Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 33 SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Sigríður Jóns- dóttir var fædd á Suðurgötu 8 hér í Reykjavík 13. júní 1917 og skírð 12. desember sama ár. Hún lést í Landspít- alanum 23. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Gróa Sigrún Jónsdóttir frá Tröð í Alftafirði vestra og Jón Hjartarson kaupmaður i Reykjavík, Hjartar Jónssonar og Margrétar Sveinsdóttur á Reynimel hér í borg. Systkinin voru sex og var Sigríður þeirra næstelst. Nú eru þau öll látin néma Hallveig og Jón. Látin eru Gunnar Andrés, Hjörtur og Bergþóra. Útförin fer fram í dag frá Dómkirkjunni og hefst athöfnin kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. í DAG verður til moldar borin hér í Reykjavík frú Sigríður Jónsdóttir, sem lengi var búsett í Bólstaðarhlíð 25 hér í borg, en í Espigerði 4 hin síðari ár. Hún var barn þessarar borgar, fædd hér og uppaiin, átti hér sitt heimili alla tíð og hér gekk hún til sinnar hinstu hvílu eftir skin og skúrir langrar og viðburðaríkrar ævi. í bemsku gekk hún í Miðbæjar- skólann í Reykjavík og lauk síðan gagnfræðaprófí _ í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Á unglingsárunum vann hún m.a. við innheimtu hjá fyrirtækinu Ásgarði hér í borg og um 15 ára skeið í fyrirtæki föður síns, en flestir eldri Reykvíkingar muna verslun Jóns Hjartarsonar í Hafnar- strætinu. Árið 1955 gekk hún að eiga eftirljfandi mann sinn, Ásgeir Magnússon flugvirkja og flugvélstjóra, ætt- aðan frá Hólmavík. Hann var einn af elstu starfsmönnum Flugfé- lags íslands og lét af störfum hjá Flugleið- um árið 1986 eftir 47 ára starf sem flugvirki, flugvélstjóri og störf við þjálfun flugvél- stjóra á þotur félaganna. Þau áttu 40 ára brúðkaupsafmæli örfáum dögum fyrir andlát Sigríðar. Brúð- kaupið fór fram í Ráðhúsi Kaup- mannahafnar og voru hjónin Anna Snorradóttir og Birgir Þórhallsson vígsluvottar, en Birgir var þá full- trúi Flugfélags íslands í Kaup- mannahöfn. Tveim ámm síðar fæddist þeim hjónum einkasonurinn Jón Magnús, útskrifaður guðfræðingur frá Há- skóla íslands og nú framkvæmda- stjóri fornfræðistofnunar Clare- mont-háskóla í Kalifomíufylki í Bandaríkjunum. Jón Magnús er mik- ill fræðimaður og sérfræðingur í koptiskum fræðum. Eftir nám þar vestra hefur hann starfað þar og nýtur mikils trausts. Bústað sinn nefnir hann Heiðlönd á Gimli, fag- urt heimili á fögmm stað. Jón hefur komið í heimsókn til foreldra sinna og vina um hver jól og oftar ef tök hafa verið á. Hafí nokkur drengur verið „augasteinn" foreldra sinna, þá held ég að ekki sé ofsagt að þar hafí Jón alla tíð verið í fremstu röð. MINNINGAR Var ávallt mjög kært með honum og móður hans, enda brást hinn glaðlyndi og skemmtilegi dreng- skaparmaður aldrei trausti. Það birti alltaf mikið yfir heimilinu þegar Jón kom heim og vinir þustu að úr öllum áttum til þess að fagna honum, ungir jafnt sem gamlir. Var þá oft glatt á hjalla og naut stóri vinahóp- urinn gleðinnar og þeirrar hlýju, sem einkenndi alla tíð þeirra fallega heimili, sem Sigríður hafði búið fjöl- skyldu sinni af fáguðum smekk og þjóðlegri reisn. Hinn hógværi og skemmtilegi heimilisfaðir naut ekki síður gleðistundanna í ríkum mæli, en gestrisni hefur alla tíð verið ein- stök þar á bæ. Sigríður var mjög félagslynd kona, naut sín vel í góðra vina hópi. Hún helgaði langtímum saman krafta sína margvíslegum iíknarmál- um, starfaði um langt árabil með Kvenfélaginu Hringnum og Odd- fellow-reglunni í Reykjavík. Hún átti um árabil við gigtarveik- indi að stríða og var ein af stofnend- um Gigtarfélags íslands. Hún naut þess í ríkum mæli að undirbúa bamahátíðir Hringsins og fleiri fé- lagasamtaka. Hún undi vel í samfé- lagi með þeim, sem unnu að velferð- ar- og líknarmálum, ekki síst þegar gleðja átti yngstu kynslóðina. Sigríður var einstaklega skemmti- legur ferðafélagi, hafði mikla ánægju af ferðalögum með góðum vinum. Minnumst við hjónin ótal ferða og dvala á erlendri grund með Siggu og Geira, eins og þau voru jafnan kölluð í vinahópi, allt frá því er farnar vom fyrstu sólarlandaferð- irnar á vegum loftsins. Okkar fyrstu kynni hófust í ferð til Tenerife sum- arið 1957. Þá var Sigríður ung og glæsileg kona, skemmtileg og hvers manns hugljúfí. Síðan urðu ferðirnar fjölmargar í sambandi við störf okk- ar Ásgeirs, oftast til ýmissa staða í Bandaríkjunum. Er mér sérstaklega minnisstæð dvölin í Seattle, þegar JOSEF MA GNUSSON + Jósef Magnús- son frá Hvoli Þverárhreppi, V- Hún. fæddist 1. nóvember 1920 í Vatnsdalshólum, A-Hún. Hann lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga að kvöldi 18. febrúar síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Vigfús- sonar frá Vatns- dalshólum og Guð- rúnar Jóhannes- dóttur. Hann var fjórði í röðinni af sex systkin- um. Þau eru: Sigurður, f. 12.1. 1913, búsettur á Siglufirði, Hólmfríður, f. 23.11. 1915, bú- sett á Hvammstanga, Jóhannes, f. 9.1. 1919, búsettur á Ægisíðu í Þverárhreppi, Vestur-Húna- vatnssýslu, Vigfús, f. 25.9.1923, d. 22.10. 1987, var búsettur á Skinnastöðum í Austur-Húna- vatnssýslu, og Þorgeir, f. 23.12. 1927, búsettur á Húsavík. Jósef var kvæntur Maríu Hjaltadótt- ur, f. 1. júlí 1924 í Reykjavík, d. 18. júlí 1992. Bjuggu þau nær allan sinn búskap á Hvoli í Vesturhópi. En síðustu fimm- sex árin bjuggu þau inni á Hvammstanga, María meðan hún lifði og hann einn eftir það. Þau hjónin eignuðust tiu börn og eru átta á lífi. Þau eru 1) Magnús, bifvélavirki, f. 6. febrúar 1945, giftur Sigríði Haraldsdóttur kennara og eru þau búsett í Mosfellsbæ. Eiga þau fjórar dætur og tvö barna- börn. 2) Ásta, f. 21. apríl 1947, búsett í Reykjavík og á fimm börn. 3) Kristín, sjúkraliði og húsmóðir, f. 27. ágúst 1948, búsett á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi, V- Hún., gift Lofti Guðjónssyni bónda þar og eiga þau fjögur börn. 4) Hjalti, iðnverka- maður, f. 23. des- ember .1951, giftur Halldóru Tryggva- dóttur starfsstúlku á Sjúkra- húsi Hvammstanga og búa þau þar og eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 5) Oddný, starfs- stúlka á Sjúkrahúsi Hvamms- tanga, f. 17. júní 1953, gift Þorbirni Ágústssyni bónda í Sporði í Þorkelshólshrepp V- Hún. og búa þau þar og eiga fimm börn. 6) Gréta, læknarit- ari, f. 21. febrúar 1955, gift Gunnari Þorvaldssyni iðn- verkamanni á Hvammstanga og búa þau þar og eiga tvö börn. 7) Gunnar, vélamaður, f. 29. jan- úar 1958, giftur Valgerði Stef- ánsdóttur nuddara í Reykjavík og búa þar og eiga tvo syni og eitt barnabarn. 8) Jóhanna, iðn- verkakona, f. 19. febrúar 1961, gift Birni Þorgrímssyni verslun- armanni á Hvammstanga og búa þau þar og eiga tvö börn. Útför Jósefs Magnússonar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Þverárhrepp V-Hún. í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. JÓSEF hafði yndi af hestum og var góður hestamaður og stundaði dá- lítið tamningar á yngri árum. Hann var einn af stofnendum Hesta- mannafélagsins Þyts. Hann sat í nokkur ár í hueppsnefnd Þver- árhrepps. Jósef var frekar hlédræg- ur maður en lék á alls oddi í kunn- ingjahópi með glas í hönd, söngvinn var hann þá og kvað af rausn. Jó- sef var mjög handlaginn, smiður góður, hvort heldur sem á járn eða tré. Og ákaflega bóngóður og hjálp- samur ef nágrannana vantaði hjálp. Alltaf var gott að koma að Hvoli til Jósefs og Maríu, þar var hjarta- hlýjan í fyrirrúmi. í nóvember síð- astliðnum var Jósef sendur suður í rannsókn á Vífilsstaðaspítala og fór ég þá til hans, fagnaði hann mér ákaft og talaði um að sér þætti vænt um að sjá mig, en sagði jafn- framt ,ja, nú er maður orðinn bág- ur, ekki til neins nýtur“. Spjölluðum við um hitt og þetta, svo sagði ég honum áð nafna hans gengi mjög vel í skólanum og þótti honum ákaf- lega vænt um að heyra það. Þetta var í síðasta skiptið sem ég hitti Jósef þó þetta hressan. Með þessum fátæklegum orðum hlýjum minningum og virðingu, kveð ég að leiðarlokum tengdaföður minn sem var sannkallaður höfð- ingi. Eftirlifandi börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og barnabörnum votta ég samúð mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Valgerður Stefánsdóttir. Hann afi minn er dáinn. Kominn yfir móðuna miklu. Og þarf ekki að þjást lengur í þessu lífí. Og hún amma hefur örugglega tekið vel á móti honum. Það er ekki nokkur spurning. En eftir stöndum við sem munum sakna hans sárt. Elsku pabbi, Maggi, Ásta, Stína, Hjalti, Odda, Gréta og Jóhanna, ég votta ykkur samúð mína og guð geymi ykkur. Jósef Karl Gunnarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. fyrsta íslenska þotan var sótt sum- arið 1967. Notalegri og skemmti- legri ferðafélagar eru ekki á hveiju strái. Því er söknuður í huga á þess- ari kveðjustund. En það var líka bjart yfir bernsk- unni og unglingsárunum meðan Sig- ríður naut góðrar heilsu. Hún stund- aði skíðaíþróttina af kappi og hlaut viðurkenningu fyrir afrek í stórsvigi kvenna. Hún var KR-ingur af lífí og sál og átti í þeirra hópi marga vini og félaga frá fyrri árum. Hún var ein þeirra sem reisti skálann við Skálafell og minntist oft ánægju- legra stunda í faðmi fjallanna, þegar marraði í nýföllnum snjó og mjöllin rauk undan skíðum í kröppum beygj- um. Ég minnist sérstaklega þriggja vinkvenna hennar frá fyrri árum, en vinátta þeirra og tryggð varði til æviloka. Frú Sigríður Zoéga, vin- kona í meira en 70 ár, lést hér í Reykjavík aðeins tveim vikum fyrr en Sigríður. Þær háðu dauðastríðið saman á Landspítalanum. Eina eft- irlifandi þessara vinkenna er Sigríð- ur Erlendsdóttir, sem lengi vann við verslunarstörf og sem ráðskona hjá Landsvirkjun. Látin er Elíri' Egils- dóttir, Guttormssonar þekkts borg- ara hér. Sigríður gekk til móts við sjúk- leika og dauða af einstöku æðru- leysi og hugrekki, hún kvartaði aldrei. Hún var gædd þeirri guðs- gjafar náðargáfu og skarpri greind, sem gerði henni kleift að umbera mótlæti af mikilli hugarró og yfir- vegun. Hin síðari ár, eftir að alvarlegur sjúkdómur hafði að lokum þvingað hana í hjólastól, kvartaði hún ald- rei. Hún tók ávallt brosandi á móti vinum sínum og vandamönnum. Það var þetta hlýja viðmót hennar og hinn mikli andlegi styrkur, hversu mjúk sem hún var, sem vakti aðdáun allra sem til þekktu. Henni var lítið um að rætt væri um eigin sjúkleika, en frétti hún um veikindi annarra, fylltist hugur hennar með- aumkun og bað þess að viðkomandi næði fljótt heilsu á nýjan leik. Mér líður ágætlega, var hún vön að segja hversu aðþrengd sem hún var. Það var svo margt í fari þessarar einstöku konu, sem ávann henni vin- áttu og aðdáun. Ekki verður þessum línum lokið nema minnst sé einstakr- ar umönnunar, þolinmæði og trygg- lyndis Ásgeirs, bæði meðan kona hans lá fársjúk á heimili þeirra og þann tíma sem hún dvaldi á sjúkra- húsi. Ætli það sé ekki fágætt, senni- lega einstakt. Einkasyninum Jóni Magnúsi verður sennilega best lýst með gamla málshættinum um eikina og eplið, þeim öllum þrem til verð- ugs §óma. Við hjónin vottum ástvinum öllum og ættingjum Sigríðar innilega sam- úð og þökkum þær stundir sem við áttum með þeim á vinafundum. Við biðjum þess að hin látna megi hvíla í Guðs friði. Jóhannes R. Snorrason. Glaður ég horfi nú, himins til, Jesús minn Drottinn og Guð, Og hugrakkur fylgja þér, ætíð ég vil, Jesús, minn Drottinn og Guð. (Óli Ágústsson.) Nú er komið að því að við þurfum að kveðja hana elsku Siggu okkar sem nú hefur kvatt þennan heim eftir mikil og löng veikindi. Alltaf var þessi fallega og góða kona jafn hress og kát, sama hvað kvalin hún var. Okkur þótti öllum ósköp vænt um hana. Hún er samofin bernsku- minningum okkar allra sem hin ljúfa og góða kona. Hún var elsta og besta vinkona hennar móður okkar. Þær voru vinir frá því þær voru fimm ára eða í 72 ár og aldrei bar skugga á þá vináttu. Sigga ólst upp í Hafnarstræti og móðir okkar í Austurstræti og sneru bakgarðar þeirra saman. Þegar þær stækkuðu þá léku þær sér saman allan daginn í görðunum og svo á kvöldin sátu þær hvor í sínum glugga og kölluðust á. Þetta var upphaf að mjög náinni samleið þeirra í gegnum lífið. Sigga hafði alltaf tíma fyrir okk- ur systkinin. Hún fór með okkur á skíði, á skauta, í þijúbíó og í Tív- olí, allt sem foreldrar okkar máttu ekki vera að. Hún talaði við okkur eins og við værum jafnaldrar henn- ar og hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Alltaf gaf hún okkur fallegustu afmælisgjafirnar og jólagjafirnar. Þessar línur eru til að þakka Siggu allt sem hún gerði fyrir okk- ur og var okkur. Við munum aldrei gleyma þér, elsku Sigga okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, bless- uð sé minning þín. Hér rikir himneskur friður. Hljótt er á bænastund. Krýp ég að krossinum niður, kominn á Drottins fund. (P. Sigurgeirsson.) Zoega-systkinin. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKARÞÓRÐARSON dr. med. lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 2. mars. Inger Þórðarson, Högni Óskarsson, Ingunn Benediktsdóttir, Ásgeir Óskarsson, Margrét Johnson og barnabörn. Eiginmaður minn t og faðir okkar, BJÖRN GUÐMUNDSSON, Brunngötu 14, ísafirði, verður jarðsunginn frá isafjarðarkapellu laugardaginn 4. mars kl. 14.00. Kristjana Jónasdóttir, Birna Björnsdóttir, Jónas Björnsson. t Móðir okkar, ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÓTTIR rithöfundur, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 3. mars, kl. 15.00. Anna Margrét Jónsdóttir, Magnús Þór Jónsson, Einar Már Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.