Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skólamálaráð Reykjavíkur Rúmlega 20 milljónir í styrki BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu skólamálaráðs um að veita samtals 20.607.000 krónum í styrki vegna skólamála til tuttugu um- sækjenda. Afgreiðslu tveggja um- sókna var frestað, fjórar umsóknir eru til frekari athugunar en níu var hafnað. Einkaskólar Styrk vegna einkaskóla fengu: Heimilisiðnaðarskólinn, kr. 400 þús., Landakotsskóli, kr. 2.298.000, Myndlistaskólinn í Reykjavík, kr. 1.400.000, Skóli ísaks Jónssonar, kr. 3.624.000, Suðurhlíðarskólinn, kr. 425 þús., Tjarnarskóli, kr. 1.060.000 og Tómstundaskólinn, kr. 1.200.000. Foldaskóli fær 150 þús. í styrk vegna 10 ára afmælis skólans. Ölduselsskóli fær sömu upphæð vegna 20 ára afmælis skólans og Laugarnesskóli sömuleiðis vegna 60 ára afmælis skólans. Tónlistarskólar ogmyndbönd Sjö tónlistarskólar hljóta styrk, en þeir eru, Nýi músíkskólinn, sem fær 700 þús., Skólahljómsveit Graf- arvogs fær 700 þús., Söngskólinn Söngsmiðjan fær kr. 1.300.000, Tónlistarskóli ísh Suzukisambands- ins fær 600 þús., Tónlistarskólinn í Reykjavík fær 200 þús., og Tón- skólinn Do Re Mi fær kr. 3.000.000. Styrki til gerðar myndbanda fá Lionsklúbburinn Víðarr, 200 þús., og Marteinn Sigurgeirsson, fær 200 þús. Fjórum umsóknum var hafnað. Til athugunar Undir liðnum annað eru til frek- ari athugunar umsóknir frá For- eldrasamtökunum, SAMFOK, SSB, Samtökum skólamanna um bind- indisfræðslu, og frá Atvinnumála- nefnd Reykjavíkur. Fjórum öðrum umsóknum var hafnað. ♦ » ♦ - V egamálastj ór i Snjómokstur ekki úr takti við tímann HELGI Hallgrímsson vegamála- stjóri segir ekki rétt að snjómokstur sé úr takti við tímann, eins og hald- ið var fram í Morgunblaðinu í fyrra- dag, í samtali blaðsins við bílstjóra 14 vöruflutningabíla, sem sátu fast- ir milli Hvammstanga og Blönduóss frá fimmtudegi til sunnudags. Helgi segir hins vegar að menn geti haft misjafnar skoðanir á því hversu mikla þjónustu eigi að veita. „Eg held að flestir séu sammála um það að aðstæður hafi verið þannig á þessum stað að ekki hafi verið hægt að veita þjónustu. Menn greinir að vísu á um hvenær veðrið hafi verið orðið of slæmt en það var mat okkar manna að veðurskil- yrði hafi verið orðin þannig strax um morguninn að ekki hafi verið við neitt ráðið.“ Bílstjórarnir nefna að 70% þungaskatts sem þeir greiði renni til Vegagerðar ríkisins og því eigi þeir að fá þjónustu til samræmis við það. Helgi segir það rétt en bendir á að þungaskattur sé þriðj- ungur af tekjum Vegagerðarinnar. Bílstjórarnir nefna ennfremur að bæta þurfi samskipti Vegagerðar- innar og flutningsaðila. „Þetta er umkvörtun sem ég hef ekki heyrt nokkuð lengi, hvorki óformlega né formlega, en það er sjálfsagt að skoða allar óskir um bætt sam- skipti,“ segir Helgi. FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 11 e_________________«______________ TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA m Ttl allt að 24 mánaöa RAOGREHJSLUR tþ Heimilistæki hf SÆTÚN S SÍMI 563 1500 Umboðsmenn um land allt Sherwood MAGNARI 2x60W 240W P.M.P.O Matrix Surround Extra bassi ofl. ÚTVARP 30 stöðva minni FM/MW Klukka „Smart Program“ minni KASSETTUTÆKI Auto Reverse, Dolby B High Speed Dubbing ofl. GEISLASPILARI 1 bita og 8x oversampling 20 laga minni ofl. FULLKOMIN FJARSTÝRING sem stýrir öllum aðgerðum IBASSI HUðMUR UEGM * S §HH|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.