Morgunblaðið - 03.03.1995, Side 52
Handtekin í Leifsstöð vegna gruns um aðild að Skeljungsráninu
Gæsluvarðhalds kraf-
"ist yfir manni o g konu
RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis-
ins krafðist seint í gærkvöldi gæslu-
varðhalds yfir 31 árs gömlum
manni og konu á þrítugsaldri í
tengslum við rannsókn á ráninu á
5,2 milljónum króna frá Olíufélag-
inu Skeljungi sl. mánudag. Maður-
inn var fyrst samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins, jafnframt
grunaður um að hafa hringt
sprengjuhótun til Flugleiða á Kefla-
víkurflugvelli í gærmorgun, en við
rannsókn lögreglunnar á Keflavík-
Urflugvelli beindist grunur að öðr-
um manni.
Fólkið var handtekið á Keflavík-
urflugvelli í gærmorgun og var það
þá með hundruð þúsunda króna í
reiðufé í fórum sínum. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins hafði
lögreglu áður borist vísbending um
ferðir þeirra og hafði gert ráðstaf-
anir til að þau yrðu handtekin á
flugvellinum vegna gruns um aðild
að ráninu.
Engar játningar liggja fyrir í
málinu, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
Fólkið átti pantað far með flug-
vél Flugleiða til Amsterdam sem
átti að fara úr landi klukkan hálf-
níu í gærmorgun og var handtekið
í Leifsstöð um morguninn.
Sprengjuhótun í Leifsstöð
í þann mund sem flugvélin sem
þau áttu far með var að fara til
Amsterdam á áætlun var hringt í
afgreiðslu Flugleiða og tilkynnt að
sprengja væri um borð í vélinni.
Tvisvar áður um morguninn hafði
verið hringt til starfsmanna Flug-
leiða og beðið um að brottför vélar-
innar til Amsterdam yrði frestað
þar til viðkomandi kæmi til Kefla-
víkur.
Eftir að sprengjuhótunin barst
var hætt við brottför vélarinnar og
farþegar kallaðir inn. Þeir voru síð-
an látnir bera kennsl á farangur
sinn og gaumgæfilega var leitað í
vélinni.
Flugleiðavélin fór á loft til Amst-
erdam um hádegi um þremur
klukkustundum á eftir áætlun.
Rannsókn lögreglunnar á Kefla-
víkurflugvelli á sprengjuhótununum
hefur leitt til þess að ákveðinn
maður liggur nú undir grun vegna
þeirra.
KONAN sem krafist var gæsluvarðhalds yfir vegna rannsóknar
á ráninu á peningum Skeljungs var færð fyrir dómara í Héraðs-
dómi Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
SNJÓFLÓÐIÐ á Seyðisfirði stöðvaðist skammt ofan við geymslu- og verkstæðishús án þess að valda tjóni.
Mikil snjóþyngsli víða á landinu
Snjóflóð falla
og þök sligast
Flateyringar frá
heimilum sínum
langtímum saman
SNJÓFLÓÐ féll á Seyðisfírði um
hádegisbilið í gær án þess að valda
skaða. Flóðið var um 60 metra
breitt og um l-V/i metra þykkt.
Það fór yfir Vestdalseyrarveg rétt
innan við farfuglaheimilið Haföld-
una og stöðvaðist skammt ofan við
geymslu- og verkstæðishús sem þar
er. Upptök snjóflóðsins virðast hafa
verið nokkuð ofarlega í fjallinu
Bjólfi.
Veður fór versnandi á Seyðisfirði
í gærmorgun og þegar snjóflóðið
hafði fallið í hádeginu var hættu-
ástandi lýst yfir að nýju og veginum
út með firðinum að norðanverðu
lokað.
Hætt við löndun
Þegar þetta gerðist var' löndun
úr loðnuskipinu Bjarna Ólafssyni
að heíjast hjá Vestdalsmjöli, en
henni var hætt strax og fóru allir
starfsmenn verksmiðjunnar með
skipinu yfir fjörðinn. Bjami ÓlafsT
son beið eftir löndun enn í gær-
kvöldi og ætlaði almannavarna-
nefnd þá að hittast og ákveða hvort
óhætt yrði talið að leyfa fólki að
fara út í verksmiðjuna.
Annað snjóflóð var fyrr í vikunni
á skíðasvæði Seyðfirðinga í Stafdal
og missti maður af sér skíðin, en
sakaði ekki sjálfan.
Þök sligast á Siglufirði
Hagnaður Eimskips
557 milljónir í fyrra
Mælt með
Magnúsi
STJÓRN fulltrúa
ráðs sjálfstæðisfé-
laganna í Reykja-
vík samþykkti
samhljóða á fundi
í gær að leggja til
að Magnús L.
Sveinsson, formað-
ur Verzlunar-
mannafélags
Reykjavíkur, skipi
10. sætið á lista
sjálfstæðisflokks-
ins við alþingiskosningamar í næsta
mánuði.
Baldur Guðlaugsson, formaður
stjórnar fulltrúaráðsins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi,
að Magnús hefði fallizt á að þessi
tillaga yrði gerð og myndi hún verða
tekin til afgreiðslu á fulltrúaráðs-
fundi á miðvikudagskvöldið.
AFKOMA Eimskips á síðasta ári
er sú besta frá árinu 1986 og nam
hagnaðurinn alls um 557 milljónum
króna, en árið 1993 nam hagnaður-
inn 368 milljónum króna. Hörður
Sigurgestsson, forstjóri Eimskips,
segir að afkoman í fyrra teljist vel
viðunandi, og íjármagnið verði not-
að til að skapa fýrirtækinu styrkari
stöðu áfram í framtíðinni til að
geta veitt viðskiptavinum þess betri
þjónustu.
Rekstrartekjur Eimskips og dótt-
urfélaga námu alls 9.558 milljónum
króna á síðasta ári, sem er um 11%
hækkun frá fyrra ári, og nemur
Hagnaður
6% af veltu
hagnaðurinn því tæplega 6% af
veltu. Eigið fé félagsins var alls um
5.161 milljón krónur í árslok og
eiginfjárhlutfall 48%.
Um 3% aukning á
heildarflutningum
Jákvæð afkoma Eimskips er
einkum rakin til þriggja þátta í
rekstrinum. í fyrsta lagi varð um
3% aukning á heildarflutningum
með skipum félagsins í fyrra. Um
15% aukning varð á flutningum
með áætlunarskipum til og frá ís-
landi, en þeir flutningar eru mikil-
vægustu þættirnir í starfsemi fé-
lagsins. í öðru lagi var góð nýting
á flutningakerfi félagsins samfara
auknu flutningsmagni, og í þriðja
lagi hefur hagnaður af starfsemi
félagsins erlendis aukist verulega.
Nema tekjur af starfseminni utan
íslands nú alls um 1.534,milljónum
króna, og hafa þær aukist um 22%
frá fyrra ári.
■ Hagnaðurinn nam/14
Gríðarmikill snjór er nú á Siglu-
firði eins og annars staðar á norðan-
verðu landinu, og er jafnvel talað
um að annað eins hafi ekki sést í
bænum síðan 1949. Þök á tveimur
gömlum húsum í eigu SR-mjöls
hafa hrunið og bílskúrsþak gaf sig
í fyrradag.
Að sögn Guðna Sölvasonar bæj-
arverkstjóra hafa bæjarstarfsmenn
aðstoðað fólk við að hreinsa snjó
af þökum og ýta frá húsum. Ófært
hefur verið til bæjarins, á landi og
loftleiðina um tíma, og götur bæjar-
ins vart ökufærar.
íbúar í Ólafstúni á Flateyri hafa
nú verið fjarri heimilum sínum í
samtals 28 daga frá áramótum
vegna snjóflóðahættu. Þreifandi
bylur var í bænum í gær að sögn
Kristjáns J. Jóhannessonar sveitar-
stjóra og er þetta lengsti samfelldi
óveðurskafli í bænum sem menn
muna að hans sögn. Ségir Kristján
fjölda húsa við ðlafstún á kafi í
snjó og þurfi íbúar þeirra að grafa
sig út á hveijum morgni, þá sjaldan
þeim er kleift að dvelja heima.
Magnús L.
Sveinsson