Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 23 Nýjar bækur Snöggfærðar sýnir eftir Thor Vilhjálmsson ÚT ER komin ijóða- bókin Snöggfærðar sýnir eftir Thor Vil- hjálmsson. Áður hafa komið í bókum, öskj- um og á öðrum vett- vangi ljóð sem Thor orti við myndir Amar Þorsteinssonar mynd- listarmanns og ein ljóðabók hefur komið út eftir hann í Banda- ríkjunum, en þetta er fyrsta hefðbundna ljóðabókin sem frá honum kemur á al- mennan markað hér á landi. „í bókinni Snöggfærðar sýnir má finna fínleg og ofurknöpp ljóð í anda japanskrar ljóðlistar sem og lengri bálka um hafíð og ástina sem minna á þá orðgnótt og hljóml- ist sem lesendur Thors þekkja úr Thor Vilhjálmsson hinum stóru prósa- verkum hans,“ segir í kynningu útgefandS. Tryggvi Ólafsson listmálari hefur mynd- skreytt bókina og gerir auk þess kápu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 55 bls., unnin íPrentstofu G. Ben.-Eddu ogkost- ar 2.690 kr. I tilefni af útkomu bókarinnar verður kl. 17.30 í dag, fimmtudag, opnuð í Gallerí Regnbogans málverkasýning Tryggva Óiafsonar þar sem hann sýnir frummyndir sínar úr ijóðabókinni, auk stærri verka. Thor Vilhjálmsson og Tryggvi Ólafsson verða báðir viðstaddir opnunina. Burtfararpróf í Listasafni Islands TONLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistar- skólans í Reykja- vík í Listasafni Is- lands sunnudag- inn 26. mars nk. og hefjast kl. 20.30. Tónleikarn- ir eru burtfarar- próf Olgu Bjarkar Olga Björk Ólafsdóttir Ólafsdóttur fiðluleikara frá skólan- um. Á efnisskrá em Praeludium og Allegro eftir G. Pugnani-Kreisler, Sónata í d-moll op. 108 eftir J. Brahms, Sónata nr. 3 op. 27 í d- moll eftir Eugéne Ysaýe og Kons- ert nr. 1 í a-moll eftir J.S. Bach. Píanóleikari er Kristinn Öm Krist- insson. Einnig leikur strengjasveit, undir stjóm Guðnýjar Guðmunds- dóttur, í konsertinum eftir J.S. Bach. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Hættulegur kvenmaður KVIKMYNDIR Sagabíö TÁLDREGINN „THE LAST SEDUCTION" ★ ★ ★ Leikstjóri: John Dahl. Aðalhlutverk: Linda Fiorentino, Peter Berg, Bill Pullman, J. T. Walsh. 1994. TIL ER fýrirbæri sem kallast nýnoir og lýsir sérstakri tegund nýrra sakamálamynda sem eiga sér fyrirmyndir í „film-noir“- myndum fimmta og sjötta áratug- arins í Hollywood. Við eigum enga haldbæra þýðingu á þessum heit- um (rökkurmyndir og nýnoir eru neyðarúrræði) en kannski má segja sem svo til einfaldrar útskýringar að ef Tvöfaldar skaðabætur yrði endurgerð í dag yrði hún kölluð nýnoir-tryllir. Og hún yrði sjálfsagt ekkert ósvipuð Táldregnum eða „The Last Seduction", fyrnaskemmtilegri nýnoir-úttekt á svörtustu sálark- imum samviskuleysis og svika eft- ir einn af fremstu leikstjórum stefnunnar í dag, John Dahl. Hann hefur fengist við þessa tegund mynda áður („Kill Me Ágain“, „Red Rock West“) en ekki tekist að slípa hana fullkomlega fyrr en núna og hefur enda með sér ein- hveija skæslegustu og illskeytt- ustu leikkonu nýju rökkurmynd- anna, Lindu Fiorentino. Hún leikur hið bráðnauðsynlega femme fatale allra rökkurmynda, peningagráðugt kvikindi sem leik- ur sér að veikleikum karlmann- anna í kringum sig vopnuð kyn- ferðislegum töfrum og áræðni sem hrærir skynsemina í marmelaði hjá annars góðviljuðum mönnum er á endanum vilja annað tveggja; myrða hana eða myrða fyrir hana. Þessi kona er drifkraftur Táldreg- ins og Fiorentino er unaðsleg í hlutverkinu. Hún er svo bláköld f djöfullegú undirferli, svo eggjandi þegar hún er að hræra upp í fórn- arlömbum sínum, sem eru leikin af hæfilega ringluðum Peter Berg og Bill Pullman, og svo gersam- lega samviskulaus þegar hún þarf að vernda hagsmuni sína að þú getur ekki annað en hrifist um leið og þú ættir að fá hatur á henni. Hún er erfðasyndin í næl- onsokkum og háum hælum. Fiorentino lýsir öllum þessum eiginleikum með glæsibrag og gerir Sharon Stone að flekklausri Barbídúkku í samanburði. Dahl stýrir myndinni af áfergju hins gagntekna sögumanns og skapar konunni unihverfí við hæfi með ljósi og skuggum í köldum bláma og sem oftar er ameríski smábær- inn hið hæfilega sögusvið eða hvar er betra fyrir slíkt tálkvendi að eignast heilastarfsemina í mönnum? Kannski hefði mátt fara aðeins útí hvað það er úr hennar fortíð sem gerir hana svona tíkar- lega en kannski ekki. Sumt fólk vill maður ekki þekkja of vel. Fyrir unnendur góðra sakamála- mynda og þá sem vilja sjá bestu leikkonu ársins í aðalhlutverki (gleymið Óskarnum) er Táldreginn ómissandi. Arnaldur Indriðason iakka 5jfí pakka Hæn Fenomen fcert abikar Nú líður að páskum og verslun okkar skartar miklu úrvali af skemmtilegum páskavörum. Komdu í heimsókn, sjón er sögu ríkari. fyrir fólkiö í landinu Holtagörðum við Holtaveg / Póstkröfuslmi 800 6850

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.