Morgunblaðið - 03.03.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
ELÍAS JÓN
DA GBJARTSSON
+ Elías Jón Dag-
bjartsson var
fæddur 12.12. 1925
í Hvestu í Ketildöl-
um í Arnarfirði og
þar ólst hann upp.
Hann lést á St. Jós-
efsspitala í Hafnar-
firði 22. febrúar
1995. Hann var sjö-
undi í röðinni af
tólf börnum hjón-
anna Þórunnar
Bogadóttur, 27.2.
1894, d. 5.3. 1944,
frá Hringsdal í Ket-
ildölum og Dag-
bjartar Eliassonar, f.27.7. 1890,
d. 31.8. 1978, frá Uppsölum í
Selárdal í sömu sveit. Systkini
hans eru: Lára, Bogey Kristín,
Halla (látin), Guðrún Jóna, Guð-
munda Jóhanna, Kristín, María,
Ragnhildur Hólmfríður (látin),
Oddur Kristinn, Þóra Rúna (lát-
in), Gísli Einar, og hálfsystir
Laufey.
Elías Jón kvæntist 17.4. 1954
eftirlifandi eiginkonu sinni
Jónu Kristínu Jón-
asdóttur, f. 19.7.
1929, dóttir hjón-
anna Sigriðar
Magnúsdóttur og
Jónasar Þórðarson-
ar frá Hnífsdal.
Þau bjuggu á
Brúarfllöt 7,
Garðabæ. Börn
þeirra eru: 1) Dag-
bjartur, f. 21.10.
1954, d. 24.4. 1958,
2) Sigurður, f. 5.6.
1956, kvæntur Guð-
björgu Guðmunds-
dóttur. Þeirra synir
eru Anton Örn og Elías Viljar.
3) Kristinn Þór, f. 18.6. 1962,
ókvæntur og barnlaus. 4) Elín
Dóra, f. 17.12. 1963, í sambúð
með Karli Gissurarsyni. Sonur
þeirra er Arnar Freyr. 5) Linda
Björk, f. 9.4. 1967, gift Hauki
Valdimarssyni. Þau eiga tvær
dætur, Jónu Kristínu og Huldu
Sif. Útför Elíasar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
KÆR vinur og mágur, Elías Dag-
bjartsson, hefur kvatt þennan
heim. Hann andaðist miðvikudag-
inn 22. febrúar eftir stutta en
þunga legu.
Vinir lúta höfði í þögulli virðingu
og eftirsjá því hann var góður
drengur, orðvar og alls staðar til
góðs. Hann ólst upp í stórum systk-
inahóp því systkinin voru 12. Móð-
ir hans Þórunn var mjög söngelsk
og því liðu mörg kvöldin í ljúfum
söng og ljóðalestri. Elías var tón-
listarunnandi og spilaði bæði á
munnhörpu og harmoniku. Elías
var einnig mikill íþróttaunnandi
og var margt til lista lagt sem hús
hans á Brúarflöt 7 ber vitni og sem
hann smíðaði að miklu leyti sjálfur.
Nú þegar leiðir skilja um stund
og hann flyst á annað tilverustig
biðjum við honum Guðs blessunar
á þeim leiðum sem hann hefur nú
lagt út á.
Jónu, eftirlifandi konu hans,
börnum og öðru skyldfólki vottum
Bróðir okkar, + BJÖRN PÉTURSSON, Víðinesi,
andaðist hinn 1. mars í Borgarspítalanum.
María Pétursdóttir, Ásthildur Pétursdóttir, Jón Birgir Pétursson, Stefanfa Pétursdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALGERÐUR
HILDIBRANDSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Selvogsgötu 15,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðviku-
daginn 1. mars.
Gunnhildur G. Smithson, Clyde S. Smithson jr.,
Ásgeir B. Guðlaugsson, Arndís L. Nielsdóttir,
Sævar Guðlaugsson, Karen Ólafsdóttir,
Gísli Hildibrandur Guðlaugsson, Jóna V. Höskuldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar og afi,
FRÓÐI BJÖRNSSON
fyrrverandi f lugstjóri,
Bugðutanga 28,
Mosfellsbæ,
lést þann 27. febrúar.
Útförin fer fram' frá Langholtskirkju
mánudaginn 6. mars kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vilja minnast hans,
er bent á Krabbameinsfélagið.
Hallveig Fróðadóttir,
Ragna Fróðadóttir,
Björn Fróðason,
Hólmfríður Fróðadóttir,
Hulda Rún Jóhannesdóttir,
Fróði Jóhannesson.
.. mWírtMTOOT- (M?
FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 31 •
MINNINGAR
við samúð og óskum þeim styrks
í söknuði þeirra minnug þess að:
Senn dvínar nóttin
og diraman flýr
og dagur ljómar
í austri nýr.
Pétur Magnússon.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
í huganun til himins oft ég svif
og hlýt að geta sungið í þá líf.
(Davíð Stefánsson)
Mér er ljúft að minnast elskulegs
móðurbróður míns, Elíasar Jóns
Dagbjartssonar, sem er horfinn yfir
móðuna miklu. Elías var fyrsti
drengurinn, sem fæddist inn í hóp
systra, sem voru tilbúnar að aðstoða
við umönnun kærkomins bróður,
en seinna bættust tveir við hópinn.
Þar að auki voru á heimilinu ömm-
urnar, sem báðar hétu Kristín og
ömmusystirin Guðrún Jóna. Þetta
var því stórfjölskylda í orðsins
fyllstu merkingu. íslenskt máltæki
segir: Margar hendur vinna létt
verk. En það lærði snemma þessi
stóri barnahópur, að leggja hönd á
plóginn og aðstoða við rekstur bú-
jarðarinnar.
Elías var kominn af sterkum
stofnum. í móðurætt af Einari
presti Gíslasyni presti Einarssyni,
en þeir feðgar voru prestar í Selár-
dal samtals um 80 ár. Séra Gísli
var sonur Einars Jónssonar rektors
í Skálholti, en sú ætt er austan úr
Öræfum. í föðurætt er hann afkom-
andi Eggerts Ólafssonar í Hergils-
ey-.
I Elíasi var auðvelt að koma auga
á eiginleika forfeðranna. Hann var
hlýr, stöðuglyndur og orðvar. Hand-
tak hans var þétt og milt, víðsýnn
var hann og hjálpsamur. Tónlist var
honum í blóð borin. Á harmoniku
spilaði hann vel. Hann hafði yndi
af íþróttum, skíða- og skautaferð-
um, en til þessara tómstunda hafði
hann meiri tíma á sínum yngri
árum. Náttúruunnandi var hann
mikill, enda alinn upp í stórbrotinni
náttúru, mikilfenglegri sem fagurri,
sem mótar skapgerð og dirfsku
ekki síður en innræti foreldranna.
Hvestuströndin breiðir úr sér með
gulum suðrænum sandi, gott var
því að gleyma sér þar stund og
stund við leik og drauma um hvað
handan hafsins býr. Foreldrarnir
lögðu mikla áherslu á sálma, ljóð,
vísur og sögur, sem börnin kunnu
mikið af einnig snyrtimennsku og
verklagni. Þessa eiginleika sé ég í
öllum systkinunum og hljóta þeir
því að vera sterkir.
Eftir skyldunám í sveitinni lauk
Elías prófi frá héraðsskólanum á
Reykjanesi við ísafjarðardjúp, en
þar kynntist hann eftirlifandi eigin-
konu sinni, Jónu Kristínu Jónas-
dóttur frá Hnífsdal. Þau bjuggu
meðal annarra staða á Skipasundi
66, þar sem faðir Elíasar, Dagbjart-
ur reisti myndarlegt hús, eftir að
hann seldi jörðina fyrir vestan.
Fljótlega keyptu þau sér sína eigin
íbúð á Háaleitisbraut 44 og síðan
einbýlishús á Brúarflöt 7 í
Garðabæ, þar sem verkvit og
smekkvísi húsráðanda komu vel
fram. Elías átti mörg handtökin í
húsinu, t.d. var öll trévinna í íoftum
frá honum komin, gert af hagleik
og kunnáttusemi. Jóna saumaði t.d.
mikið út og hafði unun af blóma-
rækt. Elías smíðaði því gróðurhús
og skjólvegg, svo gróðurinn dafnaði
sem best.
Elías kynntist mörgum störfum,
fýrst er hann kom suður starfaði
hann hjá hinum þekkta frumkvöðli
Skúla Pálssyni í Laxalóni, en sem
lífsstarf kaus hann sér starf bílstjór-
ans.
Elías var mikill heimilisfaðir og
vildi börnum sínum allt hið besta.
Til þeirra hefur hann nú flutt arf
sinn, kærleika og visku móður sinn-
ar og gleðina, sem fylgir því að
gefa og frá föður sínum styrk, stöð-
uglyndi og vinnusemi. Megi guð
styrkja þau öll, eiginkonu, börn,
tengdabörn, barnaböm, systkini,
ættingja og vini.
Far þú í friði. Friður guðs þig
blessi. Hafðu þökkk fyrir allt.
Jóhanna S. Pétursdóttir.
mitMwwnaNm
INDESÍT I
■
« 4^índesíl-
Kæliskápur
GR 1400
HæS: 85 cm
Breidd: 51 cm
Dýpt: 56 cm
kælir: 140 I.
0,9 kwt/24 tímum.
Ver& kr. 29.350,-
#índesíK
Kæliskápur
GR 2600
HæS: 152 cm
Breidd: 55 cm
Dýpt: 60 cm
kælir: 187 l./frystir: 67 I.
1.25 kwst/24 tímum.
Verð kr.49.664,-
4^índesrt ►
Uppþvottavél
D 3020
7 kerfa vél, tekur
12 manna matarstell
6 falt vatnsöryggiskerfi
mjög hljóSlát og fullkomin.
HæS: 85 cm
Breidd: 60 cm
Dýpt: 60 cm
Verb kr.47.263,-
^►índesíU
Þvottavél IW 860
Vindur 800 sn.14 þvottakerfi.
Stialaus hitastillir.
Orkunotkun 2,3 kwst.
HæS 85 cm
Breidd 60 cm
Dýpt 60 cm
Verfc kr. 52.527,-
^indesít
a #índesíl-
Þurrkari SD 510
vtv bél I Tromlan snýst í báSar áttir,
vfpríjyb K©® i \ tvö hitastig. Kaldur blástur
stöÖ*$a° ! Klukkurofi.Barki fylgir
Ver& kr. 37.517,-
B_R Æ Ð U R N I R
=)] ORMSSQN HF
Lágmúla 8, Sími 38820
a>
E
| w
■3
3 O
o
-Q
E
D
▲ #índesít
Eldavél KN 6043
Undir og yfirhiti.Grill, geymsluskúffa.
HæS: 85 cm
Breidd: 60 cm
Dýpt: 60 cm
Ver& kr.54.251,-
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi.
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi.
Guöni Hallgrímsson, Grundartiröi. Ásubúö.Búöardal
Vestfirölr: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi.
Rafverk, Bolungarvlk.Straumur.lsafiröi.
Noröurland: Kf. Steingrlmsfjaröar.Hólmavik.
Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi
Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur,
Lónsbakka, Akureyri.KEA, Daivlk. Kf. Þingeyinga, Húsavik.
UrÖ, Raufarhöfn.
Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum.
Kf. Vopnfiröinga, Vopnatiröi. Stál, SeyÖisfirÖi.
Verslunin Vik, Neskaupsstaö.
Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn
Suöurland: Kf» Rangœinga, Hvolsvelli.
Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.
Jón Þorbergs, Kirkjubœjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg. Grindavik. FIT, Hafnarfiröi
SINDE!