Morgunblaðið - 03.03.1995, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kannski
ekki lygi
- en blekking
Samsýning
12 mynd-
listar-
manna
SÝNINGARSALURINN Við
Hamarinn hefur starfsemi sína
að Strandgötu 50, Hafnarfirði,
þar sem áður var sýningarsalur-
inn Portið, laugardaginn 4.
mars kl. 16. Salurinn er rekinn
af Listaskólanum við Hamarinn
sem er til húsa á sama stað.
Opnunarsýning salarins er
samsýning 12 ungra myndlist-
armanna sem flestir útskrifuð-
ust frá Myndlista- og handíða-
skóla ísiands á árunum
1989-91 en hafa nýlega verið
að tínast heim úr framhalds-
námi erlendis og eru að hasla
sér völl.
Listamennirnir eru Birgir S.
Birgisson, Sigtryggur Baldvins-
son, Jóhann Torfason, Bva Sig-
urðardóttir, Erna Sigurðardótt-
ir, Sigríður Ólafsdóttir, Ingimar
Ólafsson Waage, Karl Jónsson,
Freydís Kristjánsdóttir, Þorri
Hringsson, Pétur Örn Friðriks-
son og Halldór Baldursson.
Sýningarsalurinn Við Ham-
arinn er opinn alla daga, nema
mánudaga, kl. 14-18.
Gríma Eik og öskjurnar.
Síðasta sýn-
ingarhelgi
Grímu Eikar
í GALLERÍI Úmbru sýnir
Gríma Eik öskjur í mismunandi
stærðum, hannaðar og málaðar
af listakonunni.
Sýningin er opin þriðjudaga
til laugardaga kl. 13-18 og
sunnudaga kl. 14-18. Henni
lýkur miðvikudaginn 8. mars.
Bamaskemmt-
un í Norræna
húsinu
BARNASKEMMTUN í tengsl-
um við öskudaginn/„fastelavn“
verður haldin í Norræna húsinu
sunnudaginn 5. mars kl. 14.
Dagskráin hefst með litlu
ævintýri, „Prinsessan og Polli“,
sem Augnablik: Ásta Arnar-
dóttir og Anna Elísabet Borg,
flytja. Verður brugðið á leik
með börnunum og dansað. Síð-
an mun kötturinn verða sleginn
úr tunnunni. Skemmtunin er
haldin í samvinnu Norræna
hússins og Dans-íslenska fé-
lagsins. Allir velkomnir og að-
gangur er ókeypis.
LEIKLIST
Ka f f i leikhú s i ð
Hlaðvarpa
SÁPA II.
1. mars.
Höfundar: Ingibjörg Hjartardóttir
og Sigrún Óskarsdóttir. Leikstjóri:
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.
Höfundur söngtexta og tónlistar:
Valgeir Skagfjörð.
SEX VIÐ sama borð - og enginn
lýgur er heitið á þessari 2. sápu
vetrarins í Kaffileikhúsinu. En það
sem er kannski öllu athyglisverð-
ara er að við borðið eru aðeins
tveir stólar.
Þrenn hjón koma við sögu í sýn-
ingunni og er óhætt að segja að
eitthvað pínulítið sé að í þeim öll-
um. Þetta pínulitla getur verið að
hjón tali ekki sama tungumál, skilji
ekki hvort annað, hafi ekki áhuga
á hvort öðru og eigi hreint enga
samleið. En það eru nú bara smá-
ERLA Berglind hóf nám í
Söngskóla Reykjavíkur
árið 1987 og var þar
nemandi Valgerðar
Gunnarsdóttur. Síðan gerðist hún
nemandi Sieglinde Kahmann og
hefur verið hjá henni allar götur
þar til hún er nú að ljúka einsöngv-
araprófi. „Ég er „lýrískur sópr-
an“,“ segir Erla Berglind. „Verk-
efni mín á tónleikunum í Lang-
munir sem eins má segja að haldi
hjónaböndunum lafandi.
Eins og svo oft vill verða í lífinu
eru allir á leiðinni út úr hjónabönd-
unum. Það er að segja, segjast
vera það. Hitt er svo annað mál
hvort þeir standa við það þegar á
hólminn er komið, jafnvel þótt all-
ir eigi meiri samleið með einhveij-
um allt öðrum. Og vissulega má
segja að enginn ljúgi neinu - en
hitt er annað mál að allir eru í
einhverjum blekkingaleik.
Leikritið gerist í Hlaðvarpanum
og þangað rangla inn einstakling-
amir í pörum. Þó ekki hjónapörum
- enda reyna allir að fara huldu
höfði eða í nettu dulargervi. Halda
að þeir þekkist ekki.
Sápa II er mikið flækjuverk -
en þó er „system í galskabet“,
eins og sagt er. Það er vel byggt
og textinn alveg bráðskemmtileg-
ur með góðum orðaleikjum til
skrauts. Þetta er tvímælalaust
fyndnasta og skemmtilegasta
verkið sem hefur verið á íjölum
holtskirkju eru Ljóðaljóð Páls
ísólfssonar og Kantata eftir Hayd-
en. Loks syng ég Konsertaríu eftir
Mozart.“
Erla Berglind kvað þessa tón-
leika vera í samvinnu við Skóla-
hljómsveit Tónlistarskólans í
Reykjavík. „Þessi Haydenkantata
fannst árið 1957 og hefur ekki
áður verið flutt á íslandi. Konsert-
aría Mozarts hefur heldur ekki
Kaffileikhússins í vetur.
Og auðvitað er leikurinn hreint
kostulegur - enda einvalalið sem
fer með hlutverkin í sýningunni;
Bessi Bjarnason, Margrét Guð-
mundsdóttir, Margrét Ákadóttir,
Eggert Þorleifsson, Edda Björg-
vinsdóttir og Valgeir Skagfjörð.
Það er í rauninni ekki hægt að
lýsa persónunum án þess að upp-
lýsa flækjurnar og eyðileggj a gam-
anið fyrir þeim sem ekki hafa séð
sýninguna - og því skal það látið
ógert. En það er óhætt að treysta
því að þetta er vel skrifað verk
og frábærlega leikið.
áður verið flutt á íslandi. Svo
skemmtilega vill til að Ljóðaljóð
Páls ísólfssonar vom frumflutt á
sínum tíma í hljómsveitarútgáfu
með Sieglinde Kahmann sem ein-
söngvara árið 1980. Það var Sin-
fóníuhljómsveit íslands sem lék
með henni.“
Syngur í kór íslensku
óperunnar
Erla Berglind kvaðst hafa hug
á að fara til framhaldsnáms í söng
til útlanda. „Ég er svona að líta í
kringum mig, en hef ekki afráðið
neitt ennþá. Ég hef fyrst og fremst
hugsað mér að leggja fyrir mig
óperusöng. Ég syng í kór íslensku
óperunnar. Fyrsta verkefnið sem
ég tók þátt í þar var Töfraflautan
eftir Mozart," sagði Erla Berglind.
Seinni hluti einsöngvaraprófs
Erlu Berglindar er einnig í tón-
leikaformi. „Þeir tónleikar verða
haldnir í Norræna húsinu 20. apríl
nk., þar verð ég aftur á móti ein-
göngu með ljóðasöng. Þar verður
undirleikari Anna Guðný Guð-
mundsdóttir, hún hefur verið und-
irleikari minn í skólanum síðasta
ár, en áður var Lára Rafnsdóttir
undirleikari minn.“
Söngtextar Valgeirs Skagfjörð
eru bráðskemmtilegir og tónlistin
grípandi. Leikstjórnin er mjög
góð, ber vott um gott næmi fyrir
kómískum hreyfingum og svip-
brigðum - og ekki síst texta. Það
tókst ótrúlega vel að koma sýning-
unni fyrir í yfirfullu leikhúsinu á
frumsýningarkvöld og ég verð að
segja eins og er að mér finnst
Sigríður Margrét og Ingibjörg
Hjartardóttir vera einhveijir at-
hyglisverðustu leikstjórar og leik-
ritahöfundar sem fram hafa 'kom-
ið hér um árabil.
Súsanna Svavarsdóttir
Karnival
dýranna
sýnt í Stapa
i Njarðvík
Keflavík. Morgunblaðið.
„ÞETTA er ákaflega viðamikil
sýning, undirbúningur hófst
strax í haust og þátttakendur
eru á annað hundrað," sagði
Kjartan Már Kjartansson skóla-
stjóri Tónlistaskólans í Keflavík
í tilefni af sýningu á Kamivali
dýranna eftir franska tónskáldið
Saint Saens. Að sýningunni
standa Tónlistaskólinn í Kefla-
vík og Jassdansskóli Emilíu í
Keflavík.
Kjartan sagði að Kamival
dýranna væri bæði sívinsælt og
þekkt verk. Það samanstæði af
14 skemmtilegum lögum þar
sem fylgst væri með dýmnum
og ýmsum kynjaverum undirbúa
sig fyrir mikla hátíð
Höfundur dansanna em Emil-
ía Dröfn Jónsdóttir danskennari
og Sigríður Kr. Halldórsdóttir,
forskólakennari. Stjómandi
kórsins er Gróa Hreinsdóttir,
hljómsveitarstjóri er Karen Stur-
laugsson, yfirkennari Tónlista-
skólans í Keflavík, sviðsmynd
gerði Sigmar VilhelmsSon og
gerð búninga annaðist Hanna
Halldórsdóttir. Sýningar verða í
Stapa á morgun, laugardag, kl
15:00 og á sunnudag á sama
tíma.
Vill leggja fyrir
sig óperusöng
Erla Berglind Einarsdóttir
kemur fram á tónleikum í
Langholtskirkju á sunnudag
klukkan 17.00. Tónleikarnir
eru fyrri hluti af einsöngvara-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Guðrún Guðlaugs-
dóttir ræddi við hana um nám
hennar, efnisskrá tónleikanna
og framtíðarhorfur í söngnum.
Erla Berglind
Einarsdóttir
DX4/I00 er
QX4/IQ9MHS
mmmur
Viimw’ 4 4 r<ffh!44(im
med DX2/66
ngin venjuleg fartölva !
Ótrúlega öflug - 6 klst. rafhlöður - Hljóðkerfi - Tengikví - o.fl. o.fl.
SétrSfiaM tílbþo4sv€r<$ f mjkktfm daga \
Verslunin er opin laugardaga frá kl. 10:00 - / 4:00
[j I fivíO
NÝHERJI
SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 569 7700
Alltuf skrefl á undan