Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LA UFEY
HELGADÓTTIR
*
+ Laufey Helga-
dóttir var fædd
í Vík í Mýrdal hinn
15. júní 1914 og
ólst þar upp. Hún
lést í Hafnarbúðum
22. febrúar sl. For-
eldrar hennar voru
Agústa Guðmunds-
dóttir og Helgi
Dagbjartsson.
Systkini Laufeyjar
eru: Frímann, Jó-
hannes, Axel,
Dagmar tvíbura-
systir Laufeyjar,
Anna Guðbjörg og
Kristinn. Laufey giftist eftir-
lifandi eiginmanni sínum Her-
manni Guðjónssyni stjórnar-
ráðsfulltrúa frá Asi í Asa-
hreppi. Böm þeirra eru: Gú-
staf Helgi, kvæntur Ólöfu S.
Baldursdóttur og eiga þau þrjú
böm; og Guðríður Sigrún, gift
Þránni Ingólfssyni og eiga þau
tvo syni. Útför Laufeyjar fer
fram frá Neskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
í DAG er jarðsungin frá Neskirkju
Laufey Helgadóttir tengdamóðir
mín óg vinkona eftir erfið veikindi
til margra ára. Hún ólst upp í Vík
í Mýrdal og þeim stað unni hún
ætíð mjög. Þar upplifði hún ljúfa
æsku í faðmi ástríkra foreldra
ásamt sex systkinum og eru nú
tveir bræður á lífi, Jóhannes og
Kristinn. Laufey var smávaxin og
fínleg með tindrandi dökk augu
og brúnt hár, vinamörg og gjaf-
mild af kærleika, þolinmæði og
skilningi.
Fyrsta minning mín um hana
var á þá leið að ég kom í heimsókn
með syni hennar. Þá voru þau hjón
að koma af balli. Dagga tvíbura-
systir hennar og Haukur maður
Döggu komu með þeim heim. Voru
þær systur í dansstuði og héldu
áfram að dansa eftir að heim var
komið en þá man ég að Hermann
tengdafaðir minn varð hálf feiminn
að láta ókunna stúlkuna sjá til
þeirra. Þá voru þær systur 59 ára
en litu út fyrir að vera miklu yngri.
Mér fannst táknrænt fyrir tengda-
móður mína að á þessu kvöldi var
hún í hvítum kjól með stórum fal-
legum rósum sem mér
fannst seinna, eftir að
ég kynntist henni nán-
ar, aðalsmerki fyrir
þessa miklu blóma- og
náttúrukonu. Áhuga-
mál Laufeyjar voru
margvísleg, á sumrin
var garðurinn með
þeim fallegri í Vestur-
bænum og fólk stopp-
aði til að sjá dalíumar
sem voru hennar stolt.
Veiðiskapur og ferða-
lög komu þar næst. Á
vetrum hlustaði hún
mikið á Rás 1 og upp-
fræddi okkur oft um ganga mála
innanlands og utan. Eins reyndi
hún ávallt að missa ekki af þáttum
Jónasar, Á síðkvöldi. Klassísk
hljómlist, ættfræði og almenn
mannrækt var henni mjög að
skaj)i.
Eg” gleymi ekki gleði hennar
þegar hún vissi að bamabam var
á leiðinni þá 61 árs. Laufey kunni
svo sannarlega til bamauppeldis.
Tvö elstu börn okkar Baldur Freyr
og nafna hennar Laufey Helga
fengu að njóta hennar mest því
þá var hún frískust og minnast þau
allra ferðanna í hlýju „holuna“ hjá
ömmu í stóra hjónarúminu. Eins
allra skáldsagnanna sem amma
þeirra bjó til jafnóðum og hún sagði
þeim og eins minninga frá æsku
sinni sem hún var óspör að segja
þeim frá því hún hafði einstaklega
skapandi og skemmtilega frá-
sagnarhæfileika. Fyrir dæpum
fimmtán ámm lést Dagga tvíbura-
systir hennar og dó þá eitthvað
innra með Laufeyju, líkt því að hún
hefði misst hluta af sjálfri sér því
tengsl eineggja tvíbura geta verið
ofvaxin venjulegu fólki að skilja.
Síðustu tíu árin voru Laufeyju
á margan hátt mjög erfið. Margar
ferðir á sjúkrahús, hún þjáðist af
lungnaþembu, astma og endur-
teknum lungnabólgum. Alltaf reis
mín upp aftur enn ákveðnari í því
að á næstu mánuðum myndi hún
ná sér. 1990 dettur hún, lærbrotn-
,ar og handleggsbrotnar. Eftir það
áfall kom hún aðeins heim sem
gestur. Hafnarbúðir í Tryggvagötu
voru hennar heimili síðustu fimm
árin og vil ég fyrir hönd fjölskyldu
Laufeyjar færa öllum sem hjúkr-
uðu henni þar okkar innilegustu
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
RAGNAR STEINBERGSSON
hæstaréttarlögmaður,
Espilundi 2,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 6. mars kl. 13.30.
Sigurlaug Ingólfsdóttir,
Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, Kristinn Tómasson,
Soffía Guðrún Ragnarsdóttir, Steindór Haukur Sigurðsson,
Ingibjörg Ragnarsdóttir, Axel Bragi Bragason,
Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir, Guðfinnur Þór Pálsson
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
áður Hólagötu 29,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju
mánudaginn 6.. mars kl. 13.30.
Gréta Guðjónsdóttir, Haukur Þorkelsson,
Friðrik Guðjónsson, Sigrún Birgit Sigurðardóttir,
Guðjón Siaurbjörnsson, Björg Bjarnadóttir,
Guðbjörg Osk Friðriksdóttir, Domenico Alex Gala,
Árelius Gala,
Marfa Birgit Gala.
MINIMINGAR
þakkir og megi guð blessa störf
þeirra. í þessi fimm ár leið ekki
sá dagur að hún fengi ekki heim-
sókn og komust stundum færri að
en vildu inn í litla herbergið henn-
ar þar því hún átti vini á öllum
aldri, ekki síst ungt fólk sem sótti
til hennar kraft og ráðleggingar.
Laufey hafði sinn síma í Hafnar-
búðum sem stytti henni stundir og
var það venja hennar meðan hún
hafði styrk til að hringja að kvöldi
á heimili barna sinna og biðja öllum
góðrar nætur.
Blessuð veri minning þín, elsku-
lega tengdamóðir.
Ólöf S. Baldursdóttir.
Eins langt og eg man eftir mér,
hefur Laufey Helgadóttir verið
tengd fjölskyldu minni á einhvern
hátt.
Ef hún bjó ekki í sama húsi og
við, þá var hún aldrei langt undan
og sambandið slitnaði aldrei alveg.
Við erum skyld í gegn um
móðurættir okkar, en ættfræðilega
get eg ekki rakið það, er enginn
ættfræðingur í mér.
En upphaf kynna okkar Laufeyj-
ar er að rekja til fæðingar minnar
1927 í Vestmannaeyjum, en þá
fluttist hún til okkar um tíma frá
Vík í Mýrdal, en þar er hún fædd
og uppalin.
Fékk hún það hlutverk að gæta
mín í æsku og hjálpa mér við mín
fyrstu spor í þessum heimi.
Ekki veit eg hver laun hennar
voru fyrir þetta ábyrgðarmikla
starf annað en það, að fá tilsögn
móður minnar í hannyrðum og
öðrum dyggðum er prýða mætti
unga, efnilega stúlku á þeim árum.
Varð okkur vel til vina þá þegar
á þessum fyrstu árum mínum og
átti sú vinátta eftir að endast út
líf hennar þó nokkuð stopul hafi
kynnin verið síðustu árin.
Hún nefndi mig sérstöku gælu-
nafni, sem enginn annar notaði.
Fram eftir öllum aldrei átti hún
til með að nota það upp úr þurru,
t.d. er hún svaraði mér í síma:
„Nei, er þetta Bússi,“ sagði hún
þá, og hló við. „Bússa“ nafnið átti
hún ein, og svo eg.
Er fjölskylda mín flosnaði upp
í Vestmannaeyjum 1934 og fluttist
upp á meginlandið var eins og
Laufey fylgdi í kjölfarið, allavega
var hún aldrei langt undan, hvort
sem við bjuggum í Hafnarfírði eða
Reykjavík.
Unglingsstúlkan Laufey hafði
nú þroskast og vaxið í unga, fal-
lega konu og samband hennar við
fjölskylduna orðið að einlægri vin-
áttu.
Á þeim erfiðu tímum er fóru í
hönd eftir að við fluttum til Reykja-
víkur átti hún eftir að verða móður
minni mikil hjálparhella, en hún
átti við mikil veikindi að stríða um
langan tíma.
Hún bjó af og til með okkur,
en ekki alltaf - því títt var skipt
um húsnæði á þeim erfiðu tímum
atvinnuleysis og báginda.
En í ömurleika hversdagslífsins
bar Laufey birtu og léttleika inn á
heimili okkar.
Ófáar voru stundirnar er hún
sat með litla drengnum, Baldri, og
byggði með honum hina ótrúleg-
ustu loftkastala í söguformi sem
hleyptu andanum á flug og gerði
hversdagsleikann að ævintýra-
landi. Þannig man eg hana best.
En árin liðu og miklar breyting-
ar urðu á högum okkar og henn-
ar, en aldrei slitnuðu vináttubönd-
in, þó af og til tognaði aðeins á
þeim.
Laufey giftist Hermanni Guð-
jónssyni og eignaðist með honum
sína eigin fjölskyldu. Hafði hún því
meir og meir sínum eigin hnöppum
að hneppa.
En er móðir mín dó, var Laufey
fljót að koma til aðstoðar og það
var hún, er gekk frá móður minni
í kistuna á þann hátt, er þeim
hafði komið saman um löngu áður.
Þá skildu góðar vinkonur.
Síðan eru liðin mörg ár og mik-
ið vatn runnið til sjávar.
Eg hefi notið þeirrar ánægju að
sjá börn Laufeyjar og Hermanns
vaxa úr grasi og verða fullorðin.
En ekki á sama hátt og Laufey
fylgdist með mér. Hún gaf svo
miklu meira en eg hefi getað gef-
ið. Enda kannske ekki þörf á.
Þessar fáar línur eiga að túlka
þakklæti mitt og systur minnar
Ethelar, fyrir kynni okkar af Lauf-
eyju Helgadóttur og hennar þraut-
seigu vináttu gegnum árin.
Vottum við Hermanni, svo og
börnum hennar og barnabörnum,
dýpstu samúð. Kveðjum við svo
Laufeyju, frænku og góða vinkonu.
Blessuð sé minning hennar.
Baldur Bjarnasen.
Elskuleg föðursystir mín, Lauf-
ey Helgadóttir, er látin eftir lang-
varandi veikindi. Hún tók veikind-
um sínum með æðruleysi, kvartaði
ekki og talaði gjarnan um að það
væri nú ekkert að sér. Mér er efst
I huga á þessari stundu þakklæti
fyrir að fá enn sem fyrr að læra
af hennar orðum.
Hugurinn reikar austur að Ási
á erfiðum dögum í lífi mínu. Hún
frænka mín kenndi mér svo margt
sem hjálpaði svo undurvel. Á
kvöldstundunum í litla herberginu
undir súð kenndi hún mér fallegar
bænir til styrktar og setti upp svo
undurfagrar myndir í hugann sem
sefuðu barnssálina. Hún talaði um
blómagarðinn hjá Guði þar sem
faðir minn hafði verið svo skyndi-
lega kallaður til hjálpar. Hún sagði
bjartar sögur frá bernsku sinni og
systkinunum austur í Vík. Hún
svaraði erfíðum spurningum sem
leituðu á barnshugann, dró fram
maltbijóstsykur og gaf okkur
börnunum, allt var svo hlýtt og
gott. Enn sem fyrr gaf hún af
sér, hún hafði líka átt um sárt að
binda að hafa misst bróður sinn
en það var ekki talað um það.
Eg þakka frænku minni bænirn-
ar sem hún kenndi mér og hafa
verið mitt leiðarljós allt frá þessum
tíma. Sagan um blómagarð Drott-
ins var svo góð. Megi elskuleg
frænka mín hjálpa þar til og eiga
góða endurfundi með sínu fólki.
Eg þakka þær stundir sem hún
og fjölskylda hennar opnuðu heim-
ili sitt á Fornhaganum. Jólakaka
og mjólkurglas í eldhúsinu, spjall
um lífið og tilveruna og svo var
fengið að gista.
Innilegusta samúðarkveðju
sendi ég og fyölskylda mín Her-
manni, Gústafi, Guðríði og fjöl-
skyldum þeirra. Eg kveð ástkæru
frænku mína, Laufeyju Helgadótt-
ur, með söknuði og bæn sem hún
kenndi mér:
Kristur minn ég kalla á þig
komdu að rúmi mínu
gerðu svo vel og geymdu mig
Guð í faðmi þínum.
(höfundur ókunnur)
Erla B. Axelsdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er guðs að vilja,
og gott er allt, sem guði’ er frá.
(V. Briem)
Móðursystir okkar Laufey
Helgadóttir er látin. Fyrir okkur
var Laufey mikið meira en venjuleg
móðursystir. Bæði var að hún var
eineggja tvíburi mömmu, og svo
voru þær nær alveg eins í útliti.
Samband þeirra var mjög svo náið
og kært. Fyrir utan mörg símtöl
dag hvem, áttu þær líka sömu
áhugamál hvort sem var blóma-
rækt, þar sem garðarnir á Forn-
haganum eða í Hamrahlíðinni báru
fagurt vitni um, eða veiðimennsk-
an, en þær voru ófáar veiðiferðirn-
ar sem þær fóru í saman, oftast í
Ási, auk annarra staða.
Þegar móðir okkar háði sitt
dauðastríð fyrir 15 árum, var Lauf-
ey henni ómetanleg stoð og stytta,
hún kom til hennar nær hvern ein-
asta dag og hjúkraði af einstakri
alúð. Eftir fráfall mömmu var
Laufey ekki söm, það var eins og
einhver lífsneisti hyrfi.
Laufey reyndist okkur alltaf eins
og önnur móðir, ávallt var hægt
að leita til hennar og fyrirfinna
hlýju og kærleika.
Hennar létta lund og mikill lífs-
vilji kom best í ljós í veikindum
hennar síðustu árin. Sálarþrekið
var með ólíkindum.
Það eru eflaust miklir fagnaðar-
fundir þegar þær systur hittast
aftur hinum megin eftir langan
aðskilnað.
Við vottum hinum nánustu inni-
lega samúð okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Helgi og Guðjón Ingi.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SÆMUNDUR JÓNSSON
garðyrkjubóndi,
Friðarstöðum,
Hveragerði,
verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 4. mars
kl. 14.00.
Álfheiður Jóhannsdóttir,
Jónina Sæmundsdóttir, Diðrik Sæmundsson.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför
GESTS HJÖRLEIFSSONAR
fyrrverandi söngstjóra
á Dalvík.
Sérstakar þakkir til Karlakórs Dalvíkur
og starfsfólksins í Dalbæ.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún A. Kristinsdóttir og börn.
Lokað
Afreiðsla Nýju sendibílastöðvarinnar hf. verður
lokuð í dag, föstudaginn 3. mars, frá kl. 13.00-15.00
vegna jarðarfarar ELÍASAR DAGBJARTSSONAR.
Nýja sendibílastöðin hf.