Morgunblaðið - 03.03.1995, Page 48

Morgunblaðið - 03.03.1995, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ★★★ A.l Mbl ★★★ Þ.Ó. Dagsljós ★★★ Ó.M. TÍMINN Leikstjóri Friðrik Þór Friðriksson Aðalhiutverk fVlddCUUMil Lili Taylor Fisher Stevens Císli Halldi Rúrik Haraldsson Flosi Óiafsson Á KÖLDUM KLAKA Hann ætlaði í sólina á Hawaii, en hafnaði í ísköldum faðmi drauga og furðufugla. Gamansöm ferðasaga með ívafi spennu og dularfullra atburða. Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um ævintýri ungs Japana á íslandi. Stuttmynd Ingu Lísu Middleton, „I draumi sérhvers manns", eftir sögu Þórarins Eldjárns sýnd á undan „ Á KÖLDUM KLAKA". Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson. ★★★ Ó.H.T. Rás 2. ÍSLENSKUR BÍÓPAKKI TVÆR MYNDIR - EINN MIÐI Miðaverð 700 kr. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. 200 kr. afsláttarmiði á pizzum frá HRÓA HETTI fylgir hverjum bíómiða á myndina Á KÖLDUM KLAKA. FRANKENSTEIN TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA ★ ★★ G.B. DV „Kenneth Branagh og leikarar hans fara á kostum í þessari nýju og stórbrotnu útgáfu hinnar sígildu sögu um doktor Frankenstein og tilraunir hans til að taka að sér hlutverk skaparans." KENNETH BRANAGH Sýnd kl. 4.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. AÐEINS ÞU Svnd kl. 7.10 STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðará myndir í STJÖRNUBÍÓI. Verð kr. 39,90 min. Tónleikar Innersphere á leið til landsins MAÐURINN á bak við Innersphere; David Hedger. margar tónlistarstefn- ur. Mín hljómsveit leik- ur harða tecno-tónlist. Allar hafa danssveit- irnar ákveðna leyni- formúlu sem þær styðjast við þegar þær semja tónlist. Við höf- um okkar lag á því að hlaða hljómunum hverjum ofan á aðra og samfara því er mik- il tæknivinna, en það væri of lahgt mál og flókið að fara út í það hér. Enda er þetta leyniformúla.“ Undir áhrifum frá Pink Floyd niimiLiiiíiini ii i ii i »a Breska danssveitin Inn- ersphere heldur tón- leika hér á landi um helgina. í samtali við Pétur Blöndal, segir leiðtoffl sveitarinnar, Dave Hedger, hana leika harða techno-tón- list og leggja mikið upp úr áhrifshljóðum og mjög kraftmiklum trommuleik. DANSHUÓMSVEITIN Inn- ersphere kemur hingað til lands um næstu helgi og heldur þrenna tónleika. Inner- sphere er afar vinsæl í Bretlandi og í lok síðasta árs gaf sveitin út sína fyrstu stóru plötu „Outer Works“ sem fékk góðar viðtökur hjá gagnrýnendum. Hljómsveitina skipa David Hedg- er, gítarleikarinn Les Bell og tölvu- vélamaðurinn Lol Hammond. Blaðamaður Morgunblaðsins hringdi út og náði tali af David Hedger, lagahöfundi sveitarinnar, en segja má að hljómsveitin sé búin til í kringum hann. Danstónlist kemur þér á hreyfingu Hvers vegna tókstu þá ákvörðun að koma til íslands? „Kiddi fí Hljómalind] hafði sam- band við mig. Ég var nýbúinn að senda frá mér plötu og hann sagði mér að hún fengi góðar viðtökur á Islandi. Síðan bauð hann mér að koma þangað og spila. Ég hugs- aði mig ekki tvisvar um, enda hef ég aldrei áður komið til Islands.“ Geturðu gefið mér stutt svar við spurningunni: Hvað er danstónlist? „Danstónlist er það sem fær þig til að hreyfa þig,“ segir Hedger og hlær. „Þú getur varla fengið skýrara svar en það.“ Hvað gerir þig frábrugðinn öðrum listamönnum sem fást við danstón- list? „Ég held að ég sé ekki frábrugðinn þeim persónulega. Hinsvegar eru hljómarnir sem ég bý til öðruvísi. Danstónlist er mjög stórt hugtak, sérstaklega í Englandi, og rúmar Þekkirðu til einhverra íslenskra tónlistarmanna, fyrir utan Björk? „Ekki svo ég viti til. Ég fylgist þó mjög vel með tónlist og ekki aðeins danstónlist, heldur öllum tónlistarstefnum. “ Já, það kom mér á óvart þegar ég las í nýlegu viðtali við þig að þú værir undir áhrifum frá Pink Floyd. Hvernig má það vera? „Ég ólst upp í hálfgerðum flýti í vesturhluta Lundúna. Við vorum margir saman, fjórtán eða fimmt- án ára unglingar og hlustuðum mikið á tónlist. Þá var eina tónlist sem spilakassar á börum buðu upp á með Led Zeppelin, Cat Stevens og Doors. Það hafði því mikil á hrif á mig þegar ég heyrði fyrst „The Wall“ með Pink Floyd. Það veitti mér innsýn í allt annan heim. Það sem er svo mikilvægt við tónlist Pink Floyd er að þeir studdust við nýj- ustu tækni í tónsmíðum sínum. Það má segja að þeir hafi verið brautryðjendur í þeim efnum. Það hvernig gítarleikur Gilmores hljómar er afrakstur mikillar vinnu í hljóðveri og margir hljómar koma fram í gítarleiknum sem ómögu- legt er að ná annars. Mér þykir öll tæknivinna mjög skemmtileg. Ég eyði stundum fleiri klukkutímum í að ná einum hljómi. Áhrifshljóð eru stór hluti af því sem ég geri. Ég legg mikið upp úr áhrifshljóðum og mjög kraftmiklum trommuleik.“ ... þannig að tónlist Pink Floyd hefur hjálpað þér í tónsmíðum þín- um. „Alveg tvímælalaust. Reyndar finn ég innblástur hvar sem ég kem. Eg fæ til dæmis mikinn inn- biástur af því að horfa á tónlistar- myndbönd og kvikmyndir." Frekari ævintýri ijkenningunni um eggjakökuna Það kom mér á óvart að þú ert ekki einungis undir áhrifum frá Pink Floyd heldur líka frá Quientin Tarantino. Þú samdir lagið „Let’s go to Work“ undir áhrifum frá myndinni Reservoir Dogs, ekki satt? „Jú, ég notast mikið við hljóð sem finna má í kvikmyndum og hef gaman af að vinna þannig." Hvar fékkst þú hugmyndina að titlinum Frekari ævintýri íkenning- unni um eggjakökuna eða „Further Adventures In The Theory of Ome- lette"? „Þetta var einn af þessum létt- geggjuðu dögum sem ég gekk í gegnum. Eitthvað sem skaut upp í huga mér. Það kemur fólki oftast í opna skjöldu hvernig hugur minn starfar.“ Kanntu að búa til eggjaköku? „Já, það er einmitt málið. Hug- takið að búa til eggjaköku. Það er ekkert mál. Ekki frekar en að búa til lag.“ Er auðvelt fyrirþig að semja lög? „Ég myndi kannski ekki orða það þannig. Það er auðvelt að kveikja á græjunum. Það sem skiptir síðan máli er það sem þú hefur fram að færa hverju sinni.“ Lítur út eins og fótboltabulla Það er örar breytingar í heimi danstónlistar. Heldurðu að þú kom- ir til með að festa þig í sessi? „Alveg tvímælalaust. Ástæðan er sú að ég hef sjálfstraust í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég þekki inn á hljóðverin og er tækni- lega sinnaður. Ég þarf því ekki að setjast í helgan stein þótt lögin mín njóti ekki lengur vinsælda. Eg get þá bara snúið mér að því að vinna fyrir aðra listamenn og hjálp- að þeim. Ég kem alltaf til með að tengjast danstónlistinni á einn eða annan hátt.“ / nýlegu viðtali var haft eftir þér orðrétt: „Ég er ekki geðþekk mann- eskja, heldur kem ég til með að skjóta þér skelk í bringu." Hvað áttirðu við með þessu? í fyrstu hlær Hedger og segir svo: „Sjáðu til, ég er mjög hávax- inn og beinastór og lít eiginlega út eins og fótboltabulla. Sú sem tók viðtalið við mig gerði athugasemd við þetta útlit mitt og ég svaraði henni út í hött. Hún studdist síðan við það í viðtalinu. í raun og veru er ég mjög viðkunnanlegur ná- ungi.“ Ég skal koma því að í viðtalinu. „Eg yrði þér mjög þakklátur,“ segir Hedger og hlær. Við svo búist kveður hann og ekkert annað hægt að gera en að hlakka til komu hans hingað til lands um næstu helgi. Þá mun hann leika með félögum sínum í Innersphere á þremur tón- leikum; í Tunglinu, á Villta tryllta Villa og á sérstökum tónleikum fyrir yngri kynslóðina í íþróttahús- inu Strandgötu, en þeir tónleikar eru á vegum Samfés, eða Samtaka félagsmiðstöðva um allt land. OLIVIA D’Abo lék áður í myndinni Greedy. Fellnr fyrir höfundi furðusagna ★ LEIKARARNIR Vincent D’Onofrio og Olivia D’Abo verða í aðalhlutverkum mynd- arinnar „The Whole Wide World“, en framleiðandi er Dan Ireland. Myndin fjallar um kennara sem verður ástfanginn af höfundi furðusagna. Hún er byggð á minningum Novalyne Price Ellis um kynni sín og rit- höfundarins Robert E. Howard, en hann skrifaði meðal annars um villimanninn Conan. Lyle Lovett beinbrotinn ► KÁNTRÝSÖNGVARINN Lyle Lovett viðbeinsbrotnaði á mótorhjóli í Mexíkó nýlega. Lovett, sem er giftur leikkon- unni Juliu Roberts, var í mótor- hjólaferð með föður sínum og vinum þegar slysið átti sér stað og var að undirbúa sig fyrir að koma fram á kapalsjónvarps- stöðinni ESPN í þættinum „Mot- or World“. Vegna slyssins gat Lovett ekki verið viðstaddur afhendingu Grammy-verðlaun- anna í gær og hann hefur líka frestað tíu daga tónleikaferða- lagi um Kanada fram í apríllok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.