Morgunblaðið - 24.03.1995, Side 14

Morgunblaðið - 24.03.1995, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið Sjálfstæðisflokkur tap- ar - Framsókn vinnur á Könnun Félagsvísindastofnunar 18.-21. mars 1995: Fylgi stjórnmálaflokka eftir landshlutum Alþýðufl. Frams.fl. Sjálfst.fl. Alþýðubl. Kvennal. Þjóðvaki Aðrirfl. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýt- ur nú stuðnings 35% kjósenda, sem er nærri því fimm prósentustigum minna fylgi en flokkurinn naut í síð- asta mánuði. Framsóknarflokkurinn vinnur hins vegar á í kosningabarátt- unni og hefur nú yfir 20% fylgi. Al- þýðubandalagið, Þjóðvaki og Alþýðu- flokkurinn eru á svipuðu reiki, með stuðning um 12% kjósenda, og Kvennalistinn sækir dálítið í sig veðr- ið. Þetta er meðal niðurstaðna skoð- anakönnunar, sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans gerði í vikunni fyrir Morgunblaðið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er 35% meðal þeirra, sem afstöðu taka í könn- uninni. í síðustu könnun Félagsvís- indastofnunar, sem gerð var í byijun marz, naut flokkurinn 38,1% stuðn- ings og er fylgistapið á mörkum þess að vera tölfræðilega marktækt. í síð- ustu þingkosningum hlaut Sjálfstæð- isflokkurinn 38,6% atkvæða. Hinn stjómarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, fær nú 11,6% fylgi, sem er dálítil aukning frá síðustu könnun, þegar fylgið var 10,7%, en ekki marktæk. Þeim fækkar sem segjast hlutlausir í afstöðu til ríkis- stjórnarinnar Af stjómarandstöðuflokkunum bætir Framsóknarflokkurinn mestu við sig; fær nú stuðning 20,4% þeirra, sem afstöðu taka, en fékk í síðustu könnun 17,5%. Fylgisaukningin er marktæk og hefur Framsókn nú meira fylgi en í síðustu kosningum, er flokkurinn fékk 18,9% atkvæða. Fylgi Þjóðvaka breytist lítið frá síð- ustu könnun; var þá 11,3% en er nú 12,1%. Kvennalistinn sækir í sig veðrið að nýju og nýtur nú stuðnings 6,5% þeirra sem taka afstöðu, miðað við 5,2% í síðustu könnun. Kvenna- listinn hefur þó ekki náð kjörfylginu í síðustu kosningum, sem var 8,3%. Fylgistap Alþýðubandalagsins frá síðustu könnun er 2,8 prósentustig, sem er tölfræðilega marktækt. Flokkurinn nýtur nú stuðnings 12,9% kjósenda, en hlaut 14,4,% fylgi í sein- ustu kosningum. Þegar litið er á stuðning við flokka í hveijum landshluta fyrir sig kemur ýmislegt athyglisvert í ljós, þótt hafa beri í huga að skekkjumörk séu stærri þegar úrtakinu er skipt upp eftir landshlutum. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað mestu fylgi í Reykjavík miðað við síðustu könnun; fær nú 39,3% fylgi í höfuð- borginni en hafði í byijun mánaðar- ins 47,6%. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar verulega við sig í Reykjavík og hefur nú 14,1% fylgi þar, en hafði 5,2% í síðustu könnun. í Reykjaneskjördæmi er fylgistap Alþýðubandalagsins mest áberandi. Flokkurinn fær nú 8,8% fylgi þar, en fékk 15,5% í seinustu könnun. Þjóðvaki bætir hins vegar verulega við sig í kjördæminu; fékk 12,9% í síðustu könnun en nýtur nú 18,9% fylgis. Á landsbyggðinni minnkar fylgi Framsóknarflokksins lítillega og hafa bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tæplega 31% fýlgi þar. Fylgi annarra breytist lítið. Félagsvísindastofnun spurði einnig um stuðning við ríkisstjómina að þessu sinni. Fylgismönnum stjómar- innar hefur fjölgað lítillega frá því að síðast var spurt, í febrúar síðastl- iðnum. Þeir em nú 40,3% þeirra, sem svara, en andstæðingum hefur líka fjölgað og em þeir nú 44%. Munurinn liggur í því að 15,7% segjast nú hlut- lausir, en hlutlausi hópurinn var 20,6% í febrúar. Þá vom 37,5% hlynntir stjóminni og 41,9% sögðust henni andvígir. Framkvæmd og heimtur Könnunin var gerð dagana 18.-21. marz síðastliðinn. Stuðzt var við slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára, af landinu öllu. Viðtöl vom tek- in í síma og fengust svör frá 1.067, sem er 71,1% svarhlutfall. Nettósvör- un — þegar dregnir hafa verið frá úrtakinu þeir, sem em nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar eða búsettir erlendis — er 72,5%, sem telst vel viðunandi í könnunum sem þessari. Að mati Félagsvísindastofnunar endurspeglar úrtakið þjóðina, á áður- nefndu aldursbili, allvel. Að vanda vom þtjár spurningar lagðar fyrir svarendur til að fækka óákveðnum. Með þessu móti fer hlut- fall óákveðinna úr 19,5% eftir fyrstu tvær spurningamar niður í 6,4%. Alls segjast 6,3% skila auðu eða kjósa ekki og 6,6% neita að svara. Hvopt mundin þú segja að þu værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Hlutfall þeirra sem svara Feb.1995 Mars 1995 stæðingar Stuðnings- menn Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1991 og í skoðanakönnunum frá þeim tíma 6.-8. 18.-21. mars mars Suðurlandslistinn 0,9 0,7 Náttúrulagaflokkurinn 0 0,7 ’93 1994’95MA '91 '92 ’93 1994 '95 M A ’91 ’92 '93 1994'95 MA '91 ’92 '93 1994 '95 MA '91 '92 '93 1994'95 MA '94 '95 MA Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um gengi í kosningabaráttunni og líkleg slj órnarmynstur NIÐURSTÖÐUR skoðana- könnunar Félagsvísinda- stofnunar, sem gerð var í byijun þessarar viku, eru vísbending um það hvernig flokkunum hefur tekizt upp í kosn- ingabaráttunni það sem af er, en tæplega er hægt að segja að barátt- an hafi hafizt af fullum krafti fyrr en upp úr mánaðamótunum. Hún gefur sömuleiðis einhveija hugmynd um hvaða stjómarmynstur eru líkleg eftir kosningar, verði úrslit þeirra á svipaðan veg. Niðurstaðan hlýtur að vera sjálf- stæðismönnum umhugsunarefni, ekki sízt í því ljósi að þess eru nán- ast engin dæmi að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi komið betur út úr þing- kosningum en síðustu könnunum fyrir kosningar. Athygli vekur að flokkurinn heldur sínu á landsbyggð- inni frá seinustu könnunum, en fylg- ið dalar mest í höfuðvígi hans, Reykjavík. Óleyst kennaraverkfall kemur niður á Sjálfstæðisflokknum Hugsanlega kemur það niður á Sjálfstæðisflokknum að kennara- verkfallið er enn óleyst og farið að reyna á taugar þjóðarinnar. Það er óskemmtilegt fyrir forystumenn flokksins í embættum fjármálaráð- herra og menntamálaráðherra að vera vörzlumenn peninganna, sem kennarar knýja nú á um að fá í launahækkun, og þurfa að segja nei og aftur nei svona rétt fyrir kosning- ar. Góð útkoma í könnunum hefur orðið til þess að margir stuðnings- menn Sjáifstæðisflokksins hafa verið bjartsýnir og svolltið værukærir und- anfarnar vikur. Ekki er ósennilegt að sjálfstæðismenn taki nú við sér Aðeins einn kostur á tveggja flokka stjóm Aðeins Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur gætu myndað tveggja flokka stjóm, ef kosningaúrslit yrðu svipuð og niðurstöður könnunarinnar. í umfjöllun Olafs Þ. Steph- ensen kemur fram að fjóra flokka þyrfti til að mynda vinstri stjóm. og kryddi dálítið ijómalöguðu kosn- ingabaráttuna, sem rekin hefur ver- ið að undanfömu. Allt að vinna lyá Alþýðuflokki Alþýðuflokkurinn stígur enn upp á við, og þótt flokkurinn bæti litlu við sig frá einni könnun til annarr- ar, er óravegur frá 5,8% fylgi flokks- ins í október til tæplega 12% stuðn- ings, sem hann nýtur nú. Kosninga- barátta krata hefur líka verið öflug, enda má segja að þeir hafi haft allt að vinna, en engu að tapa. Framsóknarmenn virðast líka vera að ná sér á strik. Athygli vek- ur að fylgi þeirra í höfuðborginni hefur rokið upp, og eru satt að segja ekki neihar augljósar skýringar á þvl. Kosningabarátta flokksins og áherzlur flokksformannsins hafa þó borið aukinn keim af fijálslyndum sjónarmiðum, sem eiga fylgi að fagna í þéttbýli, fremur en dyggri varðstöðu um hagsmuni landbúnað- arins. Eitthvað af fylgistapi sjálf- stæðismanna I Reykjavík gæti hafa skilað sér hjá Framsóknarflokkn- um. Fylgistap lyá Ólafi Ragnari Fylgisaukning Alþýðubandalags- ins virðist vera á enda í bili og er fylgi flokksins nú á svipuðu róli og það var í janúar. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins, hlýt- ur að vera hugsi yfir því að fylgistap- ið er langmest I hans kjördæmi, og gefur forystu hans I koshingabarátt- unni ekki góða einkunn. f Reykjaneskjördæmi græðir Þjóðvaki hins vegar. Það er alltaf erfítt að segja til um hvernig kjós- endahópar fara á milli flokka, en ekki er ósennilegt að Alþýðubanda- lagið hafí misst fólk til Þjóðvaka í kjördæminu. Fylgi Þjóðvaka virðist vera orðið stöðugra, eftir mikla upp- sveiflu og hátt fall, sem er dæmi- gert fyrir nýja flokka. Flokkurinn verður þó varla það sameiningarafl vinstrimanna, sem hann ætlaði sér. Kvennalistinn sækir á, eftir að hafa hresst upp á Imyndina og stefnumálin. Flokkurinn er áfram mjög veikur úti á landi, en bætir við sig I þéttbýlinu suðvestanlands. Stjórnin missir meirihluta Kosningabaráttan vifðist hafa orðíð til þesB að fóik hefur í auknum mæli gert Upp hug sinn til verka rikisstjórnarinnar, það sýnir að þeim hefur fækkað sem segjast hlutlausir í afstöðu sinni til hennar. Stjórnin héldi ekki velli, yrðu kosningaúrslitin í samræmi við nið- urstöður könnunarinnar, þar sem hún nyti aðeins 46,6% fylgis. Hún gæti hins vegar lifað með því að bæta hvaða flokki sem væri við hana, til dæmis Kvennalistanum. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar lýst því yfir að það séu nánast eng- ar líkur á að þeir vilji fara í þriggja flokka stjóm. Miðað við niðurstöður könnunarinnar er eina tveggja flokka stjómin, sem til greina kem- ur, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Möguleikar á myndun þriggja flokka vinstri stjómar eru nánast engir út frá fylgisskiptingunni, sem fram kemur I könnuninni. Varasamt er að spá um þingmannafjölda út frá niðurstöðum könnunarinnar, einkum þar sem þær hafa takmark- að spágildi fyrir minni kjördæmin. Núverandi kosningakerfí á hins veg- ar að tryggja flokkunum þing- mannafjölda nokkum veginn í hlut- falli við atkvæðafjölda, og því er óhætt að leggja saman fylgistölur til að reikna út hvaða samstarfs- mynstur ætti möguleika á meirihluta á þingi, þótt alltaf geti skeikað ein- hveijum þingmönnum. Vinstri sljórn þyrfti 4 flokka Ef teknir eru t.d. þeir þrír af vinstri flokkunum, sem fá mest fylgi I könnuninni, Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Þjóðvaki, njóta þeir ekki nema 45,4% fylgis. Ef Kvennaiistanum værí bætt við, rtyti sltk stjófn afar naums melrihluta. Fjögurra flokka stjórn fyrrnefndra þriggja flokka og Alþýðuflokks hefði hins vegar rúman meirihluta:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.