Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prentun Morgunpóstsins stöðvuð Deilt um birtingu fíkniefnagreinar Morgunblaðið/Sverrir PRENTARAR í Odda skoða Morgunpóstinn eftir að prentun hans hófst síðdegis í gær. Lexus LS400 sýndur í Perlunni um helgina OPEL Omega. Opel- sýning um helgina BÍLHEIMAR munu um helgina halda sýningu á Opel-bílum sem ber yfirskriftina Kosningahá- tíð. Þar verða til sýnis allar gerðir af Opel. Í fréttatilkynningu segir að Bílheimar bjóði upp á sérstakan Opel-kosningapakka. í honum eru vetrardekk, mottur, aur- hlífar og aðalljósahlífar. Á þessari hátíð verður get- raun fyrir börnin og þeir sem áhuga hafa á geta tekið þátt í kosningaspá. Bílar sem á kosningahátíð- inni verða til sýnis eru Opel Omega, Opel Vectra, Opel Astra og Opel Corsa. Sýndar verða allar útfærslur þessara bíla og er þetta fjölbreyttasta Opel-sýning til þessa. Kosningahátíð Opel mun standa laugardag og sunnudag kl. 14-17. Ritstjórnin hótaði að ganga út ef greinin birtist ekki MORGUNPÓSTINUM var ekki dreift á tilskildum tíma í gærmorg- un þar sem prentun blaðsins hafði verið stöðvuð í fyrrinótt. Var það gert að tilmælum Friðriks Frið- rikssonar, stjómarmanns í útgáfu- stjóm Morgunpóstsins, sem ekki vildi að birt yrði grein um gamalt fíkniefnamál í blaðinu. Aðspurður hvaða ástæður hefðu verið gefnar upp fyrir ákvörðun- inni sagði Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Morgunpóstsins: „Þær skýringar sem ég hef fengið eru fæstar tengdar efni greinarinnar, heldur hagsmunum sem ekki tengjast hagsmunum þessa blaðs. Útgáfustjórn ákvað síðan að halda áfram óbreyttri starfsemi og prenta blaðið og lýsa þar með yfir stuðningi við ritstjórn," segir hann. Gunnar Smári var spurður hvort starfsmenn hefðu hótað að ganga út yrði greinin ekki birt. „Það lá alveg ljóst fyrir að með því að gefa blaðið ekki út væri verið að segja okkur upp.“ Engar breyting- ar vora gerðar á greininni að sögn Gunnars Smára og var Morgun- pósturinn prentaður síðdegis í gær. „Óeðlileg fréttamennska“ Friðrik Friðriksson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og fer hún hér á eftir: „Undirritaður, sem er einn af hluthöfum og í útgáfustjórn Morgunpóstsins, lagðist alfarið gegn þeirri ákvörðun meirihluta blaðstjórnar að birta meiðandi umfjöllun um kunnan athafna- mann fyrir meinta sölu og notkun fíkniefna fyrir tveimur áratugum. Efni þessara ásakana era 20 ára gömul mál sem öll era löngu af- greidd og útkljáð án sakfellinga og réttlættu engan veginn að mínu mati að blaðið birti umrædda grein með þeim hætti sem nú hefur ver- ið gert. Að mínu mati var hér ekki um eðlilega fréttamennsku að ræða, miklu fremur tilraun til að draga útgáfu Morgunpóstsins inn í langvarandi og hatrammar deilur og átök í öðru fyrirtæki. Þessar eru ástæður þess að ég reyndi að koma í veg fyrir útgáfu Morgunpóstsins í dag. Meirihlut- inn réð að lokum og ber á málinu fulla ábyrgð.“ Fjárhagur þyldi ekki málsókn Friðrik sagði ennfremur í sam- tali við Morgunblaðið að sér hefðj verið falið að fylgjast með rekstri blaðsins og endurbótum og hann hefði ekki talið að fjárhagur fyrir- tækisins þyldi málsókn. Að hans sögn er útgáfustjórn Miðils hf. skipuðjjremur mönnum, honum sjálfum, Arna Möller svína- bónda og þriðja manni sem ekki hafi tekið sæti í stjórninni með formlegum hætti. Segir Friðrik vægi innan fyrirtækisins á þann veg að hann hafi ekki getað stað- ið gegn þeirri ákvörðun að blaðið yrði prentað þótt hún hafi ekki verið tekin af hreinum meirihluta stjórnar. STÓRSÝNING Toyota ’95 er í Perl- unni um helgina. Sýningin er liður í 30 ára afmælisári Toyota á íslandi og af því tilefni býður fyrirtækið nýja gerðir af Toyota Corolla Spec- ial Series í afmælisútgáfu á sérstöku tilboðsverði. Nýju Special Series- gerðirnar eru með nýrri innréttingu með geislaspilara og í nýjum litum svo eitthvað sé nefnt. í tilefni sýningarinnar var fluttur til landsins bíllinn Lexus LS400 sem er að mati sérfræðinga einn hljóðl- átasti og vandaðasti bíll sem fram- leiddur er í heiminum, segir í frétta- tilkynningu. Lexusinn verður aðeins til sýnis í Perlunni um helgina en síðan verður hann sendur aftur til Þýskalands þaðan sem hann er feng- inn að láni. Á sýningunni frumsýnir Toyota nýjan Land Cruiser VX 4500 bensín með öllu ásamt ódýrari gerð af Land Cruiser með nýrri 24 ventla turbo dísel-vél. Sýningin í Perlunni verður opin laugardag kl. 12-18 og sunnudag kl. 13-18. Báða sýningardagana verður boðið upp á lifandi tónlist ásamt uppákomum og Jóki trúður og félagar gefa börnunum sælgæti og blöðrur í tilefni dagsins. LEXUS LS400 sem sýndur verður í Perlunni um helgina. Þjóðhagsstofnun gerir grein fyrir þróun þjóðhagsstærða í fyrra og horfunum í ár Spáð 10 milljarða viðskiptaafgangi Hlutfallsleg breyting þjóðarútgjalda og lands- framleiðslu frá fyrra ári og viðskiptajöfnuður sem hlutfali af landsframleiðslu, 1981-1995 Kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um 2,5% í ár ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir ráð fyrir því að afgangur á viðskiptun- um við útlönd í ár verði um tíu milljarðar króna eða svipaður og hann varð í fyrra, en viðskiptajöfn- uðurinn hefur ekki verið jafn hag- stæður frá árinu 1962. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá og þar er því ennfremur spáð að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 2,5% í ár samanborið við 0,5% á síðasta ári, verðbólga á árinu aukist lítillega og verði um 2,5% sem er svipað og spáð er í helstu iðnríkjum, hagvöxt- ur verði um 3% og þjóðartekjur vaxi um svipað hlutfall. í frétt Þjóðhagsstofnunar segir að þjóðarbúskapurinn sé kominn upp úr þeirri lægð sem hann hafí verið í á árabilinu 1988 til 1993. Hagvöxtur í fyrra hafi verið jafn og að meðaltali í öðrum aðildarríkj- um OECD og framhald verði á því í ár samkvæmt spá stofnunarinnar. Nokkuð gott jafnvægi sé ríkjandi á flestum sviðum efnahagslífsins, en hallinn í rekstri hins opinbera sé enn of mikill, einkum í ljósi hag- stæðra skilyrða í þjóðarbúskapnum. Þrennt sé mikilvægast til að búa í Haginn fyrir varanlegan hagvöxt og vaxandi atvinnu. I fyrsta lagi að koma á jöfnuði í ríkisfjármálum og það þurfi að gerast þeim mun fyrr sem hagvöxturinn sé meiri. Þannig skapist forsendur fyrir lækkun raunvaxta og ró á gjaldeyr- ismarkaði. í öðru lagi þurfí að festa verðstöðugleikann í sessi, en þar gegni stjórn peningamála mikil- vægu hlutverki og niðurstaða þeirra kjarasamninga sem enn sé eftir að gera og í þriðja lagi þurfi að stuðla að skipulagsbreytingum í þjóðarbú- skapnum sem horfí til framfara og aukinnar hagkvæmni í atvinnulífi og opinberum rekstri. Aukning landsframleiðslu eftir nær sex ára stöðnun Þjóðhagstofnun bendir á að milli áranna 1993 og 1994 aukist lands- framleiðslan um 2,8% eftir að liafa staðið nánast í stað sex árin þar á undan. Þetta skýrist fyrst og fremst af mikilli uppsveiflu í útflutnings- greinum, en útflutningur vöra og þjónustu hafi aukist um 10,2%. Aukningin eigi bæði rætur að rekja til mikils afla á fjarmiðum og hag- felldra markaða erlendis, en jafn- framt hafi stöðugleiki og góð starfs- skilyrði innanlands hjálpað til. Þjóð- artekjur jukust meira en landsfram- leiðslan vegna bættra viðskipta- kjara eða um 3,7%. Fram kemur að aflaverðmæti á föstu verðlagi hafi dregist saman milli 1993 og 1994, en þrátt fyrir það hafi útflutningsframleiðsla sjávarafurða aukist um tæp 9%. Þjóðhagsstofnun segir að erfitt sé að skýra þetta, en bent er á að um hagkvæmari ráðstöfun afla geti verið að ræða, meðal annars vegna meiri fyrstingar loðnuafurða, meiri fískafli hafí borist á land úr erlend- um fiskiskipum og útflutningur ís- físks hafi minnkað. Viðskiptakjör þjóðarbúsins í heild bötnuðu um 0,4% og er það rakið til hækkunar á verði áls og kísiljárns, en þó verð á sjávarafurðum hafi styrkst er á árið leið lækkaði það að meðaltali frá árinu 1993. Fram kemur að tekjuhalli hins opinbera hafi verið 17 milljarðar á síðasta ári sem samsvarar 3,9% af landsframleiðslu. Hlutfallið lækkaði nokkuð frá árinu á undan er það var 4,5%, en á árinu 1992 var þetta hlutfall 2,8%. Miðað er við rekstrar- grunn ríkissjóðs en ekki greiðslu- grunn og að auki eru sveitarfélögin í landinu meðtalin í þessari tölu. Samsvarandi tölur að meðaltali fyr- ir ríki innan OECD er 3,8% fyrir árið 1994 og 4,2% fyrir árið 1992. Fjármagnsútstreymi var tölvert í kjölfar þess að langtímahreyfingar fjármagns voru gefnar fijálsar í upphafi árs, en það var samtals 23 milljarðar króna á síðasta ári. Þjóðhagsstofnun spáir að at- vinnuleysi í ár verði 4,3% samanbor- ið við 4,7% í fyrra. Spáð er að þjóð- arútgjöld vaxi um 3,6% og sé það einkum einkaneyslan sem vaxi eða um 3,9%. Þá er spáð aukningu fjár- festingar um 4,4% í ár og að sam- neyslan aukist um 2%. Bent er á að spáin fyrir árið í ár sé óviss í ýmsum atriðum þar sem kjara- samningar við talsverðan hluta launafólks séu ófrágengnir og erfitt sé að spá um afla sem fáist af fjar- miðum, auk þess sem efnahags- stefna nýrrar ríkisstjórnar sem mynduð verði eftir kosningar liggi ekki fyrir. Dregur úr hagvexti 1996-98 Gert er ráð fyrir að það dragi nokkuð úr hagvexti á næstu árum frá því sem spáð er í ár og er spáð að hann verði 2% að jafnaði á ári 1996-98. Helstu ástæður þessa að mati Þjóðhagsstofnunar er að óvar- legt sé að auka veiðar úr þorsk- stofninum í ljósi ástands hans. Þetta myndi hins vegar fljótt breytast ef ráðist yrði í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum. Þjóðhagsstofnun bendir á að mik- ilvægt sé að koma í veg fyrir þenslu ; þegar uppgangur sé í efnahagslíf- inu. „í því skyni er brýnt að stjórn ríkisfjármála og peningamála haldi aftur af aukningu þjóðarútgjalda, : ekki síst þegar hún byggist að miklu leyti á aukinni einkaneyslu eins og hér er reiknað með. í tengslum við nýgerða kjarasamninga voru gerðar tilslakanir í ríkisfjármálum sem boðað var að mætt yrði með lækkun ríkisútgjalda og auknum tekjum. Með hliðsjón af meiri og örari bata í efnahagslífinu en gert hefur verið ráð fyrir er áríðandi að þeim áform- um verði hrint í framkvæmd sem fyrst ogjafnframt verði stigin nauð- synleg skref til þess að tryggja að jafnvægi komist á í opinberum fjár- málum á næstu tveimur til þremur árum,“ segir ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.