Morgunblaðið - 03.03.1995, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 41
Þraut-
seigja
Frá Stanislas Bohic:
SEM VIRKUR meðlimur í Amn-
esty International les ég frétta-
greinar um ástand heimsins og
framtíðarhorfur. Því meira sem ég
les því meira efast
ég og skil sífellt
minna og minna.
Hvernig getur
maður samþykkt
dauðarefsingu,
sem er andstyggi-
leg fjarstæða,
villimennska, nið-
urlægjandi og
hreinn óþarfi? Hvernig getur mað-
ur togað í gikkinn eða ýtt á hnapp?
Hvernig geta menn leyft sér það?
Og kynþáttafordómarnir eru
gjörsneiddir allri röksemd...
svartur, gulur eða hvítur, hver er
munurinn? Kaþólskur, gyðingur,
shíti, getur ekki hver og einn feng-
ið að hafa sína trú í friði? Þurfum
við alltaf að vera með samanburð,
sýna öðrum yfirgang, þykjast
meiri. Upp á hverju eigum við að
finna til að réttlæta það að telja
okkur æðri?
Það er erfitt að skilja pyntingar,
sadisma í nafni ríkisins, sem sum
stjórnvöld löggilda opinberlega.
Maður hefur á tilfinningunni að
vera kominn 500 ár aftur í tím-
ann. Sums staðar nær maður botni
í miðaldamyrkri.
Það verður sífellt erfiðara að
skilja .. . Af hveiju er allur þessi
fjöldi í útlegð fjarri heimkynnum
sínum? Af hveiju þessir einstakl-
ingar sem hverfa sporlaust sem
síðan spyrst ekkert til? Af hveiju
þessar blóðsugur sem braska í
löndum þar sem hungursneyð rík-
ir? Af hveiju þessi yfirgefnu börn
sem eiga sér hvergi húsaskjól en
reika um tröllvaxnar borgir þar
sem menn sitja um þau til að not-
færa sér umkomuleysi þeirra
óáreittir á svívirðilegasta hátt?
Víða er ekkert nema volæði, himin-
háar öldur pyntinga, lík og stríð.
• Stundum sameinast þjóðin í
átaki: „Það verður að gera eitthvað
í málinu . .. en það er sjálfsagt
þegar of seint.“
Þótt efinn grípi mann held ég
samt sem áður í vonina um leið
og ég tek undir orð svissneska rit-
höfundarins Charles Ferdinands
Ramuz: „Ég finn að mér fer fram
í því að botna hvorki upp né nið-
ur.“ Þetta veitir mér kjark til þess
að þijóskast við og taka þátt í
starfi Amnesty International í bar-
áttunni fyrir mannúðarmálum.
STANISLAS BOCHIC,
garðarkitekt.
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
-kjarni málsins!
BRÉF TIL BLAÐSINS
Verð á póst-
kortum
Frá Birgi Þórhallssyni:
HINN 23. f.m. er því haldið fram í
Viðskiptablaðinu að verð á póstkort-
um hafi hækkað vegna samstarfs
Sólarfilmu við Pennann. Það sam-
starf hefir bókstaflega engin áhrif á
póstkortaverð Sólarfiimu enda eru
póstkort óverulegur þáttur í sam-
starfi Sólarfilmu og Pennans. Árið
1989 var smásöluverð póstkorta hér
á landi 30 kr. = 0,51 ecu. Nú er
algengasta smásöluverð póstkorta
45 kr. eða 0,54 ecu. Ef þetta verð
er skoðað t.d. í þýskum mörkum
kemur í ljós að árið 1989 var það
1,06 en hefir nú lækkað í 1,00 mark.
Eins og alkunna er hefir gengi dollar-
ans verið óstöðugt á því tímabili, sem
hér er til umfjöllunar og því erfitt
að bera breytilegt doilaraverð póst-
korta saman svo að fullt vit sé í.
Samt má nefna að árið 1989 var
útsöluverð póstkorta hér á landi í
dollurum reiknað 58 sent en t.d.
1991 var það 72 sent, en nú er þetta
verð 68 sent. Þess er ekki getið í
framangreindum skrifum Viðskipta-
blaðsins, hvenær póstkort hafi kostað
33 sent, en það er að minnsta kosti
löngu áður en samstarf Pennans og
Sólarfilmu hófst á sviði kortadreif-
ingarinnar.
Þeir sem til þekkja vita að það er
gríðarlegt átak að gefa út 50-60
ný póstkort á hveiju ári, en það hef-
ir Sólarfilma gert árum saman og
reyndar nokkru meira en það í ár.
Sé það ennfremur haft í huga að við
leggjum áherslu á að gefa út póst-
kort með myndum hvaðanæva af
landinu verður það vafalaust skiljan-
legt að birgðahaid og útgáfa póst-
korta með þeim markmiðum sem
Sólarfilma hefir sett sér er ákaflega
kostnaðarsamur þáttur í starfsemi
fyrirtækisins. Verð póstkortanna
verður að endurspegla ailan kostnað-
inn við útgáfuna og raunar meira
en það, enda fylgir kortum mikil
þjónusta þ.m.t. ókeypis sölugrindur.
Póstkort eins og allar aðrar vörur
eru misjöfn að gæðum. Ef verið er
að bera póstkortaverð hér á landi
saman við slíkt verð erlendis er að
ýmsu að hyggja. Launakostnaður er
t.d. allt annar hér á landi en á Spáni
og í Portúgal. Svo er og um marga
aðra þætti rekstrarkostnaðar, auk
þess sem virðisaukaskatturinn er
miklu hærri hér en gerist og gengur
í nærliggjandi löndum. Loks er mikil-
vægt að hafa hugfast, að prentup-
plög póstkorta eru allt önnur og
margfalt stærri víðast hvar en á
dvergmarkaði okkar.
Samstarfið við Pennann
Þegar Penninn hafði gert samn-
inga við nokkur fyrirtæki um dreif-'
ingu ritfanga og allra korta leitaði
fyrirtækið til Sólarfilmu viðvíkjandi
samstarfi um kortaþáttinn. Eitt af
þeim atriðum sem bæði Penninn og
samstarfsaðilar hans sóttust eftir var
að fækka birgjum eins mikið og kost-
ur væri.
Sólarfilma hefir árum saman látið
teikna þjóðleg íslensk jólakort og
prenta hér á landi þ. á m. íslenska
jólasveinana og auk þess látum við
á hveiju ári prenta fjölda jólakorta
sem byggjast bæði á íslenskum vetr-
armyndum og aðkeyptum höfundar-
réttindum erlendis frá. Svipað má
segja um tækifæris- og fermingar-
kort. Við höfum fyrir mörgum árum
komið okkur upp umfangsmiklu úr-
vali slíkra korta, sem er í stöðugri
endurnýjun og endurskoðun.
Hér eru auðvitað rnargir ljómandi
kortaútgefendur auk Sólarfilmu. En
enginn einn getur boðið sambærilega
þjónustu í þessum greinum hvað úr-
valið snertir. Það er megur málsins.
Offramboð á vörum
og þjónustu
Þegar efnahagslífið sem heild
hægir ferð sína eins og hefir verið
að gerast hér á landi undanfarin ár
verður offrambpð á ýmsum vörum
og þjónustum. í sumum þáttum at-
vinnulífsins leiðir þessi þróun beinlín-
is til atvinnuleysis. Eftirspurn miðað
við framboð er ónóg. Þessar mark-
aðsaðstæður valda mikilli samkeppni
á næstum öllum sviðum efnahagslífs-
ins. Fyrirtæki og stofnanir hafa und-
anfarin ár leitað leiða til hagræðing-
ar og satt að segja hafa ýmis fyrir-
tæki önnur en Penninn stofnað til
viðskipta við Sólarfilmu með svipuð
viðhorf að leiðarljósi, þ.e.a.s. menn
leitast við að fækka birgjum sé þess
kostur, enda fylgir mörgum birgjum
sömu varanna yfirleitt nokkuð óhag-
ræði, fyrirhöfn og kostnaður.
Hvað Sólarfílmu snertir tekur þessi
þróun ekki eingöngu til korta. Söinu
sögu væri hægt að segja um minja-
gripi fyrir erlenda ferðamenn. Mikið
úrval Sólarfilmu af minjagripum og
póstkortum hefir líka leitt til þess að
nokkur stór fyrirtæki hafa lagt mesta
áherslu á þessar vörur frá Sólarfilmu,
og dæmi eru um að menn selji ekk-
ert annað en Sólarfilmu póstkort og
minjagripi án þess að sú þróun sé
með nokkru móti tengd samstarfí
fyrirtækisins við Pennann.
BIRGIR ÞÓRHALLSSON,
framkvæmdastjóri Sólarfilmu.
VIKAN 3
T I L T O .
M A R S
Norden i ísland
Sirkusinn guðdómlegi_________________________________
I Borgarleikhúsinu 9. og 10. mars kl. 20:00 verður ópera hins þekkta danska
tónskálds Per Ndrgárd frumflutt á íslandi í nýrri uppfærslu Norsku
óperunnar í leikstjórn Per Fosser. Óperan segirfrá hinu undarlega og
sorglega lífshlaupi Adolfs Wölfli, sem eftir ömurlega barnæsku var
greindur sem geðklofi og lagður inn á geðveikraspítala þar sem hann
dvaldisttil dauðadags. Sirkusinn guðdómlegi er í tveimur þáttum og lýsir
með stórkostlegri gamansemi og grípandi alvöru ytri og innri heimi Wölfli.
'X
„Þótt hundrctð þursar... “___________________________
Þjóðleikhús Sama sýnir í íþróttaskemmunni á Akureyri, 4. mars kl. 20:00,
þessa einstæðu sýningu, sem samin er af leikurum Beaivvás Sámi Teáhter í
samvinnu við leikstjórann Knut Walle. „Þótt hundrað þursar..." verður best
lýst sem samtímaþjóðkvæði og hefur sýningin vakið mikla athygli hvarvetna,
en hún var meðal annars flutt á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í
Lillehammer í Noregi.
JCvartettJens Winther og -Tómcisar f{.
Jens Winther trompetleikari og Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari
munu ásamt Eyþóri Gunnarssyni, píanóleikara og Sören Christiansen,
trommuleikara halda tónleika á Hótel fsáTirði í kvöld og á laugardagskvöld
í Norræna húsinu í Reykjavík. Á efnisskrá kvartettsins er tónlist eftir þá
Jens Winther og Tómas R. auk þekktra djasslaga eftir aðra höfunda.
Ijstdans frá íslandi, Danmörku og Svíþjóð
I Þjóðleikhúsinu 7. og 8. mars kl. 20:00 verðurfyrri listdanssýning
Sólstafa. Á efnisskrá eru; tvö verk frá Granhpj Danseteater í Danmörku,
HHH og Sallinen, verk Nönnu Ólafsdóttur Evrridís í flutningi íslenska
dansflokksins, ásamt nýju verki eftir Svíann Per Jonsson sem tileinkað
er Láru Stefánsdóttur.
í)ökkufiðrildin ____________________________________
4. mars kl. 20:00 verður leikritið Dökku fiðrildin sem samið er við sögu Leenu
Landers frumflutt í Borgarleikhúsinu. Saga Leenu Landers „De mörka
fjárilarnas hem" sem kom út árið 1992 hlaut mikið hrós og var meðal annars
tilnefnd til Finlandia- og bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1993.
JJóðatónleikarfrá.jílandseyjum
Björn Blomqvist bassasöngvari og Marcus Boman píanóleikari halda
þrenna Ijóðatónleika sem verða í Safnaðarheimili Glerárkirkju
6, mars kl. 20:30, í Norræna húsinu 7. mars kl. 20:30 og í sal Frímúrara
á (safirði 9. mars kl. 20:30.
fiörn og unglingar__________________________•
Karlinn í tunnunni - Eldfjörug trúðasýning, full af gleði og gamni.
Möguieikhúsinu við Hlemm, föstudag og laugardag.
Eins og tungl í fyllingu - Nýstárlegur látbragðsleikur um þróunarsögu
mannsins. fsafirði, 3. mars, Akureyri, 6.-8. mars.
t ÍMkmenntir___________________________________________
Torgeir Schjerven, rithöfundur og listmálari, Inger E. Hansen,
rithöfundur og Óystein Rottem, gagnrýnandi verða með umfjöllun
um norskar bókmenntir í Norræna húsinu 4. mars kl. 16:00.
Jliriiiestrar og málþing____________________________
Nýlistasafnið 5. mars kl. 16:00. Halldór B. Runólfsson, listfræðingur fjallar
um sýninguna Sólgin sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu í erindi sínu
„Jaðarinn og miðjan".
Tónlistarskólinn í Reykjavik, Stekkur, Laugarvegi 178, 10. mars kl. 17:00
Per Nprgárd tónskáld fjallar um óperu sína Sirkusinn guðdómlega.
x”'