Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐID, KRTNGLAN 1, 103 RBYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tilmæli forsætisráðherra í kjaradeilu kennara og ríkisins Ríkissáttasemjari leggi fram miðlunartillögn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra beindi þeim tilmælum til ríkissáttasemj- ara í gær að hann legði fram miðlunartillögu í kjaradeilu kennara og ríkis- ins. Sáttasemjari mun taka afstöðu til þess í dag hvort hann verður við tilmælunum. Ákvörðun forsætisráðherra kom í kjölfar fundar sem hann átti með formönnum kennarafélaganna. Sjómenn undirbúa verkfall á fiskiskipum FORMENN aðildarfélaga Sjó- mannasambands íslands (SSÍ) sam- þykktu á fundi sínum í gær að fela samninganefnd sambandsins að leita eftir samstöðu meðal samtaka sjómanna um boðun vinnustöðvun- ar á fiskiskipaflotanum. Þessar aðgerðir eru til að knýja á um gerð nýrra kjarasamninga. Hafi kjaraviðræður ekki skilað ár- angri og náist samstaða um boðun verkfalls er samninganefndinni fal- ið að boða til aðgerða fýrir 4. apríl. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmdastjóra SSÍ, þarf að boða vinnustöðvun á fískiskipum með 21 dags fyrirvara. Ef til vinnu- stöðvunar kemur hefst hún því í síðasta lagi 25. apríl næstkomandi. Allur afli fari á fiskmarkað Hólmgeir segir að meðal krafna sjómanna sé að allur afli verði sett- ur á fískmarkað. Eins að samið verði um ýmsar sérveiðar og verkun um borð í fiskiskipum, sem engir samningar eru til um. Hann sagði að SSÍ myndi leita samvinnu við Farmanna- og fískimannasamband- ið og Vélstjórafélagið um aðgerðir. „Ég tel að við þær aðstæður sem eru núna þurfí að reyna að btjótast út úr þeirri kyrrstöðu sem deilan er í. Þess vegna hef ég beint þeim tilmælum til ríkissáttasemjara að hann leggi fram sáttatillögu, ann- aðhvort formlega eða innanhússtil- lögu. Hann tjáði mér að hann myndi taka þetta mál til íhugunar og ég skil það svo að hann muni ræða við báða aðila um þessi tilmæli og gefa svar með einum eða öðrum hætti. Annaðhvort með því að leggja fram slíka tillögu eða til- kynna mér að hann telji ekki efni til þess,“ sagði forsætisráðherra. Kennarar óskuðu eftir fundi með ráðherrum Formenn kennarafélaganna, Elna K. Jónsdóttir og Eiríkur Jóns- son, óskuðu eftir fundi með forsæt- isráðherra og fjármálaráðherra í gær til að ræða við þá um þá alvar- legu stöðu sem kennaradeilan er í. Fundurinn stóð í um eina og hálfa klukkustund. Elna sagði að loknum fundinum að farið hefði verið yfír stöðu máls- ins án þess að neinn árangur hefði orðið. Hún sagði að sú hugmynd að leggja fram sáttatillögu hefði ekki komið frá kennurum. Þeir hefðu vænst þess að fundurinn skil- aði annarri niðurstöðu. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði í gær að hann myndi ræða við samningsaðila og í framhaldi af því taka ákvörðun um hvort hann legði fram sáttatillögu. Ákvörðun myndi liggja fyrir í dag. Sú hugmynd að leggja fram FORMENN kennarafélagana, Elna K. Jónsdóttir og Eiríkur Jónsson koma af fundi fjár- málaráðherra og forsætisráð- herra í gær. sáttatillögu hefur áður verið viðruð í þessari deilu. Þórir Einarsson hef- ur fram að þessu hafnað því að leggja slíka tillögu fram með þeim rökum að bilið milli deiluaðila væri enn of breitt. Sáttatillaga getur verið af tvenn- um toga, miðlunartillaga eða svo- kölluð innanhússtillaga. Miðlunartil- lögu ber að leggja fyrir alla félags- menn í skriflegri atkvæðagreiðslu. Talið er að um eina viku taki að ljúka atkvæðagreiðslu. Það er í valdi kennarafélaganna hvort þau fresta verkfalli ef slík tillaga kemur á meðan beðið er eftir úrslitum úr atkvæðagreiðslu. Að sögn Eiríks Jónssonar mun ákvörðun um það ráðast af því hvort samninganefnd kennarafélaganna er sátt við tillög- una. Ríkissáttasemjari getur einnig lagt fram innanhússsáttatillögu. Hana ber að Ieggja fyrir samninga- nefndir deiluaðila til samþykktar eða synjunar. ■ Aukin harka/6 Markaðsvirði Flugleiða hefur aukist um 1.200 milljónir Raunávöxtun hluthafa 34,7% á árinu 1994 Langþráður Stjörnusigur GARÐBÆINGAR fögnuðu langþráðum titli í gærkvöldi þegar Sljörnustúlkur unnu þriðja leikinn gegn Fram í úr- slitakeppni kvenna á Islands- mótinu í handknattleik, 16:8. Stúlkurnar hafa beðið lengi eft- ir að hampa bikar, hafa verið með aðra höndina á ýmsum bik- urum síðustu ár en dæmið ekki gengið upp fyrr en nú. Þær unnu 1. deild kvenna örugg- lega, töpuðu aðeins einu stigi, og alla leiki í bikarkeppninni þar til þær strönduðu á Fram í úrslitaleiknum. En í úrslita- keppninni brugðust þær ekki og unna alla leiki sína. Á mynd- inni fagna Erla Rafnsdóttir, Inga Fríða Tryggvadóttir, Hrund Grétarsdóttir og Mar- grét Villyálmsdóttir. í bak- grunni sést í hönd Herdísar Sigurbergsdóttur. ■ Sóleyíham/C3 Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Sjálfstæðisflokkur fengi 35% SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 35% atkvæða ef gengið væri til þingkosninga nú, samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands gerði fyrir Morgunblaðið í byrjun vikunnar. Flokkurinn fékk 38,1% fylgi í síðustu könnun stofn- unarinnar í byijun mánaðarins og 38,6% í þingkosningunum fyrir ljór- um árum. " Framsóknarflokkurinn vinnur mest á, samkvæmt niðurstöðunum. Flokkurinn fær nú 20,4% stuðning, en fékk 17,5% í síðustu könnun og naut 18,9% kjörfylgis 1991. Al- þýðubandalagið tapar hins vegar frá síðustu könnun. Þá fékk flokk- urinn 15,7% fylgi, en hefur nú stuðning 12,9% þeirra, sem afstöðu taka, og hafði 14,4% kjörfylgi. Fylgi annarra flokka breytist ekki marktækt frá seinustu könnun. Al- þýðuflokkurinn fær 11,6% fylgi, en fékk 10,7% fyrr í mánuðinum og 15,5% í síðustu kosningum. Þjóðvaki fær nú stuðning 12,1% þeirra sem taka afstöðu, en í síðustu könnun studdu 11,3% flokkinn. Kvennalist- inn nýtur nú stuðnings 6,5%, hafði 5,2% fylgi í síðustu könnun og fékk 8,3% fylgi í þingkosningunum. Fleiri andvígir stjórninni Spurt var um afstöðu til ríkis- stjórnarinnar. Af þeim, sem svör- uðu, sögðust 40,3% styðja stjórnina, en 44% vera henni andvígir. Hlut- lausir sögðust 15,7% vera. RAUNÁVÖXTUN hluthafa Flug- leiða á liðnu ári var mjög góð, eða 34,7%. Markaðsvirði hlutafjár Flug- leiða í árslok 1994 var tæplega 3,1 milljarður króna, en í árslok 1993 var markaðsvirði hlutafjár félagsins tæplega 2,3 milljarðar króna. Þann- ig jókst markaðsvirði hlutafjár Flugleiða um 823 milljónir króna á milli ára. Markaðsvirðið hefur haldið áfram að aukast það sem af er þessu ári, og er í dag, samkvæmt upplýsingum Verðbréfaþings, lið- lega 3,5 milljarðar króna. Á tæp- lega 15 mánaða tímabili hefur markaðsvirði hlutabréfa vaxið um Morgunblaðið/Bjami rúmar 1.200 milljónir króna, eða um 36%. Síðustu viðskipti með hlutabréf Flugleiða á Verðbréfaþingi voru gerð á genginu 1,72, en um síðustu áramót var gengi bréfa félagsins skráð 1,50. í árslok 1993 var gengi bréfa í Flugleiðum aftur á móti 1,10. Þrátt fyrir mjög góðan árangur á liðnu ári og hina háu raunávöxtun hluthafanna, hafa þeir í raun tapað um 950 milljónum króna frá árs- byijun 1991 til ársloka 1994, af þáverandi eign, uppreiknað til nú- virðis. ■ Flugleiðir á fljúgandi/26-27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.