Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.03.1995, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Karl Harrý Sveinsson fæddist í Hafnar- firði 14. apríl 1945. Hann lést á heimili sínu I Hafnarfirði 27. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Súsanna Bachmann Stefáns- dóttir, f. 4.12.1920, d. 28.10. 1993, og Sveinn Kr. Mag’nús- son, f. 27.2. 1919. Systkini Karls eru Jón Þórir Sveins- son, f. 1942, og Sveindís Sveinsdóttir, f. 1950. Karl Harrý kvæntist Maríu Jónsdóttur, skrífstofumanni, 1966 og átti með henni soninn Stefán Bachmann, f. 1966. Þau skildu eftir stutta sambúð. Sambýliskona Stefáns er Conny Höegh-Larsen ojg eiga þau tvær dætur, Eydísi Onnu og Fann- dísi Klöru. Þau eru búsett í Guði sé þökk þú varðst á mínum vegi, vafðir mig ástúð þinni’ að hinsta degi, auðgaðir mig að yndi, von og gleði, auðmjúkri sorg og trú á hann, sem réði. Minningar hreinni’ en fónn á íjallatindum færa mér yl frá horfnum gleðilindum, fegurstu geisla dýrra drauma minna, drengskap og vorhug - arf til barna þinna. (Arnfríður Sigurgeirsdóttir.) Elsku pabbi. Við kveðjum þig með söknuði, en erum þó fullviss um að þar sem þú ert núna líður þér vel. Þökk fyrir allt. Stefán og Fanney. Deyr fé, deyja frændr, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Harrý frændi er dáinn, og það svo ungur að manni finnst. Hefði orðið 50 ára þann 14. apríl nk. Hann talaði mikið um afmælisdag- inn sem myndi koma og það að verða 50 ára á sjálfan föstudaginn langa. Honum fannst nú ekki að það myndi vera viðeigandi að haldæ veislu þann dag. En nú þarf hann ekki lengur að hugsa um það, eflaust hefur hann nú hitt ömmu Sússu, ættingja og vini og gleðjast þau þá saman á afmælisdegi hans. Þó svo manni finnist lífið stund- um óréttlátt og skrítið þá er það nú svo að það sem einu sinni fæð- ist deyr einhvem tímann, þannig er það nú bara. Harrý hafði verið veikur fyrir hjarta, búinn að fara til London í aðgerð fyrir nokkrum árum. Hann náði sér aldrei að fullu og nú síðast í janúar fór hann í Danmörku. Karl Harrý kvæntist Bergljótu Haralds- dóttur, hjúkrunar- fræðingi, og átti með henni eina dóttur, Fanney, f. 1976, menntaskóla- nema. Þau Bergljót skildu. Karl Harrý bjó með Maríu Bjarnadóttur, skrifstofumanni í Glerborg, um nokk- urra ára skeið en hún lést 1991. Síð- ustu árin bjó hann með Maríu Weiss, fiðluleikara. Karl Harrý bjó alla tíð í Hafnar- firði og starfaði lengst af við bíla og véiar. Hann starfaði um árabil í Alverinu í Straumsvík, en síðasta áratuginn við bíla- málun og hópferðaakstur. Útför hans verður frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. hjartaþræðingu svo það vissu nú allir sem hann þekktu, að hann var mikill sjúklingur. Engu að síður kom þetta okkur í opna skjöldu því okkur hefði ekki grunað að hann ætti svo stutt eftir þar sem hann var úti að keyra með afa Svenna í tilefni þess að þetta var afmælis- dagur afa, og svo var hún Fanney dóttir hans líka með og þetta var aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann lést. Það er jú stutt á milli lífs og dauða. En núna þegar við hugsum til baka finnst okkur gaman að vita það, að hann eyddi þó síðustu stund- unum með fólkinu sínu, fólkinu sem stóð honum næst. Heilan dag með pabba sínum og dóttur og svo deyr hann heima hjá sambýliskonu sinni. Fyrir Harrý sem var búinn að vera sjúklingur í nokkur ár þá hlýtur það að vera gott að fá að kveðja þennan heim án þjáninga. Harrý var alltaf tilbúinn að hjálpa ef eitthvað kom uppá, og ef eitt- hvað bjátaði á í sambandi við bíla þá gat hann iðulega bjargað málun- um því í bílum var hans þekking fólgin. Okkur langar að kveðja hann Harrý frænda með þessum fátæku orðum og þakka honum fyrir allt, samúðarkveðjur sendum við til Stebba og Fanneyjar og eins til allra hinna sem um sárt eiga að binda. Elfa Sif og Jón Arnar. Harrý vinur okkar er dáinn. Bara allt í einu finnst okkur, þrátt fyrir að við vissum að Harrý hafði feng- ið slag og gengist undir aðgerð fyrir nokkrum árum. Hann bar sig alltaf svo vel. Daginn sem hann dó MINNINGAR hitti hann nokkra okkar og það hvarflaði ekki að okkur hvað verða vildi. Hann var að horfa til framtíð- arinnar, ætlað að kaupa sér nýjan bíl til að nota við vinnu sína í sum- ar. Harrý ók ferðamönnum um og sýndi þeim landið sitt sem hann þekkti svo vel. Það var vinna sem átti vel við hann, hann þekkti inn á ferðalög og hann þekkti inn á bíla. Þannig þekktum við Harrý. Hann hafði unnið á bílasölu með nokkrum okkar og vissi allt um bíla og ástand þeirra og var alltaf tilbúinn að miðla þeirri þekkingu. Það var gott að geta leitað til hans. En hann gerði meira en að leiðbeina okkur, hann var líka vinur okkar. Það sýndi sig vel þegar við fengum hann til að aka okkur um landið. Við vorum galsafengnir strákar og þurftum á traustum félaga að halda til að koma okkur í gegnum þá gleði sem oft fylgdi ferðalögum okkar. Harrý var sá félagi. Hann sá fyrir öllu. Hann hélt hópnum saman, leiddi okkur úr vandræðum, gætti þess að aldrei færi gleðin úr böndum og hann kom okkur heilum heim. Honum gátum við treyst. Harrý var maðurinn sem fór síð- astur að sofa á nóttunni og fyrstur á fætur á morgnana á ferðalögum okkar. Hann vakti yfir okkur þá og hann á eftir að gera það fram- vegis, þó á annan hátt verði. í dag kveðjum við félagarnir Harrý vin okkar og óskum honum velfarnaðar á því ferðalagi sem hann hefur nú sjálfur lagt í. Seinna hittumst við svo allir og þá verður það eins og áður, Harrý verður búinn að kynna sér aðstæður og þá verður það hann sem aftur leiðir hópinn þegar við fórum í ferðalög. Vinir og félagar í Veiðifélaginu Gjánni. Það voru sorglegar fréttir sem við fengum á mánudagskvöldið, að minn elskulegi tengdafaðir hefði dáið skyndilega. Það er mjög erfitt að skilja að hann er ekki meðal okkar lengur. Þegar ég hugsa til baka til þess tíma sem ég hef þekkt Harrý, skjóta margar minningar upp kollinum. Ég kynntist Harrý um haustið ’88, ég kom hingað til íslands frá Danmörku til þess að kynnast Is- landi. Ég leigði herbergi hjá Harrý og Maríu Bjamadóttur á Sævangin- um. Þau tóku svo vel á móti mér, jafnvel þó þau þekktu mig ekki neitt. Harrý sýndi mér Hafnarfjörð, þegar hann fór í bíltúr var mér boðið að fara með, ef ég var í vand- ræðum með málið gat ég verið viss um að Harrý var tilbúinn til þess að aðstoða mig. Einu sinni hringdi hann í mig, hann ætlaði að fá aðstoð við að mála heima hjá sér á Sævanginum, ég gleymi aldrei þeim degi. Hann var að segja mér frá þeim tíma sem hann var að vinna upp við Þóris- vatn. Hann sagði svo lifandi frá landslaginu að mér fannst bara ég væri þarna, stuttu seinna fór ég þangað og mér fannst að ég væri búin að koma þangað áður. Harrý elskaði landið sitt mjög mikið og hann var alltaf tilbúinn að deila því með öðrum sem langaði að kynnast landinu. Síðustu árin hefur Hariý keyrt með ferðamenn um allt ísland á jeppanum sínum, þessir ferðamenn hafa alveg örugglega kynnst íslandi vel. Fyrir rúmlega þremur árum kynntist hann Maríu Weiss og sam- an eignuðust þau nýtt áhugamál, hestamennskuna. Ef hann var ekki í jeppaferð, var hann í hesthúsi. Einnig hafði hann gaman af barna- börnunum og naut þeirra fáu stunda sem með þeim gafst og fannst honum það erfiður viðskiln- aður er við fluttum til Danmerkur í haust. Lífið var þér oft erfítt, Harrý minn, en nú veit ég að þér líður betur. Við munum sakna þín sárt en minningin um þig mun lifa alla tíð. Conny Hoegh Larsen, Ey- dís Anna Stefánsdóttir, Fanndís Klara Stefáns- dóttir. Það var sorglegt að fregna lát Harrýs. Við viljum fá að þakka honum frábærar móttökur sumarið 1990 þegar við komum í heimsókn til dóttur okkar og tengdasonar á íslandi, en þá urðu okkar fyrstu kynni. Harrý ók með okkur um gjörvallt landið og miðlaði okkur margvíslegum og skemmtilegum fróðleik um land og þjóð. Við áttum ógleymanlega daga á íslandi og það var ekki síst Harrý að þakka. Bless- uð sé minning hans. Grethe og Jens Larsen og fjölskylda, Danmörku. Þegar æskuvinur deyr sækir að manni flóð minninga. Árin á milli fermingar og tvítugs vorum við Harrý mikið saman í frístundum og áttum margar ánægjustundir. Þá bundumst við vináttuböndum, sem aldrei hafa slitnað þótt alltof langt væri á milli funda hin síðari ár. Hann hafði ákaflega gaman af ferðalögum og margar góðar ferð- irnar fórum við félagarnir til fjalla bæði sumar og vetur. Oftast vorum við í nágrenni Hafnarfjarðar og í Krísuvík. Nokkrar slíkar ferðir fór- um við á reiðhjólum um miðjan vetur. Harrý var einhver ráðabesti ferðafélagi sem ég hef kynnst, hjálpsamur að eðlisfari og ósérhlíf- inn. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við tveir fórum á sprengidegi hjólandi og gistum í hellisskúta í Valabóli ofan við Hafnaríjörð. Harrý varð fyrir því óhappi að hvellsprakk á afturdekkinu á hlöðnu reiðhjólinu þegar hann fór niður bratta brekku við Kaldársel. Ein- hvern veginn tókst honum að hafa stjórn á hjólinu niður brekkuna. En þegar niður kom dró hann málning- arlímband úr vasa sínum og vafði utanum dekk og gjörð á mörgum stöðum. Með því móti gat hann skrönglast áfram á hjólinu án þess að skemma gjörðina. Hann átti gott tjald og annan útbúnað, en umfram allt mjög gott ferðaskap og dugnað. Á böllum og öðrum skemmtunum hjá skátunum og bindindishreyfing- unni á þessum árum var hann hrók- ur alls fagnaðar. Harrý var einn af þeim sem allt- af hafði eitthvað fyrir stafni. Hann var ákaflega laginn í höndunum og smíðaði strax í barnaskóla prýðileg húsgögn. Á unglingsárum fór hann að gera upp bíla, oft skemmda eft- ir árekstra. Við það vann hann á sumrin og í frístundum á málning- ar- og réttingaverkstæði Sveins föður síns. Strax og hann fékk bíl- próf fór hann að bjóða okkur félög- unum í bíltúra, ýmist á fólksbíl, pallbíl eða fjallatrukk. Þá höfðu fæstir unglingar aðgang að bílum, ólíkt því sem er í dag. Við söknuð- um reiðhjólanna ekkert. Harrý gekk í Flensborg og Gagn- fræðaskóla verknáms í Reykjavík. Síðan fór hann í Iðnskólann í Hafn- arfirði og fór á samning í útvarps- og sjónvarpsvirkjun. Hann lauk iðn- skólanáminu en kláraði ekki verk- lega hluta námsins. Mestan hluta starfsævinnar vann hann í tengsl- um við bfla, og þá aðallega við að rétta þá, sprauta og gera upp. Hann vann í álverinu í Straumsvík í nokk- ur ár, en kunni vaktavinnunni held- ur illa. Hann notaði þó vel frívakt- irnar, því á þeim árum byggði hann að verulegu leyti með eigin höndum einbýlishús við Sævang í Hafnar- fírði. Þar leyndi handlagni hans og dugnaður sér ekki. Jafnframt dag- legu amstri starfaði hann mikið í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og var þá eins og vænta mátti oft í bílanefndinni. Harrý var óvenjulega bráðþroska á unglingsárunum, en heilsan fór jafnframt snemma að bila. Hann fór í hjartauppskurð í London árið 1988. Um margra ára skeið hefur hann haft skert starfsþrek og verið undir læknishendi. Hann dvaldi oft á sjúkrhúsum og ég veit að hann veitti samsjúklingum sínum oft mikinn styrk með bjartsýni sinni og krafti. Hvað sem á móti blés naut hann þess að vera bjartsýnn að eðlisfari. Hann fór nýlega í hjartaþræðingu, en bar sig vel þótt útkoma rann- sóknanna væri ekki góð. Síðasti dagurinn sem hann lifði var afmæl- isdagur pabba hans og þeim degi vörðu þeir feðgar mestöllum saman að vanda. Þann dag var Harrý hress og glaður að vanda, en svo gaf hjart- að sig endanlega um kvöldið. Ég vil að endingu þakka Harrý fyrir vináttuna og tryggðina öll þessi ár. Þótt við hittumst ekki oft síðari árin töluðumst við við í síma og fylgdumst hvor með öðrum. Ég og fjölskylda mín vottum Fanneyju, Stefáni, Maríu, Sveini, Jóni, Svein- dísi og öðrum aðstandendum inni- lega samúð okkar. Megi minningin um góðan dreng lifa. Ingvar Birgir Friðleifsson. KARL HARRÝ SVEINSSON R AÐ AUGL YSINGAR Matreiðsiumaður Svarfdælabúð á Dalvík óskar að ráða mat- reiðslumann til starfa. Stafið felst í að sja um kjötborð verslunarinnar ásamt því að sjá um innkaup á kjöti. Umsækjandi þarf helst að geta hafið störf 1. apríl nk. Upplýsingar gefur Guðbjörn Gíslason í síma 61200 og ber að skila umsóknum til hans í síðasta lagi 10. mars nk. Kaupfélag Eyfirðinga, útibúið á Dalvík. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 5888500 - Fax: 5686270 Forstöðumaður Laus er staða forstöðumanns á vistheimili barna. Umsækjendur þurfa að hafa menntun á upp- eldis- og félagssviði og áhersla er lögð á reynslu af að vinna með börn og fjölskyldur. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Umsóknir berist til Erlu Þórðardóttur, for- stöðumanns vistheimilasviðs, Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 888500. Matráðsmaður (matarfræðingur) Staða forstöðumanns eldhúss Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað er laus til umsóknar. Umsóknum fylgi upplýsingar um menntun og fyrri störf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launa- nefndar sveitarfélaga og Ríkissjóðs. Staðan veitist frá 1. maí eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknum skal skila á skrifstofu F.S.N. í seinasta lagi 25. mars nk. Framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.