Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagurinn þrettándi FÖSTUDAGURINN þrettándi er önnur Hafnar- fjarðarsveitin í tilraununum að þessu sinni. Sveit- ina, sem leikur frekar þunga tónlist, skipa Hannes Berg Þórarinsson bassaleikari, Jón Gunnar Krist- jánsson trommuleikari og Ásbjöm Leví Grétarsson gítarleikari. Meðalaldur þeirra félaga er sautján ár. Stólía STÓLÍA er þriðja Hafnarfjarðarsveitin að þessu sinni, en liðsmenn sveitarinnar em Einar L. Sveins- son gítarleikari, Jóhann Gunnarsson bassaleikari og Amar Þór Gíslason trommuleikari. Þeir félagar leika rólega rokktónlist, en meðalaldur Stólíu-manna er tæp átján ár. MÚSÍKTILRAUNHt TÓNABÆJAR1995 Músíktilraunir, árleg hljómsveitakeppni félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar, standa nú sem hæst. Ami Matthíasson kynnti sér hvaða átta hljómsveitir keppa í kvöld um sæti í úrslitum. ÞEGAR HAFA fímmtán hljómsveitir keppt um sæti í úrslitum Músíktiirauna sem fram fara 31. mars næst- komandi. í gær öttu átta sveitir kapp saman og í kvöld slást svo átta til viðbótar um sæti í úrslitunum. I tilraun- unum flytur hver hljómsveit þrjú frumsamin lög og áheyr- endur greiða síðan atkvæði um frammistöðu hennar. Einnig starfar dómnefnd sem grípur inní ef þörf krefur. Keppnin fer fram á fjórum kvöldum og í kvöld er þriðja tilraunakvöldið. Gestahljómsveitir verða tvær, Curver og Ólympía. Mósaík MÓSAÍK skipa Hanna Ruth Ólafsdóttir sellóleikari, Ólöf Helga Einarsdóttir fiðluleikari og söngkona, Guðrún Dalía Salómonsdóttir hljómborðsleikari, Benedikt Hermann Hermannsson gítarleikari, Andri Guðmundsson bassaleikari og Halldór Jóns- son trommuleikari. Mósaik leikur breytilega tón- list, en meðalaldur liðsmanna er fimmtán ár. Cyclone LIÐSMENN Cyclone úr Mosfellsbæ, sem leikur rokk-grunge og tók þátt í síðustu tilraunum, eru Hugi Jónsson bassaleikari, Kristófer Jensson söngv- ari, Egill Á. Híibner gítarleikari og Þorvaldur Kristinn Þorvaldsson Scheving trommuleikari. Þeir félagar eru allir á sextánda árinu. Móri MÓRI ER hljómsveit úr Reykjavík að mestu, en hana skipa Guðmundur Þorvaldsson gítarleikari, Helgi Guðbjartsson trommuleikari, Snorri Krisfíáns- son bassaleikari og Haukur Halldórsson söngvari. Ekki þótti talsmanni sveitarinnar gott að lýsa tónlist- inni, en sagði yfirlýsta tónlistarstefnu vera „splatt- erfönk“. Meðalaldur sveitarmanna er tæp tuttugu ár. Lilian Jymxky LILIAN Jymxky er hljómsveit úr Reykjavík sem leik- ur melódískt þungarokk. Liðsmenn sveitarinnar eru Brynjar Óðinsson og Órvar Ólafsson gítarleikarar, Georg Erlingsson trommuleikari. Snorri Snorrason söngvari og Egill Rúnar Reynisson bassaleikari. Meðalaldur þeirra er ríflega átján ár. Kusk KUSK leikur rokk í anda Cult og álíka sveita. H\jóm- sveitina skipa Aðalsteinn Ólafsson trommuleikari, Axel Björnsson söngvari, Þórarinn Ragnarsson bas- saleikari og gítarleikararnir Pétur Jóhann Einars- son og Hannes Þór Baldursson. Meðalaldur sveitar- manna er tæp 23 ár. Títus ÚR BÍTLABÆNUM Keflavík kemur hljómsveitin Títus, sem leikur stuð- og balltónlist. Sveitina skipa Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, Guðrún Ósk Gunnlaugsdóttir söngkona, Bergþór Haukdal Jónasson gitarleikari, Vilhelm Ólafsson trommuleik- ari og Styrmir Barkarson hljómborðsleikari. Meðal- aldur Títusa er hált sextánda ár. SIEMENS Laugardaginn 25. mars frákl.10-16: ussóntrur — ^ ~ Jfy í verslun okkar að Nóatuni 4.^^ Til sýnis og sölu verða hin glæsilegu Siemens heimilistæki sem allir vilja og geta eignast. Sértilboð á fjölda tækja. Sérstök afsláttarkjör gilda þennan dag. Bjóðum ýmis lítil raftæki á algjöru kjallaraverði. Heitt á könnunni. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Sérstök kynning á hinum margrómuðu Siemens sjónvarpstækjum, myndbandstækjum og hljómtækjasamstæðum. Góð fermingartilboð í gangi. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.