að samræma megi Schengen-sam- komulagið og norræna vegabréfa- samkomulagið, þannig að vegabréfs- frelsi ríki áfram á Norðurlöndunum, í víðara evrópsku samhengi. Ráð- herrarnir segjast tilbúnir að hefja viðræður við Schengen-löndin. Lofargóðuumsamstarf- Á ^laðamannafundi í Háskólabíói í gær lýstu forsætisráðherrarnir ánægju sinni með að lausn hefði fund- izt svo skjótt og töldu það lofa góðu um að samstarf Norðurlandanna gæti gengið vel, þótt þijú væru í Evrópusambandinu og tvö utan þess. Ráðherrarnir vildu ekki kveða upp úr um það hvernig fyrirkomulag af- náms vegabréfsskyldunnar yrði, hvort öll Norðurlöndin yrðu til dæm- is með einhveijum hætti aðilar að Schengen-samkomulaginu. Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, sagði afgerandi í þessu efni að ísland og Noregur tækjust þá skyldu á hendur að tryggja eftirlit á ytri landamærum svæðisins, þar sem vegabréfsfrelsi myndi ríkja. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði Islendinga tilbúna að uppfylla allar kröfur Schengen-samkomu- lagsins um ytra eftirlit og sæju þeir engin vandkvæði á slíku. Fjórir forsætis- ráðherrar Forsætisráðherrarnir svara spurn- ingum blaðamanna. Frá vinstri: Gro Harlem Brundtland, Davíð Oddsson, Poul Nyrup Rasmussen og Ingvar Carlsson . Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, komst ekki til fundarins en var í símasam- bandi við starfsbræður sína. Fram kom að samningaviðræður myndu fara fram milli hvers einstaks ríkis Norðurlandanna og Schengen- landanna, en í nánu samráði til þess að finna mætti heildarlausn. Poul Nyrup Rasmussen sagði ekkert benda til að erfiðara yrði fyrir Noreg og Island að ná samkomulagi við Schengen-löndin en fyrir ríkin þijú, sem þegar ættu aðild að Evrópusam- bandinu. Fullur vilji fyrir samningum Nyrup Rasmussen tók jafnframt fram að bæði Norðurlöndin og Schengen-ríkin óskuðu eindregið eft- ir því að finna lausn, sem tryggði að Schengen-samkomulagið og nor- ræna vegabréfasamkomulagið rækj- ust ekki á. Frá Schengen-ríkjunum hefðu komið þau skilaboð, að tækju Norðurlöndin sameiginlega afstöðu, væri fullur vilji fyrir samningum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að tiltölulega auðvelt yrði fyrir íslend- inga að uppfylla kröfur Schengen- samkomulagsins um eftirlit á ytri landamærum Evrópusambandsins. Jafnframt myndu íslendingar áfram hafa rétt á að gera handahófsleit í farangri farþega, sem kæmu til landsins, eins og nú væri kveðið á um í vegabréfasamkomulagi Norður- landanna. „Við höldum því að í fram- kvæmd verði litlar breytingar og þeim fylgi lítill kostnaður," sagði Davíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.