Morgunblaðið - 28.02.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samkomulag
um samstarf
í ferðamálum
FERÐAMÁLARÁÐHERRAR Fær-
eyja og íslands hafa undirritað sam-
komulag um samstarf á sviði ferða-
mála. Samningurinn nær til tveggja
ára og er gert ráð fyrir að hvor að-
ili um sig leggi fram 600 þúfe. dansk-
ar krónur eða um 6,7 millj. ísl. króna.
Skal fénu varið til að íjölga ferðum
milli landanna.
Miðli af reynslu
Samningurinn gerir ráð fyrir að
þjóðimar miðli af reynslu sinni af
námi á sviði ferðamála og að stuðlað
verði að starfskynningum. Þá_ skulu
námsmenn í Færeyjum og á íslandi
eiga kost á að stunda ferðamálanám
í báðum löndunum eftir því sem við
á ef þeir fullnægja þeim inntökuskil-
yrðum sem gilda í viðkomandi landi.
Alþjóðleg
markaðssetning
Leitast skal við að hvetja einka-
aðila í ferðaþjónustu til að bjóða fleiri
ferðir til landanna til viðbótar við
dvöl á aðaláfangastað. Samstaða er
um að efla ferðaþjónustu milli land-
anna með áherslu á heimsóknir fé-
laga í ýmsum samtökum og félögum.
Þá verður leitast við að leysa hindr-
anir á vegi samgangna með sam-
starfí fyrirtækja á þessu sviði í lönd-
unum tveimur. Aðilar eru einnig
sammála um að auka samstarf um
alþjóðlega markaðssetningu land-
anna og að kannaðir verði möguleik-
ar á að Færeyjar taki þátt í markaðs-
kynningu íslands í Frankfurt, New
York og Tókíó.
Morgunblaðið/Kristinn
Samningur undirritaður
MAGNI Arge formaður ferða-
málaráðs Færeyja, Sámal Petur
í Grund ferðamálaráðherra
Færeyja, Halldór Blöndal ferða-
málaráðherra og Birgir Þorgils-
son formaður ferðamálaráðs ís-
lands undirrituðu samstarfs-
samning milli íslands og Fær-
eyja um ferðaþjónustu.
Bændur samþykkja
ekki tengiveg
BÆNDUR og eigendur jarða við
tengiveg sem fyrirhugaður er um
Akrafjall vegna Hvalfjarðarganga
hafa sent frá sér yfirlýsingu þar
sem segir að þeir muni ekki sam-
þykkja veg um land sitt.
Samkvæmt nýjum samningi
milli Spalar hf., sem sér um undir-
búning og framkvæmd jarðgang-
anna, og fjármálaráðherra og sam-
gönguráðherra, skuldbindur sam-
gönguráðherra sig til að ábyrgjast
nauðsynlegt eignarnám vegna
byggingar ganganna ef slík aðgerð
reynist óhjákvæmileg. Alþingi
staðfesti samninginn með þingsá-
lyktun rétt fyrir þinglok.
Yfirlýsing jarðeigendanna er
svohljóðandi: „Að gefnu tilefni
vegna fréttar í Ríkisútvarpinu 10.
janúar síðastliðinn um jákvæða
stöðu mála vegna fyrirhugaðra
ganga undir Hvalfjörð, vilja undir-
ritaðir bændur og eigendur jarða,
þar sem fyrirhugaður tengivegur
vestur eða austur um Akrafjall á
að koma, taka eftirfarandi fram.
Við munum ekki samþykkja neinn
veg um land okkar. Eignarnám er
ekki mögulegt þar sem fyrirhuguð
veglagning er í þágu einkafyrir-
tækis. Stjórnarskráin verndar
eignarréttinn. Við lýsum undrun
okkar á svona fréttaflutningi. Ólaf-
ur Sigurgeirsson, Þaravöllum,
Hrönn Friðriksdóttir, Þaravöllum,
Jóhanna Ólafsdóttir, Völlum, Indr-
iði Þórisson, Kjaransstöðum, Anna
Geirsdóttir, Kjaransstöðum, Þor-
grímur Jónsson, Kúludalsá, Mar-
grét A. Kristófersdóttir, Kúludalsá,
Gunnar Nikulásson, Másstöðum,
Sigurður Brynjólfsson, Gerði, Geir
Guðlaugsson, Kjaransstöðum, Jó-
hanna Þórarinsdóttir, Kjaranstöð-
um.“
Samverustund
fyrir aðstandendur
SAMVERUSTUND fyrir aðstand- Gestur kvöldsins verður Ólöf
endur verður í húsi Krabbameinsfé- Helga Þór, forstöðumaður Rauða
lags íslands, Skógarhlíð 9, í kvöld, kross-hússins.
þriðjudaginn 28. febrúar, kl. 20-22.
AKUREYRI
Snjófióð lokaði Olafsfjarðargöngunum um tíma á sunnudag
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
STRAX var farið að hreinsa eftir snjóflóðið með stórvirkum snjóruðningstækjum.
Rann fyrir munnann
o g inn í göngin
TVÖ snjóflóð féllu í Ólafsfjarðarmúla
á sunnudag, en annað j)eirra rann
yfir gangamunnann Ólafsfjarðar-
megin og fór hluti flóðsins inn í göng-
in.
Flóðið féll úr Kúhagagili sem er
beint ofan við gangamunnann, það
rann fyrir munnann og inn í göngin
þannig að þau lokuðust um stund eða
þar til búið var að hreinsa það. Jón
Konráðsson lögreglumaður í Ólafs-
fírði sagði að flóð hefði áður fallið á
sama stað ekki alls fyrir löngu en þá
hefði starfsmaður vegagerðarinnar
verið nýkoihinn út úr göngunum.
Göngin sanna gildi sitt
Jón sagði að forskáli ganganna
Ólafsfjarðarmegin hefði verið lengd-
ur eftir rigningarsumarið 1988 um
20-30 metra en þá hefðu menn gert
sér ljósa grein fyrir að flóð gætu
fallið úr Kúhagagili. Rætt hefði verið
um í Ólafsfirði að skálinn hefði mátt
vera örlítið lengri til að fyrirbyggja
alveg hættu af völdum flóða. „Ann-
ars erum við afar ánægð með göng-
in, þessi vetur hefur verið mjög snjó-
þungur og harður og menn geta
ekki hugsað þá hugsun til enda
h'vernig ástandið væri ef engin væru
göngin. Það má búast við að Múlinn
hefði verið lokaður meira og minna
í allan vetur vegna snjóflóðahættu
eða ófærðar,“ sagði Jón Konráðsson.
Hitt flóðið sem féll á sunnudag
kom úr Kleif, sem er Dalvíkurmegin
ganganna. Það var ekki stórt að sögn
Jóns.
Tæplega 100 milljóna króna hagnaður hjá Skinnaiðnaði
Árangur hagræðing-
ar og markaðsstarfs
HAGNAÐUR af rekstri Skinnaiðnaðar hf. eftir skatta á síðasta ári nam
97,4 milljónum króna. Nettótekjur félagsins á liðnu ári voru 696,9 milljón-
ir króna, eignir þess voru 649,3 milljónir í árslok og eigið fé 150,5 milljónir
króna.
Andlát
RAGNAR
STEINBERGSSON
RAGNAR Steinbergs-
son hæstaréttarlög-
maður lést á Akureyri
á sunnudag, 26. febr-
úar.
Ragnar fæddist á
Siglufirði 19. apríl
1927. Foreldrar hans
voru Steinberg Jónsson
sölumaður og Soffía
Sigtryggsdóttir.
Ragnar varð stúdent
frá Menntaskólanum á
Akureyri 1947, lauk
embættisprófi í lög-
fræði frá Háskóla Is-
lands 1952, hdl. 1954
og varð hæstaréttarlögmaður 1965.
Hann starfaði hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga 1953-’54, var fulltrúi
hjá Útvegsbanka íslands á Akur-
eyri 1954—’68. Forstjóri Sjúkra-
samlags Akureyrar var hann frá
1970 til 1989, hann var fram-
kvæmdastjóri Læknamiðstöðvar-
innar á Ákureyri sem síðar varð
Heilsugæslustöðin á Akureyri frá
1973-1990. Hann rak eigin lög-
fræðistofu á Akureyri ásamt öðrum
og var ráðinn lögfræðingur trygg-
ingamála hjá Sýslu-
manninum á Akureyri
frá 1990.
Ragnar gegndi
fjölda trúnaðarstarfa,
var formaður knatt-
spymuráðs Akureyrar
1953—’56, formaður
Stúdentafélags Akur-
eyrar, formaður Sam-
bands ungra sjálfstæð-
ismanna, sat í yfirkjör-
stjórn Norðurlands-
kjördæmis eystra, þar
af formaður frá 1963.
Hann var ritari og síð-
ar formaður Lions-
klúbbs Akureyrar um skeið, og
varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjórn Akureyrar.
Þá var hann í sóknarnefnd Akur-
eyrarkirkju og í stjórn Kirkjugarða
Akureyrar. Hann var formaður
Golfklúbbs Akureyrar frá 1989.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Sigurlaug Ingólfsdóttir. Þau eign-
uðust ljórar dætur, Guðbjörgu Ingu,
Soffíu Guðrúnu, Ingibjörgu og
Rögnu Sigurlaugu.
„Við erum mjög ánægð með
þessa útkomu, allar okkar áætlanir
gengu eftir, bæði hvað varðar hag-
ræðingu og markaðsmál," sagði
Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri
Skinnaiðnaðar hf.
Hagræðing og markaðsstarf
Á liðnu ári var markvisst unnið
að hagræðingu í vinnslunni og sagði
Bjarni að hún hefði skilað sér mjög
vel og þá hafi salan einnig verið
mjög góð. „Það markaðsstarf sem
unnið hefur verið hjá fyrirtækinu og
forvera þess á síðustu árum er nú
að skila sér,“ sagði Bjarni.
Hann sagði aukna eftirspurn um
þessar mundir eftir mokkaskinnum,
en það væru ætíð sveiflur milli ára
og markaða hver eftirspurnin væri.
Mokkaskinnsflíkur væru í tísku nú
um stundir sem skilaði sér í aukinni
sölu hjá Skinnaiðnaði.
Fyrirtækið hefur verið að selja til
Italíu, aukin eftirspurn er á Skandin-
avíumarkaði og þá hefur á síðustu
árum verið unnið að því að koma
vörunni á markað í Asíulöndum og
sagði Bjarni að sala þangað hefði
gengið vel.
Sveiflukenndur iðnaður
„Það er ágætt að safna í sarp-
inn,“ sagði Bjarni um hagnað af
rekstri liðins árs, „því þetta er
sveiflukenndur iðnaður og það þarf
eitthvað að vera til í sjóði á móti
niðursveiflunum þegar þær koma.
Þær koma, það er ekki spurning, það
þarf bara að vera hægt að mæta því
án þess að lenda úti í horni.“
Utlitið fyrir þetta ár er einnig
gott, að sögn framkvæmdastjórans,
„þetta stefnir allt í rétta átt áfram,“
sagði hann.