Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bruggverk- smiðja og hasspartí upprætt LÖGREGLAN í Hafnarfirði gerði í fyrrakvöld upptæk tæki til áfengisframleiðslu og stöðvaði á sama stað sam- kvæmi þar sem var verið að reykja hass. Engin framleiðsla var í gangi í bruggverksmiðjunni, sem var í húsi í útjaðri Hafnarfjarðar. Eimingartæk- in voru í minni kantinum en þrjár tunnur voru á staðnum, tvær 200 lítra og ein 100 lítra. í húsnæðinu voru 7 menn um tvítugt við hassneyslu. Þar fannst einnig smávegis hass og þrjár hasspípur. Mennirnir voru yfirheyrðir í fyrrinótt og síðan sleppt. í yfirheyrslunum kom fram að bruggtækin hefðu síðast verið notuð til áfengisframleiðslu fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Einn mannanna hefur áður komið við sögu svipaðra mála en hann var tekinn fyrir landasölu fyrir tæpum tveim- ur árum, samkvæmt upplýs- ingum frá rannsóknardeild lögreglunnar i Hafnarfirði. Keyrðu inn í sjoppu LÖGREGLUNNI í Reykjavík var á þriðja tímanum í fyrri- nótt gert viðvart um grun- samlegar ferðir bifreiðar á Breiðholtsbraut. Þegar lög- reglan ætlaði að ná tali af ökumanni reyndi hann ýmsar kúnstir til að stinga af, árang- urslausar þó. Tveir menn um tvítugt, sem í bílnum voru, virtust vera í annarlegu ástandi. í bílnum voru plastpokar með lukkup- áskaeggjum, eldspýtustokk- um, á fimmta tug einnota kveikjara, tæplega 100 pakk- ar af smávindlum og sígarett- um ásamt ýmsu öðru smá- legu. Eftir nokkrar viðræður við- urkenndu mennimir að hafa ekið bifreiðinni í gegnum hurð á sölutumi við Smiðjuveg í Kópavogi og látið greipar sópa. Vamingurinn í plast- pokunum kom heim og saman við það sem saknað var úr sjoppunni. Mennimir vora fluttir á lögreglustöð og fengu að gista fangageymslur það sem eftir var nætur. Smygl fannst um borð í Hofsjökli LÖGREGLAN á ísafírði lagði hald á um 30 lítra af smygl- uðu áfengi um borð í Hof- sjökli seint í fyrrakvöld þegar hann kom til hafnar á Flat- eyri. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögregl- unnar á ísafírði var búið að tollskoða skipið þegar skyndi- skoðun var gerð og fannst þá áfengið. Málið telst vera upplýst en maður í landi gekkst við því að hafa ætlað að kaupa áfeng- ið af einum skipverja Hofsjö- kuls. Morgunblaðið/Ámi Sæberg EIRÍKUR Jónsson formaður KÍ, Þorsteinri Geirsson formaður SNR og Þórir Einarsson ríkissátta- semjari ræðast við á göngum Karphússins síðdegis í gær. Aukin harka færist í verkfall kennara Kennslu fatlaðra bama verður hætt VERKFALLSSTJÓRN kennarafé- laganna hefur afturkallað allar heimildir sem veittar hafa verið til vinnu félagsmanna í verkfalli frá og með nk. mánudegi. í yfirlýsingu frá verkfallsstjórn segir að neyðar- ástand sé að skapast bæði í grunn- og framhaldsskólum og því sé ekki rétt að heimila kennurum að afstýra ófremdarástandi í einstökum tilvik- um. í yfírlýsingu frá verkfallsstjórn segir: „Verði ekki samið næstu daga er augljóst að ekki verður hægt að ljúka skólaárinu og mun því skapast öngþveiti í skólamálum í haust. Verkfallsstjóm telur því ekki rétt að heimila vinnu kennara í verkfalli til að afstýra ófremdarástandi í ein- stökum tilvikum þegar Ijóst er að neyðarástandið er orðið almennt. Kennarar sem undanfarnar vikur hafa unnið á undanþágu hafa mátt búa við launakjör sem eru einhliða ákveðin af fjármálaráðuneytinu. Formenn kennararfélaganna lögðu fram kröfu þann 11. mars um að laun kennara á undanþágu yrðu þau sömu og þau voru fyrir verkfall. Þessari kröfu hefur enn ekki verið svarað, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli um slíkt. Verkfallsstjórn telur sér ekki fært að taka þátt í að standa að ákvörðunum sem gera félags- mönnum „skylt að vinna á smánar- launum i verkfallinu." Kemur sér illa Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Þroskahjálpar, sagðist harma þessa ákvörðun verkfallsstjórnar. Hún sagði að sú lausn sem fundist hefði á vanda þeirra fötluðu nemenda sem kennt hefur verið í verkfallinu hefði verið farsæl. „Þessi kennsla hefur komið sér geysilega vel fyrir þá nem- endur sem hennar hafa notið. Ákvörðun verkfallsstjórnar á eftir að koma illa við marga,“ sagði Ásta. Tæplega 30 kennarar hafa kennt í verkfallinu. RKÍ vildi heildar- samning við ríkið Rekstur sjúkraflutn- inga erfiður úti á landi SIGRÚN Ámadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, segir það hafa verið ákvörðun aðalfundar samtakanna í haust að ganga til viðræðna við heilbrigðis- ráðuneytið með það að markmiði að leita eftir heildarsamningi um sjúkraflutninga á landinu öllu. Segir Sigrún hagræðingar- og stjórnunarsjónarmið hafa ráðið þeirri ákvörðun því rekstur sjúkra- flutninga gangi erfíðlega hjá mörgum minni deildum samtak- anna úti á landi. Viðræður hafa staðið yfir við nefnd ráðuneytisins frá því í haust, að sögn Sigrúnar, og fór ráðherra fram á að Rauði krossinn gerði grein fyrir því hvernig samtökin gætu sinnt sjúkraflutningum með tiltekna fjárhæð í huga. Stefnt að 50 milljóna sparnaði Að sögn Daggar Pálsdóttur, lögfræðings í heilbrigðisráðuneyt- inu, ber ríkið um 260 milljóna kostnað nettó af sjúkraflutningum á landinu og ætlunin að spara um 50 milljónir á ári. „Við kynntum okkar niðurstöð- ur um hvað þetta myndi kosta, lögðum fram drög að samningi og vonumst eftir svari sem fyrst,“ segir Sigrún en gögnin vora lögð fram á mánudag. „Yfir 90% sjúkrabíla á landinu eru í okkar eigu og reksturinn hefur verið mjög erfiður hjá minni deildum,“ segir hún. Er um að ræða 60 sjúkrabíla að hennar sögn. Flugfreyjum var boðin almenn launahækkun o g kjarabót með hagræðingu Flugfreyjur leggja áherslu á að þeim vérði gert kieift að hætta störfum fyrr en nú er, Yfírmenn Flugleiða ætla að ganga í störf flug- freyja, en þær efast um að þeim sé það heimilt. Vilja hætta að fijúga við 63 ára aldur SAMNINGAR flugfreyja hafa ver- ið lausir frá 1. mars 1993. „Fyrsta árið fór í að ræða sparnaðaráætl- anir Flugleiða, en í janúar 1994 lögðum við fram tillögur að breytt- um kjarasamningum," sagði Erla Hatlemark, formaður Flugfreyju- félags íslands, í samtali við Morg- unblaðið. „Frá þeim tíma hafa ver- ið reglulegir fundir, en við vísuðum málinu til ríkissáttasemjara í októ- ber. Síðasti fundur fyrir boðað verkfall var 23. febrúar, en svo hittust samninganefndirnar að nýju sl. miðvikudag. Á þessu langa tímabili höfum við átt ------- gagnlegar viðræður, en Flugfreyjur en" hefíir ekkert verið neita að tilboð sett á blað. KavSa# Erla sagði að það hafl borÍSt hefði komið sér veralega á óvart að lesa þá fullyrðingu Flug- leiðamanna að flugfreyjur hefðu hafnað tilboði félagsins um kaup- hækkanir til jafns við það sem samið hefði verið um á almennum markaði. „Það var ekkert formlegt tilboð lagt fram á samningafundin- um,“ sagði hún. „Samninganefnd Flugleiða var með samkomulag ASÍ/VSÍ í höndunum og við höfum áður sagt að við höfum ekkert út á það að setja. Við höfum hins vegar viljað fá sérkröfur okkar ræddar, sem fyrst og fremst snú- ast um að flugfreyjur geti látið fyrr af störfum. Við höfum nefnt 63 eða 65 ára aldur sem viðmiðun og bent á, að ef flugfreyja með áratugareynslu að baki lætur af starfi, þá er ráðin ný flugfreyja í staðinn. Hún er eðlilega í lægra launaþrepi og við viljum ræða þann möguleika að mismunurinn á laun- unum komi eldri flugfreyjunni til --------- góða, svo hún geti brúað bilið þar til lífeyrissjóðs- greiðslur taka við.“ Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að fyrirtækið hefði vissulega lagt fram tilboð á samn- ingafundi með flugfreyjum. Það hefði falið í sér sömu hækkanir og á almennum vinnumarkaði, auk yfirlýsingar um að gengið yrði til viðræðna um hagræðingu, sem kæmi fyrirtækinu og flugfreyjum til góða. Sem dæmi um slíka samn- inga nefndi Einar, að flugfreyjur hefðu árið 1989 tekið að sér sölu á vamingi um borð í vélum félags- ins og fengju í staðinn ágóðahlut sem næmi að meðaltali 4-7% af heildarlaunum þeirra. Þá hefði fal- ist í tilboðinu að Flugleiðir sam- þykktu að tryggja flugfreyjum starf á jörðu niðri, vilji þær láta af flugfreyjustarfi við 63 ára ald- ur. Slíka starfstryggingu hafi eng- inn annar hópur innan fyrirtækis- ins. Erla Hatlemark sagði að þrátt fyrir að það væri erfitt fyrir 63 ára flugfreyju að halda áfram að sinna sínu starfi að fullu, ________ þá væri enn erfiðara að þurfa að þjálfa sig upp í að gegna nýju starfi á þeim aldri. __________ Flugfreyjur telja að það sé hæpið að fjöldi yfirmanna hjá Flugleiðum sinni öryggisþjón- ustu í flugvélum, verði af verk- falli. „Þrátt fyrir að það sé viður- kennt að yfirmenn geti gengið í störf undirmanna í verkfalli, þá viljum við láta meta hvort allir þeir yfírmenn, sem nú ætla að gegna störfum um borð í flugvél- Flugleiðir bjóða starfs- tryggingu um, falla undir þá skilgreiningu. Reglan er sú, að einn starfmaður sinnir hveijum 50 farþegum, svo það þarf marga yfirmenn til að veita þessa öryggisþjónustu. Þá þurfa þeir einnig að hlíta sömu reglum og flugfreyjur um hvíldar- tíma.“ Flugfreyjufélagið er innan vé- banda ASI og hefur verið rætt um að leita til alþjóðlegra sambanda, sem ASÍ á aðild að, um stuðnings- aðgerðir við flugfreyjur, til dæmis vegna þjónustu við vélar Flugleiða, ef talið er að fyrirtækið fari offari í að láta yfirmenn ganga í störf undirmanna. Ástráður Haraldsson, lögfræð- ingur ASÍ, sagði að loknum fundi með flugfreyjum í gær að hann myndi fara yfir fordæmi um störf yfirmanna í verkfalli undirmanna. „Upphaflega er reglan hugsuð þannig, að undirmenn séu aðstoð- armenn yfirmannsins og njóti þeirra ekki við megi hann ganga í störf þeirra. Hvað deilu Flugleiða og flugfreyja varðar, þá rekum við okkur fljótt á þann vanda, hvort meta eigi mann, sem er hærra settur innan félagsins en flugfreyj- ---------ur, en starfar á allt öðru sviði, sem yfirmann þeirra. Við eram því meðal annars að fara yfir skipurit félagsins, en við trúum því auðvitað ekki fyrirfram að Flugleiðir ætli að ganga langt í þessum efnum. Ef það gerist þá kemur það okkur ekki á óvart og við verðum búin að gera alþjóðlegum samtökum, sem ASI á aðild að, grein fyrir að flugfreyjur gætu þurft að stuðningi þeirra að halda.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.